Fleiri fréttir Bein lýsing frá útför Elísabetar II Bretadrottningar á morgun Streymt verður frá útför Elísabetar II Bretadrottningar á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi á morgun. Útsendingin hefst klukkan níu en athöfnin sjálf hefst klukkan tíu að íslenskum tíma. 18.9.2022 12:22 Hádegisfréttir Bylgjunnar Formaður Bárunnar, stærsta stéttarfélags á Suðurlandi, hefur miklar áhyggjur af framtíð Alþýðusambandsins verði Ragnar Þór formaður þess. Hún segir skjóta skökku við að hópur sem hafi hrakið fyrrverandi forseta sambandsins frá völdum með ofbeldi taki við stjórninni. Rætt verður við Halldóru Sigríði Sveinsdóttur, formann Bárunnar, í hádegisfréttum. 18.9.2022 11:58 Eigandi Plútós vill leyfa skriðdýrahald á Íslandi Snákar og skriðdýr eru orðin nokkuð algeng gæludýr á Íslandi. Ætla má að dýrin finnist hér í hundraðatali. Við litum við hjá eiganda snáksins Plútós, sem vill leyfa skriðdýrahald á Íslandi. 18.9.2022 10:13 Fjórar milljónir þurft að yfirgefa heimili sín Fellibylurinn Nanmadol kom á land á eyjunni Kyushu í Japan í dag en talið er að um 400 millimetrar af rigningu falli á suðurhluta eyjunnar næsta sólarhringinn. Vindhviður geta náð allt að 230 kílómetra hraða. 18.9.2022 09:51 Sprengisandur: Skattamál, innviðauppbygging, umhverfismál og málefni fatlaðs fólks Í dag verður eitt og annað á Sprengisandinum. Gunnar Smári Egilsson hefur ritað sjö greinar um skattamál og segir skattkerfið íslenska hygla hinum ríku og að það auki á ójöfnuð. Óli Björn Kárason alþingismaður Sjálfstæðisflokksins verður til andsvara. 18.9.2022 09:31 Stór jarðskjálfti í Taívan Jarðskjálfti af stærðinni 6,9 reið yfir Taívan fyrr í morgun en í kjölfar hans hefur jarðfræðistofnun Japan gefið út flóðbylgjuviðvörun. 18.9.2022 09:02 Ákærður fyrir að reyna að grípa í líkkistuna Tæplega þrítugur karlmaður hefur verið ákærður í Bretlandi fyrir að reyna að grípa í líkkistu Elísabetar II Bretlandsdrottningar. Maðurinn mun koma fram fyrir dómara á morgun. 18.9.2022 08:28 Allt að fimmtán stiga hiti í dag Spáð er suðaustan átt þrír til tíu metrar á sekúndu í dag en hitinn verður um tíu til fimmtán gráður á suðvesturströndinni undir hádegi. Heldur hvassara verður í kvöld. 18.9.2022 08:12 Þrjátíu forgangsverkefni sjúkrabifreiða Alls fór Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu í 99 sjúkraflutninga útköll síðasta sólarhringinn en af þeim voru þrjátíu forgangsverkefni. Þrjár tilkynningar um eld þar sem enginn eldur var bárust lögreglu. 18.9.2022 07:51 Fjórtán ára með falsað ökuskírteini Það var nóg að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær en rétt rúmlega klukkan tíu í gærkvöldi var bifreið stöðvuð í Kópavogi. Ökumaður var beðinn um að sýna ökuskírteini en hann framvísaði fölsuðu skírteini. Ökumaðurinn er einungis fjórtán ára gamall og því að minnsta kosti þrjú ár í bílpróf en lögregla vann að málinu með aðkomu foreldra. 18.9.2022 07:27 Icelandair stefnir núna á þrjátíu sæta rafmagnsflugvél fyrir innanlandsflug Rafmagnsflugvélin, sem Icelandair tilkynnti á föstudag að félagið hygðist taka þátt í að þróa með Heart Aerospace, verður uppfærð útgáfa af minni vél, sem sænski flugvélaframleiðandinn var búinn að vera með í þróun. Stefnt er að því að nýja flugvélin verði komin í farþegaflug árið 2028, eftir sex ár. 18.9.2022 07:27 Íslenskar konur slösuðust eftir að loftbelgur brotlenti Loftbelgur með þrjá Íslendinga innanborðs lenti harkalega nærri Tours í Frakklandi í gærmorgun með þeim afleiðingum að tveir slösuðust. 