Fleiri fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum heyrum við í náttúruvársérfræðingi sem segir eldgos á Reykjanesi líklegri með hverjum deginum sem líður en öflugir jarðskjálftar yfir suðvesturhorn landsins í dag og nótt.

Dómur yfir kven­réttinda­bar­áttu­konu stendur ó­haggaður

Dómstóll í Sádi-Arabíu hafnaði áfrýjun Loujain al-Hathloul, baráttukonu fyrir réttindum kvenna, á dómi sem hún hlaut fyrir meint hryðjuverkabrot. Hathloul var ein þeirra jafnréttissinna sem stjórnvöld í Sádi-Arabíu tóku höndum árið 2018.

Ekkert ferðaveður og Holtavörðuheiði lokað

Vetrarfærð er í flestum landshlutum og víða ekkert ferðaveður. Hvassviðri er um allt vestanvert landið og víða skafrenningur og blint. Vesturlandsvegur er lokaður fyrir umferð bæði um Kjalarnes og Holtavörðuheiði. Veðurstofan er með gular veðurviðvaranir í gildi fyrir vestan- og norðvestanvert landið.

Önnur tölvuárás gerð á norska þingið

Tölvuþrjótar komust inn í tölvukerfi norska þingsins og stálu þaðan gögnum. Hálft ár er frá því að yfirvöld greindu frá annarri slíkri árás á þingið.

Með riffil í ólæstum skáp og grunaður um brot gegn barni

Karlmaður með lögheimili í Reykjavík hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir kynferðisbrot og brot gegn vopnalögum framin á þáverandi dvalarstað hans í Mosfellsbæ aðfaranótt laugardagsins 12. október 2019.

Starfsmennirnir fá borgað í „óvæntri vendingu“

Ábyrgðarsjóður launa hefur fallist á að gangast í ábyrgð fyrir vangreiddar launagreiðslur til fjögurra félagsmanna Eflingar sem störfuðu hjá fyrirtækinu Eldum rétt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Upphæðirnar nema 120-195 þúsund krónum handa hverjum félagsmanni fyrir sig og hafa greiðslurnar þegar verið lagðar inn á reikninga þeirra.

Telja sjúkrahús í Brasilíu komin að þolmörkum

Heilbrigðiskerfið flestum stærstu borgum Brasilíu er að hruni komið vegna fjölda sjúklinga með Covid-19, að mati heilbrigðisstofnunar landsins. Heimshlutanum er talin standa ógn af aðgerðaleysi brasilískra stjórnvalda við faraldrinum sem fær að geisa nær hömlulaust.

Sýrland: Stríðsátök í heilan áratug

Milljónir sýrlenskra barna hafi þurft að flýja heimili sín og að efnahagur og innviðir landsins eru í molum eftir stríðsátök undanfarinna ára.

Börn í Kópavogi slegin eftir uppákomu í vettvangsferð

Nemendur í fjórða bekk í Hörðuvallaskóla í Kópavogi lentu í heldur óskemmtilegri uppákomu í strætisvagni á leiðinni heim úr vettvangsferð í dag. Karlmaður í annarlegu ástandi hrópaði ókvæðisorð yfir börnin og sparkaði til nokkurra nemenda.

Sam­komu­lag um nýja bráða­birgða­stjórn veitir vonar­glætu

Líbíuþing hefur samþykkt bráðabirgðastjórn sem ætlað er að stjórna hinu stríðshrjáða landi fram að fyrirhuguðum þingkosningum í desember næstkomandi. Litið er á málið sem mikilvægt skref í þá átt að binda endi á áratug af vopnuðum átökum og glundroða í landinu.

Óvæntur norðanhvellur eftir góða tíð

Vonskuveður er víða um vestanvert landið í dag og er gul viðvörun í gangi á Faxaflóasvæðinu, við Breiðafjörð, á Vestfjörðum, Ströndum og á Norðurlandi- Vestra. Þrjár bílveltur urðu á Reykjanesbraut í morgun þar sem mikið hvassviðri er og lokað var fyrir umferð um Vesturlandsveg á Kjalarnesi vegna veðurs.

Eldgos „líklegra og líklegra með hverjum degi sem líður“

Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, segir að það verði að teljast líklegra og líklegra með hverjum deginum sem líður að kvika nái að brjóta sér leið upp á yfirborðið í eldgosi á Reykjanesskaganum.

Þrjár bíl­veltur á Reykja­nes­braut

Þrjár bílveltur hafa orðið á Reykjanesbraut það sem af er morgni. Engin slys urðu á fólki, að sögn varðstjóra hjá Brunavörnum Suðurnesja, en leiðindafærð er á svæðinu.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum okkar verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni um nýjustu vendingar í kórónuveirufaraldrinum en enginn greindist smitaður innanlands í gær þrátt fyrir ótta um að smit væru komin í útbreiðslu.

Lýsir yfir neyðar­á­standi á Hawa­ii vegna flóða

Gríðarlegt úrhelli síðustu daga og flóð hafa valdið talsverðri eyðileggingu á eyjum Hawaii og hefur ríkisstjórinn David Ige nú lýst yfir neyðarástandi. Búist er við að úrhellinu sloti ekki fyrr en á föstudag.

