Fleiri fréttir

Allt sem þú þarft vita um sænsku þing­kosningarnar

Níu dagar eru nú þar til að Svíar ganga að kjörborðinu en þingkosningar fara fram í landinu sunnudaginn 11. september. Spennan er mikil og ekki víst hvernig mál muni þróast þegar búið er að telja öll atkvæði. Þegar kemur að myndun næstu stjórnar hefur sjónum sérstaklega verið beint að Miðflokknum og svo Svíþjóðardemókrötum sem eru komnir inn í hlýjuna á hægri vængnum eftir að hafa verið einangraðir á sænska þinginu allt frá því að þeir náðu fyrst inn mönnum árið 2010.

1.200 börn á biðlista og fjöldi staða ómannaður

Alls hafa 3.368 börn fengið pláss á frístundaheimilum í Reykjavík í haust en 1.155 eru enn á biðlista. Enn hefur ekki tekist að manna nema 75 prósent staða á frístundaheimilunum og sértækum félagsmiðstöðvum borgarinnar.

Suu Kyi fær enn einn fangelsis­dóminn

Dómstóll í Mjanmar hefur dæmt Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga landsins, í þriggja ára fangelsi fyrir kosningasvindl í tengslum við þingkosningarnar í nóvember 2020.

Hlaðinni byssu beint að höfði varaforsetans

Litlu munaði að varaforseti Argentínu væri ráðinn af dögum í gær þegar maður beindi hlaðinni byssu að höfði hennar og tók í gikkinn en byssan stóð á sér. 

Hyggst verja 32 milljónum dollara í að þjálfa her bardagamanna

Taívanski auðkýfingurinn Robert Tsao, stofnandi og eigandi örflöguframleiðandans United Microelectronics Corp, hefur greint frá því að hann hyggist verja jafnvirði 32 milljón dollara í að þjálfa 3,3 milljónir almennra borgara til að verja Taívan ef Kínverjar gera innrás.

Polestar 6 LA Concept selst upp á einni viku

Sænski bílaframleiðandinn Polestar kynnti Polestar 6 LA Concept bílinn í ágúst og opnaði svo í framhaldinu fyrir pantanir á bílnum. Einungis 500 eintök verða framleidd og þau eru nú uppurin.

Krefjast 13 milljóna í ógreidd laun

Hildur Ýr Viðarsdóttir, lögmaður eigenda veitingastaðanna Bambus og Flame, segir rangt af forsvarsmönnum Fagfélaganna að halda því fram að starfsmenn staðanna, hvers stöðu Fagfélögin hafa til skoðunnar, hafi unnið allt að sextán tíma á dag.

Læknar harma á­huga­leysi stjórn­valda

Læknafélag Reykjavíkur harmar áhugaleysi stjórnvalda á sjúkratryggðum íbúum landsins. Síðasti samningur ríkisins og sjálfstætt starfandi lækna var gerður árið 2013 og rann út í lok árs 2018.

Á­fall þegar hún sá myndir af hryssunum sínum í fjöl­miðlum

Fyrrverandi eigandi þriggja hrossa úr stóði, sem sagt er hafa sætt illri meðferð núverandi eigenda, segir það hafa verið gríðarlegt áfall að sjá myndir af hrossunum í fjölmiðlum í gær. Hún leitar nú leiða til að fá hrossin aftur til sín.

Skrifar sögu landhelgismálsins til þess að slaka á

Fimmtíu ár eru liðin síðan landhelgin var færð út í fimmtíu mílur. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson sem er jafnframt sagnfræðingur hefur nú skrifað bók um sögu landhelgismálsins sem spannar árin 1961 til 1971.

„Af hverju er ekki búið að gera eitthvað?“

Móðir stúlku sem varð fyrir bíl á rafmagnshlaupahjóli kallar eftir hjálmum á Hopp-hlaupahjól og bættu umferðaröryggi á hættulegustu gatnamótum landsins. Stúlkan mjaðmabrotnaði en hún kveðst þakklát fyrir að ekki hafi farið verr.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Dýraverndarsamtök telja eftirlitskerfið hafa brugðist dýrum í neyð og gagnrýna Matvælastofnun. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verðum við í beinni útsendingu frá Borgarfirði þar sem hross og fleiri dýr eru sögð hafa sætt illri meðferð á bóndabæ. Við ræðum við fyrrverandi eiganda hrossa úr stóðinu sem segir áfall að sjá myndir af þeim og leitar nú leiða til þess að fá þau aftur.

Oficjalne otwarcie platformy widokowej na Bolafjall

Platforma widokowa na Bolafjall, została dziś rano oficjalnie oddana do użytku. Na inauguracji był obecni byli przedstawiciele rządu i widać było, że niektórzy z nich nie czuli się komfortowo spacerując po platformie.

Skoða hvernig MAST stendur sig í eftirliti með velferð dýra

Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að hefja frumkvæðisúttekt á eftirliti Matvælastofnunar með velferð dýra. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar. Tilefni ákvörðunarinnar er ekki tiltekin en hún kemur í beinu framhaldi af háværri gagnrýni á eftirlit MAST með dýravelferð í Borgarbyggð.

