Fleiri fréttir Hótel taki herbergi undir starfsfólk vegna húsnæðisskorts Húsnæðisvandi hefur hamlandi áhrif á ferðaþjónustuna hér á landi, sem er nú að rétta sig af eftir faraldurinn. Erlendu starfsfólki hefur fjölgað í greininni og það aukið eftirspurn eftir húsnæði. Talsmaður greinarinnar kallar eftir því að stjórnvöld láti verkin tala. 5.6.2022 18:38 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum fjöllum við um morðrannsókn. Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald, grunaður um að hafa orðið nágranna sínum að bana í gær. Lögregla hafði fyrr um daginn verið kölluð til vegna hegðunar mannsins en ekki fjarlægt hann. Við ræðum við lögreglu í fréttatímanum. 5.6.2022 18:07 Apabólutilfelli utan Afríku hafa þrefaldast á einni viku Alls hafa 780 greinst smitaðir af sjúkdómnum apabólu utan Afríku. Fjöldi þeirra hefur tæplega þrefaldast á aðeins einn viku en fyrir einni viku síðan höfðu 257 greinst smitaðir af sjúkdómnum. 5.6.2022 18:02 Fáránlegt að fara gegn sjötíu ára baráttu verkalýðshreyfingarinnar Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og Sigmar Vilhjálmsson, stjórnarmaður í Atvinnufjelaginu, tókust hart á um launamál í Sprengisandi hjá Kristjáni Kristjánssyni í dag. Sigmar vill horfa til Norðurlandanna, þar sé dagtaxti hærri og í staðinn sé prósentuálag á hann lægra. Flosi taldi aðferðafræði Sigmars vitlausa þar sem ekki væri hægt að yfirfæra hluta úr heildarkerfum annarra landa yfir til Íslands. 5.6.2022 17:33 Öskugos hafið á Filippseyjum Öskugos hófst á Filippseyjum í morgun í fjalli suðaustur af Maníla, höfuðborg landsins. Öskuskýið frá fjallinu nær um kílómeter upp í himininn og ösku hefur rignt yfir nærliggjandi bæi. 5.6.2022 17:15 Úrskurðaður í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald Karlmaður sem grunaður er um að hafa barið nágranna sinn til bana í gær var í dag úrskurðaður í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 5.6.2022 16:25 Orðuveitingar frá Póllandi á Selfossi Það var hátíðleg stund í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi fyrir helgi þegar fulltrúar Medalíu Ríkismenntamálanefndar Póllands mættu til að heiðra fjóra starfsmenn með orðum fyrir frábært starf fyrir að sinna nemendum af pólskum uppruna vel og allri þjónustu við þá og forráðamenn þeirra til margra ára. 5.6.2022 16:16 Fyrrverandi nágranni segir manninn hafa þurft sértæk úrræði Skúli Þór Hilmarsson bjó í þrettán ár í sama húsi og maðurinn sem grunaður er um að hafa barið nágranna sinn til bana í gær. Hann segir manninn hafa skapað ógn og mörgum hafi staðið stuggur af honum í lengri tíma. Lögreglu hafi verið gert viðvart í fjölda skipta en vegna úrræðaleysis hafi ekkert gerst í málinu. 5.6.2022 15:41 Fjarlægðu ekki manninn þrátt fyrir tvær tilkynningar um ofbeldisfulla hegðun Maðurinn sem lögregla telur að hafi verið myrtur í Barðavogi í Reykjavík í gær og sá sem handtekinn var grunaður um morðið bjuggu í sama húsi. Aðstoðar lögreglu hafði verið óskað vegna þess síðarnefnda fyrr um daginn. Þetta herma heimildir fréttastofu. 5.6.2022 13:54 Fólk sem gagnrýndi kerfið á ekki upp á pallborðið Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, gagnrýnir val ráðherra á því fólki sem skipar starfshóp til að greina áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi. Hann segir ávallt byrjað á öfugum enda í aðgerðum sem þessum þar sem hagsmunaaðilar eru kallaðir strax til og vísindalegar aðferðir mega sín lítils. 