Stefnt á umhverfisvænasta bílaþvott sem völ er á Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 20. september 2022 07:01 Land Rover Discovery í þvotti. Löður rekur 15 bílaþvottastöðvar á Íslandi og á hverju ári fara um 250 þúsund bílar í gegnum þvott á stöðvum fyrirtækisins. Í bílaþvotti þarf að nota sápur og önnur hreinsiefni ásamt því að nota mikið af vatni. „Löður vill sýna samfélagslega ábyrgð með því að bjóða upp á hágæða aðstöðu og þjónustu í bílaþvotti þannig að bílaþvottur fari frekar fram á viðurkenndum stöðvum heldur en við heimahús. Til mikils er að vinna því sápur og hreinsiefni sem notuð eru við bílaþvott heima fyrir fara beint í niðurföll og þaðan út í næsta læk, á eða sjó. Á stöðvum Löðurs fer þvotturinn fram í lokuðu rými þar sem öllu þvottavatni er safnað í sand- og olíugildrur. Skiljur hreinsa svo sápur og hreinsiefni úr þvottavatninu þannig að lágmarks hætta er á að mengun berist út í ofanvatnskerfi eða grunnvatnið okkar. Að lokum er affallið sogið upp úr gildrunum og úrganginum fargað af viðurkenndum móttökuaðilum,“ segir Elísabet Jónsdóttir framkvæmdastjóri Löðurs. Löður stígur nú stór skref í að minnka notkun á hreinsiefnum og vatni á sínum stöðvum. „Við berum öll ábyrgð á okkur nánasta umhverfi og því að minnka okkar umhverfisáhrif. Löður leggur mikla áherslu á að gera bílaþvottastöðvar sínar stöðugt umhverfisvænni. Það er til dæmis þrisvar sinnum minna magn af vatni sem fer í að þvo bílinn á snertilausu og sjálfvirku stöðvunum okkar en að þrífa hann með vatnskústi á þvottaplani. Sem dæmi tókum við stóra ákvörðun í fyrra og tókum allar ruslatunnur úr þvottabásum Löðurs með frábærum árangri. Með þessari breytingu er auðvelt að flokka allt rusl sem fellur til í rekstri Löðurs en áður var öllu hent í einn gám, undir almennt rusl. Við erum stolt af þessari vegferð og markmið okkar er að gera enn betur í umhverfismálum,“ segir Elísabet. Ein af þvottastöðvum Löðurs. En betur má ef duga skal og fyrirtækið stefnir á að nota umhverfisvænni hreinsiefni í rekstrinum. „Löður leitar stöðugt leiða til að minnka umhverfisáhrif starfseminnar og vinnur nú hörðum höndum að því að innleiða ný hreinsiefni á þvottastöðvunum sem lágmarka neikvæð áhrif á umhverfið,“ segir Elísabet. Hún bætir við að þá séu allar plastumbúðir undan hreinsiefnum sem falla til við rekstur Löðurs flokkaðar og endurunnar í samstarfi við Pure North í Hveragerði, en með því er Löður að styðja við uppbyggingu hringrásarhagkerfisins á Íslandi og lágmarka kolefnisspor sinnar úrgangsmeðhöndlunar. Vistvænir bílar Mest lesið Svona voru fundahöld forseta með formönnum flokka Innlent Ríkisstjórnin sprungin Innlent Dagbjört eyddi færslu eftir hörð viðbrögð Innlent „Þriðja banatilræðinu“ gegn Trump afstýrt Erlent Kraumar í kennurum vegna ummæla Einars Innlent Segja ásakanir „uppspuna frá rótum“ og „efni í hryllingsmynd“ Innlent „Þetta verður alger Kleppur“ Innlent Jón Gnarr kennir í brjósti um Einar arftaka sinn Innlent Íslendingur bannaður á djamminu í Danmörku Innlent „Þetta er eitthvað sem fylgir manni út ævina“ Innlent
„Löður vill sýna samfélagslega ábyrgð með því að bjóða upp á hágæða aðstöðu og þjónustu í bílaþvotti þannig að bílaþvottur fari frekar fram á viðurkenndum stöðvum heldur en við heimahús. Til mikils er að vinna því sápur og hreinsiefni sem notuð eru við bílaþvott heima fyrir fara beint í niðurföll og þaðan út í næsta læk, á eða sjó. Á stöðvum Löðurs fer þvotturinn fram í lokuðu rými þar sem öllu þvottavatni er safnað í sand- og olíugildrur. Skiljur hreinsa svo sápur og hreinsiefni úr þvottavatninu þannig að lágmarks hætta er á að mengun berist út í ofanvatnskerfi eða grunnvatnið okkar. Að lokum er affallið sogið upp úr gildrunum og úrganginum fargað af viðurkenndum móttökuaðilum,“ segir Elísabet Jónsdóttir framkvæmdastjóri Löðurs. Löður stígur nú stór skref í að minnka notkun á hreinsiefnum og vatni á sínum stöðvum. „Við berum öll ábyrgð á okkur nánasta umhverfi og því að minnka okkar umhverfisáhrif. Löður leggur mikla áherslu á að gera bílaþvottastöðvar sínar stöðugt umhverfisvænni. Það er til dæmis þrisvar sinnum minna magn af vatni sem fer í að þvo bílinn á snertilausu og sjálfvirku stöðvunum okkar en að þrífa hann með vatnskústi á þvottaplani. Sem dæmi tókum við stóra ákvörðun í fyrra og tókum allar ruslatunnur úr þvottabásum Löðurs með frábærum árangri. Með þessari breytingu er auðvelt að flokka allt rusl sem fellur til í rekstri Löðurs en áður var öllu hent í einn gám, undir almennt rusl. Við erum stolt af þessari vegferð og markmið okkar er að gera enn betur í umhverfismálum,“ segir Elísabet. Ein af þvottastöðvum Löðurs. En betur má ef duga skal og fyrirtækið stefnir á að nota umhverfisvænni hreinsiefni í rekstrinum. „Löður leitar stöðugt leiða til að minnka umhverfisáhrif starfseminnar og vinnur nú hörðum höndum að því að innleiða ný hreinsiefni á þvottastöðvunum sem lágmarka neikvæð áhrif á umhverfið,“ segir Elísabet. Hún bætir við að þá séu allar plastumbúðir undan hreinsiefnum sem falla til við rekstur Löðurs flokkaðar og endurunnar í samstarfi við Pure North í Hveragerði, en með því er Löður að styðja við uppbyggingu hringrásarhagkerfisins á Íslandi og lágmarka kolefnisspor sinnar úrgangsmeðhöndlunar.
Vistvænir bílar Mest lesið Svona voru fundahöld forseta með formönnum flokka Innlent Ríkisstjórnin sprungin Innlent Dagbjört eyddi færslu eftir hörð viðbrögð Innlent „Þriðja banatilræðinu“ gegn Trump afstýrt Erlent Kraumar í kennurum vegna ummæla Einars Innlent Segja ásakanir „uppspuna frá rótum“ og „efni í hryllingsmynd“ Innlent „Þetta verður alger Kleppur“ Innlent Jón Gnarr kennir í brjósti um Einar arftaka sinn Innlent Íslendingur bannaður á djamminu í Danmörku Innlent „Þetta er eitthvað sem fylgir manni út ævina“ Innlent