Fleiri fréttir „Erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem við erum að upplifa núna“ Uppkomin börn hjónanna sem urðu fyrir skotárás á Blönduós á sunnudag segja það erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem þau séu að upplifa núna. 23.8.2022 08:24 Níu ára stúlka skotin til bana í Liverpool Níu ára stúlka var skotin til bana í íbúð í ensku borginni Liverpool í gær. Auk stúlkunnar urðu karl og kona í íbúðinni einnig fyrir skotum og voru þau flutt á sjúkrahús til aðhlynningar, en árásarmannsins er leitað. 23.8.2022 07:52 Google lokar á föður sem tók myndir af syni sínum til að senda lækni Netrisinn Google hefur neitað að opna aftur fyrir aðgang manns sem lokað var á eftir að hann tók myndir af kynfærum sonar síns til að fylgjast með bólgu sem var að angra hann. 23.8.2022 07:48 Yfirmenn ungversku Veðurstofunnar reknir vegna rangrar veðurspár Tveir æðstu yfirmenn ungversku Veðurstofunnar hafa verið reknir eftir að veðurspá stofnunarinnar gekk ekki eftir. 23.8.2022 07:35 Dodge Hornet vekur reiði hjá Alfa Romeo Dodge og Alfa Romeo eru systurfélög sama móðurfélags, Stellantis. Dodge kynnti nýlega jepplinginn Hornet sem hefur náð talsverðum vinsældum. Dodge segir að 14.000 forpantanir hafi borist sama dag og bíllinn var kynntur. Bíllinn er tengiltvinnbíll. 23.8.2022 07:01 Hægviðri, skýjað að mestu en þurrt á landinu í dag Í dag verður hægviðri, skýjað að mestu leyti og þurrt á landinu samkvæmt spá Veðurstofunnar. Þó verður rigning á Suðausturlandi og víða á austanverðu landinu. Þá verður allhvasst norðaustantil og í Öræfum og eru ökumenn því hvattir til að aka varlega á því svæði. 23.8.2022 06:55 Notaðist við afsagaða haglabyssu Upplýsingar liggja ekki fyrir um það hver það var sem lét lögreglu vita af skotárásinni á Blönduósi á sunnudag en lögregla var komin á vettvang um 15 til 20 mínútum eftir að tilkynning barst. 23.8.2022 06:37 Rólegt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt Ólíkt síðustu helgi þar sem var mikið um að vera hjá lögreglunni vegna Menningarnætur og erils tengdum henni þá var fremur rólegt á höfuðborgarsvæðinu í nótt. 23.8.2022 06:28 Trump vill að þriðji aðili fari yfir gögnin úr húsleitinni Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál vegna húsleitarinnar í Mar-a-Lago, sveitarklúbbinum í Flórída þar sem Trump býr. Hann vill að utanaðkomandi aðili verði fenginn til að fara yfir gögn sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) lögðu hald á í húsleitinni. 22.8.2022 23:36 Þyrlan kölluð út þegar eldur kom upp í togbáti úti fyrir Patreksfirði Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Vestfjörðum voru kallaðar út í kvöld þegar eldur kom upp í vélarrúmi togbáts sem var staddur úti fyrir Patreksfirði. 22.8.2022 22:47 Gæði nýrra mynda af Júpíter komu á óvart Geimvísindamenn birtu í dag nýjar myndir af gasrisanum Júpíter sem teknar voru með James Webb-geimsjónaukanum. Júpíter er áhugaverð reikistjarna og vonast vísindamenn til þess að skilja hana mun betur með gögnunum frá James Webb. 22.8.2022 22:17 Segja morðingjann hafa verið með tólf ára dóttur sinni Ráðamenn í Rússlandi saka leyniþjónustu Úkraínu um að bera ábyrgð á því að rússnesk kona dó í bílasprengju nærri Moskvu um helgina. Úkraínsk kona er sögð hafa gert árásina og flúið til Eistlands. Yfirlýsingar Rússa hafa mætt miklum efasemdum. 