Innlent

Hækka áskriftargjöld

Áskriftargjöld af fjölvarpinu og Stöð 2 hækka um fjögur til sex prósent frá og með 5. janúar. Pálmi Gunnarsson, markaðsstjóri Íslenska Útvarpsfélagsins segir engar kvartanir hafa borist þó að verið sé að hækka áskriftargjöld á sama tíma og margir hafi lent í vandræðum vegna nýrra myndlykla. Hann segir að hækkunin verði minni til M-12 áskrifenda, eða í kringum 4,7%. Flestir áskrifenda fjölvarps og Stöðvar 2 séu meðlimir í M-12. Hann segir að það sé aldrei gaman að hækka gjöld á fólk, en það hafi ekki verið gert í tvö ár og nú sé það tímabært. Allt sé nú gert til þess að hjálpa því fólki sem á í basli með nýja afruglara. Það gangi vel og engar kvartanir hafi borist þrátt fyrir að verið sé að hækka gjöld á sama tíma og margir eigi í vandræðum með að ná öllum stöðvum á sjónvörpum sínum, vegna nýrra afruglara. Hann segir að fólk geti að sjálfsögðu sagt upp áskrift ef hækkunin fari mjög fyrir brjóstið á því.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×