Fleiri fréttir

Forseti hjálpar viðskiptamönnum

Það er óhætt að fullyrða að Ólafur Ragnar Grímsson, forsti Íslands, hafi gert allt sem í hans valdi stóð til að veita íslenskum viðskiptamönnum brautargengi í Kína. Kínverjar bera mikla virðingu fyrir ráðamönnum og því líta menn á það sem verðmæti að taka þátt í viðskiptasendinefndinni.

Hæstu styrkir nema hálfri milljón

Menningarsjóður hefur úthlutað 17,5 milljónum króna í styrki til 69 verkefna. Færri fengu en sóttu um því alls sóttu 109 einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir og félög um styrki að andvirði 123 milljóna króna.

Samið um umframmjólk

Mjólkursamlagið Mjólka ehf. sem stofnað var í síðasta mánuði hefur náð samningum við tíu kúabændur sem munu selja því mjólk sem þeir framleiða umfram kvóta en Mjólka setur sína fyrstu vöru á markað í næsta mánuði.

Umferðartafir við Miklubraut

Frá og með deginum í dag verður hægt að aka Laugaveginn endilangan frá gatnamótum Suðurlandsbrautar og alla leið að Bankastræti. Fleiri framkvæmdir setja mark sitt á borgina þar sem í gær var hafist handa við þrengingu Miklubrautar. Af þessum völdum er aðeins ein akrein Miklubrautar í hvora átt opin fyrir umferð og verður svo út mánuðinn.

Sinubrunar í Breiðholti

Miklir sinueldar brutust út í Elliðárdalnum skömmu eftir hádegi í gær. Að sögn Slökkviliðsins hefur verið kveikt í á fjórum stöðum að minnsta kosti. <b> </b> </font />

Umbætur á Mannréttindadómstól

Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði í ávarpi á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Varsjá í gær að brýn þörf væri á umbótum á störfum Mannréttindadómstóls Evrópu í ljósi gífurlegrar fjölgunar mála sem til hans berast. Hann sagði að Ísland væri fylgjandi því að komið yrði á fót vettvangi þar sem farið yrði yfir þessi mál.</font />

Berjast um varaformannsstólinn

Lúðvík Bergvinsson þingmaður Samfylkingarinnar hefur ákveðið að bjóða sig fram til embættis varaformanns Samfylkingarinnar. Ljóst er því að kosið verður um varaformann á landsfundi Samfylkingarinnar á laugardag en auk Lúðvíks hefur Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar boðið sig fram til embættisins.

Gunnar býður sig fram á landsfundi

Gunnar Svavarsson, forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. "Ég hef ákveðið að taka þessari áskorun og miðla þeirri reynslu sem til staðar er og ég bý yfir, meðal annars vegna starfa minna innan jafnaðarmannahreyfingarinnar síðastliðna áratugi," segir Gunnar.

Faðerni fæst ekki sannað

Hæstiréttur hafnaði kröfu manns um að gerð verði lífsýnirannsókn á látnum manni til að fá úr því skorið hvort sá sé lífræðilegur faðir mannsins.

Árekstur við Hringbraut

Ökumaður og farþegi á bifhjóli slösuðust þegar bifhjólið og bifreið rákust saman á Hringbraut klukkan hálf átta í gærkvöldi. Þeir eru þó ekki alvarlega slasaðir.

Jói var okkar stoð og stytta

"Jói var okkar stoð og stytta hér," segja Sigurður Jónsson og Ágústa Kristín Magnúsdóttir sem voru vinnuveitendur Vu Van Phong eða Jóa eins og hann var kallaður. Ekkja hans, Thanh Viet Mac, vinnur líka hjá þeim. Blaðamaður hitti þau Sigurð og Ágústu til að fá að vita hvaða mann hann hafði að geyma.

Kærir gæsluvarðhaldsúrskurð ekki

Sigmundur Hannesson, skipaður verjandi Phu Tien Nguyen sem er grunaður um að hafa orðið Vu Van Phong að bana í Hlíðarhjalla í Kópavogi á sunnudagskvöldið, segir ekki standa til að kæra gæsluvarðhaldsúrskurð sem kveðinn var upp yfir honum, engar forsendur séu til þess.

Buðu bara fjölskyldu áfallahjálp

Matargestum í Hlíðarhjalla í Kópavogi á sunnudaginn var ekki boðin áfallahjálp ef undanskilin er fjölskylda hins látna. Alls voru sautján matargestir þar þegar einn gestanna snöggreiddist að sögn vitna og myrti Vu Van Phong með eggvopni sem að sögn lögreglu var líklega tekið úr eldhúsi í íbúðinni.

Áframhaldandi mannréttindaviðræður

Íslendingar munu eiga opnar viðræður um mannréttindi við Kínverja, byggðar á gagnvirkum skilningi, segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sem átti fund með Kínaforseta í dag. Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, er í Kína.

Alcoa vill álver fyrir norðan

Alcoa á Íslandi, sem er að reisa Fjarðarál á Reyðarfirði, óskaði í gær eftir formlegum viðræðum við íslensk stjórnvöld um byggingu álvers á Norðulandi.