22.8.2022 22:00 Stórum áfanga náð í Borgarlínuverkefninu í dag Borgaryfirvöld segja að stórum áfanga hafi verið náð í Borgarlínuverkefnunu í dag þegar samkomulag náðist um afnot af lóð Barnavinarfélags Sumargjafar. Formaður félagsins segir að á móti ætli borgin að reisa nýjan leikskóla á lóðinni. 22.8.2022 21:00 Þeir tuttugu sem eiga flest skotvopn eiga að meðaltali 103 vopn hver Sjö hafa látist eftir að hafa verið skotin á Íslandi frá árinu 1990. Þar af voru fimm karlmenn og tvær konur. Fram kemur í tölum frá Ríkislögreglustjóra að þeir tuttugu sem eiga flest skotvopn hér á landi eigi samanlagt 2.052 vopn. 22.8.2022 20:55 Ofurölvi bílstjórar óku inn í mannmergðina á Menningarnótt Mikil mildi þykir að tveir ofurölvi ökumenn hafi ekki valdið stórslysum á Menningarnótt þegar þeir óku inn í mannmergð þar sem götulokanir voru í gildi. Lögreglan segir gríðarleg vonbrigði að enn eitt hnífaárásarmálið hafi komið upp. Borgarstjóri vill bregðast við auknum hnífaárásum ungmenna. 22.8.2022 19:04 Fólk með geðrænan vanda hræðist fordóma vegna umræðunnar Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir fólk með geðrænan vanda verða hrætt þegar mál á borð við Blönduósmálið komi upp. Engar rannsóknir sýni tengsl milli geðræns vanda og þess að beita ofbeldi. 22.8.2022 19:02 Áhyggjur af andlegri heilsu mannsins rötuðu ekki á borð lögreglustjóra Engin formleg tilkynning um áhyggjur forsvarsmanna skotfélagsins Markviss um andlega heilsu mannsins sem talinn er hafa skotið einn til bana og sært annan á Blönduósi um helgina barst á borð lögreglustjórans á Norðurlandi vestra. Þess í stað var um óformlegar samræður að ræða og ræddi lögreglumaður við árásarmanninn. 22.8.2022 18:38 Sprengja fannst í miðborg Stokkhólms í gær Lögreglan í Stokkhólmi hefur staðfest að sprengja fannst í bakpoka í Kungsträdgården í miðborg Stokkhólms í gær. Sprengjusveit tókst að gera sprengjuna óvirka á vettvangi. 22.8.2022 18:04 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Áverkar mannsins sem varð fyrir skoti á heimili sínu á Blönduósi í gærmorgun eru alvarlegir og liggur hann þungt haldinn á sjúkrahúsi. Árásarmaðurinn var skotáhugamaður með geðrænan vanda. 22.8.2022 18:01 Verið að sigla með fóðurprammann Muninn úr Reyðarfirði í höfn Vel gekk að hífa upp fóðurprammann Muninn, sem sökk við fiskeldisstöð í Reyðarfirði í janúar í fyrra, í dag. Verið er að sigla með prammann að Reyðarfjarðarhöfn þar sem fóðrið verður úr honum tæmt áður en farið verður í viðgerðir á honum og honum fleytt. 22.8.2022 17:38 Í sárum eftir að hundurinn var aflífaður án nokkurs fyrirvara Hundur fjölskyldu á Siglufirði var aflífaður á föstudaginn, einum og hálfum tíma eftir að hann var tekinn af þeim. Hundurinn var ekki settur í geðmat líkt og Heilbrigðiseftirlitið fer fram á. Fjölskyldan segist ekki hafa fengið að vita að það ætti að aflífa hann fyrr aðgerðin var þegar hafin í öðru bæjarfélagi. 22.8.2022 17:14 „Við verðum að gera eitthvað, við eigum engan kost í stöðunni“ Stefán Vagn Stefánsson þingmaður Framsóknar og fyrrverandi yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra segir löngu orðið tímabært að grípa inn í þá þróun sem eigi sér stað með skotvopn hér á landi. Tæplega níutíu þúsund skotvopn eru skráð hér á landi. Konu var banað og eiginmaður hennar særður í skotárás á Blönduósi aðfaranótt sunnudags. 