Svona hljómuðu skjálftar næturinnar og morgunsins

Tveir stórir jarðskjálftar fundust vel á suðvesturhorninu í nótt og í morgun. Sá fyrri reið yfir klukkan 03:14 í nótt og var 5,1 að stærð. Bárust Veðurstofunni tilkynningar að hann hefði fundist allt austur í Fljótshlíð og vestur í Búðardal.

Morgan stendur við orð sín um Meghan og bætir í

Fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan, sem hætti í gær sem þáttastjórnandi í Good Morning Britain á ITV-sjónvarpsstöðinni vegna ummæla sinna um Meghan Markle, segist standa við það sem hann sagði.

Draga til baka rannsókn á skammtatölvum vegna „mistaka“

Hópur sérfræðinga á vegum tæknirisans Microsoft hefur dregið til baka umdeilda rannsókn á svonefndum skammtatölvum sem birtist árið 2018. Mistök hafi verið gerð við rannsóknina og biðjast höfundarnir afsökunar á að hafa ekki stundað nægilega vísindaleg vinnubrögð.

Fimm dæmdir vegna morðsins á Andrei Karlov

Dómstóll í Tyrklandi hefur dæmt fimm menn í lífstíðarfangelsi vegna aðildar sinnar að morðinu á Andrei Karlov, sendiherra Rússlands í Tyrklandi, í Ankara árið 2016.

Ísland á meðal ríkja sem berjast gegn drauganetum

Áætlað er að um átta milljónir tonna af plastúrgangi berist í hafið á hverju ári ef ekkert verður að gert. Þetta kom fram á alþjóðlegri ráðstefnu um plastmengun á norðurslóðum.

Allir fjórir með breska afbrigðið

Allir þeir fjórir sem greinst hafa með kórónuveiruna innanlands síðustu daga og verið utan sóttkvíar eru með breska afbrigði veirunnar.

Snarpur morgunskjálfti

Jarðskjálfti fannst vel á suðvesturhorninu um klukkan 08:49 í morgun. Stærð hans reyndist 4,6 en skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi. Skjálftinn varð rétt austur af Fagradalsfjalli.

Lög­reglu­maður í London hand­tekinn vegna hvarfs Söruh E­verard

Lögreglumaður í London hefur verið handtekinn í Kent í tengslum við rannsókn á hvarfi hinnar 33 ára Söruh Everard. Ekkert hefur spurst til Everard í heila viku en síðast sást til hennar þegar hún yfirgaf heimili vinar síns í Clapham í suðurhluta bresku höfuðborgarinnar að kvöldi miðvikudagsins 3. mars.

39 látnir eftir að bátar sukku undan ströndum Túnis

Að minnsta kosti 39 eru látnir eftir að tveir bátar hlaðnir farandfólki sukku undan ströndum Túnis í gær. Fólkið var að freista þess að komast yfir Miðjarðarhafið til ítölsku eyjunnar Lampedusa, að sögn varnarmálaráðuneytis Túnis.

Heilbrigðiskerfi Brasilíu að sligast

Heilbrigðiskerfi stærstu borga Brasilíu er komið að fótum fram vegna útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi að því er fram kemur í nýrri skýrslu frá Fiocruz stofnuninni.

Djúp lægð nálgast sem veldur hvassri norðan­átt

Djúp 958 millibara lægð er nú í morgunsárið stödd milli Íslands og Færeyja. Hún nálgast landið enn frekar í dag og veldur hvassri norðanátt á landinu ásamt ofankomu sem einkum verður bundin við norðurhelming landsins.

Fyrstu myndir af nýjum Kia EV6

Kia sýndi í dag fyrstu myndirnar af nýjum rafbíl sem ber heitið EV6. Um er að ræða sportlegan jeppling sem er hreinn rafbíll og fyrsti bíllinn af nýrri kynslóð rafbíla Kia. EV6 verður frumsýndur í vor og er mikil eftirvænting eftir komu hans á markað.

Þrír stórir skjálftar á tólfta tímanum en enginn órói

Þrír stórir skjálftar urðu á tólfta tímanum í kvöld en enginn órói hefur mælst í kjölfarið, segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Skjálftarnir urðu allir við Fagradalsfjall og fundust vel á suðvesturhorninu.

Biden í basli á landamærunum

Þrátt fyrir að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hafi skrifað undir forsetatilskipanir og gripið til annarra aðgerða á fyrsta degi í embætti, hefur það litlum árangri skilað á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Í ljósi þess öngþveitis sem ríkir þar.

Þrjú útköll vegna heimilisofbeldis

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var nú síðdegis og í kvöld þrisvar kölluð út vegna heimilisofbeldis; í póstnúmerum 104, 105 og 108.

Ekki von á frekari tilslökunum á næstunni

Sóttvarnalæknir segir hópsmit komið upp í samfélaginu en hann vonar að ný bylgja sé ekki hafin. Þá segir hann að Íslendingar megi ekki búast við frekari tilslökunum í sóttvörnum á næstunni.

Starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar í tvöfalda skimun

Mikill meirihluti starfsmanna Íslenskrar erfðagreiningar var sendur í skimun í gær og heim í kjölfarið, að því er fram kemur á vef Fréttablaðsins. Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, staðfesti þetta í samtali við miðilinn.

Sjá næstu 50 fréttir