Fleiri fréttir

Frekari afléttingar gætu verið handan við hornið

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að hann muni koma með tillögur um afléttingar á samkomutakmörkunum fyrr en áætlað ef áfram gengur jafn vel að halda faraldrinum niðri innanlands líkt og verið hefur undanfarnar vikur.

Stefna á leit í dag og gefa sér tvo mánuði til aðgerða

Stefnt er að því að hefja leit að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans, sem saknað hefur verið á fjallinu K2 síðan á föstudag, á ný í dag. Vonast er til að hægt verði að senda herflugvél útbúna hitamyndavélum til leitarinnar. Ferðamálaráðherra á svæðinu segir að yfirvöld muni gefa sér tvo mánuði til leitarstarfs.

Bein útsending: 112 dagurinn

112-dagurinn er haldinn um allt land í dag og er sjónum að þessu sinni beint að öryggi og velferð barna og ungmenna, enda fjölgaði tilkynningum til barnaverndarnefnda gríðarlega á síðasta ári.

Settir í sex ára bann eftir að hafa þóst sigra E­verest

Nepölsk yfirvöld hafa bannað tveimur indverskum fjallgöngumönnum og leiðangursstjóra þeirra að stunda fjallamennsku í landinu í sex ár. Ákvörðunin kemur í kjölfar rannsóknar þar sem í ljós kom að þau hafi logið því til að hafa klifið Everest, hæsta fjall heims, árið 2016.

Greiða atkvæði um lista Sam­fylkingarinnar í Reykja­vík á laugar­dag

Uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur lokið störfum og mun kynna tillögu sínar að framboðslistum flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir komandi þingkosningar á allsherjarfundi Samfylkingarfélaganna í Reykjavík á laugardag. Kjördæmisráð flokksins í borginni mun svo greiða atkvæði um tillöguna.

Stinningskaldi, skúrir og él

Það er spáð suðaustan kalda eða stinningskalda í dag, lítilsháttar skúrum eða éljum og hita á bilinu núll til fimm stig. Vindur verður hægari og þurrt á Norður- og Austurlandi en frost þar núll til fimm stig.

Lögregla beitti piparúða

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu beitt skömmu fyrir klukkan tvö í nótt piparúða til þess að ná stjórn á vettvangi í Hafnarfirði.

„Við erum ekki úr stáli“

„Náttúruhamfarirnar á Seyðisfirði í árslok 2020 eru þær verstu sem ég hef lent í á mínum ferli. Þarna voru ólýsanlegar, lífshættulegar aðstæður, þar sem maður óttaðist um eigið líf og annarra, bæði líf bæjarbúa og félaganna sem voru að sinna björgunarstörfunum.“

Larry Flynt, stofnandi Hustler, er dáinn

Larry Flynt, hinn víðfrægi og mjög svo umdeildi stofnandi klámritsins Hustler, er dáinn. Hann var 78 ára gamall og dó á heimili sínu í Los Angeles í dag. Dánarorsök liggur ekki fyrir.

„Ég veit að ríkið gaf hálfan hund í fyrra“

Átján manns bíða eftir því að fá blindrahunda en Blindrafélagið ræður einungis við það að úthluta tveimur slíkum hundum á ári. Hvorki ríki né sveitarfélög taka þátt í kostnaðinum. vegna blindrahunda.

Starfsfólki Tónlistarskóla Árnesinga umbunað

„Gjöfin var aðeins lítill þakklætisvottur fyrir allt það óeigingjarna starf sem starfsmenn skólans hafa innt af hendi frá því kórónaveirunnar fór að gæta fyrir ári síðan. Það reyndi mikið á mannskapinn að gjörbreyta kennsluháttum á nánast einni nóttu í mars, þegar kennsla færðist yfir í fjarkennslu,“ segir Helga Sighvatsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Árnesinga aðspurð um gjöf sem 39 kennarar skólans fengu nýlega.

Andrés fann samhljóm með Pírötum

Andrés Ingi Jónsson, alþingismaður, segist hafa fundið samhljóm með þingmönnum Pírata. Hann hafi skoðað sig vel um og að endingu ákveðið að ganga til liðs við þá.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum berum við saman arðgreiðslur stærstu útgerðarfyrirtækjanna annars vegar og álögð veiðigjöld á þau hins vegar. En í gær birti Fiskistofa yfirlit yfir greiðslur veiðigjalda á síðasta ári og lækka þær um 1,8 milljarð milli ára.