Tilfinningalegt svigrúm við Múrinn

Forsetahjónin heimsóttu Kínamúrinn í morgun. Forsetinn þurfti sitt tilfinningalega svigrúm til að upplifa múrinn, eitt af sjö undrum veraldarinnar. Forsetafrúin virtist hins vegar haldin heimþrá. Eva Bergþóra er í Kína.

Maður lést í átökum

Tuttugu og níu ára karlmaður lést eftir átök nokkurra manna í fjölbýlishúsi í Hjallahverfi í Kópavogi í gærkvöldi. Annar maður var fluttur á sjúkrahús þar sem hann þurfti að gangast undir aðgerð vegna áverka en hann mun ekki vera í lífshættu.

Kærði nauðgun á skemmtistað

Kona á þrítugsaldri kærði nauðgun til lögreglunnar í Keflavík í nótt. Konan sagði mann hafa nauðgað sér á salerni á skemmtistað. Maðurinn var handtekinn á staðnum og gistir nú fangageymslur lögreglunnar í Keflavík.

Mannbjörg á Patreksfjarðarflóa

Mannbjörg varð þegar kviknaði í fiskibátnum Hrund BA í nótt. Einn var um borð og var honum bjargað, allþrekuðumum, um borð í fiskibátinn Ljúf nokkru eftir að eldurinn kviknaði.

Gæsluvarðhalds krafist

Tuttugu og níu ára karlmaður lést eftir átök við annan mann í fjölbýlishúsi í Hjallahverfi í Kópavogi í gærkvöldi. Þrír menn voru handteknir í nótt en tveimur hefur nú verið sleppt. Krafist verður gæsluvarðhalds yfir hinum grunaða í dag.

Ljósmynd getur skipt öllu

Ljósmynd getur skilið milli feigs og ófeigs í kínversku viðskiptalífi. Tengsl við háttsetta menn skipta öllu máli. Fjölmenn viðskiptanefnd frá Íslandi er komin til Kína til að kynna sér það hagkerfi sem innan fárra ára verður stærra en nokkuð annað í veröldinni. Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, er í Kína.

Gæsluvarðhalds ekki verið óskað

Dómari hefur ekki fengið beiðni um gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum sem grunaður er um að hafa orðið öðrum manni að bana í fjölbýlishúsi í Hjallahverfi í Kópavogi í gærkvöldi. Þrír menn voru handteknir en tveimur hefur nú verið sleppt.

Þyrlan sækir slasaðan vélsleðamann

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan vélsleðamann inn á Rangárvallaafrétt nú á fjórða tímanum. Björgunarsveitir frá Hellu og Hvolsvelli voru einnig kallaðar út. Hjálparbeiðni vegna slyssins barst um eittleytið í dag en grunur leikur á að maðurinn hafi fótbrotnað.

Umferð hefur gengið vel

Umferðin til höfuðborgarsvæðisins hefur gengið mjög vel í dag að sögn varðstjóra hjá lögreglunni í Reykjavík. Bílastraumurinn hefur verið jafn og engin slys orðið, enda veður og aðstæður allar hinar ákjósanlegustu.

Vélsleðamaðurinn með opið fótbrot

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan vélsleðamann inn á Rangárvallaafrétt, á móts við Hrauntinda, á fjórða tímanum í dag. Maðurinn reyndist vera með opið fótbrot eftir að hafa ekið fram af snjóhengju.

Gæsluvarðhald til 14. júlí

Maður um þrítugt lést af sárum sem hann hlaut í átökum við annan mann í Kópavogi í gærkvöld. Hinn grunaði hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 14. júlí.

Í haldi grunaður um nauðgun

Karlmaður á fertugsaldri er í haldi lögreglu grunaður um nauðgun á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík í nótt. 

Formúlubíll í Smáralind

Mark Webber ökumaður BMW Williams liðsins dvaldi hér á landi yfir helgina. Keppnisbíll hans er til sýnis í Smáralind og hefur verið vinsæll meðal gesta í Smáralindinni. Hann verður sendur af landi brott í kvöld.

Alcan hefur ekki fengið leyfi

Hafnarfjarðarbær hefur ekki enn veitt Alcan framkvæmdaleyfi vegna stækkunar álversins í Straumsvík. Talsmaður iðnaðarráðuneytsins sagði í fréttum um helgina að búið væri að láta gera mat á umhverfisáhrifum fyrir stækkun álversins, stjórnendur þess ættu einungis ætti eftir að taka endanlega ákvörðun og bjóða verkið út.

Ræðir mannréttindi við Kínverja

Mannréttindi eru alls ekki afstæð, segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sem ætlar að ræða mannréttindi við kínverska ráðamenn á næstu dögum. Hann segir þó að gera megi ráð fyrir að lýðræðisþróun í Kína taki tíma. Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, er í för með forsetanum í opinberri heimsókn hans í Kína.

