Fleiri fréttir Vægasti skammtur melatóníns verði ekki lyfseðilsskyldur Melatónín í lægri styrk en eitt milligramm á dag verður ekki lengur flokkað sem lyf heldur fæðubótarefni samkvæmt svari Lyfjastofnunar við álitsbeiðni Matvælastofnunar (MAST). Melatónín í hærri styrk en það verður áfram flokkað sem lyf. 8.8.2022 17:30 Nokkrir hópar taldir villtir við gosstöðvarnar Búið er að kalla út nokkrar björgunarsveitir af suðvesturhorni vegna hópa fólks sem taldir eru vera villtir á svæðinu við gosstöðvarnar við Meradali. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg er vitað um minnst tvo hópa sem eru týndir og er vitað af fleirum á svæðinu. 8.8.2022 16:32 Hörður dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn börnum Hörður Sigurjónsson, fyrrverandi lögreglumaður, var í síðustu viku sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn fjölmörgum börnum og dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar. Hann hefur verið nefndur snapchatperrinn í fjölmiðlum enda nálgaðist hann börnin á samfélagsmiðlinum Snapchat. 8.8.2022 16:29 Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Myndefni af afskræmdu líki úkraínsks hermanns sem fangaður var af Rússum hefur verið í dreifingu um helgina og vakið mikla reiði. Hermaðurinn virðist hafa verið afhöfðaður og höfði hans og höndum komið fyrir á skafti í borginni Popasna í Úkraínu. 8.8.2022 16:21 Vill að tilmæli verði gefin út um göngu barna að gosinu Borgarfulltrúi Flokks fólksins mælist til þess að yfirvöld gefi út sérstök tilmæli til foreldra að þeir taki fyrirmælum um að fara ekki með ung börn sín að eldgosinu í Meradal alvarlega. 8.8.2022 15:33 Vildi herforingja eins og Hitler Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa spurt aðstoðarmann sinn af hverju herforingjar hans gætu ekki verið eins og herforingjar Adolfs Hitler. Þeir hefðu verið algjörlega hliðhollir Hitler og gert það sem hann sagði þeim að gera. 8.8.2022 15:03 Gul viðvörun á Suðurlandi vegna rigningar Gul veðurviðvörun vegna talsverðrar eða mikillar rigningar er í gildi á Suðurlandi frá klukkan 15 í dag til hádegis á morgun. 8.8.2022 14:55 Íslendingarnir hafi forðast sendinefnd Namibíu Þeir Íslendingar sem sendinefnd namibískra stjórnvalda vildi ræða við hér á landi fyrr í sumar eru sagðir hafa forðast það með öllum ráðum að ræða við nefndina. Nefndin var send hingað til lands til þess að ræða framsal þriggja Íslendinga sem áttu hlut að meintum mútugreiðslum til áhrifamanna í sjávarútvegi í Namibíu. 8.8.2022 13:42 Margfalt fleirum hafnað um nám í starfsnámi Gögn frá Menntamálastofnun sýna að margfalt fleirum er hlutfallslega hafnað um skólavist í starfsnámi í framhaldsskóla en í bóknámi á Íslandi. Um þriðjungur umsækjenda í Tækniskólanum var hafnað í haust. Verzlunarskólinn er vinsælasti bóknámsskólinn, en hann er alveg sprunginn á plássi. 8.8.2022 12:46 Zamknięto dostęp do wulkanu Ze względu na bardzo trudne warunki pogodowe, podjęto decyzję o dalszym zamknięciu dostępu do erupcji w Medardalur. Zgodnie z prognozami pogody, na południowym-zachodzie kraju spodziewana jest bardzo zła pogoda. 