Fleiri fréttir Kyrrt eftir skjálfta við Grindavík Engir jarðskjálftar mældust norðaustur af Grindavík í gærkvöldi og í nótt en þar varð skjálfti upp á 3,2 á Richter laust fyrir klukkan sex í gærkvöldi. Hann fannst greinilega í Grindavík og síðan urðu nokkrir smáir eftirskjálftar en eftir það hefur allt verið kyrrt á svæðinu. 25.4.2005 00:01 Sóknarprestur beri hluta af sök Sóknarpresturinn í Garðasókn á sjálfur að hluta til sök á deilum sem upp eru komnar í sókninni, að mati sálfræðings. Presturinn segist hafa verið ginntur til samstarfs við sálfræðinginn og hafa orðið fyrir einelti af hálfu djákna. 25.4.2005 00:01 Safna fé með göngu á Íslandi Þrjár breskar konur ætla í sumar að ganga frá Reykjavík til Stakkholtsgjár til að safna peningum til styrktar börnum með hvítblæði. Konurnar vonast til að safna rúmlega fimm þúsund dollurum í ferðinni en eiginmaður einnar konunnar greindist með hvítblæði í mars í fyrra. 25.4.2005 00:01 Breytingar ná ekki til skotmanna Breytingar á almennum hegningarlögum sem gerðar voru í fyrra og áttu að tryggja skjótvirkari og skilvirkari úrræði gagnvart afbrotamönnum sem brjóta af sér í reynslulausn ná ekki til ofbeldismannanna sem skutu mörgum sinnum á ungan mann á Akureyri nýverið. 25.4.2005 00:01 Líkfundarmál fyrir Hæstarétti Sakborningarnir í líkfundarmálinu svokallaða krefjast allir sýknu af ákæru um að hafa ekki komið Vaidasi Juciviciusi til aðstoðar í neyð og fyrir að fara illa með líkið af honum. Tomas Malakauskas viðurkennir hlut sinn í smygli á fíkniefnunum sem Jucivicius var með innvortis. Aðalmeðferð þessa máls hófst fyrir Hæstarétti í morgun. 25.4.2005 00:01 Upplýsingar birtar fljótlega Þingmenn Framsóknarflokksins munu fljótlega birta upplýsingar um eignir sínar í hlutabréfum og tengsl sín við atvinnulífið. 25.4.2005 00:01 Hefði átt að fylgja ráðum Hafró Ef ráðum Hafrannsóknarstofnunarinn hefði verið fylgt á síðustu áratugum væri þorskstofninn helmingi stærri en hann er í dag. Þetta var meðal þess sem kom fram á fundi sjávarútvegsnefndar Alþingis í dag. 25.4.2005 00:01 Hirtu hangikjötshníf af manni Lögreglan á Ísafirði hafði afskipti af manni á skemmtistað í bænum að kvöldi síðasta vetrardags þar sem hann var með hníf inn á staðnum. Í ljós kom að maðurinn var með hangikjötslæri með sér og hugðist hann gefa gestum sneiðar af lærinu og nota hnífinn til þess. Hnífurinn var tekinn af manninum en hann fékk að halda lærinu. 25.4.2005 00:01 Sagði upp á röngum forsendum Kona sem vann hjá Tollstjóranum í Reykjavík skrifaði undir uppsagnarbréf sitt á röngum forsendum að mati umboðsmanns Alþingis. Konunni var gefinn kostur á að segja upp starfi sínu vegna ávirðinga sem á hana voru bornar og henni sagt að gerði hún það ekki íhugaði embættið að segja henni upp störfum án áminningar. 25.4.2005 00:01 Ein miðstöð starfsendurhæfingar Sjö manna starfshópur um starfsendurhæfingu hefur lagt til við Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og Árna Magnússon félagsmálaráðherra að komið verði á fót einni miðstöð fyrir starfsendurhæfingu í landinu. 25.4.2005 00:01 Bíður niðurstöðu ráðuneytis Framkvæmdaáætlun Fangelsismálastofnunar er enn til athugunar í dómsmálaráðuneytinu, að sögn Valtýs Sigurðssonar forstjóra stofnunarinnar. Hann segist telja biðina eftir niðurstöðum í dögum en ekki vikum. 25.4.2005 00:01 Uppsögn á röngum forsendum Kona, sem vann hjá Tollstjóranum í Reykjavík, var látin skrifa undir uppsagnarbréf á röngum forsendum, samkvæmt nýframkomnu áliti Umboðsmanns Alþingis. 25.4.2005 00:01 Gagnrýndi Vatnsmýrarhugmyndir Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, gagnrýndi harðlega þær hugmyndir að safna helstu háskólum og rannsóknarstofnunum landsins á einn stað í miðborg Reykjavíkur, í Vatnsmýrinni, í ræðu sem hann hélt við útskrift við skólann í gær. Sagði Runólfur að slíkar hugmyndir, að safna stofnununum á einn stað, væru í besta falli úreltar og í versta falli til þess ætlaðar að skipta þjóðinni í tvær þjóðir. 25.4.2005 00:01 Vantar fjármagn Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur samþykkt ályktun þar sem skýrslu Ríkisendurskoðunar um úttekt á Háskóla Íslands er fagnað. Í skýrslunni kemur fram að skólinn hafi staðið sig vel miðað við það fjármagn sem hann hafi haft úr að spila. 25.4.2005 00:01 Veðsetning fyrr heimil Reglur um veðsetningu lóða við Lambasel í Reykjavík hafa verið rýmkaðar. Lóðarhöfum er nú heimilt að veðsetja lóðirnar fyrr en áður og á það að auðvelda þeim að fjármagna framkvæmdirnar. 25.4.2005 00:01 Úthlutun dregin til baka Einn umsækjenda um lóð í Lambaseli hefur fengið afsvar. Ekki kemur til greina að hann fái lóð þar sem hann fékk úthlutað lóð árið 2001 þó að hann hafi ekki nýtt sér þá úthlutun. 25.4.2005 00:01 Óánægja með drasl Íbúar við Miðtún í Reykjavík eru óánægðir með að Íslenskir aðalverktakar geymi spýtnahrúgu, steypujárn og annað drasl við skúr sinn við Sóltún, því að eldri krakkarnir draga draslið yfir á leiksvæði þarna í grennd. 25.4.2005 00:01 Mannstraumurinn fer hægt af stað Mannfjölgunin á Reyðarfirði fer hægar af stað en búist var við. Búist var við að straumurinn hæfist í apríl til maí en nú er ljóst að aðeins 20 til 30 starfsmenn fluttust til landsins í apríl. 25.4.2005 00:01 Skaðabótamál Vatnsbera tekið fyrir Tekið var fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag skaðabótamál sem Þórhallur Ölver Gunnlaugsson, betur þekktur sem Vatnsberinn, höfðaði meðal annars á hendur Fangelsismálastofnun og íslenska ríkinu vegna árásar sem hann varð fyrir á Litla-Hrauni árið 2002. 25.4.2005 00:01 20 prósenta bónus Starfsmenn Impregilo, sem starfa við að reisa stífluna á Kárahnjúkum, fá 19,46 prósenta bónusgreiðslur ofan á öll laun um næstu mánaðamót. Þetta er í samræmi við aukin afköst við stíflugerðina. 25.4.2005 00:01 Hunangsflugur snemma á ferð Hunangsflugurnar voru óvenjusnemma á ferð þetta árið. Samkvæmt frétt á vefsíðu Náttúrufræðistofnunar var sú fyrsta færð til bókar þann 23. mars í Reykjavík, rúmum mánuði fyrr en venjulega en það hefur gjarnan mátt ganga að því sem vísu að hunangsflugurnar hringi inn vorið í kringum 20. apríl ár hvert. 25.4.2005 00:01 Lithái dæmdur í farbann Hæstiréttur dæmdi í dag Litháa í farbann til 18. maí. Maðurinn kom hingað til lands með Norrænu í byrjun mars en hann er eftirlýstur af þýsku lögreglunni og talinn tengjast skipulagðri glæpastarfsemi í Þýskalandi og Litháen. Í lok mars barst framsalsbeiðni frá þýskum dómsmálayfirvöldum en maðurinn er sakaður um að hafa flutt fíkniefni og falsaða peninga til Þýskalands auk innbrota og þjófnaða. 25.4.2005 00:01 Boðar viðræður um varnarsamstarf Nýjar viðræður um framhald tvíhliða varnarsamnings Bandaríkjanna og Íslands munu hefjast innan skamms. Þetta segir Heather Conley, sem er einn aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna. Conley átti í gær samráðsfundi með fulltrúum íslenskra stjórnvalda. 25.4.2005 00:01 Sauðfé fjölgar á Álftanesi Sauðfé á Álftanesi hefur fjölgað um ríflega 100 prósent samkvæmt tölum um búfé sveitarfélaga sem heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis hefur gefið út. Samkvæmt þeim tölum eru 39 ær nú á Álftanesi nú en voru 19 á sama tíma í fyrra, en frá þessu er greint á fréttavef <em>Víkurfrétta</em> í Hafnarfirði. Í Garðabæ hefur sauðfé fjölgað lítillega, eða úr 130 í 143 en fækkað lítillega í Hafnarfirði, úr 127 í 103. 25.4.2005 00:01 Ávarpaði jarðhitaráðstefnu Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra flutti í dag ávarp við opnun alþjóðlegu jarðhitaráðstefnunnar sem að þessu sinni er haldin í Antalya í Tyrklandi, að því er segir í tilkynningu frá viðskipta- og iðnaðarráðuneytinu. Um 1300 þátttakendur sitja ráðstefnuna. 25.4.2005 00:01 Segjast saklausir af nánast öllu Sakborningarnir í líkfundarmálinu svokallaða krefjast sýknu af nánast öllum ákæruliðum. Verjandi eins þeirra segir hægt að hugsa sér verri meðferð á líki en hafi verið í þessu tilfelli og verjandi annars segir að fyrst fórnarlambinu hafi ekki verið ljós sú lífshætta sem við blasti hafi sakborningum ekki átt að vera hún ljós. 25.4.2005 00:01 Samstaða sé um lagabreytingu Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, segir að unnið sé að breytingum á eftirlaunalögunum í forsætisráðuneytinu. Þverpólitísk samstaða sé um að breyta ákvæði sem hafi einnig verið fyrir hendi í eldri lögum sem gefi fyrrverandi ráðherrum færi á að taka full eftirlaun ráðherra þótt þeir séu enn í fullu starfi hjá hinu opinbera. Hann varar við því að ummæli formanns Sjálfstæðisflokksins í fréttum Stöðvar 2 á föstudag séu oftúlkuð. 25.4.2005 00:01 10. bekkingar með í formannskjöri Hópur barna í tíunda bekk í Breiðholtsskóla er genginn í Samfylkinguna í tengslum við formannskjörið í flokknum. Einn þeirra sem það gerði vissi ekki að hann væri að ganga í flokkinn en er hæstánægður með það eftir á. Formaður kjörstjórnar Samfylkingarinnar segir það í samræmi við lög og reglur að fólk á sextánda ári geti gengið í flokkinn. 25.4.2005 00:01 Rógburður ástæða siðareglna Rógburður veldur miklu um það að þingmenn Framsóknar ákváðu að setja sér nýjar siðareglur, segir formaður þingflokksins. Þingmenn Samfylkingarinnar eru að semja sér siðareglur. 25.4.2005 00:01 Fischer ofar í huga en varnarmál Bobby Fischer virðist varaaðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna mun ofar í huga en varnarmálaviðræður. Hún segir eðlilegt að bandarískum diplómötum misbjóði yfirlýsingar Fischers. Framtíð varnarsamstarfsins skýrist svo vonandi sem fyrst. 25.4.2005 00:01 Eftirlaunamálið enn óútkljáð Framsóknarmenn standa fastir við fyrirætlan sína að afnema rétt fyrrverandi stjórnmálamanna á tvöföldum launum og ræddu það á þingflokksfundi í gær. Sjálfstæðismenn tóku málið ekki til umræðu og segja óþarfi að ræða það. </font /></b /> 25.4.2005 00:01 Fiskveiðistjórnun hafi mistekist Ástand þorsksins á Íslandsmiðum er áhyggjuefni, segir forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar. Fiskveiðistjórnunin hefur mistekist, að mati minnihlutans í sjávarútvegsnefnd Alþingis. 25.4.2005 00:01 Eftirlaunafrumvarp í bígerð Óljósar afleiðingar breytinga á lögum um eftirlaun æðstu embættismanna gætu komið í veg fyrir að lögunum verði breytt. Verið er að kanna það í forsætisráðuneytinu hvaða möguleikar eru til staðar lagalega. Málið var rætt á þingflokksfundi framsóknarmanna í gær en ekki sjálfstæðismanna. </font /></b /> 25.4.2005 00:01 Sagður hafa vanrækt störf sín Séra Hans Markús Hafsteinsson sóknarprestur í Garðaprestakalli misnotaði stöðu sína til að fá stuðning og samúð sóknarbarna með því að koma trúnaðargögnum til þeirra. Þetta kemur fram í úrskurði úrskurðunarnefndar þjóðkirkjunnar. 