Fleiri fréttir

Framtíð lífskjarasamningsins ræðst eftir helgi

Forseti ASÍ segir vonbrigði að stjórnvöld hafi ekki staðið við gefin loforð vegna lífskjarasamninganna. Einhugur sé þó innan ASÍ um að samningum verði ekki sagt upp þrátt fyrir að forsendur séu brostnar. Samtök atvinnulífsins taka ákvörðun eftir helgi.

Biden og Macron vilja byggja upp traust aftur

Sendiherra Frakklands mun snúa aftur til Washington DC í næstu viku. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, kallaði sendiherrann heim eftir að Bandaríkjamenn, Ástralar og Bretar tilkynntu nýjan varnarsáttmála.

R. Kel­ly mun ekki bera vitni í eigin máli

Tónlistarmaðurinn R. Kelly lýsti því yfir við dómara í dag að hann muni ekki bera vitni í dómsmáli sínu. Kelly er ákærður fyrir mansal og fjölda kynferðisbrota. Þetta þýðir að saksóknarar munu ekki fá tækifæri til að spyrja Kelly út í ákæruliðina og þá vitnisburði sem fram hafa komið hjá meintum brotaþolum hans.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Bruni Miðgarðskirkjunnar í Grímsey verður í brennidepli í kvöldfréttum Stöðvar 2. Grímseyingar eru í áfalli en hafa fullan hug á að endurreisa kirkjuna.

Vinstri sveiflan snýst við

Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aukist nokkuð á undanfarinni viku samkvæmt nýrri könnun MMR fyrir Morgunblaðið og mbl.is sem kynnt var í dag. Fylgi flokksins hefur aukist um 1,5 prósent síðan á föstudaginn í síðustu viku en vinstri flokkar virðast hafa misst dampinn miðað við síðustu könnun MMR.

Komu í sjúkraflugi frá Tenerife

Allar konurnar fimm sem slösuðust þann 12. september síðastliðinn á spænsku eyjunni Tenerife þegar pálmatré féll á þær eru komnar heim. Tvær þeirra liggja nú á Landspítalanum með alvarleg meiðsl víða um líkamann. 

Báðir grunuðu í hópnauðgunarmáli sæta farbanni

Landsréttur hefur einnig staðfest farbann yfir hinum manninum sem grunaður er um að hafa nauðgað konu í félagi við annan mann um miðjan maí síðastliðinn. Munu þeir báðir sæta farbanni til 11. nóvember.

Uppsögn í framhaldi af tilkynningu um einelti

Guðrúnu Jónsdóttur, safnstjóra hjá Safnahúsi Borgarfjarðar, hefur verið sagt upp störfum eftir fimmtán ár í starfi. Guðrún greinir frá uppsögninni á Facebook sem hún segir koma í beinu framhaldi af því að hún hafi lagt fram kvörtun um einelti á hendur sveitarstjóranum í Borgarbyggð.

Enn einn slagurinn um skuldaþak með yfirvofandi hættu á vanskilum

Ekkert samkomulag hefur enn náðst á Bandaríkjaþingi um fjárlög eða nauðsynlega hækkun skuldaþaks ríkissjóðs þegar innan við tvær vikur eru þar til núverandi fjárlagaári lýkur. Bandaríski ríkissjóðurinn gæti jafnframt endað í vanskilum í næsta mánuði sem er talið geta haft afleiðingar sem jafnast á við fjármálahrunið árið 2008.

Katrín fagnar fullyrðingu Ratcliffe og skýtur á stjórnarandstöðuna

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnar því á Facebook að breski auðkýfingurinn Jim Ratclifee ætli ekki að kaupa fleiri jarðir hér á landi. Það sé til marks um að stefna hennar í jarðarmálum hafi skilað árangri. Þar hafi markmiðið verði að koma í veg fyrir of mikla samþjöppun lands á fárra hendur.