18.9.2022 00:08 Sláandi munur á færni leikskólabarna Börn af annarri kynslóð innflytjenda ná mun verri tökum á íslensku en áður var talið. Þetta sýnir ný rannsókn á vegum Háskóla Íslands en vísindamennirnir segja stöðuna grafalvarlega og kalla eftir íslenskukennslu í leikskólum. 17.9.2022 20:01 Handtekinn fyrir misskilning og boðin áfallahjálp Tilkynnt var um vopnaðan mann á göngu á Kársnesbraut á sjötta tímanum í dag. Sérsveitin var kölluð til og maðurinn handtekinn en síðar kom í ljós að um misskilning var að ræða. 17.9.2022 19:47 „Hvernig lifum við af, vitandi af henni hér?“ Systkin frá Bangladess, sem misstu móður sína sviplega í sumar, eru harmi slegin vegna yfirvofandi brottvísunar. Þau segja það óyfirstíganlega tilhugsun að geta ekki vitjað leiðis móður þeirra, sem jörðuð er í Reykjavík. Lögmaður systkinanna segir óásættanlegt að vísa þeim úr landi nú. 17.9.2022 19:26 Til átaka kom vegna gleðigöngu og 64 mótmælendur handteknir Til átaka kom á milli serbnesku lögreglunnar í Belgrad og tveggja hægri sinnaðra mótmælendahópa þegar gleðiganga var farin. Tíu lögreglumenn eru slasaðir eftir átökin og 64 mótmælendur sagðir handteknir. 17.9.2022 19:25 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Systkini frá Bangladess, sem misstu móður sína sviplega í sumar, eru harmi slegin vegna yfirvofandi brottvísunar. Þau segja það óyfirstíganlega tilhugsun að geta ekki vitjað leiðis móður þeirra, sem jörðuð er í Reykjavík. Lögmaður systkinanna segir óásættanlegt að vísa þeim úr landi nú. Við ræðum við systkinin í fréttatímanum. 17.9.2022 18:25 Vilja að ásakanirnar séu dregnar til baka Karlmenn sem sátu á lista flokks fólksins á Akureyri í sveitastjórnarkosningunum í vor hafa krafist þess að þeir verði beðnir afsökunar á ásökunum sem beint var að þeim og þær dregnar til baka. Þrjár konur innan flokksins ásökuðu mennina um kynferðislegt áreiti og lítilsvirðingu. 17.9.2022 18:04 Ákærður fyrir að leka ríkisleyndarmálum Fyrrverandi forstjóri leyniþjónustu danska hersins hefur verið ákærður fyrir að hafa lekið viðkvæmum ríkisleyndarmálum. Málið er talið einstakt í danskri réttarsögu. 17.9.2022 18:01 Vill fá Sólveigu Önnu með sér Ragnar Þór Ingólfsson hefur lýst því yfir að hann vilji að Sólveig Anna Jónsdóttir verði annar varaforseti Alþýðusambandins. Sjálfur hefur hann gefið kost á sér sem forseti ASÍ. 17.9.2022 15:57 Bryndís býður sig fram á landsfundi Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfsstæðisflokksins, hefur tilkynnt að hún gefi kost á sér í embætti ritara flokksins á landsfundi sem haldinn verður 4. nóvember næstkomandi. 17.9.2022 14:57 Neyddust til að lenda vél Play í Kanada vegna flugdólgs Flugvél Play á leið frá Keflavíkurflugvelli til Baltimore í Bandaríkjunum þurfti að lenda í Sæludal á Nýfundnalandi í gær vegna farþega sem lét ófriðsamlega um borð. Maðurinn á von á kæru frá flugfélaginu. 17.9.2022 14:51 Matsmaður leggur mat á 167 milljóna króna þóknun Sveins Andra Landsréttur féllst nýverið á beiðni þriggja félaga í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar um að matsmaður yrði dómkvaddur til að leggja mat á þóknun Sveins Andra Sveinssonar sem hann fékk fyrir að skipta búi EK1923 ehf. Sveinn Andri fékk tæplega 167 milljónir króna fyrir störf sín sem skiptastjóri. 