25.4.2005 00:01 Sóknarprestur lagður í einelti Séra Hans Markús Hafsteinsson sóknarprestur í Garðaprestakalli segir að hann hafi þurft að þola ögrandi smáskilaboð skilaboð og hótanir í kjölfar samstarfsörðugleika í Garðasókn. Við athugun kom í ljós að skilaboðin komu frá síma í eigu eiginmanns Nönnu Guðrúnar Zoëga djákna sem séra Hans Markús hefur átt í útistöðum við. 25.4.2005 00:01 Þremenningarnir krefjast sýknu Tveggja og hálfs árs refsingar er krafist yfir Jónasi Inga Ragnarssyni, Grétari Sigurðssyni og Tomasi Malakauskas í líkfundarmálinu svokallaða en aðalmeðferð í Hæstarétti hófst í gær. 25.4.2005 00:01 Kristinn fyrstur Kristinn H. Gunnarsson varð fyrstur þingmanna Framsóknarflokksins til að birta opinberlega upplýsingar um eignir og hagsmunatengsl í samræmi við reglur sem þingflokkurinn setti sér í gær. 25.4.2005 00:01 Tvær þjóðir í einu landi Íslendingar verða tvær þjóðir í einu landi ef ekki verður gerður skurkur í að byggja upp fjarskiptamöguleika á landsbyggðinni, sagði Runólfur Ágústsson, rektor við Viðskiptaháskólann á Bifröst, við útskrift kvenna í atvinnurekstri á landsbyggðinni. 25.4.2005 00:01 Djúp gjá í sjávarútvegsnefnd Hrygningarstofn þorsksins nær sér ekki á strik. Það veldur því að illa gengur að auka afrakstursgetu stofnsins, segja talsmenn Hafrannsóknastofnunarinnar. Þingmaður segir þá víkja sér undan ábyrgð.</font /> </b /> 25.4.2005 00:01 Mikill eldur í húsi við Mýrargötu Allt tiltækt slökkvilið var kvatt að Mýrargötu 26 skömmu fyrir miðnætti. Tilkynnt var um töluverðan eld og stóðu logar út um glugga þegar slökkvilið kom á staðinn. Ein íbúð var í húsinu en ekki var vitað hvort einhver var í húsinu. 24.4.2005 00:01 Skorradalshreppur gegn sameiningu Skorradalshreppur var sá eini sem felldi sameiningu fimm sveitarfélaga á Vesturlandi í sameiningarkosningu í gær. Sameiningin var samþykkt í Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit, Hvítársíðuhreppi og Kolbeinsstaðahreppi. 24.4.2005 00:01 Líklega íkveikja við Mýrargötu Talið er líklegt að kveikt hafi verið í húsinu sem logaði við Mýrargötu á hafnarsvæði Reykjavíkur seint í gærkvöldi. Töluverður tími fór í að leita að fólki í húsinu sem reyndist svo vera mannlaust. 24.4.2005 00:01 Ölvaður bílþjófur á Reykjanesbraut Drukkinn bílþjófur, sem stal bifreið í Keflavík í nótt, náðist skömmu síðar á Reykjanesbrautinni eftir að hafa rásað þar á milli vegarhelminga. Lögreglu barst tilkynning um bílstuldinn um fjögurleytið í nótt en eigandinn hafði brugðið sér frá og skilið bílinn eftir í gangi. 24.4.2005 00:01 Ölvaður og ók niður skilti Tveir voru teknir ölvaðir við akstur í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í nótt. Annar hafði ekið niður umferðarskilti við hringtorgið á gatnamótum Fossheiði og Tryggvagötu og reyndist hann ölvaður þegar lögreglan kom á staðinn. Hinn var tekinn við reglubundið eftirlit á Eyrarbakkavegi. 24.4.2005 00:01 Teknir á 157 og 148 km hraða Tveir voru teknir fyrir ofsaakstur í umdæmi lögreglunnar á Egilsstöðum í nótt. Báðir voru teknir skammt frá Egilsstöðum. Annar ók á 157 kílómetra hraða en hinn á 148 kílómetra hraða. Ökumennirnir mega búast við því að verða sviptir ökuréttindum. 24.4.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Kyrrt eftir skjálfta við Grindavík Engir jarðskjálftar mældust norðaustur af Grindavík í gærkvöldi og í nótt en þar varð skjálfti upp á 3,2 á Richter laust fyrir klukkan sex í gærkvöldi. Hann fannst greinilega í Grindavík og síðan urðu nokkrir smáir eftirskjálftar en eftir það hefur allt verið kyrrt á svæðinu. 25.4.2005 00:01
