Fleiri fréttir Liz Truss verður næsti forsætisráðherra Bretlands Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands bar sigur úr býtum í baráttunni um leiðtogasæti Íhaldsflokksins í Bretlandi. Niðurstöður leiðtogakjörsins voru tilkynntar nú rétt fyrir hádegi og verður Truss því næsti forsætisráðherra landsins. 5.9.2022 11:39 Dagur fordæmir árás á sósíalista en Brynjar talar um hræsni Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir það vera óhugnanlegt að heyra af skemmdarverkum sem gerð voru á húsnæði Sósíalistaflokksins á laugardaginn. Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, sakar Gunnar Smára um hræsni. 5.9.2022 11:37 Hádegisfréttir Bylgjunnar Skipun þjóðminjavarðar, geðheilbrigðismál, dýravelferð, eldsneytisverð og leiðtogakjör breska Íhaldsflokksins verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. 5.9.2022 11:32 Sjálfsvígssprengjuárás við rússneska sendiráðið í Kabúl Tveir starfsmenn rússneska sendiráðsins eru látnir eftir sjálfsvígssprengjuárás við sendiráð Rússa í Kabúl, höfuðborg Afganistan. Ellefu aðrir eru slasaðir. 5.9.2022 10:23 Stíga þurfi varlega til jarðar í dýravelferðarmálum vegna „íþyngjandi ákvarðana“ Matvælastofnun segir ákvarðanir í dýravelferðarmálum geta verið mjög íþyngjandi og því sé nauðsynlegt að stíga varlega til jarðar í slíkum málum. Brugðist sé við öllum ábendingum um illa meðferð dýra en oftast sé ekki þörf á þvingunaraðgerðum enda bregðist umráðamenn oftast við og bæti úr. 5.9.2022 10:21 Kaldur ágúst þrátt fyrir hitamet sumarsins Ágústmánuður var tiltölulega kaldur um allt land þrátt fyrir hlýindi undir lok mánaðarins þar sem hitamet sumarsins var meðal annars slegið. 5.9.2022 10:20 Kristján Þórður býður sig ekki fram til forseta ASÍ Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands og formaður Rafiðnaðarsambandsins, mun ekki bjóða sig fram til forseta Alþýðusambandsins á þingi þess sem fram fer þann 10. til 12. október næstkomandi. 5.9.2022 10:13 130 milljónir í uppbyggingu viðburðasvæðisins í Hljómskálagarðinum Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að leggja 130 milljónir króna í uppbyggingu á viðburðasvæðinu í Hljómskálagarðinum í Reykjavík. Skuli það gert til að garðurinn verði betur í stakk búinn til að taka á móti mannfjölda á stórum hátíðisdögum á borð við þjóðhátíðardaginn og Menningarnótt. 5.9.2022 10:01 Níu saknað eftir að flugvél hrapaði í Washington Einn er látinn og níu er saknað eftir að flugvél hrapaði í Puget-sund í Washington-ríki í Bandaríkjunum. Leit að fólkinu stendur enn yfir en ekki er vitað hvers vegna flugvélin hrapaði. 5.9.2022 09:46 Sílemenn hafna nýrri stjórnarskrá Sílabúar kusu í gær gegn stjórnarskrárbreytingum sem forseti landsins hafði reynt að ná í gegn. Þeir sem kusu gegn breytingunum segja nýju stjórnarskránna vera of róttæka en alls greiddu 62 prósent kjósenda gegn breytingunum. 5.9.2022 09:15 Bein útsending: Aðlögun að breyttum heimi – hefjum samtalið Fræðslufundur um áhrif loftslagsbreytinga á byggðir landsins og íslenskt samfélag fer fram milli klukkan 9 og 12 í dag þar sem einblínt verður á þá vinnu sem framundan er til þess að aðlaga innviði, atvinnuvegi og samfélög að þeim breytingum sem vænta megi. 5.9.2022 08:35 Voru um borð í vélinni sem fórst í Eystrasalti Þýski frumkvöðullinn Peter Griesemann, eiginkona hans Juliane og dóttir þeirra Lisa, auk annars karlmanns, voru um borð í einkaflugvélinni sem hrapaði á lettnesku hafsvæði í Eystrasalti í gærkvöldi. 