17.9.2022 14:15 Fimmtíu til hundrað ný störf í Rangárþingi ytra Um fimmtíu til hundrað ný störf gætu orðið til með nýjum Grænum iðngarði í Rangárþingi ytra, en nú er unnið að kortlagningu á heppilegri atvinnustarfsemi og viðskiptatækifærum sem gætu átt heima innan iðngarðsins. 17.9.2022 14:06 „Ofur-fellibylur“ stefnir í átt að Japan Jarðvísindastofnun Japan hefur óskað eftir því að íbúar á suðurhluta eyjunnar Kyushu yfirgefi heimili sín þar sem fellibylurinn Nanmadol stefnir þangað. Talið er að allt að hálfur metri af rigningu falli á svæðinu á sunnudaginn. 17.9.2022 13:47 Framtíð allt að hundrað manns gæti verið undir Mál Palestínumanns gegn ríkinu, sem flutt var í héraðsdómi á fimmtudag, gæti haft áhrif á stöðu upp undir hundrað flóttamanna hér á landi sem beðið hafa í óvissu síðan í kórónuveirufaraldrinum, að sögn lögmanns. Hann telur framgöngu stjórnvalda í málunum harkalega. 17.9.2022 13:30 Hrafn Jökulsson er látinn Hrafn Jökulsson rithöfundur er látinn, 56 ára að aldri. Hann greindist með krabbamein í hálsi í sumar. 17.9.2022 12:17 „Þau hafa ekki fengið þá aðstoð sem þau þurfa“ Vel rúmlega 1100 börn bíða eftir að komast að hjá fagfólki Skólaþjónustu Reykjavíkurborgar. Borgarfulltrúi segir ástandið stjórnlaust. Það sé hættulegt að láta börn í andlegri vanlíðan bíða eftir sálfræðiþjónustu. 17.9.2022 12:01 Hádegisfréttir Bylgjunnar Gagnárás Úkraínumanna síðustu daga mun engin áhrif hafa á áætlanir Rússa, að sögn Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir bakslags að vænta í gagnárásinni og að Rússar komist langt á siðleysi sem þeir leyfa sér í stríðsátökum. Við fjöllum um stöðuna í Úkraínu í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. 17.9.2022 11:53 Rússar leyfi sér siðleysi í stríðsátökum Gagnárás Úkraínumanna síðustu daga mun engin áhrif hafa á áætlanir Rússa, að sögn Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir bakslags vera að vænta í gagnárásinni og að Rússar komist langt á siðleysi sem þeir leyfa sér í stríðsátökum. 17.9.2022 11:44 Hiti færist í leikinn hjá Kirgisum og Tadsíkum Að minnsta kosti 24 létu lífið í átökum á landamærum Kirgistan og Tadsíkistan í gær. Samkomulag um vopnahlé er á milli ríkjanna en báðar þjóðir saka hvora aðra um að brjóta samkomulagið. 17.9.2022 11:05 Bein útsending: Seinni dagur Fundar fólksins Fundur fólksins heldur áfram í dag, og hefst dagskrá dagsins klukkan 11. Dagskrá fer fram víða um Vatnsmýrina en einkum og sér í lagi í Norræna húsinu og Grósku. Hér að neðan má nálgast streymi frá deginum í dag. 17.9.2022 10:01 Gagnárásin hafi engin áhrif á Rússa Gagnárás Úkraínumanna síðustu daga mun engin áhrif hafa á áætlanir Rússa, að sögn Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta. Pútín tjáði sig í fyrsta sinn um stöðuna í gær. 17.9.2022 09:59 Bein útsending: Aðalfundur Pírata Aðalfundur Pírata fer fram í dag klukkan 10 í veislusal Ostabúðarinnar á Fiskislóð 26. Flokkurinn fagnar tíu ára afmæli í nóvember og verður þema fundarins fortíð og framtíð Pírata á Íslandi. 17.9.2022 09:29 Pólitísk upplausn í aðsigi í Evrópu: „Þetta lítur út fyrir að vera einhvers konar leikrit“ Sigríður Á. Andersen fyrrverandi ráðherra segir að evrópskir ráðamenn hafi átt að vera betur undirbúnir fyrir afleiðingarnar sem refsiaðgerðir gegn Rússum hefðu á hagkerfin heima fyrir. Sumar refsiaðgerðirnar séu að reynast refsiaðgerðir ríkja gegn eigin borgurum. 