Að kaupa raf­magns­hjól ein besta á­kvörðun sem hann hefur tekið

Námsmaður og meðstjórnandi í Samtökum um bíllausan lífsstíl segir það hafa verið eina bestu ákvörðun sem hann hafi tekið að losa sig við bílinn og fjárfesta í rafmagnshjóli, sem hann hefur nú farið nær allra sinna ferða á í tvö ár. Bíllausi dagurinn er haldinn í dag og höfuðborgarbúum býðst frítt í Strætó.

Lögreglan rannsakar andlát í Sky Lagoon

Rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur til skoðunar andlát sem varð í Sky Lagoon á Kársnesi í Kópavogi á sjöunda tímanum í gærkvöldi. 

Hálka á götum höfuð­borgarinnar

Svo virðist sem veturinn komi snemma þetta árið og hafa einhverjir ökumenn orðið varir við hálku á höfuðborgarsvæðinu í dag.

Stelpur rokka áfram í Tógó

Rokkbúðirnar voru fyrst haldnar árið 2016 og hafa frá þeim tíma verið árlegur viðburður í tógósku tónlistarlífi.

Ratcliffe: „Ég mun ekki kaupa meira land“

Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe mun ekki sækjast eftir því að kaupa meira land á Íslandi þó það sé að hans sögn fullkominn staður fyrir verkefni hans til að styrkja stofn Atlantshafslaxins. Hann segist ekki vilja fá Íslendinga upp á móti sér.

Skotið á aðstoðarmann Úkraínuforseta

Ökumaður bifreiðar nánasta ráðgjafa forseta Úkraínu særðist þegar skotið var á bílinn í morgun. Ráðgjafinn slapp ómeiddur en úkraínskir embættismenn lýsa árásinni sem morðtilræði.

Glóandi hraunið á La Palma sást úr geimnum

Appelsínugulur bjarmi hraunstrókanna frá eldgosinu á Kanaríeyjunni La Palma sást greinilega út um glugga Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu í nótt. Franskur geimfari um borð náði mynd af sjónarspilinu.

Trump stefnir frænku sinni og New York Times

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur stefnt bróðurdóttur sinni og New York Times vegna umfjöllunar blaðsins um hvernig Trump-fjölskyldan kom sér undan erfðaskatti. Umfjöllunin byggðist á gögnum sem frænka þáverandi forsetans lét blaðamenn fá.

Meirihluti barna í 91 ríki fær ekki nauðsynlega næringu

Loftslagsbreytingar, átök og kórónuveirufaraldurinn eru að valda því að fjöldi barna í heiminum býr við næringarskort. Samkvæmt Unicef er ástandið raunar svo slæmt að flest börn í 91 ríki fá ekki öll þau næringarefni sem þau þurfa á að halda.

Skúrir eða slyddu­él í flestum lands­hlutum

Lægðin sem olli óveðri á landinu í gær er nú komin austur fyrir Jan Mayen, en nú í morgunsárið mælist enn hvassviðri úti við norðausturströndina. Þar dregur úr vindi á næstu klukkustundum.

Kæra Happ­drætti há­skólans og Há­spennu til lög­reglu

Samtök áhugafólks um spilafíkn (SÁS) hafa kært Happdrætti Háskóla Íslands og Háspennu ehf. til lögreglu. Samtökin segja þær undanþágur sem HHÍ nýtur frá lögum um fjárhættuspil ekki fela í sér heimildir til að útvista rekstri spilakassa til annarra.

Ford Bronco Raptor væntanlegur á næsta ári

Ford hefur nú staðfest hið illa varðveitta leyndarmál að Ford Bronco Raptor er væntanlegur á næsta ári. Hann mun líklega nota 450 hestafla vélina sem F-150 Raptor notar og vera á sérstakri fjöðrun, stærri dekkjum og hærri en upprunalega útgáfan.

Íbúar fylgdust með kirkjunni brenna með tárin í augunum

Karen Nótt Halldórsdóttir, íbúi í Grímsey, var meðal þeirra sem horfðu upp á sögufræga Grímseyjarkirkju brenna til kaldra kola um ellefuleytið í kvöld. Karen segir tjónið fyrir eyjuna mikið, bæði í aðdráttarafli kirkjunnar fyrir ferðamenn en þó allra helst tilfinningalegt fyrir íbúana.

Sjá næstu 50 fréttir