5.9.2022 08:01 Herforingjastjórnin í Mjanmar ræktar sambandið við Rússland Leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Mjanmar lenti í Rússlandi í morgun þar sem hann er í annarri opinberu heimsókninni sinni í landinu á innan við tveimur mánuðum. Herforingjastjórnin hefur undafnarið lagt kapp á að rækta sambönd við þau fáu ríki sem enn eiga í samskiptum við Asíuþjóðina. 5.9.2022 07:43 Átta fjallgöngumenn látnir á eldfjalli á Kamtsjaka Átta fjallgöngumenn eru látnir eftir að hafa reynt að klífa eldfjallið Klyutsjevskaja Sopka á Kamtsjaka-skaga, austast í Rússlandi, um helgina. 5.9.2022 07:32 Segir brýnt að árásarmennirnir verði sóttir til saka Tveir menn, sem taldir eru hafa stungið tíu til bana og sært fimmtán í héraðinu Saskatchewan í Kanada í gær, eru enn ófundnir. Forsætisráðherra landsins segist fylgjast grannt með stöðu mála og brýnt sé að árásarmennirnir verði sóttir til saka. 5.9.2022 07:13 Hiti allt að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Veðurstofan spáir mildu og rólegu veðri næstu daga. Víða verður hæg breytileg átt í dag og léttskýjað, en sums staðar þokubakkar við ströndina. 5.9.2022 07:12 Minnst átta létust í jarðskjálfta í Afganistan í nótt Minnst átta létust þegar gríðarstór jarðskjálfti reið yfir norðausturhluta Afganistan í nótt. Talið er að mun fleiri hafi farist í skjálftanum. 5.9.2022 06:47 Biðla til fólks um að taka ekki myndskeið af vettvangi slysa Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til ökumanna og annarra að taka ekki upp myndskeið af vettvangi slysa þar sem það skapar mikla hættu fyrir lögreglumenn og aðra vegfarendur. 5.9.2022 06:26 Kraftaverkakötturinn Grána gamla lifði af alvarlega árás Það þykir kraftaverki líkast að átján ára köttur hafi lifað af alvarlega árás sem talin er vera eftir hund. Þetta er í annað skipti á stuttum tíma sem köttur er illa leikinn eftir slíka árás. Eigandinn biðlar til hundaeigenda að passa upp á dýrin sín. 4.9.2022 23:30 Minnst tíu stungin til bana í Kanada Minnst tíu eru látin og fimmtán særð eftir fjölda hnífsstunguárása í kanada í dag. 4.9.2022 22:33 Allt í rusli í Reykjadal Blóðugur pappír, óhreinar nærbuxur og risastór poki fullur af dósum voru á meðal þess rusls sem finna mátti á víð og dreif í Reykjadal í dag. 4.9.2022 22:19 „Þetta er svo langt frá því að vera allt í lagi“ Siglufjarðarvegur er óboðlegur farartálmi að sögn formanns bæjarráðs Fjallabyggðar sem telur veginn sjálfan vera á fleygiferð. Hann segir að íbúum sé illa við að keyra veginn, en þeir hafi ekki annað val. 4.9.2022 21:37 Sverrir á Ystafelli ætlar sér að stækka bílasafnið sitt Þeim fjölgar og fjölgar alltaf bílunum á safninu á Ystafelli í Köldukinn hjá Sverri Ingólfssyni, sem ræður þar ríkjum. Safnið er sprungið og ætlar Sverrir, sem er í hjólastól, að fara að byggja nýjar byggingar til að stækka safnið og koma fleiri bílum þar inn. 4.9.2022 21:05 Merki um að yfirvöld séu að taka tilkynningum um byrlun alvarlega Fjögur mál þar sem grunur er um byrlun eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina. Talskona Stígamóta segir jákvætt að sýni hafi verið tekin úr þolendum og lögregla tekið tilkynningarnar alvarlega. Viðhorf til byrlana virðist hafa breyst en meira þurfi til. 4.9.2022 20:36 Kleif Glerbrotið berfættur Ungur Breti var handtekinn í Lundúnum í dag fyrir að hafa í leyfisleysi klifið skýjakljúfinn Glerbrotið í morgun. Það gerði hann berfættur. 