ÍE sýnir fram á erfðaþátt í lungnakrabbameini 21. desember 2004 00:01 Ættingjar sjúklinga eru í aukinni hættu á að fá lungnakrabbamein, eftir að tekið hefur verið tillit til ættgengi reykinga. Þetta er niðrustaða viðamikillar rannsóknar vísindamanna Íslenskrar erfðagreiningar og sérfræðinga á Landspítala háskólasjúkrahúsi og Hjartavernd. Tímarit bandarísku læknasamtakanna (Journal of the American Medical Association, JAMA) birtir á morgun grein um málið þar sem lýst er viðamiklum rannsóknum á ættgengi lungnakrabbameins, sem er það krabbamein sem veldur flestum dauðsföllum í iðnvæddum löndum. Með því að greina upplýsingar úr Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands og setja í samhengi við ættfræðiupplýsingar úr Íslendingabók, var sýnt fram á erfðaþátt í lungnakrabbameini, jafnvel eftir að tekið hefur verið tillit til ættgengi reykinga. Að vissu leyti má því líta á lungnakrabbamein sem sjúkdóm þar sem tiltölulega vel þekktur umhverfisþáttur – reykingar – getur orðið til þess að ákveðinn erfðafræðilegur breytileiki leiði til sjúkdóms. Greinin ber titilinn “Familial risk of lung carcinoma in the Icelandic population.” Í rannsókninni voru skoðuð öll greind tilfelli lungakrabbameins á Íslandi frá 1955-2002 og ættlægni þeirra könnuð með hjálp Íslendingabókar, ættfræðigrunns Íslenskrar erfðagreiningar. Niðurstöðurnar sýna að jafnvel systkynabörn lungnakrabbameinssjúklinga eru í tölfræðilega marktækt aukinni hættu á að fá sjúkdóminn. Ættgengið var sérstaklega áberandi þegar skoðuð voru tilfelli lungnakrabbameins sem greindust fyrir 60 ára aldur, sem bendir til þess að erfðaþátturinn sé sterkari þegar sjúkdómurinn kemur snemma fram. Makar sjúklinga voru einnig í aukinni hættu á að fá lungnakrabbamein sem sýnir hversu mikilvægir umhverfisþættir eru í myndun sjúkdómsins. Reykingar eru langstærsti áhættuþáttur lungnakrabbameins og yfir 90% þeirra sem greinast með lungnakrabbamein reykja. Til að svara þeirri spurningu hvort ættgengi lungnakrabbameins megi skýra að fullu með því að meiri líkur séu á því að ættingjar reykingamanna reyki, notuðu höfundar upplýsingar úr hóprannsókn Hjartaverndar til að meta ættgengi reykinga. Í ljós kom að þrátt fyrir að reykingar séu greinilega ættgengar að vissu marki, nægir það ekki til að skýra aukna áhættu ættingja lungnakrabbameinssjúklinga á að fá lungnakrabbamein. Niðurstöðurnar benda því til þess að hægt sé að finna erfðafræðilegan breytileika sem tengist auknum líkum á því að reykingamenn fái lungnakrabbamein, sem gæti stuðlað að þróun betri meðferðar- og greiningarúrræða. Í niðurlagi greinarinnar ítreka höfundar mikilvægi reykinga sem áhættuþáttar því þrátt fyrir ættlægni lungnakrabbameins sé löngu vitað að reykingar eru langstærsti áhættuþáttur sjúkdómsins. Fréttir Innlent Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Sjá meira
Ættingjar sjúklinga eru í aukinni hættu á að fá lungnakrabbamein, eftir að tekið hefur verið tillit til ættgengi reykinga. Þetta er niðrustaða viðamikillar rannsóknar vísindamanna Íslenskrar erfðagreiningar og sérfræðinga á Landspítala háskólasjúkrahúsi og Hjartavernd. Tímarit bandarísku læknasamtakanna (Journal of the American Medical Association, JAMA) birtir á morgun grein um málið þar sem lýst er viðamiklum rannsóknum á ættgengi lungnakrabbameins, sem er það krabbamein sem veldur flestum dauðsföllum í iðnvæddum löndum. Með því að greina upplýsingar úr Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands og setja í samhengi við ættfræðiupplýsingar úr Íslendingabók, var sýnt fram á erfðaþátt í lungnakrabbameini, jafnvel eftir að tekið hefur verið tillit til ættgengi reykinga. Að vissu leyti má því líta á lungnakrabbamein sem sjúkdóm þar sem tiltölulega vel þekktur umhverfisþáttur – reykingar – getur orðið til þess að ákveðinn erfðafræðilegur breytileiki leiði til sjúkdóms. Greinin ber titilinn “Familial risk of lung carcinoma in the Icelandic population.” Í rannsókninni voru skoðuð öll greind tilfelli lungakrabbameins á Íslandi frá 1955-2002 og ættlægni þeirra könnuð með hjálp Íslendingabókar, ættfræðigrunns Íslenskrar erfðagreiningar. Niðurstöðurnar sýna að jafnvel systkynabörn lungnakrabbameinssjúklinga eru í tölfræðilega marktækt aukinni hættu á að fá sjúkdóminn. Ættgengið var sérstaklega áberandi þegar skoðuð voru tilfelli lungnakrabbameins sem greindust fyrir 60 ára aldur, sem bendir til þess að erfðaþátturinn sé sterkari þegar sjúkdómurinn kemur snemma fram. Makar sjúklinga voru einnig í aukinni hættu á að fá lungnakrabbamein sem sýnir hversu mikilvægir umhverfisþættir eru í myndun sjúkdómsins. Reykingar eru langstærsti áhættuþáttur lungnakrabbameins og yfir 90% þeirra sem greinast með lungnakrabbamein reykja. Til að svara þeirri spurningu hvort ættgengi lungnakrabbameins megi skýra að fullu með því að meiri líkur séu á því að ættingjar reykingamanna reyki, notuðu höfundar upplýsingar úr hóprannsókn Hjartaverndar til að meta ættgengi reykinga. Í ljós kom að þrátt fyrir að reykingar séu greinilega ættgengar að vissu marki, nægir það ekki til að skýra aukna áhættu ættingja lungnakrabbameinssjúklinga á að fá lungnakrabbamein. Niðurstöðurnar benda því til þess að hægt sé að finna erfðafræðilegan breytileika sem tengist auknum líkum á því að reykingamenn fái lungnakrabbamein, sem gæti stuðlað að þróun betri meðferðar- og greiningarúrræða. Í niðurlagi greinarinnar ítreka höfundar mikilvægi reykinga sem áhættuþáttar því þrátt fyrir ættlægni lungnakrabbameins sé löngu vitað að reykingar eru langstærsti áhættuþáttur sjúkdómsins.
Fréttir Innlent Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Sjá meira