8.8.2022 12:24 Medvedev segir Nató dreifa sér eins og krabbamein Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í gær að hvorki Úkraínumenn né bandamenn þeirra myndu ganga til viðræðna við Rússa ef þeir efndu til atkvæðagreiðsla um innlimun á hernumdum svæðum. Rússar hafa náð stórum svæðum á sitt vald í austur- og suðurhluta Úkraínu, þar sem leppstjórnir þeirra hafa ítrekað boðað íbúakosningu um sameiningu við Rússland. 8.8.2022 12:19 Nowy ambasador US w Islandii Zeszłej nocy Senat USA zatwierdził propozycję Joe Bidena dotyczącą mianowania Carrin F. Patman ambasadorem USA w Islandii. 8.8.2022 12:17 Flakkari á siglingu um hrauntjörnina Það kennir ýmissa grasa þegar eldgos eiga í hlut. Eitt af því eru fyrirbæri sem minnir á fljótandi borgarísjaka í hrauntjörninni og hefur fengið heitið flakkari hér á landi. 8.8.2022 12:09 Sjö sóttu um tvö dómaraembætti Sjö umsækjendur sóttu um embætti veggja héraðsdómara, annars vegar með starfstöð við Héraðsdóm Reykjaness og hins vegar með starfstöð við Héraðsdóm Reykjavíkur. 8.8.2022 11:51 Björgunarsveitarmenn fái illt í hjartað þegar börn eru dregin að gosinu Svæðið við gosstöðvarnar verður áfram lokað í dag vegna veðuraðstæðna. Vegna lokunar verður tækifærið nýtt og gönguleið að gosstöðvunum lagfærð til að auðvelda aðkomu að þeim. 8.8.2022 11:37 Hádegisfréttir Bylgjunnar Eldgos, framhaldsskólar og húsnæðisverð verður meðal þess sem við fjöllum um í hádegisfréttum á Bylgjunni. 8.8.2022 11:31 „Ömurlegt að fá svona kvikindi inn í sín híbýli“ Einhver gæti kallað það glæp gegn mannkyni en þjófahyski gerði sér lítið fyrir og braust inn í geymslu Gunnars V. Andréssonar ljósmyndara og stálu myndavélum hans eins og þær lögðu sig. 8.8.2022 10:35 Segir árásina stórskaðlega og krefst aðgangs að svæðinu Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir loftárásina sem gerð var á kjarnorkuver í Zaporizhzhia vera stórskaðlega og kallar eftir því að alþjóðlegir rannsakendur fái aðgang að kjarnorkuverinu. Úkraínumenn og Rússar saka hvorir aðra um að hafa staðið að loftárásinni á kjarnorkuverið sem er það stærsta í Evrópu. 8.8.2022 10:25 Gosstöðvarnar áfram lokaðar í dag Tekin hefur verið ákvörðun um að lokað verði inn á gosstöðvarnar í Meradölum í dag vegna veðuraðstæðna en útlit er fyrir slæmt veður á svæðinu. 8.8.2022 09:23 Vinna við erfiðasta kaflann á vinsælustu gönguleiðinni hefst í dag Í dag er áætlað að unnið verði að því að lagfæra erfiðasta kaflann á svokallaðri A-gönguleið að eldgosinu í Meradölum. 8.8.2022 09:14 Í sjálfheldu þar sem þýskur ferðamaður lést nýverið Björgunarsveitir á Norðurlandi voru kallaðar út um miðja nótt eftir að tilkynning barst frá manni sem var í sjálfheldu í fjalllendi. Upphafleg staðsetning hans var talin vera á Stráfjalli og hófst leit þar um klukkan fjögur í nótt sem skilaði ekki árangri. 8.8.2022 08:33 Einn frægasti Jiu Jitsu-kappi heims skotinn í höfuðið af löggu á frívakt Leandro Lo, einn frægasti Jiu Jitsu-bardagamaður allra tíma, var skotinn í höfuðið á næturklúbbi í São Paulo í Brasilíu. Hinn 33 ára Brasilíumaður var staddur á skemmtanastað í Saude-hverfi borgarinnar þegar hann var skotinn af lögreglumanni á frívakt, að sögn lögreglu en sá er nú sagður vera á flótta. 