4.9.2022 20:14 Segir algengt að konur á breytingaskeiði séu ranglega greindar í kulnun Sérfræðingar hafa áhyggjur af því að þau sem glíma við einkenni breytingaskeiðs séu ranglega greind í kulnun og fái þar af leiðandi ekki rétta meðferð. Nokkuð sé um að konur detti út af vinnumarkaði vegna breytingaskeiðs sem sé ekki meðhöndlað. 4.9.2022 19:42 Kristrún tekur annan hring Kristrún Frostadóttir, alþingismaður og frambjóðandi til formanns Samfylkingarinnar, hefur ferð kringum landið á Akranesi á morgun. Hún segist vilja eiga opið samtal við fólkið í landinu og svara spurningum þess. 4.9.2022 19:23 Einkaþota hrapaði í Eystrasalt Talið er að lítil einkaþota með fjóra innanborðs hafi hrapað í Eystrasalt við Lettland. Samkvæmt flugáætlun var vélin á leið frá Spáni til Kölnar í Þýskalandi. Þegar vélin var flogin fram hjá Köln reyndu flugumferðarstjórar að ná sambandi við flugmenn hennar án árangurs. 4.9.2022 18:26 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan 18:30 segjum við frá málum sem komu upp um helgina þar sem grunur er um byrlun. 4.9.2022 18:00 Heilbrigðiseftirlitið kallað til vegna olíuleka eftir að flutningabíll valt Flutningabíll frá Eimskip fór á hliðina á Suðurlandsvegi á vatnsverndarsvæði. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu og fulltrúar frá Heilbrigðiseftirlitinu eru mættir á vettvang. 4.9.2022 16:33 Fagnar því að olíufélögin séu farin að taka við sér en segir það löngu tímabært Bensínlítrinn er kominn undir 300 krónur hjá Costco og virðast önnur félög einnig lækka sín verð um þessar mundir. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeiganda segir þetta löngu tímabært þar sem Ísland sé með hæsta bensínverð í Evrópu. Þó undirliggjandi verðlækkanir séu til staðar sé mikil óvissa fram undan og viðbúið að eldsneytisverð verði enn hátt. 4.9.2022 16:22 Lýtalæknar með réttarstöðu sakborninga eftir dauðsföll tveggja kvenna Lögregla á Spáni rannsakar nú dauðsföll tveggja kvenna sem gengust undir lýtaaðgerðir. 5 læknar og eigandi lýtaðgerðastofu í Madrid hafa réttarstöðu sakborninga. 19 konur hafa stigið fram og vilja skaðabætur vegna misheppnaðra aðgerða. 4.9.2022 14:32 Hamas samtökin tóku tvo meinta njósnara af lífi Hamas samtökin, sem fara með stjórn á Gaza svæðinu, eru sögð hafa tekið fimm Palestínumenn af lífi. Aftökurnar eru sagðar þær fyrstu sem vitað sé um frá apríl 2017. 4.9.2022 14:18 Fjórtán frumsýningar í Borgarleikhúsinu Þeir tvö hundruð starfsmenn, sem vinna í Borgarleikhúsinu munu hafa meira en nóg að gera í vetur því þar verða fjórtán leikrit frumsýnd, auk verka, sem hafa verið i gangi eins og Emil í Kattholti og Níu líf. Leikhússtjóri Borgarleikhússins segir leikhúsið ekki vera í samkeppni við Þjóðleikhúsið né önnur leikhús. 4.9.2022 14:10 Vaxtahækkanir biturt meðal sem Seðlabankinn beiti ekki með glöðu geði Seðlabankastjóri segir ljóst að skarpar vaxtahækkanir bankans hafi borið árangur, þó um sé að ræða biturt meðal. Ísland hafi komið mun betur út en önnur lönd og vonandi hafi toppi verðbólgunnar verið náð. Slæmar horfur í Evrópu, og jafnvel kreppa þegar líða fer á veturinn, geti þó breytt þeirri stöðu. Allir þurfi að vera samstíga til að ná verðbólgunni niður, ekki síst í kjaraviðræðum. 