5.6.2022 13:30 Pútín hótar Vesturlöndum með nýjum skotmörkum Vladimir Pútín Rússlandsforesti hótar að Rússir geri árásir á ný skotmörk innan Úkraínu ef Bandaríkin útvega Úkraínu langdrægar eldflaugar, segir í ríkismiðli Rússlands. 5.6.2022 13:24 Magnús Hlynur mætti óvænt í Stykkishólm Hvar er Magnús Hlynur? Já, það var spurning gærkvöldsins í fréttum Stöðvar 2, því hann er á hringferð um landið í þeim tilgangi að sækja jákvæðar og skemmtilegar fréttir, sem við fáum að sjá öll laugardagskvöld í júní og júlí í fréttatímum Stöðvar 2 og á Vísi. 5.6.2022 12:15 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu, um morðrannsókn. Tengsl voru á milli mannsins sem lögregla telur að hafi verið myrtur í Barðavogi í Reykjavík í gærkvöldi, og þess sem lögregla hefur handtekið grunaðan um morðið. Lögreglan vinnur nú að því að ræða við hugsanleg vitni. 5.6.2022 11:46 Tengsl milli þess látna og grunaðs morðingja Tengsl voru á milli mannsins sem lögregla telur að hafi verið myrtur í Barðavogi í Reykjavík í gærkvöldi, og þess sem lögregla hefur handtekið grunaðan um morðið. Lögreglan vinnur nú að því að ræða við hugsanleg vitni. 5.6.2022 11:46 Þrír látnir og ellefu særðir eftir skotárás í Fíladelfíu Þrír eru látnir og að minnsta kosti ellefu særðir eftir skotárás sem átti sér stað skömmu fyrir miðnætti í miðbæ Fíladelfíu-borgar í gærkvöldi. 5.6.2022 11:01 Rússar beina sjónum sínum að Kænugarði Einn særðist eftir eldflaugaárás Rússa á Kænugarð í morgun, segir Vitali Klitschko, borgarstjóri höfuðborgarinnar. Þá er hart barist í borginni Sjevjeródonetsk þar sem þúsundir almennra borgara hafa leitað sér skjóls í kjöllurum. 5.6.2022 10:01 Skrifa undir samning um nýja ratsjárstöð NATO í Færeyjum Landsstjórn Færeyja og ríkisstjórn Danmerkur hafa náð samkomulagi um uppsetningu nýrrar ratsjárstöðvar NATO á Sornfelli í Færeyjum. Áformað er að utanríkisráðherra Færeyja, Jenis av Rana, og varnarmálaráðherra Danmerkur, Morten Bødskov, undirriti samninginn í Hoyvík næstkomandi fimmtudag í tengslum við fund Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, með leiðtogum Færeyinga og Grænlendinga í Þórshöfn í vikunni. 5.6.2022 09:25 Minnst 34 látin eftir sprengingu á gámasvæði í Bangladess Minnst 34 eru látin og hundruð til viðbótar eru alvarlega særð eftir mikla sprengingu og eld sem kviknaði á gámasvæði nálægt borginni Chittagong í Bangladess. 5.6.2022 09:07 Ekið á hjólreiðamann, yfir hjólið og svo af vettvangi Umferðarslys varð í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöld þegar ekið var á hjólreiðamann. Að sögn vitna hafði ökumaður bifreiðarinnar verið að þenja bifreiðina og flauta áður en hann ók á reiðhjólamanninn sem datt í götuna og bifreiðinni var ekið yfir hjólið. 5.6.2022 08:16 Hlýjast á Austurlandi í dag Von er á ágætis verðri í dag en samkvæmt spá Veðurstofunnar verður hlýjast á Austurlandi. 5.6.2022 07:50 Barsmíðar hafi leitt til dauða mannsins Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í gærkvöld vegna gruns um morð í Barðavogi í Reykjavík. 5.6.2022 07:34 Tiger King stjarnan Doc Antle handtekin fyrir peningaþvætti Tiger King stjarnan Bhagavan „Doc“ Antle hefur verið handtekinn af bandarísku alríkislögreglunni, FBI, og verður færður fyrir dómara á mánudag þar sem hann verður ákærður fyrir peningaþvætti. 