8.8.2022 08:17 Rigning í kortunum þessa vikuna Skilin sem gengu yfir landið í gær eru nú komin norður fyrir land og í dag verða sunnan 8-15 m/s og skúrir, en lengst af þurrt og bjart veður á norðaustanverðu landinu. Næsta lægð kemur inn á Grænlandshaf seinnipartinn og þá færist úrkomubakki inn yfir sunnanvert landið með samfelldri rigningu. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast norðaustanlands. 8.8.2022 07:40 Eldur logaði við Lækjarskóla Eldur logaði í rusli á bak við Lækjarskóla í Hafnarfirði í gærkvöldi. Fram kemur í dagbók lögreglu að tilkynnt hafi verið um eld í gámi í hverfinu klukkan 21:57. 8.8.2022 07:37 Segja of snemmt að útiloka byggingu flugvallar í Hvassahrauni Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segja báðir rétt að bíða eftir niðurstöðum áhættumats Veðurstofu Íslands vegna flugvallar í Hvassahrauni; of snemmt sé að útiloka þann möguleika. 8.8.2022 07:25 Ekkert lát á ógnandi heræfingum Kínverja í kringum Taívan Kínverjar tilkynntu í morgun að þeir hefðu framlengt heræfingar sínar í kringum Taívan. Æfingarnar hafa truflað flutninga og flugsamgöngur síðustu daga ásamt því að auka á áhyggjur manna af því að Kínverjar hafi í hyggju að ráðast inn í landið. 8.8.2022 07:23 Öldungadeildin samþykkir sögulegt frumvarp í baráttunni gegn loftslagsbreytingum Öldungadeild bandaríska þingsins samþykkti í gær löggjöf sem kveður á um eina umfangsmestu fjárfestingu Bandaríkjanna í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum og til að lækka smásöluverð á lyfseðilsskyldum lyfjum. 8.8.2022 07:15 Tesla Model Y að verða mest seldi bíll heims Rafjepplingurinn Tesla Model Y er á hraðri leið með að vera mest seldi bíll ársins 2022 þegar horft er til tekna af sölu. Á næsta ári er útlit fyrir að Model Y verði mest seldi bíll heims þegar kemur að seldum eintökum. Það verður að teljast merkilegur árangur fyrir stóran rafbíl. 8.8.2022 07:00 Patman nýr sendiherra á Íslandi Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi tillögu Joes Biden um að skipa Carrin F. Patman í embætti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. 8.8.2022 06:49 Vopnahlé í kjölfar átaka á Gaza Heröfl Ísrael og Palestínu hafa samið um vopnahlé eftir þrjá daga af átökum en að minnsta kosti 43 eru látin vegna þeirra. Vopnahléið átti að hefjast klukkan hálf níu í kvöld á íslenskum tíma. 7.8.2022 21:24 Samtökin '78 rekin á yfirdráttarláni Samtökin 78 eru rekin með yfirdráttarláni, en samtökin hafa vaxið um sjö hundruð prósent á síðustu sex árum með tilheyrandi þjónustuþörf. Rekstrarvandinn hefur meðal annars í för með sér að biðtími í ráðgjöf hjá samtökunum er allt að sex vikur. 7.8.2022 21:00 Mjaldurinn í ánni Signu enn í vanda staddur Vannærður mjaldur fannst í ánni Signu nú á þriðjudag en mjaldurinn hefur neitað að borða þá fæðu sem honum hefur verið gefin og hefur vísindafólk á svæðinu miklar áhyggjur af heilsu hans. Líkurnar á því að hann komist aftur á sínar heimaslóðir séu hverfandi. 