4.9.2022 12:55 Otaði hnífi að fólki á veitingastað um miðjan dag Lögreglan á Norðurlandi eystra segir mann hafa verið handtekinn um miðjan dag í gær eftir að hann otaði hnífi að fólki á veitingastað á Akureyri. Hann er sagður hafa otað hnífnum að starfsfólki og viðskiptavinum og haft í hótunum við lögregluþjóna. 4.9.2022 12:24 Forsetahlaupið vakti mikla lukku Forsetahlaup UMFÍ var haldið í fyrsta sinn með pompi og prakt á Álftanesi í gær. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson hljóp í báðum hlaupunum sem stóðu þátttakendum til boða og veitti verðlaun að þeim loknum. UMFÍ vonast með hlaupinu til þess að hvetja fólk til þess að hreyfa sig meira í góðum félagsskap. 4.9.2022 12:23 Dansað og sungið við upptöku á rófum Það á ekki að vera leiðinlegt að taka upp rófur og þannig er það alls ekki hjá rófubónda í Árborg því þar er dansað og sungið um leið og unnið er með rófurnar. 4.9.2022 12:00 Lögreglan lýsir eftir jeppling Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir gráum Kia Sportage jeppling. Bíllinn er árgerð 2019 og með númerið UL-G00. 4.9.2022 11:36 Segja eðlilegt að gagnsóknin gangi hægt: „Það liggur ekkert á“ Úkraínskir embættismenn segja gagnsókn þeirra í Kherson-héraði ganga hægt. Það sé þó í lagi, þar sem sóknin eigi að ganga hægt. Þeir búi hvorki yfir nægjanlegum mannafla né nægum hergögnum eins og skriðdrekum og bryndrekum til að sækja hratt fram gegn Rússum í héraðinu. 4.9.2022 11:00 Segir kveðjuathöfn Gorbatsjov hafa verið virðulega og viðeigandi Sendiherra Íslands í Rússlandi, Árni Þór Sigurðsson var viðstaddur kveðjuathöfn sem haldin var í gær til heiðurs Míkhaíl Gorbatsjov sem lést nú á dögunum, 91 árs. Árni segir athöfnina hafa verið virðulega og viðeigandi. 4.9.2022 10:26 Spyr hvort ekki megi endurskilgreina hvenær lax teljist veiddur Hvenær telst lax veiddur? Þegar maður er kominn með hann í hendurnar eða þegar hann er kominn alveg upp að bakka eftir viðureign um nokkra stund, og jafnvel þótt hann sleppi þá af önglinum? Borgarfulltrúi, sem jafnframt er mikill veiðimaður, kallar eftir umræðu um nýja talningaraðferð á veiddum löxum. Hví ekki, þegar þeim er nær öllum sleppt hvort eð er. 4.9.2022 10:01 Votlendið, húsnæðiskerfið og seðlabankastjóri á Sprengisandi Sprengisandur verður að mestu með hefðbundnu sniði í dag. Rætt verður um endurheimt votlendis, lífeyrissjóði og uppbyggingu stöðugs húsnæðiskerfi, uppbyggingu á Austurlandi og þá mun Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, fara yfir stöðuna í efnahagsmálum. 4.9.2022 09:30 Ætla ekki að reyna aftur í bráð Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) munu ekki reyna að skjóta Artemis-1 af stað til tunglsins á næstu dögum. Til stendur að flytja Space Launch System-eldflaugina og Orion geimfarið aftur af skotpalli í Flórída, náist ekki að laga leka sem kom á tanka eldflaugarinnar á skotpallinum. 4.9.2022 08:04 Fjórar byrlanir tilkynntar til lögreglu Lögregluþjónar höfðu aftur nóg fyrir stefni vegna margra útkalla og verkefna í nótt. Fjórar tilkynningar um mögulegar byrlanir bárust lögreglu. Málin eru í rannsókn og var blóðsýni tekið úr öllum þolendum. 4.9.2022 07:30 Sjá næstu 50 fréttir