22.8.2022 16:54 Stefán nýr ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneytisins Stefán Guðmundsson, viðskiptafræðingur hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins af Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku- og lofslagsráðherra. Stefán tekur við embættinu 1. september. 22.8.2022 16:47 Fauci fetar í fótspor Þórólfs Sóttvarnarlæknir Bandaríkjanna, Anthony Fauci mun láta af störfum í desember á þessu ári. Fauci mun því feta í fótspor kollega síns, Þórólfs Guðnasonar, sem lætur af störfum sem sóttvarnarlæknir hér á landi í byrjun september. Báðir hafa þeir háð hetjulega baráttu við veiruna skæðu. 22.8.2022 16:19 Líðan mannsins eftir atvikum Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skotárásinni á Blönduósi miðar vel. Meðal þess sem verið er að rannsaka er hvernig andlát skotmannsins bar að. 22.8.2022 15:24 Samúðarkveðjur berast víða að til íbúa Blönduóss Samúðarkveðjur hafa borist víða að til íbúa Blönduóss eftir voveiflega atburðinn sem átti sér stað þar í gærmorgun. Nú síðast sendi Guðni Th. Jóhannesson samúðarkveðju til íbúa en einnig hafa borist kveðjur frá Katrínu Jakobsdóttir forsætisáðherra og ýmsum sveitarfélögum. 22.8.2022 15:23 Sanna sannar að hún hafi ekki tekið eiturlyf Niðurstöður úr fíkniefnaprófi sem Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, tók fyrir helgi sýna að hún hafi ekki tekið nein eiturlyf síðustu daga. 22.8.2022 15:09 Ekki gaman að sjá glæný för á heimleiðinni eftir þrotlausa vinnu við lagfæringar Vösk sveit Austurlandsdeildar Ferðaklúbbsins 4x4 hélt á fjöll í gær til að reyna eyða ummerkjum um grófan utanvegaakstur á Kverkfjallaleið, norðan Vatnajökuls. Verkið gekk vel að sögn formanns deildarinnar, en þó var leiðangursmönnum ekki skemmt þegar ný för eftir utanvegaakstur voru sjáanleg á heimleiðinni. 22.8.2022 15:00 Lögreglumenn létu höggin dynja á manni sem þeir héldu niðri Tveir lögreglumenn hafa verið sendir í leyfi eftir að myndband af þeim að kýla og sparka í mann sem þeir héldu niðri fór í dreifingu á samfélagsmiðlum. 22.8.2022 14:29 Ójöfnuður hafi aukist í fyrra Á síðasta ári jókst ójöfnuður í íslensku hagkerfi samkvæmt mánaðaryfirlit ASÍ. Þar kemur fram að stærsta breytingin á tekjum íslenskra heimila í fyrra hafi verið aukning fjármagnstekna en sú aukning hafi nær einungis verið hjá tekjuhæstu tíu prósentum heimilanna. 22.8.2022 14:25 Fuglaflensusmit viðvarandi í villtum fuglum Matvælastofnun (MAST) segir fuglaflensusmit enn vera viðvarandi í villtum fuglum og enn sé hætta á að smit berist yfir í alifugla. Dregið hefur úr tilkynningum um smit síðustu mánuði sem er þó ekki merki um að fuglaflensan sé að hverfa. 22.8.2022 13:48 Móðir Hrafnhildar Lilju fékk símtalið sem hún hafði beðið eftir í fjórtán ár Móðir Hrafnhildar Lilju, sem myrt var á ferðalagi í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum, segir að yfirlögregluþjónn hafi hringt símtalið sem hún hafi beðið eftir í fjórtán ár. Hún kveðst þakklát fyrir að lögregla hafi hlustað og segir stuðninginn ómetanlegan. 22.8.2022 13:38 Játa á sig mistök við lóðasamþykkt og biðjast afsökunar Verulegur ágreiningur er nú uppi meðal íbúa Þorlákshafnar vegna fyrirætlana sem munu, ef þær ná fram að ganga, gera þorpið að annasömum þungaflutninga- og námubæ. 22.8.2022 13:23 Spada aktywność wulkaniczna w Meradalur Przez weekend aktywność wulkanu w Fagradalsfjall, w dolinie Meradalur znacznie się zmniejszyła. W sobotę z krateru, z którego wypływała lawa wydobywało się tylko trochę gazów i znacznie mniej lawy niż wcześniej. 