7.8.2022 20:28 Brjálað að gera á Salthússmarkaðnum á Stöðvarfirði Salthússmarkaðurinn á Stöðvarfirði hefur slegið í gegn hjá ferðamönnum í sumar en þar er hægt að fá alls konar handverk frá heimamönnum, meðal annars hunang úr túnfífli. Allur peningurinn, sem kemur inn á markaðnum fer til samfélagsmála í þorpinu. 7.8.2022 20:04 Þúsundir mættu til útfarar þeirra sem féllu í loftárásum Ísraela á borgina Rafah á Gaza í gær Þúsundir mættu til útfarar þeirra sem féllu í loftárásum Ísraela á borgina Rafah á Gaza í gær. Þegar hafa 29 palestínumenn fallið í átökunum sem hófust á föstudag, þar á meðal almennir borgarar og börn. 7.8.2022 20:01 Ekki útilokað að fleiri skjálftar verði Jarðeðlisfræðingur segir ekki útilokað að fleiri skjálftar, svipaðir þeim sem reið yfir í dag, verði á næstunni þó að spenna hafi að miklu leyti losnað á svæðinu. 7.8.2022 19:01 Maður féll í gil í Norðdal Maður féll niður í gil í Norðdal í dag og slasaðist töluvert að sögn Úlfars Arnar Hjartarsonar í svæðisstjórn björgunarsveitar á Ströndum. Fallið hafi verið um tuttugu til þrjátíu metrar. 7.8.2022 18:58 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Jarðeðlisfræðingur segir ekki útilokað að fleiri skjálftar, svipaðir þeim sem reið yfir í dag, verði á næstunni, þó að spenna hafi að miklu leyti losnað á svæðinu. 7.8.2022 18:01 Fiðla seld fyrir tvo milljarða króna Fiðla sem smíðuð var fyrir rúmum 300 árum, var seld í sumar á uppboði fyrir andvirði tveggja milljarða íslenskra króna. Ekki er vitað hver kaupandinn var. 7.8.2022 17:01 Rannsaka tuttugu og fimm þúsund meinta stríðsglæpi Yfirvöld í Úkraínu rannsaka rúmlega 25 þúsund meinta stríðsglæpi sem Rússar eiga að hafa framið í landinu síðan innrásin hófst í lok febrúar. 7.8.2022 16:30 Færeyingar segja nei takk við Herjólfi III Færeyingar hafa stofnað undirskriftarlista þess efnis að fá annað skip en Herjólfur III til þess að sigla milli Þórshafnar og Suðureyjar á meðan ferjan Smyril fer í slipp. Ekki sé nægt pláss í Herjólfi til að hann leysi Smyril af. 7.8.2022 16:16 Áfram lokað til morguns Lokað verður inn á gossvæðið áfram í kvöld vegna veðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. 7.8.2022 15:13 Ung börn örmögnuðust á leiðinni frá gosstöðvunum Erlendir ferðamenn fóru með tvö ung börn sín upp að gosstöðvunum í Meradölum í gærkvöldi. Á leiðinni niður örmögnuðust börnin í slæmum veðuraðstæðum. Leiðsögumaður sem var á svæðinu segir „firringu“ hafa átt sér stað í gærkvöldi. 7.8.2022 14:45 Áttatíu þúsund ferðamenn strandaglópar á „kínversku Hawaii“ Útgöngubann var sett á í borginni Sanya í Kína í gær eftir að 263 kórónuveirusmit greindust þar. Um það bil áttatíu þúsund ferðamenn eru nú staddir í borginni og komast þeir ekki neitt án þess að skila af sér fimm neikvæðum PCR-prófum á sjö dögum. 7.8.2022 14:39 Formaður VR slær verkföll í haust ekki út af borðinu Formaður VR segir stjórnvöld hafa sofið á verðinum í húsnæðismálum og ekki hafa efnt loforð úr síðustu kjarasamningum. Hann segir verkalýðshreyfinguna klára í slaginn og slær verkföll ekki út af borðinu. 7.8.2022 14:32 Rafmagnslaust í Húnaþingi vestra Rafmagni sló út í Húnaþingi vestra rétt fyrir klukkan tvö í dag. Bilunin varði í um fimmtán mínútur og rafmagn er aftur komið á. 7.8.2022 14:30 Sjá næstu 50 fréttir
