Fleiri fréttir

McConnell varar við „sviðinni jörð“ í öldungadeildinni

Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, varaði Demókrata í gær við því að Repúblikanar myndu skilja eftir sig sviðna jörð ef reglan um aukin meirihluta verði felld niður. Joe Biden, forseti, segist styðja að breyta reglunni til fyrra horfs.

58 látnir eftir árás víga­manna í Níger

Tugir óbreyttra borgara eru látnir eftir árás hóps vígamanna í Níger síðdegis á mánudag. Talsmaður nígerskra stjórnvalda segir að vígamennirnir hafi verið á bifhjólum og ráðist á fólkið þar sem það var á leið heim af markaði í Banibangou, nærri landamærunum að Malí.

Rússar reyndu að hafa áhrif á bandamenn Trump

Vladímír Pútín Rússlandsforseti skipaði persónulega fyrir um tilraunir rússnesku leyniþjónustunnar til þess að koma höggi á Joe Biden í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum síðasta haust. Leyniþjónustan er meðal annars sögð hafa háð leynilega herferð til þess að hafa áhrif á nána bandamenn Donalds Trump, þáverandi forseta.

„Vonandi fáum við einhverja viðvörun“

BBC fjallar á vef sínum í dag um jarðskjálftahrinuna sem verið hefur viðvarandi á Reykjanesskaga síðastliðnar þrjár vikur. „Ísland skelfur vegna meira en 50 þúsund jarðskjálfta á þremur vikum“ er yfirskrift umfjöllunarinnar.

Hollendingar að kjör­borðinu í skugga heims­far­aldurs

Kjörstöðum í Hollandi verður lokað í kvöld, en þingkosningar hafa staðið yfir í landinu síðan á mánudag. Forsætisráðherra landsins til tíu ára, hinn 54 ára Mark Rutte, sækist þar eftir því að framlengja stjórnartíð sína.

MG5 og Marvel R eru nýjustu rafbílar MG

MG kynnti í gær, þriðjudag, í beinni útsendingu á YouTube tvær nýjar kynslóðir rafbíla sem koma á Evrópumarkað síðar á þessu ári. Bílarnir heita MG Marvel R Electric sem er rafknúinn jepplingur í SUV-C-flokki og MG5 Electric sem er fyrsti skutbíllinn á rafbílamarkaðnum.

Gul viðvörun og allt að fimmtán stiga hiti

Víðáttumikil hæð sem er skammt vestur af Írlandi beinir hlýjum og rökum vindum til okkar en á Norður- og Austurlandi verður úrkomulítið auk þess sem þar munu jafnframt mælast hæstu hitatölurnar.

Hefur stundað sund daglega í 80 ár

Hann varð 86 ára nýlega og þann sama dag hélt hann upp á 80 ára sundafmælið sitt. Hér erum við að tala um sundgarp á Selfossi, sem syndir hálfan kílómetra alla daga vikunnar og hefur stundað sund daglega frá því að hann var sex ára gamall.

Mikill áhugi á Íslandi og markaðsherferðir hafnar

Forstjóri Icelandair segir afar jákvætt að farþegar utan Schengen fái að koma til landsins með gild bólusetningar-eða mótefnavottorð. Mikilvægustu markaðir félagsins séu þar. Íslandsstofa hefur þegar hafið markaðssátak í Bretlandi og skynjar mikinn áhuga á Íslandi.

Land­spítalinn þurfti að farga rúm­lega hundrað skömmtum af bólu­efni

Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni AstraZeneca við kórónuveirunni, eftir að tekin var ákvörðun um að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefninu í síðustu viku. Búið var að blanda skammtana og bólusetning á starfsmönnum spítalans hafin þann daginn.

Krafði ríkisstjórnina um kröftugri aðgerðir fyrir atvinnulausa

Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir stjórnvöld þurfa að hreyfa sig hraðar og koma þeim sem hefðu verið atvinnulausir lengi til mun meiri aðstoðar en hingað til. Félagsmálaráðherra segir allar aðgerðir stjórnvalda miða við þetta og sú nýjasta sé sú viðamesta til sköpunar starfa.

