Fleiri fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum ræðum við við kviðarholsskurðlækni um gríðarlega fjölgun magaerma- og hjáveituaðgerða hjá Íslendingum á síðustu tveimur árum. Um þriðjungur Íslendinga er of feitur í dag. Læknirinn segir úrelt að segja feitu fólki að borða minna og hreyfa sig meira.

Stór­skota­liðið í Co­vid kemur saman á ný til að heiðra Þór­ólf

Þríeykið verður sameinað á ný á málþingi til heiðurs Þórólfs Guðnasonar, fyrrverandi sóttvarnalæknis, í vikunni. Heilbrigðisráðherra, forstjóri Landspítala, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og nýr sóttvarnalæknir verða einnig með erindi þar sem litið verður yfir farinn veg.

Ætla sér að kjósa um innlimun í Rússland

Embættismenn í hersetnum héruðum í austan- og sunnanverðri Úkraínu ætla sér að halda atkvæðagreiðslu um að þau verði hluti af Rússlandi um helgina. Fyrrverandi forseti Rússlands segir innlimunina nauðsynlega til þess að hægt sé að beita öllum brögðum til að verja svæðin.

Beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku synjað

Endurupptökudómstóll hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku á Hæstaréttardómi frá árinu 1980 þar sem Erla var dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir rangar sakargiftir í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Dómstóllinn féllst ekki á það að Erla hafi verið beitt þrýstingi, líkt og hún hélt fram. 

Pożar na dachu hali Lava Show

Zeszłej nocy na dachu hali Lava Show na ulicy Fiskislóð w Reykjaviku wybuchł pożar. Pożar nie był duży, ale z miejsca gdzie wybuchł wydobywało się bardzo dużo dymu i straż pożarna musiała rozebrać dach przy kominie.

Telur hótanir Hjörleifs settar fram í „geðshræringu og vanlíðan“

Boðað hefur verið til stjórnarfundar Flokks fólksins síðdegis til að reyna að ráða fram úr vanda flokksins sem hverfist um fulltrúa hans á Akureyri. Sjálftitlaður „guðfaðir listans“ fyrir norðan hótar meiðyrðastefnu á hendur þremur konum flokksins, formanni hans og varaformanni.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Eitt stærsta fíkniefnamál Íslandssögunnar, nýjustu vendingar í málum Flokks fólksins, aðför lögreglu gegn blaðamönnum og vindmyllufellingar verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Trump skipar Íslandi í flokk þriðja heims ríkja

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, gagnrýnir að Bandaríkjaforseta hafi verið skipað á bekk með þriðja heims leiðtogum við útför Bretadrottningar í gær. Bandarísku forsetahjónin sátu rétt fyrir aftan þau íslensku í kirkjunni. Trump telur að Bandaríkin hafi mátt þola vanvirðu sökum þessa. 

Karla­grobb Hjör­leifs einungis brandari

Jón Hjaltason segir allar ásakanir um andlegt ofbeldi sem konur í forystu Flokks fólksins hafa sakað hann og Brynjólf Ingvarsson um vera hreinan uppspuna. Hann segir konurnar fara ítrekað með rangfærslur. Þá segir hann kynferðislega áreitni Hjörleifs Hallgríms Herbertssonar hafa verið brandara.

„Við þurfum að gera miklu betur“

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að flugfélagið þurfi einfaldlega að gera miklu betur í innanlandsfluginu en raunin hefur verið að undanförnu, til að ná upp trausti á innanlandsflugið. 

Geimmiðstöð skemmdist þegar Nanmadol gekk yfir Japan

Tveir eru látnir og yfir hundrað slasaðir eftir að hitabeltislægðin Nanmadol gekk yfir Japan. Samgöngur eru í lamasessi og víða er rafmagnslaust eftir óveðrið. Þá urðu skemmdir á eldflaugaverksmiðju japönsku geimstofnunarinnar JAXA.

Vilja flytja Út­lendinga­stofnun til Reykja­nes­bæjar

Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að starfsemi Útlendingastofnunar verði flutt til Reykjanesbæjar. Vilja þingmennirnir með þessu fjölga sérfræðistörfum og hlutfall háskólamenntaðra á svæðinu og segja að hentugt væri að hafa stofnunina staðsetta í nánd við Keflavíkurflugvöll.

Lögreglubíll varð fyrir lest með handtekna konu í aftursætinu

Kona sem lögregluþjónar í Colorado í Bandaríkjunum handtóku á föstudaginn slasaðist þegar lögreglubíll sem hún var í varð fyrir lest. Hún var ein í bílnum en lögregluþjónarnir höfðu lagt honum á lestarteinum, án þess að taka eftir því.

And­lát Amini „ó­heppi­legt at­vik“

Lögreglan í Íran segir að dauði 22 ára konu sem lést í haldi lögreglu sé „óheppilegt atvik“. Lögreglan neitar að hafa beitt hana ofbeldi er hún var í haldi og segist hafa gert allt sem hægt var til að bjarga lífi hennar.

Kallar konurnar „upp­hlaups­mann­eskjur“ og „svika­kvensur“

Hjörleifur Hallgríms Herbertsson, sem kallar sig „guðföður“ framboðslista Flokks fólksins á Akureyri, hefur ritað aðsenda grein á Akureyri.net þar sem hann svarar þremur konum á listanum sem hafa sakað karlmenn í forystunni á Akureyri um lítilsvirðingu, rógburð og áreiti.

Rigning með köflum og á­fram hlýtt

Veðurstofan gerir ráð fyrir suðlægri átt í dag, yfirleitt á bilinu þrír til átta metrar á sekúndu, en að tíu metrum á sekúndu við suður- og vesturströndina. Má búst við rigningu með köflum, en bjartviðri austanlands fram á kvöld.

