Fleiri fréttir

Sennilegt að Skaftárhlaup nái að þjóðveginum á morgun

Óttast er að vatnshæðin í Skaftá rísi verulega þegar hlaup úr eystri Skaftárkatli ratar niður ána á morgun. Vera kann að loka þurfi þjóðveginum við Eldhraun og bændur eru uggandi yfir langtímaafleiðingum ef til hamfarahlaups kemur.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Óttast er að vatnshæð í Skaftá rísi verulega þegar hlaup úr eystri Skaftárkatli ratar niður ána á morgun. Vera kann að loka þurfi þjóðveginum við Eldhraun og bændur eru uggandi yfir langtímaafleiðingum ef til hamfarahlaups kemur.

Sér­sveitin kölluð á Kefla­víkur­flug­völl

Lögreglan á Suðurnesjum og sérsveit ríkislögreglustjóra voru kölluð á Keflavíkurflugvöll í dag eftir að tilkynning barst flugstöðvardeild lögreglunnar um torkennilegan hlut sem fannst í handfarangri farþega við vopnaleit. Munurinn reyndist að endingu hættulaus.

Engin lífs­hætta nema fólk lendi í sér­stökum að­stæðum

Gera má ráð fyrir að það taki upp undir sólarhring fyrir vatnið sem nú hleypur úr Eystri Skaftárkatli að ná að jökuljaðrinum. Hlaupið hófst seint í gærkvöldi. Jarðeðlisfræðingur segir hlaupið eiga að ná hámarki á einum til tveimur sólarhringum. Hann segir enga beina lífshættu stafa af hlaupinu.

Gosið í einni lengstu pásunni hingað til

Eldvirkni í Fagradalsfjalli hefur legið í láginni frá því á fimmtudaginn. Þetta er ein lengsta pása sem eldgosið hefur tekið sér frá því að það hófst í mars, en er ekki nauðsynlega til marks um að það sé að klárast.

Sauðfé fækkar og fækkar í landinu

Sauðfé hefur ekki verið jafnfátt og nú í 160 ár. Stofninn telur aðeins um fjögur hundruð þúsund vetrarfóðraðar kindur. Ástæða fækkunarinnar er fyrst og fremst hrun á afurðaverði.

Vöknuðu af værum svefni í Hlíðunum við sjúkraflug

Íbúar í Hlíðunum vöknuðu af værum svefni við þyrluflug yfir hverfið í nótt. Þarna var þyrla Landhelgisgæslunnar á ferð. Þyrlunni TF-GNA var flogið af stað á öðrum tímanum í nótt til að sækja veikan aðila á Barðaströnd.

Búin að kaupa mörghundruð þúsund hraðpróf

Hraðpróf ættu að geta farið að liðka fyrir 500 manna viðburðahaldi öðru hvorum megin við næstu helgi. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur þegar fest kaup á mörghundruð þúsund hraðprófum.

Hlaup hafið í Eystri-Skaft­ár­katli

Hlaup er hafið úr Eystri-Skaftárkatli, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Hlaupið kemur í kjölfar hlaups úr vestari katlinum, sem nú er sagt í rénun. Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að hlaupvatn nái þjóðveginum annað kvöld.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur fest kaup á mörg hundruð þúsund hraðprófum. Þau ættu að geta byrjað að liðka fyrir 500 manna viðburðahaldi í kringum næstu helgi. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar.

22 greindust innan­lands í gær

Alls greindust 22 með kórónuveiruna innanlands í gær. Tíu voru fullbólusettir og tólf óbólusettir. Fjórtán voru í sóttkví við greiningu en átta utan hennar.

Reynd­u leng­i að vísa á­rás­ar­mann­in­um úr land­i

Yfirvöld á Nýja-Sjálandi reyndu um árabil að vísa manninum sem stakk sjö í verslunarmiðstöð í Auckland í vikunni úr landi. Það var eftir að Ahamed Aathil Mohamed Samsudeen, sem er nú á fertugsaldri, kom frá Sri Lanka sem flóttamaður.

Straumar og stefnur kosninga­bar­áttunnar á Sprengi­sandi

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur í umsjón Kristjáns Kristjánssonar er á dagskrá frá klukkan tíu til tólf í dag. Fyrstu gestir eru Lilja Alfreðsdóttir, Daði Már Kristófersson og Gunnar Smári Egilsson sem ætla að freista þess að draga fram og skýra helstu strauma og stefnur í þessari kosningabaráttu sem yfir stendur.

Víða von á vætu í dag

Búast má við suðlægum áttum og vætu á landinu í dag og á morgun. Lengst af verður þó þurrt norðaustanlands og tiltölulega heitt. Þá er útlit fyrir að kólna muni fyrir norðan.

Óttast að hryðjuverkahópar skjóti aftur rótum í Afganistan

Mark Milley, yfirmaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, telur líklegt að borgarastyrjöld muni skella á í Afganistan og að hryðjuverkahópar geti notið þá óreiðu til að skjóta þar niður rótum. Talibanar berjast nú við andófsmenn í Panjshir-dal en virðast vera að bera sigur úr býtum.