Sóknarprestur beri hluta af sök Sóknarpresturinn í Garðasókn á sjálfur að hluta til sök á deilum sem upp eru komnar í sókninni, að mati sálfræðings. Presturinn segist hafa verið ginntur til samstarfs við sálfræðinginn og hafa orðið fyrir einelti af hálfu djákna. 25.4.2005 00:01
Safna fé með göngu á Íslandi Þrjár breskar konur ætla í sumar að ganga frá Reykjavík til Stakkholtsgjár til að safna peningum til styrktar börnum með hvítblæði. Konurnar vonast til að safna rúmlega fimm þúsund dollurum í ferðinni en eiginmaður einnar konunnar greindist með hvítblæði í mars í fyrra. 25.4.2005 00:01
Breytingar ná ekki til skotmanna Breytingar á almennum hegningarlögum sem gerðar voru í fyrra og áttu að tryggja skjótvirkari og skilvirkari úrræði gagnvart afbrotamönnum sem brjóta af sér í reynslulausn ná ekki til ofbeldismannanna sem skutu mörgum sinnum á ungan mann á Akureyri nýverið. 25.4.2005 00:01
Líkfundarmál fyrir Hæstarétti Sakborningarnir í líkfundarmálinu svokallaða krefjast allir sýknu af ákæru um að hafa ekki komið Vaidasi Juciviciusi til aðstoðar í neyð og fyrir að fara illa með líkið af honum. Tomas Malakauskas viðurkennir hlut sinn í smygli á fíkniefnunum sem Jucivicius var með innvortis. Aðalmeðferð þessa máls hófst fyrir Hæstarétti í morgun. 25.4.2005 00:01
Upplýsingar birtar fljótlega Þingmenn Framsóknarflokksins munu fljótlega birta upplýsingar um eignir sínar í hlutabréfum og tengsl sín við atvinnulífið. 25.4.2005 00:01
Hefði átt að fylgja ráðum Hafró Ef ráðum Hafrannsóknarstofnunarinn hefði verið fylgt á síðustu áratugum væri þorskstofninn helmingi stærri en hann er í dag. Þetta var meðal þess sem kom fram á fundi sjávarútvegsnefndar Alþingis í dag. 25.4.2005 00:01
Hirtu hangikjötshníf af manni Lögreglan á Ísafirði hafði afskipti af manni á skemmtistað í bænum að kvöldi síðasta vetrardags þar sem hann var með hníf inn á staðnum. Í ljós kom að maðurinn var með hangikjötslæri með sér og hugðist hann gefa gestum sneiðar af lærinu og nota hnífinn til þess. Hnífurinn var tekinn af manninum en hann fékk að halda lærinu. 25.4.2005 00:01
Sagði upp á röngum forsendum Kona sem vann hjá Tollstjóranum í Reykjavík skrifaði undir uppsagnarbréf sitt á röngum forsendum að mati umboðsmanns Alþingis. Konunni var gefinn kostur á að segja upp starfi sínu vegna ávirðinga sem á hana voru bornar og henni sagt að gerði hún það ekki íhugaði embættið að segja henni upp störfum án áminningar. 25.4.2005 00:01
Ein miðstöð starfsendurhæfingar Sjö manna starfshópur um starfsendurhæfingu hefur lagt til við Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og Árna Magnússon félagsmálaráðherra að komið verði á fót einni miðstöð fyrir starfsendurhæfingu í landinu. 25.4.2005 00:01
Bíður niðurstöðu ráðuneytis Framkvæmdaáætlun Fangelsismálastofnunar er enn til athugunar í dómsmálaráðuneytinu, að sögn Valtýs Sigurðssonar forstjóra stofnunarinnar. Hann segist telja biðina eftir niðurstöðum í dögum en ekki vikum. 25.4.2005 00:01
Uppsögn á röngum forsendum Kona, sem vann hjá Tollstjóranum í Reykjavík, var látin skrifa undir uppsagnarbréf á röngum forsendum, samkvæmt nýframkomnu áliti Umboðsmanns Alþingis. 25.4.2005 00:01