4.6.2022 23:12 Segir ekki á dagskrá hjá borginni að fjölga auglýsingaskiltum Deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg segir borgina meðvitaða um gagnrýni á fjölda auglýsingaskilta á borgarlandi og að hún sé skiljanleg. Ekki standi til að fjölga skiltum í borginni. 4.6.2022 22:33 Langt komin í yfirferð á flestum málum og horfa til þriðjudags Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar munu halda meirihlutaviðræðum áfram um helgina. Oddviti Framsóknar segir yfirferð á flestum málaflokkum langt komna og góður samhljómur sé um stóru málin. Meirihlutasamstarf sé þó ekki í höfn fyrr en að öllu ferlinu loknu. 4.6.2022 21:31 Karlmaður á þrítugsaldri handtekinn vegna gruns um morð í austurborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hugsanlegt morð í austurbæ Reykjavíkur í kvöld. Mikill viðbúnaður var á vettvangi í kvöld. 4.6.2022 21:23 Íbúum Hong Kong bannað að minnast blóðbaðsins 1989 þriðja árið í röð Íbúum Hong Kong var í dag bannað að minnast blóðbaðsins á Torgi hins himneska friðar, sem gerðist á þessum degi árið 1989. Þetta er þriðja árið í röð sem þeim er bannað að minnast ódæðisverkanna en öryggissveitir mátti sjá á hverju götuhorni í borginni í dag í tilefni dagsins. 4.6.2022 20:57 Stjórn Íslensku óperunnar hefur greitt Þóru Óperusöngkonan Þóra Einarsdóttir segist ekkert hafa heyrt frá stjórn Íslensku óperunnar vegna dóms Landsréttar í máli þeirra. Stjórnin sagði í tilkynningu í gær að búið væri að greiða henni vangoldin laun og ræða við fulltrúa söngvara um framtíðina. 4.6.2022 20:31 „Ræðum allar hugmyndir sem upp koma ef eitthvað vit er í þeim“ Atvinnurekandi segir vert að skoða hvort lækka eigi launabil milli dagvinnu og kvöld- og helgarvinnu. Slík nálgun á næstu kjarasamninga myndi koma í veg fyrir hækkandi vöruverð. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir ekkert vit í slíkum hugmyndum 4.6.2022 19:27 Sá fimmti fannst látinn eftir lestarslys í Þýskalandi Viðbragðsaðilar fundu í dag líkamsleifar í braki lestar sem fór af teinunum í suðurhluta Þýskalands í gær. Það er því ljóst að minnst fimm létust í slysinu, en ekki fjórir eins og áður var talið. 4.6.2022 18:51 Meintur banamaður Litvinenkos lést úr Covid Annar mannanna, sem sakaður er um að hafa banað Alexander Litvinenko í Lundúnum, er látinn úr Covid-19. 4.6.2022 18:29 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Atvinnurekandi segir vert að skoða hvort lækka eigi launabil milli dagvinnu og kvöld- og helgarvinnu. Slík nálgun á næstu kjarasamninga myndi koma í veg fyrir hækkandi vöruverð. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir ekkert vit í slíkum hugmyndum. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 4.6.2022 18:05 Strípalingur, harmonikkuspilari og vinnuvélabruni meðal verkefna lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur þrátt fyrir gott veður þurft að glíma við ýmis verkefni í dag. Eins og lögregla skrifar sjálf í dagbók sína virðist sumarhitinn hafa farið misvel í fólk. 4.6.2022 18:02 Einn lést þegar hraðlest fór af teinunum í Suður-Kína Lestarstjóri lést og átta aðrir slösuðust þegar hraðlest fór af teinunum á leiðinni til Rongjiang-sýslu í Guizhou-héraði í Suður-Kína. Lestin klessti á aurskriðu sem hafði fallið á teinana með þeim afleiðingum að hún fór af teinunum. 4.6.2022 16:07 Fluttur á Landspítala eftir vélsleðaslys Þyrla Landhelgisgæslunnar var í dag kölluð út að sækja mann sem hafði slasast á vélsleða á Geldingafelli við Langjökul. Ekki er vitað um alvarleika slyssins. 