Fleiri fréttir

Íslenskum ríkisborgurum verði aldrei vísað úr landi

Heilbrigðisráðherra segir að íslenskum ríkisborgurum verði aldrei vísað úr landi. Hún telur kröfu um að allir framvísi PCR-prófi áður en þeir koma til landsins standast stjórnarskrá og tekur ekki undir efasemdir sem komið hafa fram þess efnis.

Hættustigi lýst yfir á Seyðisfirði

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands lýst yfir hættustigi á Seyðisfirði vegna mögulegra á skriðufalla. Rýma á hátt í fimmtíu hús í bænum.

Veður og veira... það vorar að lokum

Heilbrigðisyfirvöld stefna nú að því að bólusetja 190 þúsund landsmanna fyrir júnílok en gróft reiknað jafngildir það því að allir 35 ára og eldri verði þá bólusettir.

Vill leiða lista Við­reisnar í Suður­kjör­dæmi

Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og bæjarfulltrúi Beinnar leiðar, hefur gefið kost á sér til þess að leiða lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum.

Týnda prinsessan fékk ekki að fara út né opna glugga

Prinsessan Latifa Al Maktoum, dóttir Mohammed bin Rashid Al Maktoum, varaforseta og forsætisráðherra Sameinuðu arabíska furstadæmanna, sem reyndi að flýja landið árið 2018, hefur sent frá sér skilaboð þar sem hún segir föður sinn halda sér í gíslingu og hún óttist um líf sitt.

Skotið á hest­hús í Bolungar­vík

Tilkynnt var um för eftir haglaskot í þakkanti og veggklæðningu eins hesthúsanna sem stendur undir fjallinu Erni í Bolungarvík í gær.

„Langstærsti fíkniefnabaróninn á Íslandi“ handtekinn

Rúmlega fertugur karlmaður, sem lýst hefur verið af lögreglumanni sem langstærsta fíkniefnabarón á Íslandi, er á meðal þriggja karlmanna sem lögregla handtók í umfangsmiklum aðgerðum í gær í tengslum við rannsókn á manndrápi í Rauðagerði um helgina.

Frekari tilslakanir innanlands gætu komið til í næstu viku

Frekari tilslakanir innanlands voru ekki ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun að sögn Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Hún á þó von á minnisblaði frá Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, um afléttingar innanlands á næstu dögum og að frekari tilslakanir gætu þá tekið gildi í næstu viku.

Katrín segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum en heilbrigðisráðherra greindi frá því eftir ríkisstjórnarfund í morgun að enginn kæmi til landsins frá og með föstudegi án þess að geta sýnt fram á neikvætt PCR-próf á brottfararstað.

Ragnar Þór hvorki sak­borningur né vitni í veiði­þjófnaðar­máli

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur hvorki stöðu sakbornings né vitnis í rannsókn lögreglu á Suðurlandi á meintri ólöglegri netalögn, sem kærð hefur verið til embættisins. Hann krefst þess að Fréttablaðið dragi umfjöllun sína um málið tafarlaust til baka og biðji sig afsökunar.

Afhentu 45 þúsund undirskriftir til stuðnings Uhunoma

Vinir nígeríska hælisleitandans Uhunoma Osayomore, sem til stendur að vísa úr landi, afhentu dómsmálaráðherra yfir 45 þúsund undirskriftir í morgun, þar sem biðlað er til stjórnvalda að veita honum hæli.

Fjöru­tíu látnir eftir rútu­slys á Ind­landi

Að minnsta kosti fjörutíu eru látnir eftir að rúta fór af veginum á brú og hafnaði í Sharda-skipaskurðinum í Sidhi á Indlandi. Björgunaraðilum tókst að bjarga sex manns úr rútunni.

Umdeilt frumvarp um öfgar líklegast samþykkt í franska þinginu í dag

Þingmenn neðri deildar Frakklandsþings munu í dag greiða atkvæði um umdeilt lagafrumvarp. Ráðmenn segja frumvarpinu ætlað að draga úr öfgum og verja franska lýðveldið og gildi þess en gagnrýnendur segja frumvarpið brjóta gegn trúfrelsi og koma niður á múslimum í Frakklandi.