Liz Truss verður næsti forsætisráðherra Bretlands Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands bar sigur úr býtum í baráttunni um leiðtogasæti Íhaldsflokksins í Bretlandi. Niðurstöður leiðtogakjörsins voru tilkynntar nú rétt fyrir hádegi og verður Truss því næsti forsætisráðherra landsins. 5.9.2022 11:39
Dagur fordæmir árás á sósíalista en Brynjar talar um hræsni Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir það vera óhugnanlegt að heyra af skemmdarverkum sem gerð voru á húsnæði Sósíalistaflokksins á laugardaginn. Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, sakar Gunnar Smára um hræsni. 5.9.2022 11:37
Hádegisfréttir Bylgjunnar Skipun þjóðminjavarðar, geðheilbrigðismál, dýravelferð, eldsneytisverð og leiðtogakjör breska Íhaldsflokksins verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. 5.9.2022 11:32
Sjálfsvígssprengjuárás við rússneska sendiráðið í Kabúl Tveir starfsmenn rússneska sendiráðsins eru látnir eftir sjálfsvígssprengjuárás við sendiráð Rússa í Kabúl, höfuðborg Afganistan. Ellefu aðrir eru slasaðir. 5.9.2022 10:23
Stíga þurfi varlega til jarðar í dýravelferðarmálum vegna „íþyngjandi ákvarðana“ Matvælastofnun segir ákvarðanir í dýravelferðarmálum geta verið mjög íþyngjandi og því sé nauðsynlegt að stíga varlega til jarðar í slíkum málum. Brugðist sé við öllum ábendingum um illa meðferð dýra en oftast sé ekki þörf á þvingunaraðgerðum enda bregðist umráðamenn oftast við og bæti úr. 5.9.2022 10:21
Kaldur ágúst þrátt fyrir hitamet sumarsins Ágústmánuður var tiltölulega kaldur um allt land þrátt fyrir hlýindi undir lok mánaðarins þar sem hitamet sumarsins var meðal annars slegið. 5.9.2022 10:20
Kristján Þórður býður sig ekki fram til forseta ASÍ Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands og formaður Rafiðnaðarsambandsins, mun ekki bjóða sig fram til forseta Alþýðusambandsins á þingi þess sem fram fer þann 10. til 12. október næstkomandi. 5.9.2022 10:13
130 milljónir í uppbyggingu viðburðasvæðisins í Hljómskálagarðinum Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að leggja 130 milljónir króna í uppbyggingu á viðburðasvæðinu í Hljómskálagarðinum í Reykjavík. Skuli það gert til að garðurinn verði betur í stakk búinn til að taka á móti mannfjölda á stórum hátíðisdögum á borð við þjóðhátíðardaginn og Menningarnótt. 5.9.2022 10:01
Níu saknað eftir að flugvél hrapaði í Washington Einn er látinn og níu er saknað eftir að flugvél hrapaði í Puget-sund í Washington-ríki í Bandaríkjunum. Leit að fólkinu stendur enn yfir en ekki er vitað hvers vegna flugvélin hrapaði. 5.9.2022 09:46
Sílemenn hafna nýrri stjórnarskrá Sílabúar kusu í gær gegn stjórnarskrárbreytingum sem forseti landsins hafði reynt að ná í gegn. Þeir sem kusu gegn breytingunum segja nýju stjórnarskránna vera of róttæka en alls greiddu 62 prósent kjósenda gegn breytingunum. 5.9.2022 09:15
Bein útsending: Aðlögun að breyttum heimi – hefjum samtalið Fræðslufundur um áhrif loftslagsbreytinga á byggðir landsins og íslenskt samfélag fer fram milli klukkan 9 og 12 í dag þar sem einblínt verður á þá vinnu sem framundan er til þess að aðlaga innviði, atvinnuvegi og samfélög að þeim breytingum sem vænta megi. 5.9.2022 08:35