17.9.2022 09:15 Mættir aftur til Indlands eftir sjötíu ára fjarveru Blettatígrar voru sagðir útdauðir í Indlandi árið 1952 en nú hafa átta tígrar verið sendir þangað í tilefni af afmæli Narendra Modi, forsætisráðherra landsins. Þeir munu dvelja í einangrun í mánuð áður en þeim verður sleppt í þjóðgarði. 17.9.2022 08:57 Útvarpi Sögu hafnað um rekstrarstuðning SagaNet-Útvarp Saga ehf. sem rekur bæði útvarpsstöðina Útvarp Saga og samnefndan vefmiðil var hafnað um rekstrarstuðning frá fjölmiðlanefnd. Félagið var eitt þriggja sem var hafnað um stuðning. 17.9.2022 08:10 Tónlistarnám í Reykjavík allt að tvöfalt dýrara Skólagjöld tónlistarskóla í Reykjavík eru þau dýrustu á landinu en borgin, ólíkt flestum öðrum sveitarfélögum, rekur ekki tónlistarskóla á eigin vegum. Veturinn í tónlistarskóla getur kostað rúmlega tvö hundruð þúsund krónur. 17.9.2022 07:39 Maður og kona réðust á dreng og flúðu vettvang Lögreglu barst tilkynning í gær um að maður og kona hafi ráðist á dreng og sparkað í hann. Þegar lögregla kom á staðinn voru þau farin en lögreglu hefur ekki tekist að bera kennsl á parið. 17.9.2022 07:19 Þriðja kynslóð Kia Niro frumsýnd Nýr Kia Niro verður frumsýndur um allt land í dag, laugardag frá 12-16. Þetta er þriðja kynslóð Niro sem hefur verið einn allra vinsælasti bílinn frá Kia á Íslandi og um allan heim undanfarin ár. Kia Niro mætir nú til leiks með nýtt útlit og enn rafmagnaðri en áður. 17.9.2022 07:00 Beraði sig við syrgjendur drottningar og stakk sér svo í ána Thames Nítján ára karlmaður hefur verið handtekinn og sakaður um að hafa beitt tvær konur kynferðisofbeldi í röð syrgjenda sem bíða þess þolinmóðir að sjá líkkistu Elísabetar II Bretlandsdottningar. 16.9.2022 23:41 Klæddust kvenmannsfötum, settu á sig hárkollu og rændu tugi lestarfarþega Meðlimir í frönsku glæpagengi eru sagðir hafa klæðst kvenmansfatnaði, sett á sig hárkollur og rænt í það minnsta 170 farþega í fyrsta farrými lesta í Frakklandi. Lögreglan í Marseille fann þýfið og reynir nú að finna réttmætu eigendur þess. 16.9.2022 22:50 „Það má næstum kalla þetta bara dauðagildru“ Gatnamót tengja Vogabyggð við Langholtshverfi líkjast dauðagildru að sögn íbúa. Margir óttist að senda börnin sín yfir Sæbraut þar sem umferðin sé þung og bílstjórar sýni lítið tillit til gangandi vegfarenda. Innviðir og samgöngur í hverfinu séu ekki í takt við þau loforð sem kaupendur hafi fengið á sínum tíma. 16.9.2022 22:32 Kallar eftir frelsun bænda Daði Már Kristófersson prófessor í umhverfis- og auðlindafræði segir að aukin jarðrækt, grænmetis og annarra afurða, geti skipt sköpum í loftslagsmálum í framtíðinni en þá þurfi að frelsa bændur undan regluverki. Enginn mælanlegur árangur er af loftslagsaðgerðum stjórnvalda þrátt fyrir metnaðarfull áform þeirra að mati Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings. 16.9.2022 20:47 Segja niðurskurðinn brjóta í bága við kvikmyndastefnu stjórnvalda Mikil umræða hefur skapast nýverið um ákvörðun stjórnvalda að skera niður fjármagn til kvikmyndasjóðs. Í vikunni voru fjárlögin fyrir komandi ár kynnt og samkvæmt þeim stendur til að skera framlag til kvikmyndasjóðs niður um 33 prósent. Stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda segist harma þessa ákvörðun stjórnvalda. 16.9.2022 20:22 Sjá næstu 50 fréttir