Bein útsending: Efnahagslegt vægi verkefna og staðan á Íslandi

Helgi Þór Ingason, prófessor og forstöðumaður MPM náms við Háskólann í Reykjavík, fjallar um efnahagslegt vægi verkefna og stöðuna á Íslandi í samanburði við nágrannalönd í þriðjudagsfyrirlestri HR og Vísis klukkan 12 í dag. Reiknað er með því að fyrirlesturinn standi í um klukkustund.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum okkar greinum við frá nýjum tillögum um aðgerðir á landamærum í tengslum við heimsfaraldur kórónuveirunnar en ríkisstjórnin ræddi nýjar aðgerðir á fundi sínum í morgun.

Enginn til Íslands frá og með föstudegi án neikvæðs prófs

Ný reglugerð varðandi aðgerðir á landamærunum tekur gildi á föstudag. Helsta breytingin er sú að komufarþegar verða nú krafðir um svokallað PCR-próf á brottfararstað og þarf prófið að sýna neikvæða niðurstöðu varðandi kórónuveirusmit.

Tölvuþrjótar Kim reyndu að stela gögnum um bóluefni

Tölvuþrjótar á vegum Norður-Kóreu hafa reynt að stela upplýsingum um framleiðslu bóluefna og þar á meðal uppskriftinni að bóluefni Pfizer. Þetta kom fram á fundi forsvarsmanna leyniþjónustu Suður-Kóreu með þingmönnum í nótt.

Lögreglan rannsakar líkamsárás á Bíldudal

Maður var handtekinn á Bíldudal á sunnudaginn, grunaður um líkamsárás. Búið er að yfirheyra hann en að sögn Karls Inga Vilbergssonar, lögreglustjóra á Vestfjörðum, var árásin minniháttar og ekki talin þörf á gæsluvarðhaldi.

Heilbrigðisráðherra ræddi tillögur Þórólfs

Ríkisstjórnin situr á reglulegum þriðjudagsfundi sínum í Ráðherrabústaðnum þar sem til umræðu er meðal annars nýtt minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis þar sem hann leggur til hertar aðgerðir á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins.

Tveir fluttir á sjúkrahús eftir árekstur við Smáralind

Tveggja bíla árekstur varð á Reykjanesbraut rétt við Smáralind nú á tíunda tímanum. Tveir voru fluttir á sjúkrahús til skoðunar en meiðsl þeirra eru talin minniháttar, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Eldflaug SpaceX brotlenti í Atlantshafinu

Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX sendu 60 Starlink gervihnetti á braut um jörðu frá Flórída í nótt. Falcon 9 eldflaug fyrirtækisins brotlenti þó í Atlantshafinu við lendingu en eldflaugin átti að lenda á drónaskipinu Of Course I Still Love You.

Hyggst svara for­síðu­frétt Frétta­blaðsins með stefnu

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hyggst stefna Fréttablaðinu vegna fréttar um meintan veiðiþjófnað sem birtist í blaðinu í morgun. Hann segir fréttaflutninginn „ófrægingarherferð“ gagnvart sér og telur tímasetningu birtingarinnar athyglisverða í ljósi væntanlegra formannskosninga hjá VR.

Veitur auka vöktun neyslu­vatns í Heið­mörk

Veitur hafa sett upp vöktunarbúnað til að vakta mögulegar breytingar á efnainnihaldi neysluvatns frá vatnstökusvæðum í Heiðmörk ef kæmi til eldgoss á Reykjanesskaga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Rigning, slydda eða snjókoma í kortunum

Það verður fremur hæg suðaustlæg átt í dag og dálitlar skúrir fyrri part dags en þurrt og bjart veður á Norðurlandi. Hiti verður eitt til sex stig.

Fiskur og slor dreifðist um veginn

Laust fyrir klukkan hálffjögur í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um umferðaróhapp á Suðurlandsvegi við Lækjarbotna.

Sjá næstu 50 fréttir