Fleiri fréttir

Skutu niður fyrsta skotmarkið í fjörutíu ár

Flugmaður orrustuþotu breska flughersins skaut nýverið niður dróna sem verið var að fljúga nærri herstöð í Sýrlandi. Þetta var í fyrsta sinn sem bresk orrustuþota skýtur niður skotmark frá því í Falklandseyjastríðinu fyrir tæpum fjörutíu árum.

Dómur þyngdur í Dan­mörku yfir ís­lenskum manni sem nauðgaði dóttur sinni

Eystri Landsréttur í Danmörku hefur þyngt dóm yfir íslenskum karlmanni, sem var sakfelldur fyrir að misnota og nauðga barnungri dóttur sinni ítrekað, um tvö ár. Kvað dómurinn það upp að manninum skyldi vísað úr landi að lokinni afplánun og fær hann aldrei að stíga fæti inn í Danmörku aftur. 

Jón skipti um skoðun og heldur ráðuneytisstjóranum

Jón Gunnarsson, innanríkisráðherra, hefur skipt um skoðun varðandi það að auglýsa stöðu ráðuneytisstjóra innanríkisráðuneytisins í vor. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, hafði komist að þeirri niðurstöðu að auglýsa ætti stöðuna og Jón var sömuleiðis þeirrar skoðunar í síðustu viku.

Mun erfiðara verði að koma bílnum í gegnum skoðun

Mun erfiðara verður að koma ökutækjum í gegnum skoðun á næsta ári eftir að reglugerð um ástand þeirra verður hert til muna og vanrækslugjöld hækkuð. Þá verða ríkari kröfur gerðar til skoðanastöðva en áður.

Mr. Big sakaður um nauðgun af tveimur konum

Leikarinn Chris Noth, sem er þekktastur fyrir að leika Mr. Big í sjónvarpsþáttunum Beðmál í borginni, hefur verið sakaður um nauðgun af tveimur konum. Noth tekur fyrir þetta og segir konurnar hafa samþykkt að stunda með sér kynlíf. 

Hreinn hættur eftir aðeins tvær vikur með Jóni

Hreinn Loftsson hefur ákveðið að hætta sem aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar, innanríkisráðherra. Í færslu á Facebook segir Hreinn ekki frá því af hverju hann tók þá ákvörðun að hætta en ráðning hans var tilkynnt þann fyrsta desember.

Óbólusett börn geta veikst mikið af nýjum veiruafbrigðum

Prófessor í barnalækningum og smitsjúkdómum segir það samfélagslega ábyrgð fullorðinna að láta bólusetja börnin sín, sem geti veikst alvarlega af nýju afbrigðum veirunnar. Ljósið í myrkrinu, að börnin mundu öll sleppa vel, er slokknað. Faraldurinn er á hraðri uppleið enn á ný og það eru óbólusett börn sem halda honum uppi, segir sóttvarnalæknir.  

Enginn leki reyndist kominn að Masilik

Enginn leki reyndist kominn að grænlenska fiskiskipinu Masilik sem strandaði við Vatnsleysuströnd fyrr í kvöld. Áhöfnin verður samt sem áður ferjuð frá borði og yfir í varðskipið Freyju. 

Þrumur og eldingar á Vestfjörðum

Þrumur og eldingar heyrðust og sáust víða á Vestfjörðum í dag. Vestfirðingar hafa deilt myndum og myndböndum af látunum og virðast sammála um að þetta sé sjaldgæf sjón.

Mikil tækifæri í Norðurslóðahúsi Ólafs Ragnars

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um ráðstöfun lóðarinnar að Sturlugötu 9 í háskólaþorpinu til norðurslóðaseturs sem kennt verður við Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseta Íslands.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum greinum við frá því að sveitarfélagið Vogar er eina sveitarfélagið á Reykjanesi sem stendur í vegi fyrir lagningu Suðurlínu 2 í loftlínu. Hafin er undirbúningur á aðalskipulagi þar sem gert er ráð fyrir að línan verði lögð í jörð.

Hverfið við stokkinn verði gjör­breytt eftir fimm ár

Deildarstjóri hverfisskipulags Reykjavíkur telur að ásýnd Hlíðahverfis við fyrsta áfanga Miklubrautarstokks verði gjörbreytt eftir fimm ár. Þá hefur hann ekki áhyggjur af hljóðvist í nýbyggingum þétt upp við gatnamót Háaleitisbrautar, þangað sem stokkurinn nær ekki.