Bein lýsing frá útför Elísabetar II Bretadrottningar á morgun Streymt verður frá útför Elísabetar II Bretadrottningar á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi á morgun. Útsendingin hefst klukkan níu en athöfnin sjálf hefst klukkan tíu að íslenskum tíma. 18.9.2022 12:22
Hádegisfréttir Bylgjunnar Formaður Bárunnar, stærsta stéttarfélags á Suðurlandi, hefur miklar áhyggjur af framtíð Alþýðusambandsins verði Ragnar Þór formaður þess. Hún segir skjóta skökku við að hópur sem hafi hrakið fyrrverandi forseta sambandsins frá völdum með ofbeldi taki við stjórninni. Rætt verður við Halldóru Sigríði Sveinsdóttur, formann Bárunnar, í hádegisfréttum. 18.9.2022 11:58
Eigandi Plútós vill leyfa skriðdýrahald á Íslandi Snákar og skriðdýr eru orðin nokkuð algeng gæludýr á Íslandi. Ætla má að dýrin finnist hér í hundraðatali. Við litum við hjá eiganda snáksins Plútós, sem vill leyfa skriðdýrahald á Íslandi. 18.9.2022 10:13
Fjórar milljónir þurft að yfirgefa heimili sín Fellibylurinn Nanmadol kom á land á eyjunni Kyushu í Japan í dag en talið er að um 400 millimetrar af rigningu falli á suðurhluta eyjunnar næsta sólarhringinn. Vindhviður geta náð allt að 230 kílómetra hraða. 18.9.2022 09:51
Sprengisandur: Skattamál, innviðauppbygging, umhverfismál og málefni fatlaðs fólks Í dag verður eitt og annað á Sprengisandinum. Gunnar Smári Egilsson hefur ritað sjö greinar um skattamál og segir skattkerfið íslenska hygla hinum ríku og að það auki á ójöfnuð. Óli Björn Kárason alþingismaður Sjálfstæðisflokksins verður til andsvara. 18.9.2022 09:31
Stór jarðskjálfti í Taívan Jarðskjálfti af stærðinni 6,9 reið yfir Taívan fyrr í morgun en í kjölfar hans hefur jarðfræðistofnun Japan gefið út flóðbylgjuviðvörun. 18.9.2022 09:02
Ákærður fyrir að reyna að grípa í líkkistuna Tæplega þrítugur karlmaður hefur verið ákærður í Bretlandi fyrir að reyna að grípa í líkkistu Elísabetar II Bretlandsdrottningar. Maðurinn mun koma fram fyrir dómara á morgun. 18.9.2022 08:28
Allt að fimmtán stiga hiti í dag Spáð er suðaustan átt þrír til tíu metrar á sekúndu í dag en hitinn verður um tíu til fimmtán gráður á suðvesturströndinni undir hádegi. Heldur hvassara verður í kvöld. 18.9.2022 08:12
Þrjátíu forgangsverkefni sjúkrabifreiða Alls fór Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu í 99 sjúkraflutninga útköll síðasta sólarhringinn en af þeim voru þrjátíu forgangsverkefni. Þrjár tilkynningar um eld þar sem enginn eldur var bárust lögreglu. 18.9.2022 07:51
Fjórtán ára með falsað ökuskírteini Það var nóg að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær en rétt rúmlega klukkan tíu í gærkvöldi var bifreið stöðvuð í Kópavogi. Ökumaður var beðinn um að sýna ökuskírteini en hann framvísaði fölsuðu skírteini. Ökumaðurinn er einungis fjórtán ára gamall og því að minnsta kosti þrjú ár í bílpróf en lögregla vann að málinu með aðkomu foreldra. 18.9.2022 07:27
Icelandair stefnir núna á þrjátíu sæta rafmagnsflugvél fyrir innanlandsflug Rafmagnsflugvélin, sem Icelandair tilkynnti á föstudag að félagið hygðist taka þátt í að þróa með Heart Aerospace, verður uppfærð útgáfa af minni vél, sem sænski flugvélaframleiðandinn var búinn að vera með í þróun. Stefnt er að því að nýja flugvélin verði komin í farþegaflug árið 2028, eftir sex ár. 18.9.2022 07:27