Þrír réðust á einn og rændu hann

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um rán í miðbænum. Þrír einstaklingar réðust þar á mann, veittu honum áverka og rændu hann. Í dagbók lögreglu segir að málið sé til rannsóknar.

Skoda Enyaq iV - rafjepplingur fyrir fjölskyldur

Skoda Enyaq iV er fimm manna rafjepplingur sem er ætlað að virka fyrir fjölskyldufólk og vera umhverfisvænn á meðan. Bíllinn er smekklega hannaður og vel samsettur, auk þess sem hann er rúmgóður.

Kröfugöngu kvenna í Kabúl mætt með táragasi

Hópur kvenna sem mótmælti Talibönum í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í dag segir að þeim hafi verið mætt af hörku. Táragasi og piparúða hafi verið spreyjað yfir hópinn og þær hindraðar í að komast að forsetahöllinni.

Ráðherra sammála um að húsakostur geðdeildar sé ekki fullnægjandi

Heilbrigðisráðherra segir að tryggt verði að geðheilbrigðisþjónusta Landspítalans fái viðunandi húsnæði um svipað leyti og nýr meðferðarkjarni sjúkrahússins rís. Hún tekur undir það með sérnámslæknum að núverandi aðstæður sjúklinga á deildunum séu ófullnægjandi.

Góð og skemmtileg stemming í Hrútatungurétt

Fyrstu fjárréttir haustsins hófust í dag, meðal annars í Hrútatungurétt í Hrútafirði. Þar voru um fjögur þúsund fjár og bændur voru ánægðir með hvað lömbin komu væn og falleg af fjalli.

Fylgjast náið með Öskju og biðja ferðamenn að upplýsa um allt óvenjulegt

Almannavarnir fylgjast náið með landrisi og jarðskjálftavirkni í Öskju og biðja ferðamenn að láta vita, taki þeir eftir einhverju óvenjulegu á svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir þetta geta markað upphafið að langtímaferli sem endar með gosi, og telur ástæðu til að taka ástandið alvarlega.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sprenging hefur orðið í tilkynningum um ofbeldismál til Íþróttabandalags Reykjavíkur í ár en þau hafa rúmlega fjórfaldast milli ára. Alvarlegustu málin hafa verið tilkynnt til lögreglu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Segir brandara frambjóðanda Flokks fólksins um Pólverja smekklausan með öllu

Brandari sem Eyjólfur Ármannsson, oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi, lét flakka í Oddvitaáskorun Vísis hefur farið fyrir brjóstið á netverjum, sem segja brandarann vera dæmi um hatursorðræðu í garð Pólverja. Formaður samtaka Pólverja á Íslandi segir brandarann vera smekklausan með öllu, ummælin dæmi sig sjálf. Formaður Flokks fólksins hafði ekki heyrt af málinu en trúir því ekki að brandarinn hafi verið illa meintur hjá oddvitanum.

Sáttur við gildandi takmarkanir

Forstjóri Landspítala segir gildandi samkomutakmarkanir áfram viðeigandi um sinn. Spítalinn sé áfram á tánum, þrátt fyrir að enginn sé á gjörgæslu. Heilbrigðisráðherra talar fyrir varfærnum skrefum í tilslökunum á næstunni.

Vilja koma böndum á notkun ormalyfs gegn Covid-19

Heilbrigðissérfræðingar og hópar heilbrigðisstarfsmanna í Bandaríkjunum verja þessa dagana miklu púðri í að reyna að koma í veg fyrir notkun gamals ormalyfs gegn Covid-19. Varað er við því að notkun lyfsins geti valdið skaðlegum hliðarverkunum og lítið sé um sönnunargögn um að lyfið hjálpi raunverulega gegn veirunni.

Matar og menningarhátíð á Stokkseyri

Stokkseyri mun iða af lífi um helgina því þar hefur verið blásið til uppskeruhátíðar matar og menningar. Bændur verða með brakandi ferskt grænmeti á staðnum og listamenn sýna það sem þeir eru að fást við, meðal annars kuklsetur.

Björgunarsveitir noti dróna þegar of langt er í þyrluna

Óvenjumikið hefur verið um dauðsföll af slysförum á fjallendi í sumar. Sveinn Zoëga, formaður svæðisstjórnar Björgunarsveita á Austurlandi segir björgunarsveitir á Austurlandi hafa farið í þrjú útköll sem hafa endað illa í sumar.

Ástæða til að taka atburðarás við Öskju alvarlega

Ástæða er til að taka landris í kringum Öskju alvarlega að mati jarðeðlisfræðings. Landið hefur risið um nokkra sentímetra eftir að hafa sigið stanslaust í 40 ár og vísbendingar eru um aukna jarðskjálftavirkni á svæðinu.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Ástæða er til að taka landris í kringum Öskju alvarlega að mati jarðeðlisfræðings. Vísbendingar eru um aukna skjálftavirkni á svæðinu. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.

Ráðherra vísar ásökunum Persónuverndar á bug

Kristján Þór Júlísson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir ásakanir Persónuverndar, þess efnis að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu hafi leynt upplýsingum eða notað Persónuvernd sem skálkaskjól, hreinan rógburð. 

Sjá næstu 50 fréttir