Voru um borð í vélinni sem fórst í Eystrasalti Þýski frumkvöðullinn Peter Griesemann, eiginkona hans Juliane og dóttir þeirra Lisa, auk annars karlmanns, voru um borð í einkaflugvélinni sem hrapaði á lettnesku hafsvæði í Eystrasalti í gærkvöldi. 5.9.2022 08:01
Herforingjastjórnin í Mjanmar ræktar sambandið við Rússland Leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Mjanmar lenti í Rússlandi í morgun þar sem hann er í annarri opinberu heimsókninni sinni í landinu á innan við tveimur mánuðum. Herforingjastjórnin hefur undafnarið lagt kapp á að rækta sambönd við þau fáu ríki sem enn eiga í samskiptum við Asíuþjóðina. 5.9.2022 07:43
Átta fjallgöngumenn látnir á eldfjalli á Kamtsjaka Átta fjallgöngumenn eru látnir eftir að hafa reynt að klífa eldfjallið Klyutsjevskaja Sopka á Kamtsjaka-skaga, austast í Rússlandi, um helgina. 5.9.2022 07:32
Segir brýnt að árásarmennirnir verði sóttir til saka Tveir menn, sem taldir eru hafa stungið tíu til bana og sært fimmtán í héraðinu Saskatchewan í Kanada í gær, eru enn ófundnir. Forsætisráðherra landsins segist fylgjast grannt með stöðu mála og brýnt sé að árásarmennirnir verði sóttir til saka. 5.9.2022 07:13
Hiti allt að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Veðurstofan spáir mildu og rólegu veðri næstu daga. Víða verður hæg breytileg átt í dag og léttskýjað, en sums staðar þokubakkar við ströndina. 5.9.2022 07:12
Minnst átta létust í jarðskjálfta í Afganistan í nótt Minnst átta létust þegar gríðarstór jarðskjálfti reið yfir norðausturhluta Afganistan í nótt. Talið er að mun fleiri hafi farist í skjálftanum. 5.9.2022 06:47
Biðla til fólks um að taka ekki myndskeið af vettvangi slysa Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til ökumanna og annarra að taka ekki upp myndskeið af vettvangi slysa þar sem það skapar mikla hættu fyrir lögreglumenn og aðra vegfarendur. 5.9.2022 06:26
Kraftaverkakötturinn Grána gamla lifði af alvarlega árás Það þykir kraftaverki líkast að átján ára köttur hafi lifað af alvarlega árás sem talin er vera eftir hund. Þetta er í annað skipti á stuttum tíma sem köttur er illa leikinn eftir slíka árás. Eigandinn biðlar til hundaeigenda að passa upp á dýrin sín. 4.9.2022 23:30
Minnst tíu stungin til bana í Kanada Minnst tíu eru látin og fimmtán særð eftir fjölda hnífsstunguárása í kanada í dag. 4.9.2022 22:33
Allt í rusli í Reykjadal Blóðugur pappír, óhreinar nærbuxur og risastór poki fullur af dósum voru á meðal þess rusls sem finna mátti á víð og dreif í Reykjadal í dag. 4.9.2022 22:19
„Þetta er svo langt frá því að vera allt í lagi“ Siglufjarðarvegur er óboðlegur farartálmi að sögn formanns bæjarráðs Fjallabyggðar sem telur veginn sjálfan vera á fleygiferð. Hann segir að íbúum sé illa við að keyra veginn, en þeir hafi ekki annað val. 4.9.2022 21:37
Sverrir á Ystafelli ætlar sér að stækka bílasafnið sitt Þeim fjölgar og fjölgar alltaf bílunum á safninu á Ystafelli í Köldukinn hjá Sverri Ingólfssyni, sem ræður þar ríkjum. Safnið er sprungið og ætlar Sverrir, sem er í hjólastól, að fara að byggja nýjar byggingar til að stækka safnið og koma fleiri bílum þar inn. 4.9.2022 21:05
Merki um að yfirvöld séu að taka tilkynningum um byrlun alvarlega Fjögur mál þar sem grunur er um byrlun eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina. Talskona Stígamóta segir jákvætt að sýni hafi verið tekin úr þolendum og lögregla tekið tilkynningarnar alvarlega. Viðhorf til byrlana virðist hafa breyst en meira þurfi til. 4.9.2022 20:36