Lík­legasta gossvæðið færst frá Nátthaga að Fagra­dals­fjalli

Líklegasta gossvæðið á Reykjanesskaga hefur færst aftur frá Nátthaga norðaustur eftir kvikuganginum að norðausturhluta Fagradalsfjalls. Þetta er niðurstaða vísindaráðs almannavarna og byggist á greiningu á skjálftavirkni síðasta sólarhringinn, úrvinnslu úr GPS mælingum og gervihnattamyndum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ríkisstjórnin tilkynnti í dag að þeir sem búa utan Schengen svæðisins geti ferðast til Íslands ef þeir hafa gild bólusetningar- eða mótefnavottorð. 

Barn á eftir bolta fær bætur

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest bótaskyldu TM vegna líkamstjóns níu ára drengs sem slasaðist á byggingarsvæði skammt frá grunnskóla í september árið 2016.

Prestar í uppreisn gegn Páfagarði

Samtök kaþólskra presta sem hafa lengi verið þyrnir í síðu vatíkansins, hafa lýst því yfir að meðlimir þeirra muni blessa samvist samkynja para, þvert á skipun forsvarsmanna kirkjunnar sem opinberuð var í gær.

Hætta á ferðum víðar en í fjalllendi

Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum hvetur göngufólk til að gæta varúðar í fjalllendi á Reykjanesskaga en grjóthrun hefur orðið í kjölfar öflugra jarðskjálfta á Reykjanesskaga undanfarna daga.

Slasaðist í mótorhjólaslysi en ekki við töskuburð og fær átta milljónir

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í byrjun mánaðar Vátryggingafélag Íslands (VÍS) til að greiða karlmanni á sjötugsaldri samtals rúmar átta milljónir í bætur vegna mótorhjólaslyss árið 2017. VÍS taldi hvorki sannað að maðurinn hefði yfir höfuð lent í slysinu né að hann hefði hlotið þar áverka sem ollu honum varanlegri örorku.

Vígamenn sagðir hafa afhöfðað ung börn

Hjálparsamtökin Save the Children segja vígamenn hafa afhöfðað börn í norðurhluta Mósambík. Það hafi þeir gert við allt að ellefu ára gömul börn.

Slær í storm á Breiðafirði á morgun

Gul viðvörun vegna sunnan storms á Breiðafirði tekur gildi á morgun klukkan fjögur. Tuttugu til tuttugu og fimm metrar á sekúndu á Snæfellsnesi.

Jarðhræringar á Reykjanesskaga: Skýr merki um kvikuflæði

Þrátt fyrir minni og færri jarðskjálfta á Reykjanesskaga frá miðnætti eru skýr merki um kvikuflæði við Fagradalsfjall. Þetta sýna nýjar gervihnattamyndir af svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir stund milli stríða í jarðskjálftahrinunni.

People Vaccinated Outside Schengen May Enter Iceland

At a meeting this morning, the government have decided to accept valid COVID vaccination certificate from passengers entering Iceland from... The post People Vaccinated Outside Schengen May Enter Iceland appeared first on The Reykjavik Grapevine.

Þessar breytingar á sóttvarnareglum taka gildi 18. mars

Skrá þarf alla gesti á viðburðum og óheimilt er að bjóða upp á veitingar í hléi þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnaráðstafanir tekur gildi. Þá þarf að passa betur upp á sóttvarnir á stöðum þar sem boðið er upp á hlaðborð. Reglugerðin tekur gildi 18. mars og gildir til 9. apríl.

Smit gærdagsins tengist hópsýkingunni

Smit þess sem greindist með kórónuveiruna í gær er rakið til hópsýkingarinnar sem blossaði upp um þarsíðustu helgi. Viðkomandi var í sóttkví við greiningu en úr því smitið tengist hópsmitinu er ljóst að líklegast er um breska afbrigðið að ræða.

Sjá næstu 50 fréttir