22.8.2022 13:10 Herskip, Búddastyttur og ýmsar fornminjar komið í ljós vegna þurrka Hitabylgjur og þurrkar um Evrópu og í Kína hafa leitt til þess að vatnsborð í ám og stöðuvötnum hefur lækkað gríðarlega. Við það hafa ýmsar gersemar, sem áður voru á bólakafi, komið í ljós. Þar á meðal forsögulegir spænskir bautasteinar, kínverskar búddastyttur og fornminjar úr seinni heimsstyrjöldinni. 22.8.2022 13:01 Strzelanina w Blönduós. Dwie osoby nie żyją W niedzielę rano w miejscowości Blönduós, doszło do strzelaniny w wyniku, której zmarły dwie osoby, a trzecia odniosła poważne obrażenia. 22.8.2022 13:00 Best að segja börnum sannleikann um harmleikinn en velja orðin vel Fjölmargir þáðu áfallahjálp í Blönduóskirkju vegnar harmleiksins í bænum um helgina að sögn sóknarprestsins. Hann segir samráðshóp um áfallahjálp hittast í dag varðandi frekari viðbrögð. Best sé að segja börnum sannleikann, en velja orð sín vel. 22.8.2022 12:47 Ekki annað hægt en að tárast yfir ákalli um stuðning Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ekki hafi verið annað hægt en að tárast yfir ákalli forseta sveitarstjórnar Húnabyggðar í gær, þar sem hann óskaði eftir stuðningi þjóðarinnar eftir skotárás á Blönduósi í gærmorgun. 22.8.2022 12:30 Útilokar friðarviðræður og segir langt stríð framundan Gennady Gatilov, fastafulltrúi Rússlands við Sameinuðu þjóðirnar, segir beinar viðræður milli Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Vólódimírs Selenskís Úkraínuforseta ekki koma til greina. 22.8.2022 12:18 Harmar það að þurfa að stefna Köru Connect Embætti landlæknis hefur stefnt Köru Connect til þess að fá úrskurði kærunefndar útboðsmála í máli sem tengist innkaupum embættisins á hugbúnaðarþróun. Embættið segist harma það að þurfa að fara þessa leið. 22.8.2022 12:09 Hrósar unglingum sérstaklega í ferðum sínum um Breiðafjörð Kristján Lár Gunnarsson hefur siglt í mörg ár með ferðamenn um Breiðafjörðinn og finnst það alltaf jafn gaman enda mikill sögumaður og nýtur þess í botn að fræða fólk um ævintýri eyjanna, skoða fuglalífið og njóta náttúrunnar, sem svæðið hefur upp á að bjóða. 22.8.2022 12:06 Hópárás á ungan mann á Menningarnótt Sex manna hópur réðst á ungan mann í miðborginni og lét höggin dynja á höfði hans. Myndband af árásinni er nú í dreifingu á samfélagsmiðlum og má sjá það hér neðar. 22.8.2022 11:35 Konur dansa til stuðnings Sönnu Myllumerkið #SolidarityWithSanna, lauslega þýtt sem samstaða með Sönnu, hefur slegið í gegn á Twitter í kjölfar þess að myndbönd af Sönnu Marin, forsætisráðherra Finnlands, dansa láku á netið. Undir myllumerkinu hafa konur byrjað að birta myndbönd af sér að dansa til stuðnings við forsætisráðherrann. 22.8.2022 11:31 Telja sig hafa fundið móður barnanna í ferðatöskunum Lögreglan í Seúl í Suður-Kóreu telur sig hafa fundið móður barnanna sem fundust látin í ferðatöskum í borginni Auckland í Nýja-Sjálandi í síðustu viku. Við krufningu kom í ljós að börnin voru á aldursbilinu fimm til tíu ára. 22.8.2022 10:47 Skotfélagið tilkynnti manninn til lögreglu í nóvember Skotfélagið Markviss á Blönduósi tilkynnti árásarmanninn í manndrápsmáli á Blönduósi í gær til lögreglu í nóvember á síðasta ári. Maðurinn hafði áður keppt fyrir hönd félagsins og gegnt trúnaðarstörfum þar. 22.8.2022 10:23 Sjá næstu 50 fréttir
„Erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem við erum að upplifa núna“ Uppkomin börn hjónanna sem urðu fyrir skotárás á Blönduós á sunnudag segja það erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem þau séu að upplifa núna. 23.8.2022 08:24
Níu ára stúlka skotin til bana í Liverpool Níu ára stúlka var skotin til bana í íbúð í ensku borginni Liverpool í gær. Auk stúlkunnar urðu karl og kona í íbúðinni einnig fyrir skotum og voru þau flutt á sjúkrahús til aðhlynningar, en árásarmannsins er leitað. 23.8.2022 07:52
Google lokar á föður sem tók myndir af syni sínum til að senda lækni Netrisinn Google hefur neitað að opna aftur fyrir aðgang manns sem lokað var á eftir að hann tók myndir af kynfærum sonar síns til að fylgjast með bólgu sem var að angra hann. 23.8.2022 07:48
Yfirmenn ungversku Veðurstofunnar reknir vegna rangrar veðurspár Tveir æðstu yfirmenn ungversku Veðurstofunnar hafa verið reknir eftir að veðurspá stofnunarinnar gekk ekki eftir. 23.8.2022 07:35
Dodge Hornet vekur reiði hjá Alfa Romeo Dodge og Alfa Romeo eru systurfélög sama móðurfélags, Stellantis. Dodge kynnti nýlega jepplinginn Hornet sem hefur náð talsverðum vinsældum. Dodge segir að 14.000 forpantanir hafi borist sama dag og bíllinn var kynntur. Bíllinn er tengiltvinnbíll. 23.8.2022 07:01
Hægviðri, skýjað að mestu en þurrt á landinu í dag Í dag verður hægviðri, skýjað að mestu leyti og þurrt á landinu samkvæmt spá Veðurstofunnar. Þó verður rigning á Suðausturlandi og víða á austanverðu landinu. Þá verður allhvasst norðaustantil og í Öræfum og eru ökumenn því hvattir til að aka varlega á því svæði. 23.8.2022 06:55
Notaðist við afsagaða haglabyssu Upplýsingar liggja ekki fyrir um það hver það var sem lét lögreglu vita af skotárásinni á Blönduósi á sunnudag en lögregla var komin á vettvang um 15 til 20 mínútum eftir að tilkynning barst. 23.8.2022 06:37
Rólegt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt Ólíkt síðustu helgi þar sem var mikið um að vera hjá lögreglunni vegna Menningarnætur og erils tengdum henni þá var fremur rólegt á höfuðborgarsvæðinu í nótt. 23.8.2022 06:28
Trump vill að þriðji aðili fari yfir gögnin úr húsleitinni Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál vegna húsleitarinnar í Mar-a-Lago, sveitarklúbbinum í Flórída þar sem Trump býr. Hann vill að utanaðkomandi aðili verði fenginn til að fara yfir gögn sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) lögðu hald á í húsleitinni. 22.8.2022 23:36
Þyrlan kölluð út þegar eldur kom upp í togbáti úti fyrir Patreksfirði Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Vestfjörðum voru kallaðar út í kvöld þegar eldur kom upp í vélarrúmi togbáts sem var staddur úti fyrir Patreksfirði. 22.8.2022 22:47
Gæði nýrra mynda af Júpíter komu á óvart Geimvísindamenn birtu í dag nýjar myndir af gasrisanum Júpíter sem teknar voru með James Webb-geimsjónaukanum. Júpíter er áhugaverð reikistjarna og vonast vísindamenn til þess að skilja hana mun betur með gögnunum frá James Webb. 22.8.2022 22:17
Segja morðingjann hafa verið með tólf ára dóttur sinni Ráðamenn í Rússlandi saka leyniþjónustu Úkraínu um að bera ábyrgð á því að rússnesk kona dó í bílasprengju nærri Moskvu um helgina. Úkraínsk kona er sögð hafa gert árásina og flúið til Eistlands. Yfirlýsingar Rússa hafa mætt miklum efasemdum. 22.8.2022 22:00