Vægasti skammtur melatóníns verði ekki lyfseðilsskyldur Melatónín í lægri styrk en eitt milligramm á dag verður ekki lengur flokkað sem lyf heldur fæðubótarefni samkvæmt svari Lyfjastofnunar við álitsbeiðni Matvælastofnunar (MAST). Melatónín í hærri styrk en það verður áfram flokkað sem lyf. 8.8.2022 17:30
Nokkrir hópar taldir villtir við gosstöðvarnar Búið er að kalla út nokkrar björgunarsveitir af suðvesturhorni vegna hópa fólks sem taldir eru vera villtir á svæðinu við gosstöðvarnar við Meradali. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg er vitað um minnst tvo hópa sem eru týndir og er vitað af fleirum á svæðinu. 8.8.2022 16:32
Hörður dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn börnum Hörður Sigurjónsson, fyrrverandi lögreglumaður, var í síðustu viku sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn fjölmörgum börnum og dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar. Hann hefur verið nefndur snapchatperrinn í fjölmiðlum enda nálgaðist hann börnin á samfélagsmiðlinum Snapchat. 8.8.2022 16:29
Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Myndefni af afskræmdu líki úkraínsks hermanns sem fangaður var af Rússum hefur verið í dreifingu um helgina og vakið mikla reiði. Hermaðurinn virðist hafa verið afhöfðaður og höfði hans og höndum komið fyrir á skafti í borginni Popasna í Úkraínu. 8.8.2022 16:21
Vill að tilmæli verði gefin út um göngu barna að gosinu Borgarfulltrúi Flokks fólksins mælist til þess að yfirvöld gefi út sérstök tilmæli til foreldra að þeir taki fyrirmælum um að fara ekki með ung börn sín að eldgosinu í Meradal alvarlega. 8.8.2022 15:33
Vildi herforingja eins og Hitler Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa spurt aðstoðarmann sinn af hverju herforingjar hans gætu ekki verið eins og herforingjar Adolfs Hitler. Þeir hefðu verið algjörlega hliðhollir Hitler og gert það sem hann sagði þeim að gera. 8.8.2022 15:03
Gul viðvörun á Suðurlandi vegna rigningar Gul veðurviðvörun vegna talsverðrar eða mikillar rigningar er í gildi á Suðurlandi frá klukkan 15 í dag til hádegis á morgun. 8.8.2022 14:55
Íslendingarnir hafi forðast sendinefnd Namibíu Þeir Íslendingar sem sendinefnd namibískra stjórnvalda vildi ræða við hér á landi fyrr í sumar eru sagðir hafa forðast það með öllum ráðum að ræða við nefndina. Nefndin var send hingað til lands til þess að ræða framsal þriggja Íslendinga sem áttu hlut að meintum mútugreiðslum til áhrifamanna í sjávarútvegi í Namibíu. 8.8.2022 13:42
Margfalt fleirum hafnað um nám í starfsnámi Gögn frá Menntamálastofnun sýna að margfalt fleirum er hlutfallslega hafnað um skólavist í starfsnámi í framhaldsskóla en í bóknámi á Íslandi. Um þriðjungur umsækjenda í Tækniskólanum var hafnað í haust. Verzlunarskólinn er vinsælasti bóknámsskólinn, en hann er alveg sprunginn á plássi. 8.8.2022 12:46
Zamknięto dostęp do wulkanu Ze względu na bardzo trudne warunki pogodowe, podjęto decyzję o dalszym zamknięciu dostępu do erupcji w Medardalur. Zgodnie z prognozami pogody, na południowym-zachodzie kraju spodziewana jest bardzo zła pogoda. 8.8.2022 12:24