4.6.2022 15:59 Illindi milli fyrrum þingmanna Pírata: „Ég skammast mín ekki fyrir neitt“ Gunnar Hrafn Jónsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, birti færslu á Facebook í dag þar sem hann ásakar Helga Hrafn Gunnarsson, annan fyrrverandi þingmann Pírata, um að hafa bannað honum að bjóða sig fram í prófkjöri Pírata fyrir þarsíðustu þingkosningar. 4.6.2022 15:50 Nýnasistar handteknir fyrir skipulagningu „gyðingaveiði“ á fótboltaleik Fjórir karlmenn á aldrinum 45-53 ára, sem eru viðriðnir öfga-hægri hóp í Frakklandi, eru grunaðir um að hafa haft í hyggju að „veiða gyðinga“ á fótboltaleik í Strasbourg. 4.6.2022 15:05 Air Canada wznowiła loty z lotniska Keflavík Po dwóch latach przerwy kanadyjskie linie lotnicze Air Canada wznowiły letnie loty między Toronto i Montrealem i lotniskiem w Keflaviku. 4.6.2022 14:36 Myrtar fyrir að vilja skilja við eiginmenn sína Tvær ungar konur, búsettar í Barcelona á Spáni, voru myrtar í heimalandi sínu Pakistan, þegar þær neituðu að taka eiginmenn sína með heim til Spánar. Þær voru þvingaðar til að giftast frændum sínum fyrir nokkrum árum. Málið hefur beint sjónum Spánverja að þvinguðum hjónaböndum. 4.6.2022 14:32 Vinna ríkisstjórnarinnar ótrúverðug ef frumvarp Jóns nær fram að ganga Þingmaður Pírata segir að ríkisstjórnin geti ekki sett á fót ráðherranefnd sem endurskoða eigi útlendingamál á sama tíma og samþykkja eigi útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra. Forsætisráðherra segir að með nefndinni sé verið að setja útlendingamál í forgang. 4.6.2022 12:59 Mikil fækkun búa ógnar dreifðri byggð Búum í landbúnaðargreinum hefur fækkað um 375 á landinu frá árinu 2008 til 2020. Formaður bændasamtakanna hefur áhyggjur af fækkun búa sem hann segir stoð dreifðari byggða. 4.6.2022 12:29 Álag vegna fjarkennslu skuli greitt á hættustundu Félagsdómur felldi á þriðjudag dóm í tvíþættu máli Félags grunnskólakennara gegn Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Fallist var á kröfu félagsins um 50 prósent fjarkennsluálag en kröfu um yfirvinnugreiðslu vegna tilfærslu á vinnutíma kennara innan sömu vinnuviku, á tímum hæsta neyðarstigs almannavarna, var hafnað. 4.6.2022 12:26 Vaktin: Hundruðir flýja Slóvíansk daglega Hundruðir manna flýja borgina Slóvíansk í austur Úkraínu daglega og tölur brottfluttra hafa næstum tvöfaldast í þessari viku. Loftárás sem drap þrjár manneskjur í borginni á þriðjudag hefur valdið þessum aukna fólksflótta, segir Vadym Lyakh, yfirmaður herstjórnar í Slóvíansk. 4.6.2022 08:53 Sólríkt víðast hvar á landinu í dag Fínasta veður er í kortunum í dag og sólríkt víða á landinu. Vestan og norðvestan 3-8 í dag og léttir víða til, en 5-10 og lítilsháttar væta á Norðausturlandi fyrir hádegi. Hiti frá 6 stigum við norðurströndina, upp í 16 stig á Suðausturlandi. 4.6.2022 08:00 Til vandræða hjá Landspítala og handtekinn með fíkniefni Ungur maður var handtekinn við Landspítalann í Fossvogi í nótt laust upp úr miðnætti þar sem hann var til vandræða og fór ekki að fyrirmælum lögreglu. Við vistun hans í fangageymslu fundust fíkniefni í fórum mannsins. 4.6.2022 07:49 Framkvæmdastjóri Ford vill loka umboðum og hætta að auglýsa Jim Farley vill selja rafknúna Ford bíla á netinu, losa Ford við lagerstöðu umboðanna og breyta núverandi sölustöðum í háklassa þjónustumiðstöðvar. 4.6.2022 07:02 Sjá næstu 50 fréttir