Stórum áfanga náð í Borgarlínuverkefninu í dag Borgaryfirvöld segja að stórum áfanga hafi verið náð í Borgarlínuverkefnunu í dag þegar samkomulag náðist um afnot af lóð Barnavinarfélags Sumargjafar. Formaður félagsins segir að á móti ætli borgin að reisa nýjan leikskóla á lóðinni. 22.8.2022 21:00
Þeir tuttugu sem eiga flest skotvopn eiga að meðaltali 103 vopn hver Sjö hafa látist eftir að hafa verið skotin á Íslandi frá árinu 1990. Þar af voru fimm karlmenn og tvær konur. Fram kemur í tölum frá Ríkislögreglustjóra að þeir tuttugu sem eiga flest skotvopn hér á landi eigi samanlagt 2.052 vopn. 22.8.2022 20:55
Ofurölvi bílstjórar óku inn í mannmergðina á Menningarnótt Mikil mildi þykir að tveir ofurölvi ökumenn hafi ekki valdið stórslysum á Menningarnótt þegar þeir óku inn í mannmergð þar sem götulokanir voru í gildi. Lögreglan segir gríðarleg vonbrigði að enn eitt hnífaárásarmálið hafi komið upp. Borgarstjóri vill bregðast við auknum hnífaárásum ungmenna. 22.8.2022 19:04
Fólk með geðrænan vanda hræðist fordóma vegna umræðunnar Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir fólk með geðrænan vanda verða hrætt þegar mál á borð við Blönduósmálið komi upp. Engar rannsóknir sýni tengsl milli geðræns vanda og þess að beita ofbeldi. 22.8.2022 19:02
Áhyggjur af andlegri heilsu mannsins rötuðu ekki á borð lögreglustjóra Engin formleg tilkynning um áhyggjur forsvarsmanna skotfélagsins Markviss um andlega heilsu mannsins sem talinn er hafa skotið einn til bana og sært annan á Blönduósi um helgina barst á borð lögreglustjórans á Norðurlandi vestra. Þess í stað var um óformlegar samræður að ræða og ræddi lögreglumaður við árásarmanninn. 22.8.2022 18:38
Sprengja fannst í miðborg Stokkhólms í gær Lögreglan í Stokkhólmi hefur staðfest að sprengja fannst í bakpoka í Kungsträdgården í miðborg Stokkhólms í gær. Sprengjusveit tókst að gera sprengjuna óvirka á vettvangi. 22.8.2022 18:04
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Áverkar mannsins sem varð fyrir skoti á heimili sínu á Blönduósi í gærmorgun eru alvarlegir og liggur hann þungt haldinn á sjúkrahúsi. Árásarmaðurinn var skotáhugamaður með geðrænan vanda. 22.8.2022 18:01
Verið að sigla með fóðurprammann Muninn úr Reyðarfirði í höfn Vel gekk að hífa upp fóðurprammann Muninn, sem sökk við fiskeldisstöð í Reyðarfirði í janúar í fyrra, í dag. Verið er að sigla með prammann að Reyðarfjarðarhöfn þar sem fóðrið verður úr honum tæmt áður en farið verður í viðgerðir á honum og honum fleytt. 22.8.2022 17:38
Í sárum eftir að hundurinn var aflífaður án nokkurs fyrirvara Hundur fjölskyldu á Siglufirði var aflífaður á föstudaginn, einum og hálfum tíma eftir að hann var tekinn af þeim. Hundurinn var ekki settur í geðmat líkt og Heilbrigðiseftirlitið fer fram á. Fjölskyldan segist ekki hafa fengið að vita að það ætti að aflífa hann fyrr aðgerðin var þegar hafin í öðru bæjarfélagi. 22.8.2022 17:14
„Við verðum að gera eitthvað, við eigum engan kost í stöðunni“ Stefán Vagn Stefánsson þingmaður Framsóknar og fyrrverandi yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra segir löngu orðið tímabært að grípa inn í þá þróun sem eigi sér stað með skotvopn hér á landi. Tæplega níutíu þúsund skotvopn eru skráð hér á landi. Konu var banað og eiginmaður hennar særður í skotárás á Blönduósi aðfaranótt sunnudags. 22.8.2022 16:54
