Innlent

Með sjúkraflugi til Reykjavíkur

Fimmtán ára piltur sem var á vélsleða slasaðist alvarlega þegar þegar hann lenti í árekstri við annan vélsleða á Ólafsfjarðarvegi í gær. Hann var fyrst fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri en þaðan var hann fluttur með sjúkraflugi á Landspítalann í Reykjavík í gærkvöldi. Hann er mikið meiddur en mun ekki vera í lífshættu. Pilturinn sem ók hinum sleðanum slapp ómeiddur. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×