Hótel taki herbergi undir starfsfólk vegna húsnæðisskorts Húsnæðisvandi hefur hamlandi áhrif á ferðaþjónustuna hér á landi, sem er nú að rétta sig af eftir faraldurinn. Erlendu starfsfólki hefur fjölgað í greininni og það aukið eftirspurn eftir húsnæði. Talsmaður greinarinnar kallar eftir því að stjórnvöld láti verkin tala. 5.6.2022 18:38
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum fjöllum við um morðrannsókn. Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald, grunaður um að hafa orðið nágranna sínum að bana í gær. Lögregla hafði fyrr um daginn verið kölluð til vegna hegðunar mannsins en ekki fjarlægt hann. Við ræðum við lögreglu í fréttatímanum. 5.6.2022 18:07
Apabólutilfelli utan Afríku hafa þrefaldast á einni viku Alls hafa 780 greinst smitaðir af sjúkdómnum apabólu utan Afríku. Fjöldi þeirra hefur tæplega þrefaldast á aðeins einn viku en fyrir einni viku síðan höfðu 257 greinst smitaðir af sjúkdómnum. 5.6.2022 18:02
Fáránlegt að fara gegn sjötíu ára baráttu verkalýðshreyfingarinnar Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og Sigmar Vilhjálmsson, stjórnarmaður í Atvinnufjelaginu, tókust hart á um launamál í Sprengisandi hjá Kristjáni Kristjánssyni í dag. Sigmar vill horfa til Norðurlandanna, þar sé dagtaxti hærri og í staðinn sé prósentuálag á hann lægra. Flosi taldi aðferðafræði Sigmars vitlausa þar sem ekki væri hægt að yfirfæra hluta úr heildarkerfum annarra landa yfir til Íslands. 5.6.2022 17:33
Öskugos hafið á Filippseyjum Öskugos hófst á Filippseyjum í morgun í fjalli suðaustur af Maníla, höfuðborg landsins. Öskuskýið frá fjallinu nær um kílómeter upp í himininn og ösku hefur rignt yfir nærliggjandi bæi. 5.6.2022 17:15
Úrskurðaður í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald Karlmaður sem grunaður er um að hafa barið nágranna sinn til bana í gær var í dag úrskurðaður í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 5.6.2022 16:25
Orðuveitingar frá Póllandi á Selfossi Það var hátíðleg stund í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi fyrir helgi þegar fulltrúar Medalíu Ríkismenntamálanefndar Póllands mættu til að heiðra fjóra starfsmenn með orðum fyrir frábært starf fyrir að sinna nemendum af pólskum uppruna vel og allri þjónustu við þá og forráðamenn þeirra til margra ára. 5.6.2022 16:16
Fyrrverandi nágranni segir manninn hafa þurft sértæk úrræði Skúli Þór Hilmarsson bjó í þrettán ár í sama húsi og maðurinn sem grunaður er um að hafa barið nágranna sinn til bana í gær. Hann segir manninn hafa skapað ógn og mörgum hafi staðið stuggur af honum í lengri tíma. Lögreglu hafi verið gert viðvart í fjölda skipta en vegna úrræðaleysis hafi ekkert gerst í málinu. 5.6.2022 15:41
Fjarlægðu ekki manninn þrátt fyrir tvær tilkynningar um ofbeldisfulla hegðun Maðurinn sem lögregla telur að hafi verið myrtur í Barðavogi í Reykjavík í gær og sá sem handtekinn var grunaður um morðið bjuggu í sama húsi. Aðstoðar lögreglu hafði verið óskað vegna þess síðarnefnda fyrr um daginn. Þetta herma heimildir fréttastofu. 5.6.2022 13:54
Fólk sem gagnrýndi kerfið á ekki upp á pallborðið Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, gagnrýnir val ráðherra á því fólki sem skipar starfshóp til að greina áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi. Hann segir ávallt byrjað á öfugum enda í aðgerðum sem þessum þar sem hagsmunaaðilar eru kallaðir strax til og vísindalegar aðferðir mega sín lítils. 5.6.2022 13:30