Stefán nýr ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneytisins Stefán Guðmundsson, viðskiptafræðingur hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins af Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku- og lofslagsráðherra. Stefán tekur við embættinu 1. september. 22.8.2022 16:47
Fauci fetar í fótspor Þórólfs Sóttvarnarlæknir Bandaríkjanna, Anthony Fauci mun láta af störfum í desember á þessu ári. Fauci mun því feta í fótspor kollega síns, Þórólfs Guðnasonar, sem lætur af störfum sem sóttvarnarlæknir hér á landi í byrjun september. Báðir hafa þeir háð hetjulega baráttu við veiruna skæðu. 22.8.2022 16:19
Líðan mannsins eftir atvikum Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skotárásinni á Blönduósi miðar vel. Meðal þess sem verið er að rannsaka er hvernig andlát skotmannsins bar að. 22.8.2022 15:24
Samúðarkveðjur berast víða að til íbúa Blönduóss Samúðarkveðjur hafa borist víða að til íbúa Blönduóss eftir voveiflega atburðinn sem átti sér stað þar í gærmorgun. Nú síðast sendi Guðni Th. Jóhannesson samúðarkveðju til íbúa en einnig hafa borist kveðjur frá Katrínu Jakobsdóttir forsætisáðherra og ýmsum sveitarfélögum. 22.8.2022 15:23
Sanna sannar að hún hafi ekki tekið eiturlyf Niðurstöður úr fíkniefnaprófi sem Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, tók fyrir helgi sýna að hún hafi ekki tekið nein eiturlyf síðustu daga. 22.8.2022 15:09
Ekki gaman að sjá glæný för á heimleiðinni eftir þrotlausa vinnu við lagfæringar Vösk sveit Austurlandsdeildar Ferðaklúbbsins 4x4 hélt á fjöll í gær til að reyna eyða ummerkjum um grófan utanvegaakstur á Kverkfjallaleið, norðan Vatnajökuls. Verkið gekk vel að sögn formanns deildarinnar, en þó var leiðangursmönnum ekki skemmt þegar ný för eftir utanvegaakstur voru sjáanleg á heimleiðinni. 22.8.2022 15:00
Lögreglumenn létu höggin dynja á manni sem þeir héldu niðri Tveir lögreglumenn hafa verið sendir í leyfi eftir að myndband af þeim að kýla og sparka í mann sem þeir héldu niðri fór í dreifingu á samfélagsmiðlum. 22.8.2022 14:29
Ójöfnuður hafi aukist í fyrra Á síðasta ári jókst ójöfnuður í íslensku hagkerfi samkvæmt mánaðaryfirlit ASÍ. Þar kemur fram að stærsta breytingin á tekjum íslenskra heimila í fyrra hafi verið aukning fjármagnstekna en sú aukning hafi nær einungis verið hjá tekjuhæstu tíu prósentum heimilanna. 22.8.2022 14:25
Fuglaflensusmit viðvarandi í villtum fuglum Matvælastofnun (MAST) segir fuglaflensusmit enn vera viðvarandi í villtum fuglum og enn sé hætta á að smit berist yfir í alifugla. Dregið hefur úr tilkynningum um smit síðustu mánuði sem er þó ekki merki um að fuglaflensan sé að hverfa. 22.8.2022 13:48
Móðir Hrafnhildar Lilju fékk símtalið sem hún hafði beðið eftir í fjórtán ár Móðir Hrafnhildar Lilju, sem myrt var á ferðalagi í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum, segir að yfirlögregluþjónn hafi hringt símtalið sem hún hafi beðið eftir í fjórtán ár. Hún kveðst þakklát fyrir að lögregla hafi hlustað og segir stuðninginn ómetanlegan. 22.8.2022 13:38
Játa á sig mistök við lóðasamþykkt og biðjast afsökunar Verulegur ágreiningur er nú uppi meðal íbúa Þorlákshafnar vegna fyrirætlana sem munu, ef þær ná fram að ganga, gera þorpið að annasömum þungaflutninga- og námubæ. 22.8.2022 13:23
Spada aktywność wulkaniczna w Meradalur Przez weekend aktywność wulkanu w Fagradalsfjall, w dolinie Meradalur znacznie się zmniejszyła. W sobotę z krateru, z którego wypływała lawa wydobywało się tylko trochę gazów i znacznie mniej lawy niż wcześniej. 22.8.2022 13:10