Gagnrýndi Vatnsmýrarhugmyndir Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, gagnrýndi harðlega þær hugmyndir að safna helstu háskólum og rannsóknarstofnunum landsins á einn stað í miðborg Reykjavíkur, í Vatnsmýrinni, í ræðu sem hann hélt við útskrift við skólann í gær. Sagði Runólfur að slíkar hugmyndir, að safna stofnununum á einn stað, væru í besta falli úreltar og í versta falli til þess ætlaðar að skipta þjóðinni í tvær þjóðir. 25.4.2005 00:01
Vantar fjármagn Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur samþykkt ályktun þar sem skýrslu Ríkisendurskoðunar um úttekt á Háskóla Íslands er fagnað. Í skýrslunni kemur fram að skólinn hafi staðið sig vel miðað við það fjármagn sem hann hafi haft úr að spila. 25.4.2005 00:01
Veðsetning fyrr heimil Reglur um veðsetningu lóða við Lambasel í Reykjavík hafa verið rýmkaðar. Lóðarhöfum er nú heimilt að veðsetja lóðirnar fyrr en áður og á það að auðvelda þeim að fjármagna framkvæmdirnar. 25.4.2005 00:01
Úthlutun dregin til baka Einn umsækjenda um lóð í Lambaseli hefur fengið afsvar. Ekki kemur til greina að hann fái lóð þar sem hann fékk úthlutað lóð árið 2001 þó að hann hafi ekki nýtt sér þá úthlutun. 25.4.2005 00:01
Óánægja með drasl Íbúar við Miðtún í Reykjavík eru óánægðir með að Íslenskir aðalverktakar geymi spýtnahrúgu, steypujárn og annað drasl við skúr sinn við Sóltún, því að eldri krakkarnir draga draslið yfir á leiksvæði þarna í grennd. 25.4.2005 00:01
Mannstraumurinn fer hægt af stað Mannfjölgunin á Reyðarfirði fer hægar af stað en búist var við. Búist var við að straumurinn hæfist í apríl til maí en nú er ljóst að aðeins 20 til 30 starfsmenn fluttust til landsins í apríl. 25.4.2005 00:01
Skaðabótamál Vatnsbera tekið fyrir Tekið var fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag skaðabótamál sem Þórhallur Ölver Gunnlaugsson, betur þekktur sem Vatnsberinn, höfðaði meðal annars á hendur Fangelsismálastofnun og íslenska ríkinu vegna árásar sem hann varð fyrir á Litla-Hrauni árið 2002. 25.4.2005 00:01
20 prósenta bónus Starfsmenn Impregilo, sem starfa við að reisa stífluna á Kárahnjúkum, fá 19,46 prósenta bónusgreiðslur ofan á öll laun um næstu mánaðamót. Þetta er í samræmi við aukin afköst við stíflugerðina. 25.4.2005 00:01
Hunangsflugur snemma á ferð Hunangsflugurnar voru óvenjusnemma á ferð þetta árið. Samkvæmt frétt á vefsíðu Náttúrufræðistofnunar var sú fyrsta færð til bókar þann 23. mars í Reykjavík, rúmum mánuði fyrr en venjulega en það hefur gjarnan mátt ganga að því sem vísu að hunangsflugurnar hringi inn vorið í kringum 20. apríl ár hvert. 25.4.2005 00:01
Lithái dæmdur í farbann Hæstiréttur dæmdi í dag Litháa í farbann til 18. maí. Maðurinn kom hingað til lands með Norrænu í byrjun mars en hann er eftirlýstur af þýsku lögreglunni og talinn tengjast skipulagðri glæpastarfsemi í Þýskalandi og Litháen. Í lok mars barst framsalsbeiðni frá þýskum dómsmálayfirvöldum en maðurinn er sakaður um að hafa flutt fíkniefni og falsaða peninga til Þýskalands auk innbrota og þjófnaða. 25.4.2005 00:01
Boðar viðræður um varnarsamstarf Nýjar viðræður um framhald tvíhliða varnarsamnings Bandaríkjanna og Íslands munu hefjast innan skamms. Þetta segir Heather Conley, sem er einn aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna. Conley átti í gær samráðsfundi með fulltrúum íslenskra stjórnvalda. 25.4.2005 00:01