Pútín hótar Vesturlöndum með nýjum skotmörkum Vladimir Pútín Rússlandsforesti hótar að Rússir geri árásir á ný skotmörk innan Úkraínu ef Bandaríkin útvega Úkraínu langdrægar eldflaugar, segir í ríkismiðli Rússlands. 5.6.2022 13:24
Magnús Hlynur mætti óvænt í Stykkishólm Hvar er Magnús Hlynur? Já, það var spurning gærkvöldsins í fréttum Stöðvar 2, því hann er á hringferð um landið í þeim tilgangi að sækja jákvæðar og skemmtilegar fréttir, sem við fáum að sjá öll laugardagskvöld í júní og júlí í fréttatímum Stöðvar 2 og á Vísi. 5.6.2022 12:15
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu, um morðrannsókn. Tengsl voru á milli mannsins sem lögregla telur að hafi verið myrtur í Barðavogi í Reykjavík í gærkvöldi, og þess sem lögregla hefur handtekið grunaðan um morðið. Lögreglan vinnur nú að því að ræða við hugsanleg vitni. 5.6.2022 11:46
Tengsl milli þess látna og grunaðs morðingja Tengsl voru á milli mannsins sem lögregla telur að hafi verið myrtur í Barðavogi í Reykjavík í gærkvöldi, og þess sem lögregla hefur handtekið grunaðan um morðið. Lögreglan vinnur nú að því að ræða við hugsanleg vitni. 5.6.2022 11:46
Þrír látnir og ellefu særðir eftir skotárás í Fíladelfíu Þrír eru látnir og að minnsta kosti ellefu særðir eftir skotárás sem átti sér stað skömmu fyrir miðnætti í miðbæ Fíladelfíu-borgar í gærkvöldi. 5.6.2022 11:01
Rússar beina sjónum sínum að Kænugarði Einn særðist eftir eldflaugaárás Rússa á Kænugarð í morgun, segir Vitali Klitschko, borgarstjóri höfuðborgarinnar. Þá er hart barist í borginni Sjevjeródonetsk þar sem þúsundir almennra borgara hafa leitað sér skjóls í kjöllurum. 5.6.2022 10:01
Skrifa undir samning um nýja ratsjárstöð NATO í Færeyjum Landsstjórn Færeyja og ríkisstjórn Danmerkur hafa náð samkomulagi um uppsetningu nýrrar ratsjárstöðvar NATO á Sornfelli í Færeyjum. Áformað er að utanríkisráðherra Færeyja, Jenis av Rana, og varnarmálaráðherra Danmerkur, Morten Bødskov, undirriti samninginn í Hoyvík næstkomandi fimmtudag í tengslum við fund Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, með leiðtogum Færeyinga og Grænlendinga í Þórshöfn í vikunni. 5.6.2022 09:25
Minnst 34 látin eftir sprengingu á gámasvæði í Bangladess Minnst 34 eru látin og hundruð til viðbótar eru alvarlega særð eftir mikla sprengingu og eld sem kviknaði á gámasvæði nálægt borginni Chittagong í Bangladess. 5.6.2022 09:07
Ekið á hjólreiðamann, yfir hjólið og svo af vettvangi Umferðarslys varð í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöld þegar ekið var á hjólreiðamann. Að sögn vitna hafði ökumaður bifreiðarinnar verið að þenja bifreiðina og flauta áður en hann ók á reiðhjólamanninn sem datt í götuna og bifreiðinni var ekið yfir hjólið. 5.6.2022 08:16
Hlýjast á Austurlandi í dag Von er á ágætis verðri í dag en samkvæmt spá Veðurstofunnar verður hlýjast á Austurlandi. 5.6.2022 07:50
Barsmíðar hafi leitt til dauða mannsins Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í gærkvöld vegna gruns um morð í Barðavogi í Reykjavík. 5.6.2022 07:34
Tiger King stjarnan Doc Antle handtekin fyrir peningaþvætti Tiger King stjarnan Bhagavan „Doc“ Antle hefur verið handtekinn af bandarísku alríkislögreglunni, FBI, og verður færður fyrir dómara á mánudag þar sem hann verður ákærður fyrir peningaþvætti. 4.6.2022 23:12
