Fleiri fréttir

Á sjötta hundrað mótmæla við sendiráðið og enn bætir í

Fólk streymir að rússneska sendiráðinu í Túngötu þar sem fólk mótmælir nú rússneskum stjórnvöldum og innrás þeirra í Úkraínu. Á sjötta hundrað eru þegar við sendiráðið og lögreglufulltrúi á staðnum segir enn bætast í hópinn. 

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttatíma okkar á Bylgjunni klukkan tólf segjum við frá því að stjórnvöld hér á landi hafa lokað fyrir flugumferð Rússa í loftrými Íslands. Þá hefur verið lokað fyrir vegabréfsáritanir rússneskra diplómata hér á landi.

1.587 greindust innanlands í gær

Alls greindust 1.587 einstaklingar með Covid-19 innanlands í gær. Þá greindust 155 með landamærasmit. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Boða til mótmæla um allt land í dag

Boðað hefur verið til mótmæla- og samstöðufunda í Reykjavík, á Akureyri og Reyðarfirði í dag vegna innrásar Rússa inn í Úkraínu.

Sprengisandur: Úkraína, blaðamanna-og símamálið og KSÍ

Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson mun byrja á því að ræða við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um afstöðu íslenskra stjórnvalda til ástandsins í Úkraínu.

Verktökum gengur illa að skila verkum á réttum tíma

Það gengur verra og verr fyrir verktaka að skila verkum á réttum tíma, sem veldur miklum vandræðum eins og í Sveitarfélaginu Árborg. Bæjarstjórinn segir að gríðarlegur vöxtur verði á Árborgarsvæðinu og víðar á Suðurlandi næstu tuttugu til þrjátíu árin.

Sakar þingmenn um að ganga erinda áfengisframleiðenda

Dregið var hressilega úr viðvörunum gegn áfengisneyslu á síðustu stundu þegar Evrópuþingið samþykkti nýja lýðheilsuáætlun til að sporna við krabbameini. Formaður Evrópsku krabbameinssamtakanna segir að þingmenn hafi gengið erinda áfengisframleiðenda í Suður-Evrópu.

„Enn þá meiri uggur í mér“

Íslendingur sem býr í Kænugarði segist lítið hafa sofið í nótt fyrir sprengingum. Útgöngubann tók gildi þar klukkan þrjú í dag og stendur til átta í fyrramálið. Hann segir óþægilegt að hafa fylgst með starfsfólk Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu flýja  úr borginni í morgun.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttatíma okkar förum við yfir stöðuna í Úkraínu og heyrum í sendiherra Úkraínu gagnvart Íslandi og Finnlandi.

„Allar borgir ættu að eiga einn Antonio Banderas“

Eftir að Antonio Banderas, tekjuhæsti leikari í sögu Spánar sneri aftur til fæðingarborgar sinnar, Málaga, hefur hann einbeitt sér að því að nýta auð sinn til að efla menningar- og atvinnulíf borgarinnar.

Búast við rúss­neskum net­á­rásum á Ís­land

Aðstoðarforstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir að viðbúnaður hér á landi vegna yfirvofandi netárása Rússa hafi aukist, sem og í öðrum ríkjum Atlantshafsbandalagsins. Alþjóðlegur hópur hakkara hefur ráðist á Rússa með góðum árangri, en búast má við því að Rússar ráðist á netinnviði NATO-ríkja.

Mögu­legt að Co­vid hafi mótað djamm­menningu Ís­lendinga

Þrátt fyrir mikla eftirvæntingu eftir fyrsta föstudagskvöldinu án takmarkana á næturlífið frá því í sumar fór djammið vel fram í gær að sögn lögreglu. Verkefni hafi verið færri en á venjulegu föstudagskvöldi, fyrir tíma Covid-faraldursins.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður staðan tekin í Úkraínu en miklir bardagar voru háðir í Kænugarði í nótt og heyra mátti sprengingar og byssuhvelli. Borgarstjóri Kænugarðs sagði í tilkynningu í morgun að 35 almennir borgarar hafi særst í átökunum í nótt, þar af tvö börn.

3.372 greindust innanlands í gær

Í gær greindust 3.412 með Covid-19 hér á landi. Þar af greindust 40 á landamærunum. Það gera 3.372 innanlandssmit sem greindust í gær.