Féll sjö metra niður á stétt

Kona á þrítugsaldri slasaðist mikið þegar hún féll sjö metra niður á steyptan kant og stétt fram af svölum á þriðju hæð fjölbýlisshúss í Neskaupstað um tvöleytið aðfaranótt mánudags. Hún fór í aðgerð á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað og í sjúkraflug til Reykjavíkur, en er úr lífshættu.

Vélsleðamaður með opið fótbrot

Þyrla landhelgisgæslunnar sótti vélsleðamann með opið beinbrot á fæti inn að Hrauntindum í Rangárvallaafrétt um miðjan dag í gær og flutti á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Einnig voru kallaðar til björgunarsveitir frá Hellu og Hvolsvelli.

Feðrum sagt upp vegna orlofs

Jafnrétti á vinnumarkaði virðist vera að taka á sig heldur óskemmtilega mynd. Yfir 20 mál hafa nú borist Verslunarmannafélagi Reykjavíkur vegna feðra sem sagt hefur verið upp störfum vegna fæðingarorlofs sem þeir hafa tekið sér. Hingað til hafa slík mál nær eingöngu verið vegna kvenna á vinnumarkaði. 

Nauðgað á skemmtistað

Kona á þrítugsaldri kærði í gærmorgun nauðgun sem hún sagði hafa átt sér stað inni á salerni á skemmtistað í Keflavík. Lögreglu barst kæran um klukkan hálf sex um morguninn og fór hún þegar á skemmtistaðinn þar sem maðurinn var handtekinn.

Ekið á dreng á hlaupahjóli

Um klukkan þrjú í gærdag var ekið á sex ára dreng við Greniteig í Keflavík, en þar er 30 kílómetra hámarkshraði.

Veisluhald fór úr böndum

Nokkur ólæti voru í ungu fólki í Garðabæ á föstudags- og laugardagskvöld, að sögn lögreglu í Hafnarfirði. Fjórir voru handteknir á föstudagskvöldið og á laugardagskvöldið þurfti lögregluhjálp við að fæla veisluglaða frá húsi í bænum.

Bílslys á Svínadal

Bíll fór útaf veginum á Svínadal um hálfníuleytið á föstudagskvöld. Lögreglan á Búðardal fékk tilkynningu um að í bílnum væru fjórir slasaðir og þar af eitt meðvitundarlaust barn.

Strákur lokaður í ruslatunnu

Tveir fjórtán piltar lokuðu sjö ára dreng ofan í ruslatunnu, skorðuðu undir svölum og skildu eftir á Seltjarnarnesi síðasta þriðjudagskvöld. Stúlka heyrði bank í tunnunni 30 til 40 mínútum síðar og bjargaði drengnum.

Maður barinn með kylfu

Lögreglan á Ísafirði lagði hald á hafnaboltakylfu á Flateyri á aðfaranótt mánudags, en talið er að henni hafi verið beitt í slagsmálum fyrir utan veitingastað í bænum. Þar hafði nokkur hópur tekið þátt í slagsmálum sem upp komu, en enn liggja ekki fyrir kærur vegna atburðarins.

Verð á notuðum bílum hríðlækkar

Verð á notuðum bílum hefur hríðlækkað í kjölfar mikils innflutnings á bílum frá Bandaríkjunum og söluaukningar á nýjum bílum. Salan er engu að síður góð og telur einn bílasali skýringuna liggja í því að fólk fjölgi einfaldlega bílum á heimilinu í góðæri eins og nú er, en fækki þegar harðnar í ári. 

Tvær konur létust í árekstri

Tvær konur létust í árekstri jeppa og fólksbíls í Öxnadal í Hörgárbyggð um klukkan hálf sex á föstudag. Önnur konan ók fólksbílnum og var ein í honum, en hin var farþegi í jeppanum. Þær hétu Halldóra Árnadóttir og Edda Sólrún Einarsdóttir.

Bjargað þrekuðum og sjóblautum

Skipstjóri mótorbátsins Hrundar BA-87 frá Patreksfirði mátti hafa sig allan við að koma sér frá borði eftir að eldur kom upp í bátnum. Hann komst í björgunarbát og var bjargað þaðan í annan bát, en reykurinn frá brennandi bátnum sást víða að.

Varð einum að bana og særði annan

33 ára maður kom óboðinn til veislu í Kópavogi. Hann vildi ekki fara og greip til hnífs. Stakk einn til ólífis og særði annan. Ódæðismaðurinn var handtekinn og er nú í gæsluvarðhaldi.

Horfði á föður sinn stunginn

Dóttir manns sem lést af völdum stungusára stóð blóðug og grátandi í stigaganginum og sagði pabba sinn dáinn. Til átaka kom milli veislugesta og manns sem kom óboðinn til veislunnar. Einn lést og annar særðist. Árásarmaðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Unnið er að rannsókn.

Eden í Hveragerði til sölu

Verslunar- og veitingahúsið Eden í Hveragerði er til sölu. Eden hóf starfsemi sumardaginn fyrsta árið 1957 og hefur því starfað samfellt í 48 ár.

Sjá næstu 50 fréttir