Segir ekki á dagskrá hjá borginni að fjölga auglýsingaskiltum Deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg segir borgina meðvitaða um gagnrýni á fjölda auglýsingaskilta á borgarlandi og að hún sé skiljanleg. Ekki standi til að fjölga skiltum í borginni. 4.6.2022 22:33
Langt komin í yfirferð á flestum málum og horfa til þriðjudags Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar munu halda meirihlutaviðræðum áfram um helgina. Oddviti Framsóknar segir yfirferð á flestum málaflokkum langt komna og góður samhljómur sé um stóru málin. Meirihlutasamstarf sé þó ekki í höfn fyrr en að öllu ferlinu loknu. 4.6.2022 21:31
Karlmaður á þrítugsaldri handtekinn vegna gruns um morð í austurborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hugsanlegt morð í austurbæ Reykjavíkur í kvöld. Mikill viðbúnaður var á vettvangi í kvöld. 4.6.2022 21:23
Íbúum Hong Kong bannað að minnast blóðbaðsins 1989 þriðja árið í röð Íbúum Hong Kong var í dag bannað að minnast blóðbaðsins á Torgi hins himneska friðar, sem gerðist á þessum degi árið 1989. Þetta er þriðja árið í röð sem þeim er bannað að minnast ódæðisverkanna en öryggissveitir mátti sjá á hverju götuhorni í borginni í dag í tilefni dagsins. 4.6.2022 20:57
Stjórn Íslensku óperunnar hefur greitt Þóru Óperusöngkonan Þóra Einarsdóttir segist ekkert hafa heyrt frá stjórn Íslensku óperunnar vegna dóms Landsréttar í máli þeirra. Stjórnin sagði í tilkynningu í gær að búið væri að greiða henni vangoldin laun og ræða við fulltrúa söngvara um framtíðina. 4.6.2022 20:31
„Ræðum allar hugmyndir sem upp koma ef eitthvað vit er í þeim“ Atvinnurekandi segir vert að skoða hvort lækka eigi launabil milli dagvinnu og kvöld- og helgarvinnu. Slík nálgun á næstu kjarasamninga myndi koma í veg fyrir hækkandi vöruverð. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir ekkert vit í slíkum hugmyndum 4.6.2022 19:27
Sá fimmti fannst látinn eftir lestarslys í Þýskalandi Viðbragðsaðilar fundu í dag líkamsleifar í braki lestar sem fór af teinunum í suðurhluta Þýskalands í gær. Það er því ljóst að minnst fimm létust í slysinu, en ekki fjórir eins og áður var talið. 4.6.2022 18:51
Meintur banamaður Litvinenkos lést úr Covid Annar mannanna, sem sakaður er um að hafa banað Alexander Litvinenko í Lundúnum, er látinn úr Covid-19. 4.6.2022 18:29
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Atvinnurekandi segir vert að skoða hvort lækka eigi launabil milli dagvinnu og kvöld- og helgarvinnu. Slík nálgun á næstu kjarasamninga myndi koma í veg fyrir hækkandi vöruverð. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir ekkert vit í slíkum hugmyndum. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 4.6.2022 18:05
Strípalingur, harmonikkuspilari og vinnuvélabruni meðal verkefna lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur þrátt fyrir gott veður þurft að glíma við ýmis verkefni í dag. Eins og lögregla skrifar sjálf í dagbók sína virðist sumarhitinn hafa farið misvel í fólk. 4.6.2022 18:02
Einn lést þegar hraðlest fór af teinunum í Suður-Kína Lestarstjóri lést og átta aðrir slösuðust þegar hraðlest fór af teinunum á leiðinni til Rongjiang-sýslu í Guizhou-héraði í Suður-Kína. Lestin klessti á aurskriðu sem hafði fallið á teinana með þeim afleiðingum að hún fór af teinunum. 4.6.2022 16:07
Fluttur á Landspítala eftir vélsleðaslys Þyrla Landhelgisgæslunnar var í dag kölluð út að sækja mann sem hafði slasast á vélsleða á Geldingafelli við Langjökul. Ekki er vitað um alvarleika slyssins. 4.6.2022 15:59
