Fleiri fréttir

„Ekki pláss fyrir okkur þarna inni“

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, dró ásamt þeim Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, og Vilhjálmi Birgissyni, framboð sitt til miðstjórnar ASÍ til baka. Gengu þau ásamt félögum sínum út af fundinum stuttu eftir að fregnir bárust af því að Ragnar Þór hefði dregið framboð sitt til forseta sambandsins til baka. Þau íhuga nú að segja sig úr Alþýðusambandinu. 

Flæddi inn á þremur stöðum vestan Snorrabrautar

Flætt hefur inn í kjallara og hús á þremur stöðum í Vesturbæ Reykjavíkur, þar á meðal í umferðarmiðstöð BSÍ. Mikil úrkoma hefur verið í höfuðborginni dag sem sér ekki fyrir endann á.

Milda refsingu fyrir líkams­á­rás gegn eigin­konu sinni

Dómur karlmanns sem dæmdur var í sex ára fangelsi í Landsrétti í febrúar á þessu ári fyrir tilraun til manndráps var í dag mildaður um tvö ár fyrir Hæstarétti. Hæstiréttur heimfærði brotið undir stórfellda líkamsárás.

Lögreglan leitar að bíl

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir bronslituðum Toyota Corolla HB Style með svörtum toppi sem stolið var á aðfaranótt fimmtudags. 

Íhuga að skattleggja beljurop

Ríkisstjórn Nýja-Sjálands lagði til að skattleggja losun gróðurhúsalofttegunda frá húsdýrahaldi í dag. Búfjárbændur hafa brugðist ókvæða við tillögunni sem þeir fullyrða að leiddi til atgervisflótta úr stéttinni.

Rann­saka meðal annars hvort ein­hver hafi veitt konunni á­verkana

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur meðal annars til rannsóknar hvort einhver hafi veitt konu, sem fannst látin í Laugardal um helgina, áverka sem fundust á líki hennar. Áverkarnir urðu til þess að lögregla hóf rannsókn með það í huga að konunni hafi verið banað og handtók tvo menn tengda henni.  

Gundega býður sig fram á móti Vilhjálmi

Gundega Jaunlinina hefur boðið sig fram til embættis þriðja varaforseta ASÍ. Hún er varaformaður verkalýðsfélagsins Hlíf í Hafnarfirði gegndi formennsku í ASÍ-UNG, ungliðahreyfingu Alþýðusambandsins, í þrjú ár. Hún býður sig því fram á móti Vilhjálmi Birgissyni sem var fram að þessu einn í framboði til embættisins. 

„Það er ekkert eðlilegt við að kennarar í dag séu öryrkjar út af ofbeldi nemenda“

Líkamlegt ofbeldi grunnskólabarna færist í aukana og verður sífellt grófara. Þetta er þróun sem skólastjórnendur í Reykjavík hafa numið í sínum störfum. Þeir segja algeran skort á stuðningi og miðstýrðum verkferlum. Kennari segir samfélagið verða að vakna til meðvitundar um alvarleika málsins; það sé ekki eðlilegt að missa kennara í örorku vegna ofbeldis nemenda.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Átök innan ASÍ, ofbeldi barna í skólum, hlaup í Grímsvötnum og staða mála í Úkraínu verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag, auk þess sem við gerum úrslitaleik Íslands og Portúgal um sæti á HM góð skil.

Úkraínuforseti segir árásir Rússa sameina þjóðina

Forseti Úkraínu segir að Rússum muni ekki takast að hræða Úkraínumenn til undirgefni með eldflaugaárásum á saklausan almenning og innviði samfélagsins. Árásirnar herði andstöðuna við innrás Rússa og sameini þjóðina enn frekar.

Meiri líkur á eldgosi nú en í fyrra

Búist er að fyrstu merki hlaupsins úr Grímsvötnum sjáist á vatnshæðarmælum í Gígjukvísl síðar í dag og að hlaupið nái hámarki á morgun. Meiri líkur eru á eldgosi í framhaldi af hlaupinu nú en fyrir ári.

Þarf í nýtt hús­næði vegna skriðu­hættu

Ekki er hægt að halda áfram starfsemi LungA-lýðskólans í húsnæði þess að Strandavegi 13 á Seyðisfirði vegna skriðuhættu og er því ljóst að skólinn þarf nýtt húsnæði.

Sögulegar sættir í landamæradeilu Ísraels og Líbanons

Yair Lapid, forsætisráðherra Ísraels, segir að sögulegt samkomulag hafi náðst við Líbanon sem bindur enda á áratugalangar deilur ríkjanna um markalínur á sjó á milli nágrannaríkjanna tveggja. Ríkin hafa verið svarnir óvinir um árabil.

