Fleiri fréttir

Ekki hægt að útiloka að kvika sé á hreyfingu á svæðinu

Ekkert lát er á skjálftahrinunni við Keili sem hófst síðastliðinn mánudag en í heildina hafa um tvö þúsund skjálftar mælst frá því að hrinan hófst, þar af sex sem voru yfir þrír að stærð. Stærsti skjálftinn hingað til varð fyrr í dag og var sá skjálfti 3,8 að stærð.

Óttast að þurfa að farga svínum í massavís í Bretlandi

Breskir svínabændur óttast að þurfa að farga þurfi stórum hluta svína Bretlands vegna landlægs skorts á slátrurum. Svínabú eru að fyllast víða um land og sláturhús skortir starfsmenn til að hafa undan sendingum frá búunum.

Fimm ára fangelsi eftir sýknudóm í héraði

Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í Þorlákshöfn í nóvember 2018. Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag en karlmaðurinn hafði áður verið sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands.

Vínlandskortið reyndist falsað

Allt frá því það var opinberað í Yale háskólanum í Bandaríkjunum árið 1965 hefur vínlandskortið svokallaða verið umdeilt. Kortið átti að vera frá 1440 og sýna meðal annars hluta Norður-Ameríku og það að víkingar hefðu kannað vesturhluta Atlantshafsins.

Vilja einangra 29 milljónir húsa á næstu árum

Allt að þrjátíu hafa verið handteknir á síðustu vikum vegna mótmæla í Bretlandi. Samtökin Einangrum Bretland standa fyrir mótmælunum en helsta baráttumál þeirra er að einangra 29 milljón hús á næstu níu árum.

Yfirstjórn í NV biður kjósendur og frambjóðendur afsökunar

Yfirkjörstórn í Norðvesturkjördæmi biður frambjóðendur til Alþingis og kjósendur afsökunar á þeim mistökum sem áttu sér stað við talningu atkvæða í kjördæminu. Yfirkjörstjórnin harmar þá stöðu sem upp er komin. Framkvæmd kosninga hefur bæði verið kærð til lögreglu og kjörbréfanefndar.

Kærendur talningar í Norðvesturkjördæmi vilja ógilda kosningar í kjördæminu

Magnús Davíð Norðdahl frambjóðandi í fyrsta sæti Pírata í Norðvesturkjördæmi í kosningunum á laugardag vill að kosningarnar í kjördæminu verði ógiltar og kosið aftur. Hann afhenti Alþingi kæru þessa efnis í dag sem frambjóðandi í kjördæminu, almennur kjósandi og sem umboðsmaður Pírata í málinu.

Kæran komin í hendur forseta Alþingis

Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi og lögmaður, segist trúa því og treysta að þingmenn skoði kosningakæru sem hann afhenti forseta Alþingis í dag af fullri sanngirni og alvöru.

Sigurður Ingi segir stórsigur Framsóknar hljóta að endurspeglast í stjórnarsamstarfi

Formaður Framsóknarflokksins segir að áherslur flokksins fyrir kosningar hljóti að endurspeglast í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi enda hafi stórsigur flokksins í kosningunum skapað þann aukna meirihluta sem stjórnarflokkarnir hafi nú. Formenn stjórnarflokkanna stefna að því að formlegar stjórnarmyndunarviðræður geti hafist eftir helgi.

Tveir knatt­spyrnu­menn sakaðir um kynferðisbrot

Tveir knattspyrnumenn sæta lögreglurannsókn vegna kæru konu sem sakar þá um að hafa brotið gegn henni í Kaupmannahöfn árið 2010. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði er annar þeirra en hann fór í gær sjálfur fram á að gefa skýrslu hjá lögreglu. 

Telur að fjöldi muni  leita réttar síns sama hvað verður ákveðið

Samfylkingin virðist vera eini flokkurinn sem hefur þegar tilnefnt fulltrúa í kjörbréfanefnd til bráðabirgða. Hinir flokkarnir gera það síðar í dag. Oddviti Pirata hyggst kæra kosningarnar til Alþingis í dag. Þingmaður Samfylkingarinn segir líkur á að fjöldi einstaklinga muni leita réttar síns. 