Illindi milli fyrrum þingmanna Pírata: „Ég skammast mín ekki fyrir neitt“ Gunnar Hrafn Jónsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, birti færslu á Facebook í dag þar sem hann ásakar Helga Hrafn Gunnarsson, annan fyrrverandi þingmann Pírata, um að hafa bannað honum að bjóða sig fram í prófkjöri Pírata fyrir þarsíðustu þingkosningar. 4.6.2022 15:50
Nýnasistar handteknir fyrir skipulagningu „gyðingaveiði“ á fótboltaleik Fjórir karlmenn á aldrinum 45-53 ára, sem eru viðriðnir öfga-hægri hóp í Frakklandi, eru grunaðir um að hafa haft í hyggju að „veiða gyðinga“ á fótboltaleik í Strasbourg. 4.6.2022 15:05
Air Canada wznowiła loty z lotniska Keflavík Po dwóch latach przerwy kanadyjskie linie lotnicze Air Canada wznowiły letnie loty między Toronto i Montrealem i lotniskiem w Keflaviku. 4.6.2022 14:36
Myrtar fyrir að vilja skilja við eiginmenn sína Tvær ungar konur, búsettar í Barcelona á Spáni, voru myrtar í heimalandi sínu Pakistan, þegar þær neituðu að taka eiginmenn sína með heim til Spánar. Þær voru þvingaðar til að giftast frændum sínum fyrir nokkrum árum. Málið hefur beint sjónum Spánverja að þvinguðum hjónaböndum. 4.6.2022 14:32
Vinna ríkisstjórnarinnar ótrúverðug ef frumvarp Jóns nær fram að ganga Þingmaður Pírata segir að ríkisstjórnin geti ekki sett á fót ráðherranefnd sem endurskoða eigi útlendingamál á sama tíma og samþykkja eigi útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra. Forsætisráðherra segir að með nefndinni sé verið að setja útlendingamál í forgang. 4.6.2022 12:59
Mikil fækkun búa ógnar dreifðri byggð Búum í landbúnaðargreinum hefur fækkað um 375 á landinu frá árinu 2008 til 2020. Formaður bændasamtakanna hefur áhyggjur af fækkun búa sem hann segir stoð dreifðari byggða. 4.6.2022 12:29
Álag vegna fjarkennslu skuli greitt á hættustundu Félagsdómur felldi á þriðjudag dóm í tvíþættu máli Félags grunnskólakennara gegn Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Fallist var á kröfu félagsins um 50 prósent fjarkennsluálag en kröfu um yfirvinnugreiðslu vegna tilfærslu á vinnutíma kennara innan sömu vinnuviku, á tímum hæsta neyðarstigs almannavarna, var hafnað. 4.6.2022 12:26
Vaktin: Hundruðir flýja Slóvíansk daglega Hundruðir manna flýja borgina Slóvíansk í austur Úkraínu daglega og tölur brottfluttra hafa næstum tvöfaldast í þessari viku. Loftárás sem drap þrjár manneskjur í borginni á þriðjudag hefur valdið þessum aukna fólksflótta, segir Vadym Lyakh, yfirmaður herstjórnar í Slóvíansk. 4.6.2022 08:53
Sólríkt víðast hvar á landinu í dag Fínasta veður er í kortunum í dag og sólríkt víða á landinu. Vestan og norðvestan 3-8 í dag og léttir víða til, en 5-10 og lítilsháttar væta á Norðausturlandi fyrir hádegi. Hiti frá 6 stigum við norðurströndina, upp í 16 stig á Suðausturlandi. 4.6.2022 08:00
Til vandræða hjá Landspítala og handtekinn með fíkniefni Ungur maður var handtekinn við Landspítalann í Fossvogi í nótt laust upp úr miðnætti þar sem hann var til vandræða og fór ekki að fyrirmælum lögreglu. Við vistun hans í fangageymslu fundust fíkniefni í fórum mannsins. 4.6.2022 07:49
Framkvæmdastjóri Ford vill loka umboðum og hætta að auglýsa Jim Farley vill selja rafknúna Ford bíla á netinu, losa Ford við lagerstöðu umboðanna og breyta núverandi sölustöðum í háklassa þjónustumiðstöðvar. 4.6.2022 07:02