Úti­lokar ekki að slíta stjórn­mála­sam­bandi við Rússa

Fjár­­­mála­ráð­herra segir ekki úti­­­lokað að ís­­­lensk stjórn­völd muni slíta stjórn­­­mála­­­sam­­­starfi við Rússa. Minni þolin­­mæði sé fyrir rúss­neskum kaf­bátum og her­þotum sem reglu­­lega rjúfi loft­helgi Ís­lands en al­gjört slit stjórn­mála­sam­bands yrði þó lík­­­lega síðasta úr­ræði sem stjórn­völd gripu til.

Suður-Grænland fær loksins nýjan flugvöll

Eftir marga ára vandræðagang vegna fjárskorts, tvö útboðsferli og ítrekaðar frestanir virðist gerð nýs aðalflugvallar Suður-Grænlands við bæinn Qaqortoq loksins í höfn. Flugvallafélag landsstjórnar Grænlands hefur undirritað samning við verktaka um gerð flugbrautarinnar og á hún að vera tilbúin haustið 2025 en loðnutekjur af Íslandsmiðum tryggðu fjármögnun.

Nato sendir her­menn til ná­granna­ríkja Úkraínu

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Nato, sagði í yfirlýsingu seint í gærkvöldi að bandalagið sé að senda viðbragðsveitir, reiðubúnar til bardaga, til nágrannalanda Úkraínu og muni þar að auki halda áfram að senda Úkraínumönnum vopn, þar á meðal loftvarnir. 

Vaktin: Allt stefnir í aðra erfiða nótt

Rússneskar hersveitir segjast hafa náð yfirráðum í borginni Melitopol í suðausturhluta Úkraínu. Melitopol er fyrsta stóra borgin, utan þeirra sem eru á yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austri, sem fellur í hendur Rússa. Varnarmálaráðherra Breta segir þessar fregnir þó ekki réttar.

Mikill erill fyrstu djammnóttina eftir afléttingar

Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt ef marka má dagbók hennar. Sextíu og átta mál voru skáð frá klukkan 17 í gærkvöldi til klukkan fimm í morgun. Þrír gistu fangageymslur og níu ökumenn voru teknir fyrir akstur undir áhrifum.

Magnaðar myndir af ó­veðrinu síðast­liðna viku

Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis fangaði magnaðar myndir af óveðrinu sem gengið hefur yfir landið síðustu daga. Vitlaust veður hefur víða verið hér á landi síðustu daga, nú eða eiginlega síðan í byrjun árs. 

Rivian er á góðri leið að aukinni framleiðslu

Framkvæmdastjóri bandaríska rafbílaframleiðandans Rivian, RJ Scaringe segir að fyrirtækið sé „á góðri leið í átt að aukinni framleiðslu.“ Hann hefur einnig sagt að félagið stefni á 10% markaðshlutdeild á rafbílamarkaði fyrir árið 2030.

Gunnar Smári nýr formaður Heimdallar

Listi Gunnars Smára Þorsteinssonar, meistaranema í lögfræði, bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, í kvöld.

Himin­lifandi með af­léttingar en hafa á­hyggjur af nýrri ógn

Lífið á Ís­landi varð með öllu hömlu­laust á mið­nætti þegar allar sótt­varna­að­gerðir vegna kórónu­veirunnar voru felldar úr gildi. Fram­kvæmda­stjóri í ferða­þjónustu og for­maður nem­enda­fé­lags fagna frelsinu en eru þó bæði uggandi yfir nýrri ógn.

Opið án tak­markana í fyrsta sinn frá opnun

Rekstrar­stjóri Auto segir marga hafa kallað þá brjál­æðinga fyrir að hafa opnað skemmti­stað í miðjum heims­far­aldri. Í kvöld verður gal­opið og nú í fyrsta skipti án sam­komu­tak­markana.

Komu til landsins í rauðri við­vörun og fara í appel­sínu­gulri

Hús voru rýmd á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu og rafmagnslaust varð á hluta landsins í óveðri sem gekk yfir landið í dag. Ferðamenn sem sátu fastir vegna lokunar Reykjanesbrautar hafa notið Íslandsdvalarinnar, þrátt fyrir veðravíti síðustu daga.

„Hreint neyðarástand hjá Útlendingastofnun“

Dómsmálaráðherra segir að hreint neyðarástand ríki hjá Útlendingastofnun. Flóttamenn sem fyrir eru teppi aðstöðuna fyrir þeim flóttamönnum sem kunna að koma frá Úkraínu.

Sjá næstu 50 fréttir