Íslenskar konur slösuðust eftir að loftbelgur brotlenti Loftbelgur með þrjá Íslendinga innanborðs lenti harkalega nærri Tours í Frakklandi í gærmorgun með þeim afleiðingum að tveir slösuðust. 18.9.2022 00:08
Sláandi munur á færni leikskólabarna Börn af annarri kynslóð innflytjenda ná mun verri tökum á íslensku en áður var talið. Þetta sýnir ný rannsókn á vegum Háskóla Íslands en vísindamennirnir segja stöðuna grafalvarlega og kalla eftir íslenskukennslu í leikskólum. 17.9.2022 20:01
Handtekinn fyrir misskilning og boðin áfallahjálp Tilkynnt var um vopnaðan mann á göngu á Kársnesbraut á sjötta tímanum í dag. Sérsveitin var kölluð til og maðurinn handtekinn en síðar kom í ljós að um misskilning var að ræða. 17.9.2022 19:47
„Hvernig lifum við af, vitandi af henni hér?“ Systkin frá Bangladess, sem misstu móður sína sviplega í sumar, eru harmi slegin vegna yfirvofandi brottvísunar. Þau segja það óyfirstíganlega tilhugsun að geta ekki vitjað leiðis móður þeirra, sem jörðuð er í Reykjavík. Lögmaður systkinanna segir óásættanlegt að vísa þeim úr landi nú. 17.9.2022 19:26
Til átaka kom vegna gleðigöngu og 64 mótmælendur handteknir Til átaka kom á milli serbnesku lögreglunnar í Belgrad og tveggja hægri sinnaðra mótmælendahópa þegar gleðiganga var farin. Tíu lögreglumenn eru slasaðir eftir átökin og 64 mótmælendur sagðir handteknir. 17.9.2022 19:25
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Systkini frá Bangladess, sem misstu móður sína sviplega í sumar, eru harmi slegin vegna yfirvofandi brottvísunar. Þau segja það óyfirstíganlega tilhugsun að geta ekki vitjað leiðis móður þeirra, sem jörðuð er í Reykjavík. Lögmaður systkinanna segir óásættanlegt að vísa þeim úr landi nú. Við ræðum við systkinin í fréttatímanum. 17.9.2022 18:25
Vilja að ásakanirnar séu dregnar til baka Karlmenn sem sátu á lista flokks fólksins á Akureyri í sveitastjórnarkosningunum í vor hafa krafist þess að þeir verði beðnir afsökunar á ásökunum sem beint var að þeim og þær dregnar til baka. Þrjár konur innan flokksins ásökuðu mennina um kynferðislegt áreiti og lítilsvirðingu. 17.9.2022 18:04
Ákærður fyrir að leka ríkisleyndarmálum Fyrrverandi forstjóri leyniþjónustu danska hersins hefur verið ákærður fyrir að hafa lekið viðkvæmum ríkisleyndarmálum. Málið er talið einstakt í danskri réttarsögu. 17.9.2022 18:01
Vill fá Sólveigu Önnu með sér Ragnar Þór Ingólfsson hefur lýst því yfir að hann vilji að Sólveig Anna Jónsdóttir verði annar varaforseti Alþýðusambandins. Sjálfur hefur hann gefið kost á sér sem forseti ASÍ. 17.9.2022 15:57
Bryndís býður sig fram á landsfundi Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfsstæðisflokksins, hefur tilkynnt að hún gefi kost á sér í embætti ritara flokksins á landsfundi sem haldinn verður 4. nóvember næstkomandi. 17.9.2022 14:57
Neyddust til að lenda vél Play í Kanada vegna flugdólgs Flugvél Play á leið frá Keflavíkurflugvelli til Baltimore í Bandaríkjunum þurfti að lenda í Sæludal á Nýfundnalandi í gær vegna farþega sem lét ófriðsamlega um borð. Maðurinn á von á kæru frá flugfélaginu. 17.9.2022 14:51
Matsmaður leggur mat á 167 milljóna króna þóknun Sveins Andra Landsréttur féllst nýverið á beiðni þriggja félaga í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar um að matsmaður yrði dómkvaddur til að leggja mat á þóknun Sveins Andra Sveinssonar sem hann fékk fyrir að skipta búi EK1923 ehf. Sveinn Andri fékk tæplega 167 milljónir króna fyrir störf sín sem skiptastjóri. 17.9.2022 14:15
