Vill fleiri íslenskar sendinefndir 17. maí 2005 00:01 Forseti Kína vill fá fleiri sendinefndir frá Íslandi í heimsókn, þar á meðal frá stjórnmálaflokkunum, verkalýðsfélögunum og almannafélögum ýmiss konar, eftir því sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir, en þeir áttu fund í Peking nú fyrir hádegi. Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, er í Kína. Ólafur Ragnar og Hu Jintao, forseti Kína, ræddu m.a. frekari samskipti ríkjanna og lýðræðisþróunina í Kína. Ólafur segir að fundurinn hafi gengið framar öllum vonum og hann hefði ekki getað búist við betri fundi. Þeir ræddu öll svið viðskiptalífsins og kom það forseta Íslands á óvart hve vel kunnugur Jintao er ákveðnum íslenskum fyrirtækjum og á hvaða sviðum við erum sterk. Þeir ræddu einnig mannréttindamál og segir Ólafur Ragnar að Kínaforseti hafi lýst því eindregið yfir að hann vilji halda áfram opinskáum viðræðum við Íslendinga um lýðræðisþróun. Auk þess vill hann fá fleiri sendinefndir frá Íslandi í heimsókn, þar á meðal frá stjórnmálaflokkunum, verkalýðsfélögunum og almannafélögum ýmiss konar. Herlúðrasveit Kínverja lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs gestunum í morgun. Það var nokkuð sérstök upplifun því um leið heyrðust í fjarska háværar fallbyssudrunur. Forsetahjónin litu á Kínamúrinn i morgun. Á sama tíma hefur sendinefndin verið að festa íslensk fyrirtæki á borð við Atlanta og Össur í sessi í Kína. Meira um heimsókn íslensku sendinefndarinnar til Kína í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fréttir Innlent Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Sjá meira
Forseti Kína vill fá fleiri sendinefndir frá Íslandi í heimsókn, þar á meðal frá stjórnmálaflokkunum, verkalýðsfélögunum og almannafélögum ýmiss konar, eftir því sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir, en þeir áttu fund í Peking nú fyrir hádegi. Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, er í Kína. Ólafur Ragnar og Hu Jintao, forseti Kína, ræddu m.a. frekari samskipti ríkjanna og lýðræðisþróunina í Kína. Ólafur segir að fundurinn hafi gengið framar öllum vonum og hann hefði ekki getað búist við betri fundi. Þeir ræddu öll svið viðskiptalífsins og kom það forseta Íslands á óvart hve vel kunnugur Jintao er ákveðnum íslenskum fyrirtækjum og á hvaða sviðum við erum sterk. Þeir ræddu einnig mannréttindamál og segir Ólafur Ragnar að Kínaforseti hafi lýst því eindregið yfir að hann vilji halda áfram opinskáum viðræðum við Íslendinga um lýðræðisþróun. Auk þess vill hann fá fleiri sendinefndir frá Íslandi í heimsókn, þar á meðal frá stjórnmálaflokkunum, verkalýðsfélögunum og almannafélögum ýmiss konar. Herlúðrasveit Kínverja lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs gestunum í morgun. Það var nokkuð sérstök upplifun því um leið heyrðust í fjarska háværar fallbyssudrunur. Forsetahjónin litu á Kínamúrinn i morgun. Á sama tíma hefur sendinefndin verið að festa íslensk fyrirtæki á borð við Atlanta og Össur í sessi í Kína. Meira um heimsókn íslensku sendinefndarinnar til Kína í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Fréttir Innlent Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Sjá meira