Bændur saka ríkið um yfirgang 21. desember 2004 00:01 Fjármálaráðherra kynnti í liðinni viku kröfur ríkisins til þjóðlendna á Norðausturlandi. Svæðið er það fjórða sem Óbyggðanefnd hefur til úrskurðar. Landeigendur undrast kröfugerð ríkisins og telja að farið sé offari, meðan fjármálaráðuneytið segist bara uppfylla lögboðnar skyldur. Afstaða ríkisins: Ragnheiður Snorradóttir lögfræðingur á tekju- og lagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins, áréttar að lögboðin skylda fjármálaráðherra sé að gera kröfur. "Menn fara bara eftir þeim sjónarmiðum sem gilda á sviði eignaréttar og þeim dómum sem fallið hafa á undanförnum árum," segir hún og telur að ef síðustu niðurstöður séu skoðaðar á svæði 3, í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, komi í ljós að þar hafi að mestu verið fallist á kröfur fjármálaráðherra. "Auðvitað er þetta kröfugerð og svo koma landeigendur með sína kröfugerð og Óbyggðanefnd úrskurðar," segir hún og telur gagnrýnina á kröfugerð ríkisins ekki réttmæta. Um leið segir hún ekki óðlilegt að skoðanir manna um öll þessi atriði séu í einstökum tilvikum skiptar, enda hafi lögum um þjóðlendur verið ætlað að taka á réttaróvissu. "Kröfugerðin er eðlilegur hluti af ferlinu. Svo skoða menn vandlega þinglýst landamerkjabréf, sem stundum eru skýr og stundum óljós." Ragnheiður bendir á að landeigendur geri líka mjög ítarlegar kröfur og séu skoðuð fyrri mál þá komi í ljós að síst beri meira í milli hjá Óbyggðanefnd og landeigendum, heldur en hjá ríkinu. Ragnheiður segir vitanlega horft til fallins hæstaréttardóms og hann lagður til grundvallar kröfugerð, ásamt öðrum dómum sem gengið hafa varði eignarrétt á hálendinu, en auðvitað verði einnig að skoða hvert tilvik fyrir sig. Afstaða landeigenda: "Þetta er eiginlega hætt að koma manni á óvart," sagði Gunnar Sæmundsson, varaformaður Bændasamtaka Íslands, um ítarlegar kröfur ríkisins til þjóðlendna á Norðausturlandi. "Maður hélt kannski að menn myndu eitthvað slaka á eftir dóm Hæstaréttar [í október vegna jarðamála í Biskupstungum], en þetta er bara sama yfirgangsstefnan áfram í lögfræðingum fjármálaráðherra." Gunnar sagðist ekkert skilja í fjármálaráðherra að skipa ekki mönnum sínum að ganga svolítið hægar fram. "Bændur og landeigendur verða að taka upp þær varnir sem menn hafa verið með og halda þeim áfram," segir hann. Gunnar segir kosta landeigendur bæði mikinn tíma og peninga að verjast kröfum ríkisins. "Í lögum um þjóðlendur var á sínum tíma gert ráð fyrir að menn fengju greiddan kostnað við málsvarnir, en það er alls ekki að fullu," segir hann og bætir við að í mönnum sé nokkur reiði út af þessum málum. "Reyndar finnst mér það vera þannig að menn átti sig ekki almennilega á þessu víða um land fyrr en á þeim dynur sjálfum. Sjálfur hef ég haft samband við ýmsa bændur, út af þessu og fleiru og held að menn hafi búist við að gengið yrði skemmra í kröfum en gert er á Norðausturlandi nú, en það er bara nákvæmlega það sama og búið var að ganga fram á Suðurlandi." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Sjá meira
Fjármálaráðherra kynnti í liðinni viku kröfur ríkisins til þjóðlendna á Norðausturlandi. Svæðið er það fjórða sem Óbyggðanefnd hefur til úrskurðar. Landeigendur undrast kröfugerð ríkisins og telja að farið sé offari, meðan fjármálaráðuneytið segist bara uppfylla lögboðnar skyldur. Afstaða ríkisins: Ragnheiður Snorradóttir lögfræðingur á tekju- og lagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins, áréttar að lögboðin skylda fjármálaráðherra sé að gera kröfur. "Menn fara bara eftir þeim sjónarmiðum sem gilda á sviði eignaréttar og þeim dómum sem fallið hafa á undanförnum árum," segir hún og telur að ef síðustu niðurstöður séu skoðaðar á svæði 3, í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, komi í ljós að þar hafi að mestu verið fallist á kröfur fjármálaráðherra. "Auðvitað er þetta kröfugerð og svo koma landeigendur með sína kröfugerð og Óbyggðanefnd úrskurðar," segir hún og telur gagnrýnina á kröfugerð ríkisins ekki réttmæta. Um leið segir hún ekki óðlilegt að skoðanir manna um öll þessi atriði séu í einstökum tilvikum skiptar, enda hafi lögum um þjóðlendur verið ætlað að taka á réttaróvissu. "Kröfugerðin er eðlilegur hluti af ferlinu. Svo skoða menn vandlega þinglýst landamerkjabréf, sem stundum eru skýr og stundum óljós." Ragnheiður bendir á að landeigendur geri líka mjög ítarlegar kröfur og séu skoðuð fyrri mál þá komi í ljós að síst beri meira í milli hjá Óbyggðanefnd og landeigendum, heldur en hjá ríkinu. Ragnheiður segir vitanlega horft til fallins hæstaréttardóms og hann lagður til grundvallar kröfugerð, ásamt öðrum dómum sem gengið hafa varði eignarrétt á hálendinu, en auðvitað verði einnig að skoða hvert tilvik fyrir sig. Afstaða landeigenda: "Þetta er eiginlega hætt að koma manni á óvart," sagði Gunnar Sæmundsson, varaformaður Bændasamtaka Íslands, um ítarlegar kröfur ríkisins til þjóðlendna á Norðausturlandi. "Maður hélt kannski að menn myndu eitthvað slaka á eftir dóm Hæstaréttar [í október vegna jarðamála í Biskupstungum], en þetta er bara sama yfirgangsstefnan áfram í lögfræðingum fjármálaráðherra." Gunnar sagðist ekkert skilja í fjármálaráðherra að skipa ekki mönnum sínum að ganga svolítið hægar fram. "Bændur og landeigendur verða að taka upp þær varnir sem menn hafa verið með og halda þeim áfram," segir hann. Gunnar segir kosta landeigendur bæði mikinn tíma og peninga að verjast kröfum ríkisins. "Í lögum um þjóðlendur var á sínum tíma gert ráð fyrir að menn fengju greiddan kostnað við málsvarnir, en það er alls ekki að fullu," segir hann og bætir við að í mönnum sé nokkur reiði út af þessum málum. "Reyndar finnst mér það vera þannig að menn átti sig ekki almennilega á þessu víða um land fyrr en á þeim dynur sjálfum. Sjálfur hef ég haft samband við ýmsa bændur, út af þessu og fleiru og held að menn hafi búist við að gengið yrði skemmra í kröfum en gert er á Norðausturlandi nú, en það er bara nákvæmlega það sama og búið var að ganga fram á Suðurlandi."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Sjá meira