Sauðfé fjölgar á Álftanesi Sauðfé á Álftanesi hefur fjölgað um ríflega 100 prósent samkvæmt tölum um búfé sveitarfélaga sem heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis hefur gefið út. Samkvæmt þeim tölum eru 39 ær nú á Álftanesi nú en voru 19 á sama tíma í fyrra, en frá þessu er greint á fréttavef <em>Víkurfrétta</em> í Hafnarfirði. Í Garðabæ hefur sauðfé fjölgað lítillega, eða úr 130 í 143 en fækkað lítillega í Hafnarfirði, úr 127 í 103. 25.4.2005 00:01
Ávarpaði jarðhitaráðstefnu Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra flutti í dag ávarp við opnun alþjóðlegu jarðhitaráðstefnunnar sem að þessu sinni er haldin í Antalya í Tyrklandi, að því er segir í tilkynningu frá viðskipta- og iðnaðarráðuneytinu. Um 1300 þátttakendur sitja ráðstefnuna. 25.4.2005 00:01
Segjast saklausir af nánast öllu Sakborningarnir í líkfundarmálinu svokallaða krefjast sýknu af nánast öllum ákæruliðum. Verjandi eins þeirra segir hægt að hugsa sér verri meðferð á líki en hafi verið í þessu tilfelli og verjandi annars segir að fyrst fórnarlambinu hafi ekki verið ljós sú lífshætta sem við blasti hafi sakborningum ekki átt að vera hún ljós. 25.4.2005 00:01
Samstaða sé um lagabreytingu Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, segir að unnið sé að breytingum á eftirlaunalögunum í forsætisráðuneytinu. Þverpólitísk samstaða sé um að breyta ákvæði sem hafi einnig verið fyrir hendi í eldri lögum sem gefi fyrrverandi ráðherrum færi á að taka full eftirlaun ráðherra þótt þeir séu enn í fullu starfi hjá hinu opinbera. Hann varar við því að ummæli formanns Sjálfstæðisflokksins í fréttum Stöðvar 2 á föstudag séu oftúlkuð. 25.4.2005 00:01
10. bekkingar með í formannskjöri Hópur barna í tíunda bekk í Breiðholtsskóla er genginn í Samfylkinguna í tengslum við formannskjörið í flokknum. Einn þeirra sem það gerði vissi ekki að hann væri að ganga í flokkinn en er hæstánægður með það eftir á. Formaður kjörstjórnar Samfylkingarinnar segir það í samræmi við lög og reglur að fólk á sextánda ári geti gengið í flokkinn. 25.4.2005 00:01
Rógburður ástæða siðareglna Rógburður veldur miklu um það að þingmenn Framsóknar ákváðu að setja sér nýjar siðareglur, segir formaður þingflokksins. Þingmenn Samfylkingarinnar eru að semja sér siðareglur. 25.4.2005 00:01
Fischer ofar í huga en varnarmál Bobby Fischer virðist varaaðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna mun ofar í huga en varnarmálaviðræður. Hún segir eðlilegt að bandarískum diplómötum misbjóði yfirlýsingar Fischers. Framtíð varnarsamstarfsins skýrist svo vonandi sem fyrst. 25.4.2005 00:01
Eftirlaunamálið enn óútkljáð Framsóknarmenn standa fastir við fyrirætlan sína að afnema rétt fyrrverandi stjórnmálamanna á tvöföldum launum og ræddu það á þingflokksfundi í gær. Sjálfstæðismenn tóku málið ekki til umræðu og segja óþarfi að ræða það. </font /></b /> 25.4.2005 00:01
Fiskveiðistjórnun hafi mistekist Ástand þorsksins á Íslandsmiðum er áhyggjuefni, segir forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar. Fiskveiðistjórnunin hefur mistekist, að mati minnihlutans í sjávarútvegsnefnd Alþingis. 25.4.2005 00:01
Eftirlaunafrumvarp í bígerð Óljósar afleiðingar breytinga á lögum um eftirlaun æðstu embættismanna gætu komið í veg fyrir að lögunum verði breytt. Verið er að kanna það í forsætisráðuneytinu hvaða möguleikar eru til staðar lagalega. Málið var rætt á þingflokksfundi framsóknarmanna í gær en ekki sjálfstæðismanna. </font /></b /> 25.4.2005 00:01