Nauðgari undir fölsku flaggi fékk mildari dóm í Hæstarétti

Gabríel Varada Snæbjörnsson hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart konu á árunum 2015 til 2017. Gabríel hlaut fjögurra ára dóm í héraðsdómi og Landsrétti. Hæstiréttur mildaði dóminn um hálft ár en þyngdi lítillega bætur til brotaþola.

Tveir grunaðir um að hafa stolið fjölda síma úr búnings­klefum

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í vikunni tvo karla á þrítugsaldri í fjögurra vikna gæsluvarðhald, eða til 10. janúar, að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar á fjölda þjófnaðarmála í umdæminu að undanförnu.

Enn einn met­­dagurinn og Frederik­sen boðar hertar að­gerðir

Alls greindust 9.999 manns með kórónuveiruna í Danmörku síðasta sólarhring. Aldrei áður hafa svo margir greinst á einum sólarhring í landinu frá upphafi faraldursins, en tilkynnt hefur verið um hvern metdaginn á fætur öðrum í Danmörku síðustu daga.

Skorar á Sjálf­stæðis­menn að styðja frekar al­mennt próf­kjör

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík gagnrýnir tillögu um svokallað leiðtogaprófkjör fyrir kosningarnar í vor og skorar á flokksmenn að styðja frekar við almennt prófkjör. Oddviti flokksins í borginni segir að frambjóðendur eigi ekki að fá að stjórna því hvernig prófkjörum er háttað.

Heyrir til tíðinda að enginn við­vörunar­borði sé á vef Veður­stofunnar

Enginn viðvörunarborði vegna óvissustigs eða veðurviðvarana er á vef Veðurstofunnar, í fyrsta sinn í rúmt ár, eftir að óvissustigi var aflétt á Seyðisfirði og hætti að gjósa í Geldingadölum. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur segir það heyra til tíðinda að engar viðvaranir séu uppi. 

„Fyllsta á­stæða til að hafa miklar á­hyggjur”

Sóttvarnalæknir segir faraldurinn enn á ný á greinilegri uppleið eftir smittölur gærdagsins. Delta afbrigðið er enn ráðandi hér, en spálíkan hinna Norðurlandanna gera ráð fyrir mjög erfiðum næstu vikum vegna útbreiðslu ómíkron. Óbólusettir, börn og fullorðnir, eru þau sem smitast helst hérlendis.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni sem hefur miklar áhyggjur af uppsveiflu kórónuveirufaraldursins en óvenju margir greindust smitaðir innanlands í gær.

171 greindist með kórónu­veiruna í gær

171 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Ekki hafa svo margir greinst innanlands með veiruna frá 22. nóvember. Þau tímamót urðu í gær að 20 þúsund manns hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi frá upphafi faraldursins.

„Ásmundur Einar er ekki Guð“

Helmingur aðspurðra, í könnun sem Maskína vann fyrir Fjölmiðlanefnd, taldi sig hafa rekist á rangar upplýsingar eða falsfréttir í kosningabaráttunni í september.

Danir vilja leigja þrjú hundruð fangelsis­pláss í Kósovó

Dönsk stjórnvöld ætla sér að taka upp viðræður við stjórnvöld í Kósovó um leigu á alls þrjú hundruð fangelsisplássum í Kósovó. Hugmyndin er liður í áætlun dönsku stjórnarinnar að tryggja þúsund ný fangelsispláss.

„Rauða­gerðis­málið ber ein­kenni mafíumorða“

Íslenskt samfélag var skekið í upphafi árs þegar karlmaður á fertugsaldri var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík. Afbrotafræðingur segir morð af þessu tagi aldrei hafa sést hér á landi.

Bretar fá afar misvísandi skilaboð um hegðun í aðdraganda jóla

Bretar fá nú misvísandi skilaboð frá yfirvöldum en á sama tíma og Boris Johnson forsætisráðherra hefur sagt að fólk eigi ekki að þurfa að hætta við boð í aðdraganda jóla hvetur Chris Whitty, yfirmaður heilbrigðismála, fólk til að hitta ekki aðra en nána aðstandendur. 

Tvöföld Covid-bylgja í Bandaríkjunum

Tvöföld Covid-bylgja gengur nú yfir Bandaríkin en bæði delta- og ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar eru í mikilli dreifingu þar. Áhyggjur eru uppi um að slæmt ástand muni versna vestanhafs á næstu vikum og það sama á við um Bretland þar sem ráðamenn óttast áhrif afbrigðisins.

Sjá næstu 50 fréttir