Herinn í Mjanmar skaut sex skóla­börn til bana

Sex börn eru látin og sautján slösuð eftir að þyrla mjanmarska hersins skaut á skóla á Sagaing-svæðinu á föstudaginn. Herinn heldur því fram að uppreisnarmenn hafi notað skólann til að ráðast á hermenn.

Stefnt á umhverfisvænasta bílaþvott sem völ er á

Löður rekur 15 bílaþvottastöðvar á Íslandi og á hverju ári fara um 250 þúsund bílar í gegnum þvott á stöðvum fyrirtækisins. Í bílaþvotti þarf að nota sápur og önnur hreinsiefni ásamt því að nota mikið af vatni.

Eldur kom upp í þaki Lava Show

Eldur kom upp í þaki húsnæðis Lava Show við Fiskislóð í Reykjavík í nótt. Eldurinn sjálfur var ekki mikill en töluverður reykur kom frá honum og þurfti slökkviliðið að rífa svæðið í kringum strompinn.

Var ekki í öryggisbelti þegar hann fór útaf veginum og lést

Ökumaðurinn sem lést þegar hann missti stjórn á bifreið sinni á bröttum vegi nærri Látravík var ekki í öryggisbelti þegar slysið átti sér stað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa.

Sleppt úr fangelsi átta árum eftir útgáfu Serial

Morðdómi Adnan Syed hefur verið snúið við af dómara eftir að saksóknarar fundu nýjar vísbendingar sem tengjast morði fyrrverandi kærustu hans. Mál Syeds varð frægt um heiminn allan eftir að fjallað var um það í hlaðvarpinu Serial sem birt var árið 2014.

Segjast hafa Húnvetninga í vinnu til að halda friðinn

Húnvetningar sjá fram á miklar samgöngubætur með fimmtán kílómetra vegagerð í Refasveit. Þetta er stærsta verk sem unnið er að á Norðurlandi vestra um þessar mundir, upp á einn og hálfan milljarð króna. Það eru hins vegar Skagfirðingar sem annast vegagerðina.

Fyrr­verandi þing­maður sér eftir sínum hlut í Lands­dóms­málinu

Magnús Orri Marínarson Schram átti sæti í nefnd þingmanna sem fjallaði um Rannsóknarskýrslu Alþingis sem unnin var eftir bankahrunið árið 2008. Hans afstaða var sú, á meðan hann sat í nefndinni, að rétt væri að vísa málum þriggja ráðherra ríkisstjórnar Geirs H. Haarde til Landsdóms. Þeirri afstöðu sér hann nú eftir.

For­maður Presta­fé­lags Ís­lands segir af sér

Arnaldur Bárðarson, formaður Prestafélags Íslands, hefur tilkynnt að hann muni segja af sér störfum á aukaaðalfundi þann 10. október næstkomandi. Það segist hann munu gera til að lægja öldur sem risið hafa vegna formennsku hans.

Stærðarinnar jarðskjálfti undan ströndum Mexíkó

Stærðarinnar jarðskjálfti undan ströndum Mexíkó í kvöld. Skjálftinn mældist 7,6 stig og átti hann upptök í Kyrrahafinu, um 37 kílómetra frá ströndum Mexíkó og á 15,1 kílómetra dýpi. Sérfræðingar eiga von á flóðbylgjum en minnst einn er dáinn en sá varð undir vegg sem hrundi.

Dvaldi í Leifs­stöð í tvær vikur

Landsréttur staðfesti nýverið úrskurð héraðsdóms þess efnis að karlmaður skyldi nauðungarvistaður á geðdeild í allt að 21 sólarhring. Hann hefur verið á geðdeild frá því að lögregla fylgdi honum þangað úr Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þar hafði hann haldið til í tvær vikur eftir að hafa misst af flugi.

Skemmdirnar á Púertó Ríkó sagðar hörmulegar

Fellibylurinn Fíóna olli hörmulegum skemmdum á eyjunni Púertó Ríkó í dag. Ríkisstjóri eyjunnar segir eyðilegginguna hvað versta í þéttbýli og að minnst einn sé látinn. Enn sé þó ekki búið að ná að fullu utan um eyðilegginguna.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Við hefjum fréttatímann á beinni útsendingu frá fréttamanni okkar Kristínu Ólafsdóttur sem er stödd í Lundúnum og fylgdist þar með útför Elísabetar annarrar Bretlandsdrottningar. Hún mun fara yfir daginn og sýna frá spjalli sínu við breska hermenn og íslensku forsetahjónin. 

Þrjú ung­menn­i grun­uð vegn­a spreng­ing­ann­a

Lögreglan á Suðurlandi hefur haft hendur í hári þriggja einstaklinga sem grunaðir eru um að hafa sprengt sprengjur á Selfossi. Þrímenningarnir eru taldir hafa búið til að sprengt heimagerðar sprengjur á undanförnum dögum en eru undir tuttugu ára aldri.

Söguleg og tilfinningaþrungin athöfn: „Elísabet Bretlandsdrottning stóð sína plikt“

Íslensku forsetahjónin segja það heiður að hafa fengið að vera viðstödd útför Elísabetar II drottningar sem fór fram í dag. Það hafi verið tilfinningaþrungið og sögulegt, sjötíu ár Elísabetar í embætti hafi einkennst af þjónustu, samviskusemi og virðingu. Um fimm hundruð fulltrúar um tvö hundruð þjóða heims voru viðstaddir. Forsetafrúin náði að kasta kveðju á gamla kunningja, bandarísku forsetahjónin Jo og Jill Biden. 

Sjá næstu 50 fréttir