Medvedev segir Nató dreifa sér eins og krabbamein Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í gær að hvorki Úkraínumenn né bandamenn þeirra myndu ganga til viðræðna við Rússa ef þeir efndu til atkvæðagreiðsla um innlimun á hernumdum svæðum. Rússar hafa náð stórum svæðum á sitt vald í austur- og suðurhluta Úkraínu, þar sem leppstjórnir þeirra hafa ítrekað boðað íbúakosningu um sameiningu við Rússland. 8.8.2022 12:19
Nowy ambasador US w Islandii Zeszłej nocy Senat USA zatwierdził propozycję Joe Bidena dotyczącą mianowania Carrin F. Patman ambasadorem USA w Islandii. 8.8.2022 12:17
Flakkari á siglingu um hrauntjörnina Það kennir ýmissa grasa þegar eldgos eiga í hlut. Eitt af því eru fyrirbæri sem minnir á fljótandi borgarísjaka í hrauntjörninni og hefur fengið heitið flakkari hér á landi. 8.8.2022 12:09
Sjö sóttu um tvö dómaraembætti Sjö umsækjendur sóttu um embætti veggja héraðsdómara, annars vegar með starfstöð við Héraðsdóm Reykjaness og hins vegar með starfstöð við Héraðsdóm Reykjavíkur. 8.8.2022 11:51
Björgunarsveitarmenn fái illt í hjartað þegar börn eru dregin að gosinu Svæðið við gosstöðvarnar verður áfram lokað í dag vegna veðuraðstæðna. Vegna lokunar verður tækifærið nýtt og gönguleið að gosstöðvunum lagfærð til að auðvelda aðkomu að þeim. 8.8.2022 11:37
Hádegisfréttir Bylgjunnar Eldgos, framhaldsskólar og húsnæðisverð verður meðal þess sem við fjöllum um í hádegisfréttum á Bylgjunni. 8.8.2022 11:31
„Ömurlegt að fá svona kvikindi inn í sín híbýli“ Einhver gæti kallað það glæp gegn mannkyni en þjófahyski gerði sér lítið fyrir og braust inn í geymslu Gunnars V. Andréssonar ljósmyndara og stálu myndavélum hans eins og þær lögðu sig. 8.8.2022 10:35
Segir árásina stórskaðlega og krefst aðgangs að svæðinu Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir loftárásina sem gerð var á kjarnorkuver í Zaporizhzhia vera stórskaðlega og kallar eftir því að alþjóðlegir rannsakendur fái aðgang að kjarnorkuverinu. Úkraínumenn og Rússar saka hvorir aðra um að hafa staðið að loftárásinni á kjarnorkuverið sem er það stærsta í Evrópu. 8.8.2022 10:25
Gosstöðvarnar áfram lokaðar í dag Tekin hefur verið ákvörðun um að lokað verði inn á gosstöðvarnar í Meradölum í dag vegna veðuraðstæðna en útlit er fyrir slæmt veður á svæðinu. 8.8.2022 09:23
Vinna við erfiðasta kaflann á vinsælustu gönguleiðinni hefst í dag Í dag er áætlað að unnið verði að því að lagfæra erfiðasta kaflann á svokallaðri A-gönguleið að eldgosinu í Meradölum. 8.8.2022 09:14
Í sjálfheldu þar sem þýskur ferðamaður lést nýverið Björgunarsveitir á Norðurlandi voru kallaðar út um miðja nótt eftir að tilkynning barst frá manni sem var í sjálfheldu í fjalllendi. Upphafleg staðsetning hans var talin vera á Stráfjalli og hófst leit þar um klukkan fjögur í nótt sem skilaði ekki árangri. 8.8.2022 08:33
Einn frægasti Jiu Jitsu-kappi heims skotinn í höfuðið af löggu á frívakt Leandro Lo, einn frægasti Jiu Jitsu-bardagamaður allra tíma, var skotinn í höfuðið á næturklúbbi í São Paulo í Brasilíu. Hinn 33 ára Brasilíumaður var staddur á skemmtanastað í Saude-hverfi borgarinnar þegar hann var skotinn af lögreglumanni á frívakt, að sögn lögreglu en sá er nú sagður vera á flótta. 8.8.2022 08:17