Bein útsending: Hádegisféttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um mál sem varðar tvo knattspyrnumenn sem sæta nú lögreglurannsókn vegna gruns um að hafa brotið gegn ungri konu í Kaupmannahöfn árið 2010.

Snarpur jarðskjálfti fannst á suðvesturhorninu

Snarpur skjálfti fannst víða á suðvesturhorninu klukkan 11:28. Skjálftinn fannst meðal annars vel á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesbæ og á Akranesi. Á vef Veðurstofunnar segir að skjálftinn hafi verið 3,8 að stærð. 

Svona hljóðar ásökunin sem Aron Einar sver af sér

„Ég má segja frá, ég má bara ekki nafngreina. Mig langar ekki að burðast með þetta ein í hjartanu, mig langar ekki að hugsa í hvert skipti sem ég fer á meðal fólks: „Ætli þau viti þetta, ætli þau trúi mér“, því það er ógeðslega íþyngjandi og heftandi félagslega.

Katrín heimsótti forseta Íslands

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands átti í morgun fund með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og formanni Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu.

39 greindust með kórónu­veiruna í gær

39 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Ellefu þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 28 prósent. 28 voru utan sóttkvíar, eða 72 prósent.

Óformlega viðræður gætu orðið formlegar eftir helgi

Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, formenn Vinstri Grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, komu saman á fundi í Ráðherrabústaðnum í morgun til áframhaldandi viðræðna um ríkisstjórnarsamstarf þeirra. Öll voru þau sammála um að viðræðurnar muni taka tíma.

Leggja til mikla loðnuveiði

Hafrannsóknarstofnun leggur til að fiskveiðiárið 2021/2022 verði ekki veidd meira en 904.200 tonn af loðnu. Það er mun meira en lagt var til í fyrra en samtals veiddust 128.600 tonn af loðnu á fiskveiðiárinu 2020/2021. Var það með minnsta móti frá því loðnuveiðar hófust, séu ár án veiði undanskilin.

Gerðu tilraun með nýja eldflaug

Ráðamenn í Norður-Kóreu segjast hafa gert tilraun með nýja tegund eldflauga sem hafi verið þróaðar til að skjóta niður flugvélar og aðrar eldflaugar. Nýju eldflauginni var skotið á loft í gær og var það í fjórða sinn á nokkrum vikum sem Kóreumenn skjóta eldflaug á loft.

Óbreyttur hraði orkuskipta dugar ekki til

Jarðefnaeldsneytisnotkun Íslendinga verður ennþá yfir þeim mörkum sem þurfa að nást til að Ísland geti staðið við núverandi skuldbindingar sínar um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030. Orkumálastjóri segir að skipuleggja verði orkuskipti núna strax til að markmiðin náist á tilskildum tíma.

Hyundai frumsýnir rafbílinn Ioniq 5

Hyundai á Íslandi kynnir á morgun, laugardag 2. október milli kl. 12 og 16 rafbílinn Ioniq 5 sem er alveg nýr bíll, hannaður frá grunni; búinn miklum þægindum og tækni sem ekki hafa sést áður í bílum framleiðandans.

Norðan­áttin alls­ráðandi á næstunni

Spáð er norðaustan strekkingi eða allhvössum vindi, tíu til átján metrum, fyrripart dags og víða rigningu í dag. Hvassast verður í vindstrengjum á vestanverðu landinu. Hins vegar dregur úr vindi síðdegis og rofar þá til sunnanlands.

Ástralir opna landamærin og hleypa landsmönnum út

Yfirvöld í Ástralíu hafa ákveðið að opna landamæri ríkisins í nóvember næstkomandi en frá því í mars á síðasta ári hafa landsmenn búið við einar ströngustu reglur í heimi þegar kemur að ferðatakmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins.

Sjá næstu 50 fréttir