Herskip, Búddastyttur og ýmsar fornminjar komið í ljós vegna þurrka Hitabylgjur og þurrkar um Evrópu og í Kína hafa leitt til þess að vatnsborð í ám og stöðuvötnum hefur lækkað gríðarlega. Við það hafa ýmsar gersemar, sem áður voru á bólakafi, komið í ljós. Þar á meðal forsögulegir spænskir bautasteinar, kínverskar búddastyttur og fornminjar úr seinni heimsstyrjöldinni. 22.8.2022 13:01
Strzelanina w Blönduós. Dwie osoby nie żyją W niedzielę rano w miejscowości Blönduós, doszło do strzelaniny w wyniku, której zmarły dwie osoby, a trzecia odniosła poważne obrażenia. 22.8.2022 13:00
Best að segja börnum sannleikann um harmleikinn en velja orðin vel Fjölmargir þáðu áfallahjálp í Blönduóskirkju vegnar harmleiksins í bænum um helgina að sögn sóknarprestsins. Hann segir samráðshóp um áfallahjálp hittast í dag varðandi frekari viðbrögð. Best sé að segja börnum sannleikann, en velja orð sín vel. 22.8.2022 12:47
Ekki annað hægt en að tárast yfir ákalli um stuðning Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ekki hafi verið annað hægt en að tárast yfir ákalli forseta sveitarstjórnar Húnabyggðar í gær, þar sem hann óskaði eftir stuðningi þjóðarinnar eftir skotárás á Blönduósi í gærmorgun. 22.8.2022 12:30
Útilokar friðarviðræður og segir langt stríð framundan Gennady Gatilov, fastafulltrúi Rússlands við Sameinuðu þjóðirnar, segir beinar viðræður milli Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Vólódimírs Selenskís Úkraínuforseta ekki koma til greina. 22.8.2022 12:18
Harmar það að þurfa að stefna Köru Connect Embætti landlæknis hefur stefnt Köru Connect til þess að fá úrskurði kærunefndar útboðsmála í máli sem tengist innkaupum embættisins á hugbúnaðarþróun. Embættið segist harma það að þurfa að fara þessa leið. 22.8.2022 12:09
Hrósar unglingum sérstaklega í ferðum sínum um Breiðafjörð Kristján Lár Gunnarsson hefur siglt í mörg ár með ferðamenn um Breiðafjörðinn og finnst það alltaf jafn gaman enda mikill sögumaður og nýtur þess í botn að fræða fólk um ævintýri eyjanna, skoða fuglalífið og njóta náttúrunnar, sem svæðið hefur upp á að bjóða. 22.8.2022 12:06
Hópárás á ungan mann á Menningarnótt Sex manna hópur réðst á ungan mann í miðborginni og lét höggin dynja á höfði hans. Myndband af árásinni er nú í dreifingu á samfélagsmiðlum og má sjá það hér neðar. 22.8.2022 11:35
Konur dansa til stuðnings Sönnu Myllumerkið #SolidarityWithSanna, lauslega þýtt sem samstaða með Sönnu, hefur slegið í gegn á Twitter í kjölfar þess að myndbönd af Sönnu Marin, forsætisráðherra Finnlands, dansa láku á netið. Undir myllumerkinu hafa konur byrjað að birta myndbönd af sér að dansa til stuðnings við forsætisráðherrann. 22.8.2022 11:31
Telja sig hafa fundið móður barnanna í ferðatöskunum Lögreglan í Seúl í Suður-Kóreu telur sig hafa fundið móður barnanna sem fundust látin í ferðatöskum í borginni Auckland í Nýja-Sjálandi í síðustu viku. Við krufningu kom í ljós að börnin voru á aldursbilinu fimm til tíu ára. 22.8.2022 10:47
Skotfélagið tilkynnti manninn til lögreglu í nóvember Skotfélagið Markviss á Blönduósi tilkynnti árásarmanninn í manndrápsmáli á Blönduósi í gær til lögreglu í nóvember á síðasta ári. Maðurinn hafði áður keppt fyrir hönd félagsins og gegnt trúnaðarstörfum þar. 22.8.2022 10:23