Trausti í fram­boð til 2. vara­for­seta

Trausti Jörundarson gefur kost á sér til embættir 2. varaforseta Alþýðusambands Íslands. Sólveig Anna Jónsdóttir hefur einnig boðið sig fram til embættisins.

Á­fram­haldandi grímu­skylda á Land­spítala

Grímuskylda verður með óbreyttum hætti næstu vikur, jafnvel mánuði, á Landspítalanum. Búist er við haust eða vetrarbylgju af Covid ásamt inflúensufaraldri og öðrum öndunarfærasýkingum. Hætt verður að skima einkennalausa sjúklinga fyrir Covid-19 við innlögn.

Phoenix vill verða fyrsti vara­for­seti ASÍ

Phoenix Jessica Ramos hefur tilkynnt framboð sitt til fyrsta varaforseta Alþýðusambands Íslands. Hún fer upp á móti Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni, sem hefur verið fyrsti varaforseti undanfarið kjörtímabil og gegnt starfi forseta síðan Drífa Snædal sagði af sér embættinu.

Segir íbúa í Fjarðabyggð lítt spennta fyrir jarðgangagjöldum

Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir boðað frumvarp innviðaráðherra um gjaldtöku í jarðgöngum landsins ekki hljóma vel í eyrum íbúa sveitarfélagsins. Þar er að finna tvö jarðgöng; Norðfjarðar- og Fáskrúðsfjarðargöng.

Telja sig geta varist flugskeytum frá nágrönnum sínum

Suðurkóreski herinn fullyrðir að hann sé fær um að koma auga á og stöðva flugskeyti sem Norðurkóreumenn hafa gert tilraunir með upp á síðkastið. Alvarleg hætta stafi engu að síður af kjarnorkubrölti nágrannanna í norðri.

Stríðshaukar í Kreml krefjast skæðari árása í Úkraínu

Embættismenn og stuðningsmenn stríðsreksturs Rússa í Úkraínu hafa fagnað mannskæðum árásum um alla Úkraínu í gær. Rússneski herinn hefur undanfarnar vikur verið harðlega gagnrýndur af hópi manna í Kreml vegna þess hve honum hefur gengið illa á vígvellinum undanfarnar vikur.

Minnst fimmtán sprengjur féllu í Zaporizhzhia í nótt

Minnst fimmtán sprengjur féllu í borginni Zaporizhzhia í suðurhluta Úkraínu í nótt. Að sögn varautanríkisráðherra landsins var sprengjunum beint að íbúðabyggingum, menntastofnunum og sjúkrahúsum. 

Notuðu naglamottu til að binda endi á eftirför

Lögregla þurfti að beita naglamottu til að stöðva ökumann sem hún hafði elt alla leið úr Árbæ upp í Mosfellsbæ í nótt. Maðurinn ók meðal annars yfir hringtorg, á móti umferð og notaði símann undir stýri. Hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna undir stýri.

Vestur­lönd þurfi að bregðast við: „Það er strategískt verið að ráðast á sak­lausa borgara“

Utanríkisráðherra segir árásir Rússa á úkraínskar borgir í morgun skýrt dæmi um að átökin séu að stigmagnast. Ljóst sé að Rússar hafi gerst sekir um stríðsglæpi með árásum á almenna borgara. Vesturlöndin þurfi að bregðast við en fórnarkostnaður þeirra sé sáralítill í samanburði við það sem úkraínska þjóðin sé að ganga í gegnum. 

Znaleziono skradzioną rzeźbę

Z lasu Hallormsstaðaskógur, zniknęło popiersie poety Þorsteina Valdimarssona i jej poszukiwania trwały przez kilka miesięcy. Rzeźba została znaleziona przypadkowo, w jednym z domów w Egilsstaðir.

Mönnunum sleppt úr haldi: Ekki grunur um morð

Mennirnir tveir sem handteknir voru um helgina grunaðir um að hafa orðið konu á sextugsaldri að bana hefur verið sleppt úr haldi. Niðurstaða réttarmeinafræðings er sú að áverkar sem voru á hinni látnu hafi ekki leitt til andláts hennar.

Sama til­finning og þegar inn­rásin hófst

Úkraínumenn og hópur Rússa á Íslandi fordæma eldflaugaárásir Rússlands á borgir í Úkraínu. Blásið var til mótmæla fyrir utan sendiráð Rússlands á Íslandi í dag og lýstu mótmælendur yfir samstöðu með Úkraínumönnum. Skipuleggjandi mótmælanna segir tilfinninguna þá sömu og þegar innrásin hófst.

Sjá næstu 50 fréttir