Fimmtíu til hundrað ný störf í Rangárþingi ytra Um fimmtíu til hundrað ný störf gætu orðið til með nýjum Grænum iðngarði í Rangárþingi ytra, en nú er unnið að kortlagningu á heppilegri atvinnustarfsemi og viðskiptatækifærum sem gætu átt heima innan iðngarðsins. 17.9.2022 14:06
„Ofur-fellibylur“ stefnir í átt að Japan Jarðvísindastofnun Japan hefur óskað eftir því að íbúar á suðurhluta eyjunnar Kyushu yfirgefi heimili sín þar sem fellibylurinn Nanmadol stefnir þangað. Talið er að allt að hálfur metri af rigningu falli á svæðinu á sunnudaginn. 17.9.2022 13:47
Framtíð allt að hundrað manns gæti verið undir Mál Palestínumanns gegn ríkinu, sem flutt var í héraðsdómi á fimmtudag, gæti haft áhrif á stöðu upp undir hundrað flóttamanna hér á landi sem beðið hafa í óvissu síðan í kórónuveirufaraldrinum, að sögn lögmanns. Hann telur framgöngu stjórnvalda í málunum harkalega. 17.9.2022 13:30
Hrafn Jökulsson er látinn Hrafn Jökulsson rithöfundur er látinn, 56 ára að aldri. Hann greindist með krabbamein í hálsi í sumar. 17.9.2022 12:17
„Þau hafa ekki fengið þá aðstoð sem þau þurfa“ Vel rúmlega 1100 börn bíða eftir að komast að hjá fagfólki Skólaþjónustu Reykjavíkurborgar. Borgarfulltrúi segir ástandið stjórnlaust. Það sé hættulegt að láta börn í andlegri vanlíðan bíða eftir sálfræðiþjónustu. 17.9.2022 12:01
Hádegisfréttir Bylgjunnar Gagnárás Úkraínumanna síðustu daga mun engin áhrif hafa á áætlanir Rússa, að sögn Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir bakslags að vænta í gagnárásinni og að Rússar komist langt á siðleysi sem þeir leyfa sér í stríðsátökum. Við fjöllum um stöðuna í Úkraínu í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. 17.9.2022 11:53
Rússar leyfi sér siðleysi í stríðsátökum Gagnárás Úkraínumanna síðustu daga mun engin áhrif hafa á áætlanir Rússa, að sögn Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir bakslags vera að vænta í gagnárásinni og að Rússar komist langt á siðleysi sem þeir leyfa sér í stríðsátökum. 17.9.2022 11:44
Hiti færist í leikinn hjá Kirgisum og Tadsíkum Að minnsta kosti 24 létu lífið í átökum á landamærum Kirgistan og Tadsíkistan í gær. Samkomulag um vopnahlé er á milli ríkjanna en báðar þjóðir saka hvora aðra um að brjóta samkomulagið. 17.9.2022 11:05
Bein útsending: Seinni dagur Fundar fólksins Fundur fólksins heldur áfram í dag, og hefst dagskrá dagsins klukkan 11. Dagskrá fer fram víða um Vatnsmýrina en einkum og sér í lagi í Norræna húsinu og Grósku. Hér að neðan má nálgast streymi frá deginum í dag. 17.9.2022 10:01
Gagnárásin hafi engin áhrif á Rússa Gagnárás Úkraínumanna síðustu daga mun engin áhrif hafa á áætlanir Rússa, að sögn Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta. Pútín tjáði sig í fyrsta sinn um stöðuna í gær. 17.9.2022 09:59
Bein útsending: Aðalfundur Pírata Aðalfundur Pírata fer fram í dag klukkan 10 í veislusal Ostabúðarinnar á Fiskislóð 26. Flokkurinn fagnar tíu ára afmæli í nóvember og verður þema fundarins fortíð og framtíð Pírata á Íslandi. 17.9.2022 09:29
Pólitísk upplausn í aðsigi í Evrópu: „Þetta lítur út fyrir að vera einhvers konar leikrit“ Sigríður Á. Andersen fyrrverandi ráðherra segir að evrópskir ráðamenn hafi átt að vera betur undirbúnir fyrir afleiðingarnar sem refsiaðgerðir gegn Rússum hefðu á hagkerfin heima fyrir. Sumar refsiaðgerðirnar séu að reynast refsiaðgerðir ríkja gegn eigin borgurum. 17.9.2022 09:15