Sagður hafa vanrækt störf sín Séra Hans Markús Hafsteinsson sóknarprestur í Garðaprestakalli misnotaði stöðu sína til að fá stuðning og samúð sóknarbarna með því að koma trúnaðargögnum til þeirra. Þetta kemur fram í úrskurði úrskurðunarnefndar þjóðkirkjunnar. 25.4.2005 00:01
Sóknarprestur lagður í einelti Séra Hans Markús Hafsteinsson sóknarprestur í Garðaprestakalli segir að hann hafi þurft að þola ögrandi smáskilaboð skilaboð og hótanir í kjölfar samstarfsörðugleika í Garðasókn. Við athugun kom í ljós að skilaboðin komu frá síma í eigu eiginmanns Nönnu Guðrúnar Zoëga djákna sem séra Hans Markús hefur átt í útistöðum við. 25.4.2005 00:01
Þremenningarnir krefjast sýknu Tveggja og hálfs árs refsingar er krafist yfir Jónasi Inga Ragnarssyni, Grétari Sigurðssyni og Tomasi Malakauskas í líkfundarmálinu svokallaða en aðalmeðferð í Hæstarétti hófst í gær. 25.4.2005 00:01
Kristinn fyrstur Kristinn H. Gunnarsson varð fyrstur þingmanna Framsóknarflokksins til að birta opinberlega upplýsingar um eignir og hagsmunatengsl í samræmi við reglur sem þingflokkurinn setti sér í gær. 25.4.2005 00:01
Tvær þjóðir í einu landi Íslendingar verða tvær þjóðir í einu landi ef ekki verður gerður skurkur í að byggja upp fjarskiptamöguleika á landsbyggðinni, sagði Runólfur Ágústsson, rektor við Viðskiptaháskólann á Bifröst, við útskrift kvenna í atvinnurekstri á landsbyggðinni. 25.4.2005 00:01
Djúp gjá í sjávarútvegsnefnd Hrygningarstofn þorsksins nær sér ekki á strik. Það veldur því að illa gengur að auka afrakstursgetu stofnsins, segja talsmenn Hafrannsóknastofnunarinnar. Þingmaður segir þá víkja sér undan ábyrgð.</font /> </b /> 25.4.2005 00:01
Mikill eldur í húsi við Mýrargötu Allt tiltækt slökkvilið var kvatt að Mýrargötu 26 skömmu fyrir miðnætti. Tilkynnt var um töluverðan eld og stóðu logar út um glugga þegar slökkvilið kom á staðinn. Ein íbúð var í húsinu en ekki var vitað hvort einhver var í húsinu. 24.4.2005 00:01
Skorradalshreppur gegn sameiningu Skorradalshreppur var sá eini sem felldi sameiningu fimm sveitarfélaga á Vesturlandi í sameiningarkosningu í gær. Sameiningin var samþykkt í Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit, Hvítársíðuhreppi og Kolbeinsstaðahreppi. 24.4.2005 00:01
Líklega íkveikja við Mýrargötu Talið er líklegt að kveikt hafi verið í húsinu sem logaði við Mýrargötu á hafnarsvæði Reykjavíkur seint í gærkvöldi. Töluverður tími fór í að leita að fólki í húsinu sem reyndist svo vera mannlaust. 24.4.2005 00:01
Ölvaður bílþjófur á Reykjanesbraut Drukkinn bílþjófur, sem stal bifreið í Keflavík í nótt, náðist skömmu síðar á Reykjanesbrautinni eftir að hafa rásað þar á milli vegarhelminga. Lögreglu barst tilkynning um bílstuldinn um fjögurleytið í nótt en eigandinn hafði brugðið sér frá og skilið bílinn eftir í gangi. 24.4.2005 00:01
Ölvaður og ók niður skilti Tveir voru teknir ölvaðir við akstur í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í nótt. Annar hafði ekið niður umferðarskilti við hringtorgið á gatnamótum Fossheiði og Tryggvagötu og reyndist hann ölvaður þegar lögreglan kom á staðinn. Hinn var tekinn við reglubundið eftirlit á Eyrarbakkavegi. 24.4.2005 00:01
Teknir á 157 og 148 km hraða Tveir voru teknir fyrir ofsaakstur í umdæmi lögreglunnar á Egilsstöðum í nótt. Báðir voru teknir skammt frá Egilsstöðum. Annar ók á 157 kílómetra hraða en hinn á 148 kílómetra hraða. Ökumennirnir mega búast við því að verða sviptir ökuréttindum. 24.4.2005 00:01