Kleif Glerbrotið berfættur Ungur Breti var handtekinn í Lundúnum í dag fyrir að hafa í leyfisleysi klifið skýjakljúfinn Glerbrotið í morgun. Það gerði hann berfættur. 4.9.2022 20:14
Segir algengt að konur á breytingaskeiði séu ranglega greindar í kulnun Sérfræðingar hafa áhyggjur af því að þau sem glíma við einkenni breytingaskeiðs séu ranglega greind í kulnun og fái þar af leiðandi ekki rétta meðferð. Nokkuð sé um að konur detti út af vinnumarkaði vegna breytingaskeiðs sem sé ekki meðhöndlað. 4.9.2022 19:42
Kristrún tekur annan hring Kristrún Frostadóttir, alþingismaður og frambjóðandi til formanns Samfylkingarinnar, hefur ferð kringum landið á Akranesi á morgun. Hún segist vilja eiga opið samtal við fólkið í landinu og svara spurningum þess. 4.9.2022 19:23
Einkaþota hrapaði í Eystrasalt Talið er að lítil einkaþota með fjóra innanborðs hafi hrapað í Eystrasalt við Lettland. Samkvæmt flugáætlun var vélin á leið frá Spáni til Kölnar í Þýskalandi. Þegar vélin var flogin fram hjá Köln reyndu flugumferðarstjórar að ná sambandi við flugmenn hennar án árangurs. 4.9.2022 18:26
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan 18:30 segjum við frá málum sem komu upp um helgina þar sem grunur er um byrlun. 4.9.2022 18:00
Heilbrigðiseftirlitið kallað til vegna olíuleka eftir að flutningabíll valt Flutningabíll frá Eimskip fór á hliðina á Suðurlandsvegi á vatnsverndarsvæði. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu og fulltrúar frá Heilbrigðiseftirlitinu eru mættir á vettvang. 4.9.2022 16:33
Fagnar því að olíufélögin séu farin að taka við sér en segir það löngu tímabært Bensínlítrinn er kominn undir 300 krónur hjá Costco og virðast önnur félög einnig lækka sín verð um þessar mundir. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeiganda segir þetta löngu tímabært þar sem Ísland sé með hæsta bensínverð í Evrópu. Þó undirliggjandi verðlækkanir séu til staðar sé mikil óvissa fram undan og viðbúið að eldsneytisverð verði enn hátt. 4.9.2022 16:22
Lýtalæknar með réttarstöðu sakborninga eftir dauðsföll tveggja kvenna Lögregla á Spáni rannsakar nú dauðsföll tveggja kvenna sem gengust undir lýtaaðgerðir. 5 læknar og eigandi lýtaðgerðastofu í Madrid hafa réttarstöðu sakborninga. 19 konur hafa stigið fram og vilja skaðabætur vegna misheppnaðra aðgerða. 4.9.2022 14:32
Hamas samtökin tóku tvo meinta njósnara af lífi Hamas samtökin, sem fara með stjórn á Gaza svæðinu, eru sögð hafa tekið fimm Palestínumenn af lífi. Aftökurnar eru sagðar þær fyrstu sem vitað sé um frá apríl 2017. 4.9.2022 14:18
Fjórtán frumsýningar í Borgarleikhúsinu Þeir tvö hundruð starfsmenn, sem vinna í Borgarleikhúsinu munu hafa meira en nóg að gera í vetur því þar verða fjórtán leikrit frumsýnd, auk verka, sem hafa verið i gangi eins og Emil í Kattholti og Níu líf. Leikhússtjóri Borgarleikhússins segir leikhúsið ekki vera í samkeppni við Þjóðleikhúsið né önnur leikhús. 4.9.2022 14:10
Vaxtahækkanir biturt meðal sem Seðlabankinn beiti ekki með glöðu geði Seðlabankastjóri segir ljóst að skarpar vaxtahækkanir bankans hafi borið árangur, þó um sé að ræða biturt meðal. Ísland hafi komið mun betur út en önnur lönd og vonandi hafi toppi verðbólgunnar verið náð. Slæmar horfur í Evrópu, og jafnvel kreppa þegar líða fer á veturinn, geti þó breytt þeirri stöðu. Allir þurfi að vera samstíga til að ná verðbólgunni niður, ekki síst í kjaraviðræðum. 4.9.2022 12:55
