Polestar 6 LA Concept selst upp á einni viku Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 2. september 2022 07:01 Polestar 6. Sænski bílaframleiðandinn Polestar kynnti Polestar 6 LA Concept bílinn í ágúst og opnaði svo í framhaldinu fyrir pantanir á bílnum. Einungis 500 eintök verða framleidd og þau eru nú uppurin. Fréttin er unnin upp úr fréttatilkynningu frá Polestar. Gert er ráð fyrir því að Polestar 6 LA Concept útgáfan komi á markað árið 2026. Um er að ræða frumútgáfu af Polestar 6, sem mun verða framleiddur seinna. LA Concept útgáfan státar af mörgum eiginleikum frá Polestar O2 hugmyndabílnum sem var kynntur í mars á þessu ári. „Mikill áhugi viðskiptavina okkar sýnir að töfrandi rafknúinn roadster eins og Polestar 6 hefur mikla þýðingu í sportbílaheiminum,“ segir Thomas Ingenlath, forstjóri Polestar. „Niðurfellanlegt þak og rafmagn er augljóslega samsetning sem höfðar jafnvel til harðasta bílafólks. Polestar ætlar að opna fyrir pantanir fyrir óbreytta útgáfu af Polestar 6 seinna á þessu ári. Sá bíll fer í framleiðslu þegar 500 eintök af LA Cocept úgáfunni hafa verið framleidd. Polestar 6 LA Concept. Þar sem Polestar 6 er nú formlega hluti af vörulínunni, áætlar Polestar að setja fjóra nýja rafbíla á markað innan fimm ára. Þetta hefst með heimsfrumsýningu fyrsta rafknúna jeppa fyrirtækisins – Polestar 3 – í október 2022. Fyrirhugað er að Polestar 3 verði fylgt eftir með Polestar 4 rafknúnum jeppa árið 2023 og Polestar 5, rafknúnum 4 dyra GT byggðum á Precept hugmyndabílnum, árið 2024. Vistvænir bílar Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent
Fréttin er unnin upp úr fréttatilkynningu frá Polestar. Gert er ráð fyrir því að Polestar 6 LA Concept útgáfan komi á markað árið 2026. Um er að ræða frumútgáfu af Polestar 6, sem mun verða framleiddur seinna. LA Concept útgáfan státar af mörgum eiginleikum frá Polestar O2 hugmyndabílnum sem var kynntur í mars á þessu ári. „Mikill áhugi viðskiptavina okkar sýnir að töfrandi rafknúinn roadster eins og Polestar 6 hefur mikla þýðingu í sportbílaheiminum,“ segir Thomas Ingenlath, forstjóri Polestar. „Niðurfellanlegt þak og rafmagn er augljóslega samsetning sem höfðar jafnvel til harðasta bílafólks. Polestar ætlar að opna fyrir pantanir fyrir óbreytta útgáfu af Polestar 6 seinna á þessu ári. Sá bíll fer í framleiðslu þegar 500 eintök af LA Cocept úgáfunni hafa verið framleidd. Polestar 6 LA Concept. Þar sem Polestar 6 er nú formlega hluti af vörulínunni, áætlar Polestar að setja fjóra nýja rafbíla á markað innan fimm ára. Þetta hefst með heimsfrumsýningu fyrsta rafknúna jeppa fyrirtækisins – Polestar 3 – í október 2022. Fyrirhugað er að Polestar 3 verði fylgt eftir með Polestar 4 rafknúnum jeppa árið 2023 og Polestar 5, rafknúnum 4 dyra GT byggðum á Precept hugmyndabílnum, árið 2024.
Vistvænir bílar Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent