Fleiri fréttir

Eyrugla stoppuð upp á Selfossi og fer í Grímsnes

Eyrugla, sem fannst dauð við sumarbústað í Grímsnesi síðasta sumar fær nú nýtt hlutverk því hún hefur verið stoppuð upp og fer aftur í Grímsnesið. Hamskeri, sem sá um verkið, segir mjög vandasamt að stoppa upp uglur.

„Við hættum ekki fyrr en við finnum eitt­hvað“

Björgunarsveitarmaður sem hefur leitað flugvélar sem týnd hefur verið frá því fyrir hádegi í gær segir leitarskilyrði vera gífurlega erfið við Þingvallavatn. Þó muni leitarfólk ekki hætta leit fyrr en vélin finnst.

Þolin­mæði mennta­skóla­nema á þrotum

Nemendur í Verzló skipulögðu skemmtikvöld í von um að ráðherra myndi aflétta samkomutakmörkunum í dag. Skemmtikvöldið fer fram með rafrænum hætti og segist formaður nemendafélagsins sár út í stjórnvöld og að þolinmæðin sé á þrotum.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Umfangsmikil leit stendur enn yfir af lítilli flugvél sem ekkert hefur spurst til í um einn og hálfan sólarhring. Við förum ítarlega yfir aðgerðir dagsins í kvöldfréttum og verðum í beinni útsendingu frá þungamiðju leitarsvæðisins við Þingvallavatn.

Handboltakempa ætlar sér fyrsta sætið

Heimir Örn Árnason, fyrrverandi handboltakempa og stjórnandi í Naustaskóla á Akureyri, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Eldur kviknaði í bíl í Breiðholti

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti á fimmta tímanum útkalli við verslun Bónus í Lóuhólum í Breiðholti í Reykjavík hvar kviknað hafði í bíl.

Einbeita sér að svæðinu þar sem olíubrákin fannst

Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir leitina að flugvéli sem ekkert hefur spurst til síðan í gær í sjálfu sér hafa gengið vel. Líklega sé um að ræða fjölmennustu leitaraðgerðir Íslandssögunnar.

Dómur þyngdur yfir manni sem nauðgaði tveimur konum

Joshua Ikechukwu Mogbolu hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi í Landsrétti fyrir að nauðga tveimur konum hér á landi árið 2020. Fyrra brotið átti sér stað á höfuðborgarsvæðinu í mars 2020 og hin síðari norðan heiða í júlí sama ár.

Hring­ormar fundust spriklandi í bleyju, ælu og við enda­þarms­op eftir fiskát

Átján hringormslirfur voru sendar til rannsóknar hjá Tilraunastöðinni að Keldum á tímabilinu 2004 til 2020. Fjórtán þeirra höfðu um tíma lifað í fólki og voru lifandi þegar þær fundust, þrjár fundust í lifandi fiski og ein var dauð. Smituðu einstaklingarnir voru allt frá því að vera ungbörn upp í fólk á níræðisaldri.

Eiga nokkra hættulega metra eftir til barnsins í brunninum

Björgunarsveitir í Marokkó eru að nálgast fimm ára dreng sem hefur setið fastur í brunni í fjóra daga. Marokkóska þjóðin hefur fylgst náið með björgun drengsins sem heitir Rayan og féll í brunninn á þriðjudaginn.

Allir þrír listarnir lög­mætir og kosning hefst á mið­viku­dag

Framboðslistar Ólafar Helgu Adolfsdóttur, Sólveigar Önnu Jónsdóttur og Guðmundar Jónatans Baldurssonar vegna formannskosninga í stéttarfélaginu Eflingu hafa allir verið taldir lögmætir og hefst kosning meðal félagsmanna miðvikudaginn næsta og mun standa til klukkan 20 15. febrúar næstkomandi.

Boðar verulegar afléttingar tveimur vikum fyrr

Heilbrigðisráðherra segir blasa við að allt vinni með því að hægt verði að létta á takmörkunum í samfélaginu fyrr en afléttingaráætlun segi til um. Hann reiknar með verulegum afléttingum í næstu viku, tveimur vikum á undan áætlun.

Hjálparstarf hafið í Malaví í kjölfar ofsaveðurs

Hjálparstarf er hafið á vegum stofnana Sameinuðu þjóðanna í Malaví til aðstoðar við þúsundir íbúa sem misstu heimili sín í veðurofsanum af völdum heitabeltisstormsins Ana í síðustu viku. Talið er að um hundrað manns hafi farist í ofveðrinu og flóðunum sem því fylgdi, þar af 33 í Malaví.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um hina umfangsmiklu leit sem staðið hefur að lítilli flugvél sem týndist um hádegisbil í gær með fjóra innanborðs.

Sakar Arn­þór um að kasta „skíta­bombum“ í stjórn SÁÁ

Það ríkir alls ekkert stríðsástand innan SÁÁ, líkt og ætla mætti af fréttaflutningi síðustu daga, heldur hafa fjórir einstaklingar sem eiga sæti í 48 manna aðalstjórn samtakanna gert allt til að valda usla og gera allt starf framkvæmdastjórnarinnar tortryggilegt.

Fimm nánir aðstoðarmenn Borisar segja upp

Fjórir háttsettir starfsmenn forsætisráðuneytis Bretlands hafa sagt upp störfum í kjölfar þess að bráðabirgðaniðurstöður skýrslu um partíhald að Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana voru birtar. Þar á meðal eru starfsmannastjóri ráðuneytisins og einkaritari Borisar Johnson, forsætisráðherra.

Flestar beiðnir um nektarmyndir koma frá ókunnugum

Algengast er að börn og ungmenni séu beðin um það af ókunnugum að senda eða deila af sér nektarmyndum. Fjögur af hverjum tíu börnum í 8. til 10. bekk hafa verið beðin um að senda af sér nektarmynd og meira en helmingur ungmenna á framhaldsskólaaldri.

Danski sam­göngu­ráð­herrann segir af sér

Benny Engelbrecht, samgönguráðherra Danmerkur, tilkynnti um afsögn sína í gærkvöldi eftir að þingmenn Einingarlistans, sem verja minnihlutastjórn Jafnaðarmannaflokksins vantrausti, sögðust ekki lengur bera traust til ráðherrans.

Væri heiður að fá að starfa aftur hjá Eflingu

Viðar Þor­steins­son, fyrr­verandi fram­kvæmda­stjóri Eflingar, segir að það væri honum mikill heiður að snúa aftur sem fram­kvæmda­stjóri stéttar­fé­lagsins ef listi Sól­veigar Önnu Jóns­dóttur sigrar í for­manns­kosningum.

Þungunarrofum ekki fjölgað þrátt fyrir breytta löggjöf

Árið 2020 voru 962 þungunarrof framkvæmd á Íslandi, sem jafngildir 11,3 á hverjar þúsund konur á frjósemisaldri, það er að segja konur á aldrinum 15 til 49 ára. Flestar kvennanna sem gegnust undir þungunarrof voru á þrítugsaldri.

Leit frestað til tíu í fyrramálið

Leit stendur enn yfir að flugvél með fjóra innanborðs sem ekkert hefur spurst til í rúman sólarhring. Flugvélin fór í loftið frá Reykjavíkurflugvelli um klukkan hálf ellefu í gær en um var að ræða útsýnisflug íslensks flugmanns með þrjá erlenda ferðamenn.

Fram­kvæmda­stjórinn vísar kenningum for­vera síns á bug

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar þvertekur fyrir að hafa lagt undirmenn sína í einelti eða sýnt þeim kvenfyrirlitningu. Hann telur tímasetningu úttektar sem málar upp dökka mynd af stjórnunarháttum hans ekki vera tilviljun, enda sé formannsslagur á næsta leiti. Eftirmaður hans í starfi segir það af og frá.

Sjá næstu 50 fréttir