Mættir aftur til Indlands eftir sjötíu ára fjarveru Blettatígrar voru sagðir útdauðir í Indlandi árið 1952 en nú hafa átta tígrar verið sendir þangað í tilefni af afmæli Narendra Modi, forsætisráðherra landsins. Þeir munu dvelja í einangrun í mánuð áður en þeim verður sleppt í þjóðgarði. 17.9.2022 08:57
Útvarpi Sögu hafnað um rekstrarstuðning SagaNet-Útvarp Saga ehf. sem rekur bæði útvarpsstöðina Útvarp Saga og samnefndan vefmiðil var hafnað um rekstrarstuðning frá fjölmiðlanefnd. Félagið var eitt þriggja sem var hafnað um stuðning. 17.9.2022 08:10
Tónlistarnám í Reykjavík allt að tvöfalt dýrara Skólagjöld tónlistarskóla í Reykjavík eru þau dýrustu á landinu en borgin, ólíkt flestum öðrum sveitarfélögum, rekur ekki tónlistarskóla á eigin vegum. Veturinn í tónlistarskóla getur kostað rúmlega tvö hundruð þúsund krónur. 17.9.2022 07:39
Maður og kona réðust á dreng og flúðu vettvang Lögreglu barst tilkynning í gær um að maður og kona hafi ráðist á dreng og sparkað í hann. Þegar lögregla kom á staðinn voru þau farin en lögreglu hefur ekki tekist að bera kennsl á parið. 17.9.2022 07:19
Þriðja kynslóð Kia Niro frumsýnd Nýr Kia Niro verður frumsýndur um allt land í dag, laugardag frá 12-16. Þetta er þriðja kynslóð Niro sem hefur verið einn allra vinsælasti bílinn frá Kia á Íslandi og um allan heim undanfarin ár. Kia Niro mætir nú til leiks með nýtt útlit og enn rafmagnaðri en áður. 17.9.2022 07:00
Beraði sig við syrgjendur drottningar og stakk sér svo í ána Thames Nítján ára karlmaður hefur verið handtekinn og sakaður um að hafa beitt tvær konur kynferðisofbeldi í röð syrgjenda sem bíða þess þolinmóðir að sjá líkkistu Elísabetar II Bretlandsdottningar. 16.9.2022 23:41
Klæddust kvenmannsfötum, settu á sig hárkollu og rændu tugi lestarfarþega Meðlimir í frönsku glæpagengi eru sagðir hafa klæðst kvenmansfatnaði, sett á sig hárkollur og rænt í það minnsta 170 farþega í fyrsta farrými lesta í Frakklandi. Lögreglan í Marseille fann þýfið og reynir nú að finna réttmætu eigendur þess. 16.9.2022 22:50
„Það má næstum kalla þetta bara dauðagildru“ Gatnamót tengja Vogabyggð við Langholtshverfi líkjast dauðagildru að sögn íbúa. Margir óttist að senda börnin sín yfir Sæbraut þar sem umferðin sé þung og bílstjórar sýni lítið tillit til gangandi vegfarenda. Innviðir og samgöngur í hverfinu séu ekki í takt við þau loforð sem kaupendur hafi fengið á sínum tíma. 16.9.2022 22:32
Kallar eftir frelsun bænda Daði Már Kristófersson prófessor í umhverfis- og auðlindafræði segir að aukin jarðrækt, grænmetis og annarra afurða, geti skipt sköpum í loftslagsmálum í framtíðinni en þá þurfi að frelsa bændur undan regluverki. Enginn mælanlegur árangur er af loftslagsaðgerðum stjórnvalda þrátt fyrir metnaðarfull áform þeirra að mati Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings. 16.9.2022 20:47
Segja niðurskurðinn brjóta í bága við kvikmyndastefnu stjórnvalda Mikil umræða hefur skapast nýverið um ákvörðun stjórnvalda að skera niður fjármagn til kvikmyndasjóðs. Í vikunni voru fjárlögin fyrir komandi ár kynnt og samkvæmt þeim stendur til að skera framlag til kvikmyndasjóðs niður um 33 prósent. Stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda segist harma þessa ákvörðun stjórnvalda. 16.9.2022 20:22