„Fjárskorturinn er slíkur að hann bitnar á þeim sem dvelja þarna“

Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að hér á landi þurfi nýja hugsun og nýja nálgun á geðheilbrigðismálin. Algert forgangsmál sé að bæta aðbúnað á geðdeildum og setja umtalsvert meira fjármagn í geðheilbrigðismálin. Í ársskýrslu umboðsmanns Alþingis er fjallað um eftirlitsferð umboðsmanns á bráðageðdeild Landspítala.

Reksturinn í járnum í Reykjavík

Borgarráð samþykkti í dag árshlutareikning Reykjavíkurborgar. Rekstrarniðurstaða A- og B- hluta nærri 10 milljörðum betri en áætlað var. Rekstrarniðurstaða A-hluta fyrir fyrstu sex mánuði ársins sýnir um 4 milljarða verri rekstrarniðurstöðu A-hluta en gert var ráð fyrir. Samþykktar voru tillögur til að draga úr rekstrarhalla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Kallar eftir því að ríkið stigi inn í og taki við keflinu af sveitar­fé­lögunum

Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar kallar eftir því að ríkið taki við þjónustu við fólk á flótta og fólk í leit að alþjóðlegri vernd, í stað þess að sveitarfélögin veiti hana. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ályktaði í gær um að bærinn gæti ekki veitt þá þjónustu sem ætlast væri til af honum. Bæjarstjórinn segir lausnina ekki felast í því að fleiri sveitarfélög taki á móti fólki.

Lést af völdum höfuð­áverka eftir hrotta­lega líkams­á­rás

Magnús Aron Magnússon, tvítugur karlmaður sem ákærður er fyrir að hafa orðið karlmanni á fimmtugsaldri að bana í Barðavogi í júní, réðst að manninum fyrst innanhúss og svo fyrir utan húsið. Í ákæru á hendur honum kemur fram að hann hafi traðkað ítrekað á höfði fórnarlambsins sem lést af völdum höfuðáverkans.

Lögmenn Trumps í vandræðum vegna ósanninda

Nýtt dómskjal sem opinberað var í tengslum við rannsókn Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna á vörslu Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á opinberum og leynilegum gögnum í Flórída sýna að Evan Corcoran og Christina Bobb, tveir af lögmönnum Trumps, gætu staðið frammi fyrir ansi alvarlegum lagalegum vandræðum. Þau sýna einnig að Trump sjálfur gæti verið í hættu.

Starfs­menn Þjóð­minja­safns harma verk­lag Lilju

Enn ein yfirlýsingin hefur nú litið dagsins ljós þar sem skipan Lilju D. Alfreðsdóttur safnaráðherra á Hörpu Þórsdóttur sem nýjum þjóðminjaverði er fordæmd. Þannig liggur fyrir að Harpa er ekki að taka við stöðunni við ákjósanlegustu aðstæður.

Borgin slítur vina­borgar­sam­starfi við Moskvu

Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í morgun einróma að slíta vinaborgasamstarfi við rússnesku höfuðborgina Moskvu, á grundvelli samstarfssamnings sem í gildi hefur verið milli borganna frá árinu 2007.

Húðskamma MAST og vilja aðgerðir í Borgarbyggð strax

Eigandi hrossa í Borgarfirði, sem sakaður hefur verið um illa meðferð á skepnum sínum, hefur orðið við kröfum MAST og flutt hrossin á beit, að sögn dýralæknis hrossasjúkdóma hjá stofnuninni. Íbúi í nágrenninnu segir yfirvöld ekki aðhafast nóg - og alltof seint. Lögregla var kölluð til vegna málsins í gærkvöldi. Dýraverndarsambandið kallar eftir aðgerðum strax.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Ill meðferð á hrossum, geðheilbrigðismál, franskar kartöflur og kjarnorkueftirlit í Úkraínu verða á meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Skutu niður dróna frá Kína

Her Taívans skaut niður dróna sem flogið var inn í lofthelgi ríkisins við litlar eyjur við strendur Kína sem Taívanar stjórna. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist en svo virðist sem ekki hafi verið um herdróna að ræða.

Eva bjargar átta ára snáða úr ógöngum

Frásögn af átta ára dreng sem var kominn illilega af leið í strætisvagni í vikunni hefur vakið nokkra athygli víða á samfélagsmiðlum. Drengurinn er búsettur í Mosfellsbæ en var óvænt kominn í Grafarvog og vissi ekki almennilega hvað var að gerast. Eva Najaaraq Kristinsdóttir, 17 ára nemi við Fjölbrautarskólann í Ármúla, tók málin í sínar hendur.

Lögreglumenn fóru að bænum í gærkvöldi

Lögregla á Vesturlandi segir enga kæru hafa borist vegna máls hrossaræktenda, sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum, í nágrenni Borgarnes. Málið hafi hins vegar verið tilkynnt til lögreglu í ágúst og í gærkvöldi hafi lögreglumenn sinnt útkalli að bænum. 

Sjá næstu 50 fréttir