Rigning í kortunum þessa vikuna Skilin sem gengu yfir landið í gær eru nú komin norður fyrir land og í dag verða sunnan 8-15 m/s og skúrir, en lengst af þurrt og bjart veður á norðaustanverðu landinu. Næsta lægð kemur inn á Grænlandshaf seinnipartinn og þá færist úrkomubakki inn yfir sunnanvert landið með samfelldri rigningu. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast norðaustanlands. 8.8.2022 07:40
Eldur logaði við Lækjarskóla Eldur logaði í rusli á bak við Lækjarskóla í Hafnarfirði í gærkvöldi. Fram kemur í dagbók lögreglu að tilkynnt hafi verið um eld í gámi í hverfinu klukkan 21:57. 8.8.2022 07:37
Segja of snemmt að útiloka byggingu flugvallar í Hvassahrauni Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segja báðir rétt að bíða eftir niðurstöðum áhættumats Veðurstofu Íslands vegna flugvallar í Hvassahrauni; of snemmt sé að útiloka þann möguleika. 8.8.2022 07:25
Ekkert lát á ógnandi heræfingum Kínverja í kringum Taívan Kínverjar tilkynntu í morgun að þeir hefðu framlengt heræfingar sínar í kringum Taívan. Æfingarnar hafa truflað flutninga og flugsamgöngur síðustu daga ásamt því að auka á áhyggjur manna af því að Kínverjar hafi í hyggju að ráðast inn í landið. 8.8.2022 07:23
Öldungadeildin samþykkir sögulegt frumvarp í baráttunni gegn loftslagsbreytingum Öldungadeild bandaríska þingsins samþykkti í gær löggjöf sem kveður á um eina umfangsmestu fjárfestingu Bandaríkjanna í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum og til að lækka smásöluverð á lyfseðilsskyldum lyfjum. 8.8.2022 07:15
Tesla Model Y að verða mest seldi bíll heims Rafjepplingurinn Tesla Model Y er á hraðri leið með að vera mest seldi bíll ársins 2022 þegar horft er til tekna af sölu. Á næsta ári er útlit fyrir að Model Y verði mest seldi bíll heims þegar kemur að seldum eintökum. Það verður að teljast merkilegur árangur fyrir stóran rafbíl. 8.8.2022 07:00
Patman nýr sendiherra á Íslandi Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi tillögu Joes Biden um að skipa Carrin F. Patman í embætti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. 8.8.2022 06:49
Vopnahlé í kjölfar átaka á Gaza Heröfl Ísrael og Palestínu hafa samið um vopnahlé eftir þrjá daga af átökum en að minnsta kosti 43 eru látin vegna þeirra. Vopnahléið átti að hefjast klukkan hálf níu í kvöld á íslenskum tíma. 7.8.2022 21:24
Samtökin '78 rekin á yfirdráttarláni Samtökin 78 eru rekin með yfirdráttarláni, en samtökin hafa vaxið um sjö hundruð prósent á síðustu sex árum með tilheyrandi þjónustuþörf. Rekstrarvandinn hefur meðal annars í för með sér að biðtími í ráðgjöf hjá samtökunum er allt að sex vikur. 7.8.2022 21:00
Mjaldurinn í ánni Signu enn í vanda staddur Vannærður mjaldur fannst í ánni Signu nú á þriðjudag en mjaldurinn hefur neitað að borða þá fæðu sem honum hefur verið gefin og hefur vísindafólk á svæðinu miklar áhyggjur af heilsu hans. Líkurnar á því að hann komist aftur á sínar heimaslóðir séu hverfandi. 7.8.2022 20:28