Otaði hnífi að fólki á veitingastað um miðjan dag Lögreglan á Norðurlandi eystra segir mann hafa verið handtekinn um miðjan dag í gær eftir að hann otaði hnífi að fólki á veitingastað á Akureyri. Hann er sagður hafa otað hnífnum að starfsfólki og viðskiptavinum og haft í hótunum við lögregluþjóna. 4.9.2022 12:24
Forsetahlaupið vakti mikla lukku Forsetahlaup UMFÍ var haldið í fyrsta sinn með pompi og prakt á Álftanesi í gær. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson hljóp í báðum hlaupunum sem stóðu þátttakendum til boða og veitti verðlaun að þeim loknum. UMFÍ vonast með hlaupinu til þess að hvetja fólk til þess að hreyfa sig meira í góðum félagsskap. 4.9.2022 12:23
Dansað og sungið við upptöku á rófum Það á ekki að vera leiðinlegt að taka upp rófur og þannig er það alls ekki hjá rófubónda í Árborg því þar er dansað og sungið um leið og unnið er með rófurnar. 4.9.2022 12:00
Lögreglan lýsir eftir jeppling Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir gráum Kia Sportage jeppling. Bíllinn er árgerð 2019 og með númerið UL-G00. 4.9.2022 11:36
Segja eðlilegt að gagnsóknin gangi hægt: „Það liggur ekkert á“ Úkraínskir embættismenn segja gagnsókn þeirra í Kherson-héraði ganga hægt. Það sé þó í lagi, þar sem sóknin eigi að ganga hægt. Þeir búi hvorki yfir nægjanlegum mannafla né nægum hergögnum eins og skriðdrekum og bryndrekum til að sækja hratt fram gegn Rússum í héraðinu. 4.9.2022 11:00
Segir kveðjuathöfn Gorbatsjov hafa verið virðulega og viðeigandi Sendiherra Íslands í Rússlandi, Árni Þór Sigurðsson var viðstaddur kveðjuathöfn sem haldin var í gær til heiðurs Míkhaíl Gorbatsjov sem lést nú á dögunum, 91 árs. Árni segir athöfnina hafa verið virðulega og viðeigandi. 4.9.2022 10:26
Spyr hvort ekki megi endurskilgreina hvenær lax teljist veiddur Hvenær telst lax veiddur? Þegar maður er kominn með hann í hendurnar eða þegar hann er kominn alveg upp að bakka eftir viðureign um nokkra stund, og jafnvel þótt hann sleppi þá af önglinum? Borgarfulltrúi, sem jafnframt er mikill veiðimaður, kallar eftir umræðu um nýja talningaraðferð á veiddum löxum. Hví ekki, þegar þeim er nær öllum sleppt hvort eð er. 4.9.2022 10:01
Votlendið, húsnæðiskerfið og seðlabankastjóri á Sprengisandi Sprengisandur verður að mestu með hefðbundnu sniði í dag. Rætt verður um endurheimt votlendis, lífeyrissjóði og uppbyggingu stöðugs húsnæðiskerfi, uppbyggingu á Austurlandi og þá mun Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, fara yfir stöðuna í efnahagsmálum. 4.9.2022 09:30
Ætla ekki að reyna aftur í bráð Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) munu ekki reyna að skjóta Artemis-1 af stað til tunglsins á næstu dögum. Til stendur að flytja Space Launch System-eldflaugina og Orion geimfarið aftur af skotpalli í Flórída, náist ekki að laga leka sem kom á tanka eldflaugarinnar á skotpallinum. 4.9.2022 08:04
Fjórar byrlanir tilkynntar til lögreglu Lögregluþjónar höfðu aftur nóg fyrir stefni vegna margra útkalla og verkefna í nótt. Fjórar tilkynningar um mögulegar byrlanir bárust lögreglu. Málin eru í rannsókn og var blóðsýni tekið úr öllum þolendum. 4.9.2022 07:30