Brjálað að gera á Salthússmarkaðnum á Stöðvarfirði Salthússmarkaðurinn á Stöðvarfirði hefur slegið í gegn hjá ferðamönnum í sumar en þar er hægt að fá alls konar handverk frá heimamönnum, meðal annars hunang úr túnfífli. Allur peningurinn, sem kemur inn á markaðnum fer til samfélagsmála í þorpinu. 7.8.2022 20:04
Þúsundir mættu til útfarar þeirra sem féllu í loftárásum Ísraela á borgina Rafah á Gaza í gær Þúsundir mættu til útfarar þeirra sem féllu í loftárásum Ísraela á borgina Rafah á Gaza í gær. Þegar hafa 29 palestínumenn fallið í átökunum sem hófust á föstudag, þar á meðal almennir borgarar og börn. 7.8.2022 20:01
Ekki útilokað að fleiri skjálftar verði Jarðeðlisfræðingur segir ekki útilokað að fleiri skjálftar, svipaðir þeim sem reið yfir í dag, verði á næstunni þó að spenna hafi að miklu leyti losnað á svæðinu. 7.8.2022 19:01
Maður féll í gil í Norðdal Maður féll niður í gil í Norðdal í dag og slasaðist töluvert að sögn Úlfars Arnar Hjartarsonar í svæðisstjórn björgunarsveitar á Ströndum. Fallið hafi verið um tuttugu til þrjátíu metrar. 7.8.2022 18:58
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Jarðeðlisfræðingur segir ekki útilokað að fleiri skjálftar, svipaðir þeim sem reið yfir í dag, verði á næstunni, þó að spenna hafi að miklu leyti losnað á svæðinu. 7.8.2022 18:01
Fiðla seld fyrir tvo milljarða króna Fiðla sem smíðuð var fyrir rúmum 300 árum, var seld í sumar á uppboði fyrir andvirði tveggja milljarða íslenskra króna. Ekki er vitað hver kaupandinn var. 7.8.2022 17:01
Rannsaka tuttugu og fimm þúsund meinta stríðsglæpi Yfirvöld í Úkraínu rannsaka rúmlega 25 þúsund meinta stríðsglæpi sem Rússar eiga að hafa framið í landinu síðan innrásin hófst í lok febrúar. 7.8.2022 16:30
Færeyingar segja nei takk við Herjólfi III Færeyingar hafa stofnað undirskriftarlista þess efnis að fá annað skip en Herjólfur III til þess að sigla milli Þórshafnar og Suðureyjar á meðan ferjan Smyril fer í slipp. Ekki sé nægt pláss í Herjólfi til að hann leysi Smyril af. 7.8.2022 16:16
Áfram lokað til morguns Lokað verður inn á gossvæðið áfram í kvöld vegna veðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. 7.8.2022 15:13
Ung börn örmögnuðust á leiðinni frá gosstöðvunum Erlendir ferðamenn fóru með tvö ung börn sín upp að gosstöðvunum í Meradölum í gærkvöldi. Á leiðinni niður örmögnuðust börnin í slæmum veðuraðstæðum. Leiðsögumaður sem var á svæðinu segir „firringu“ hafa átt sér stað í gærkvöldi. 7.8.2022 14:45
Áttatíu þúsund ferðamenn strandaglópar á „kínversku Hawaii“ Útgöngubann var sett á í borginni Sanya í Kína í gær eftir að 263 kórónuveirusmit greindust þar. Um það bil áttatíu þúsund ferðamenn eru nú staddir í borginni og komast þeir ekki neitt án þess að skila af sér fimm neikvæðum PCR-prófum á sjö dögum. 7.8.2022 14:39
Formaður VR slær verkföll í haust ekki út af borðinu Formaður VR segir stjórnvöld hafa sofið á verðinum í húsnæðismálum og ekki hafa efnt loforð úr síðustu kjarasamningum. Hann segir verkalýðshreyfinguna klára í slaginn og slær verkföll ekki út af borðinu. 7.8.2022 14:32
Rafmagnslaust í Húnaþingi vestra Rafmagni sló út í Húnaþingi vestra rétt fyrir klukkan tvö í dag. Bilunin varði í um fimmtán mínútur og rafmagn er aftur komið á. 7.8.2022 14:30