Olíumengun í Elliðaánum

Starfsmenn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur fengu í dag tilkynningu um olíumengun í Elliðaánum. Þá barst olía út í árnar úr frárennsli fyrir ofan stíflu Árbæjarmegin í Elliðaárdalnum.

Bein útsending: Annar dagur réttarhaldanna gegn Trump

Annar dagur réttarhaldanna gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fer nú fram í öldungadeild Bandaríkjaþings. Réttarhöldin byrjuðu klukkan fimm að íslenskum tíma og munu bæði sækjendur og verjendur flytja opnunarræður sínar fram á kvöld.

Andrés Ingi genginn til liðs við Pírata

Andrés Ingi Jónsson, alþingismaður utan þingflokka sem áður sat á þingi fyrir Vinstri græn, hefur gengið til liðs við þingflokk Pírata. Frá þessu greinir Andrés sjálfur frá nú síðdegis.

Banna ferðir á K2 út veturinn

Stjórnvöld í Pakistan hafa bannað allar frekari ferðir á fjallið K2 út veturinn. Þriggja fjallgöngumanna, Johns Snorra Sigurjónssonar og félaga hans, er saknað á fjallinu og gripið er til bannsins vegna þess. Það tekur þegar gildi.

Ungur ekkill og fjögur börn fá 35 milljónir í bætur vegna læknamistaka

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær kvensjúkdómalækni og tryggingafélagið VÍS til að greiða manni og fjórum börnum hans rúmar 35 milljónir króna í bætur vegna læknamistaka. Eiginkona mannsins og móðir barnanna lést úr leghálskrabbameini árið 2017 en dómurinn taldi lækninn hafa sýnt af sér „stórfellt gáleysi“ við eftirfylgni á konunni, sem kom til skoðunar hjá lækninum í mars 2015 en greindist ekki með krabbamein fyrr en níu mánuðum síðar.

Klár í framlínuna eftir seinni sprautuna

Lögreglumenn í framlínu, sjúkraflutningamenn og slökkviliðsmenn á höfuðborgarsvæðinu byrjuðu að streyma í Laugardalshöll klukkan 13 í dag þar sem þeir fengu seinni Moderna sprautuna sína. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir að planið hafi verið að bólusetja 400 manns fyrsta klukkutímann og stefndi í að það gengi eftir.

Bóluefnakapphlaup hefði gert út um Evrópusambandið

Yfirvöld í Evrópu voru sein til þess að samþykkja bóluefnin gegn Covid-19 og Evrópusambandið of bjartsýnt hvað varðaði getu lyfjafyrirtækjanna til að mæta framleiðslu- og afhendingarmarkmiðum.

Allir búnir að gleyma ofbeldismáli í Eyjum

Karlmaður í Vestmannaeyjum hefur verið sýknaður af ákæru um að hafa veist að tveimur konum á heimili þeirra í Heimaey árið 2018. Konurnar lýstu báðar líkamsárás af hálfu karlmannsins á vettvangi og hjá lögreglu umrædda nótt. Sömuleiðis ýtti framburður karlmanns sem mætti á vettvang undir að karlmaðurinn hefði ráðist á konurnar.

Einar vill aftur á þing

Einar A. Brynjólfsson kennari hyggst gefa kost á sér í prófkjöri Pírata í Norðausturkjördæmi vegna Alþingiskosninganna í haust. Hann sækist eftir að leiða lista flokksins.

„Ég myndi nú ekki kalla þetta vonbrigði“

Heilbrigðisráðherra segist hafa haft hóflegar væntingar um að Íslendingum yrði boðið að taka þátt í bóluefnarannsókn á vegum lyfjafyrirtækisins Pfizer. Ráðherrann er vongóður um að búið verði að bólusetja meirihluta þjóðarinnar í sumar.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum okkar heyrum við í Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um stöðuna í bólusetningum hér á landi og þá ákvörðun Pfizer að framkvæma ekki hjarðónæmisrannsókn hér á landi sem kom í ljós í gær.

Há­skóla­nemi situr uppi með ein­kunnina 0,0 eftir rit­stuld

Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema hefur hafnað kröfu nemenda við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands um að ógilda ákvörðun deildarforseta um að gefa nemendanum einkunnina 0,0 í námskeiði vegna ritstuldar við ritgerðarsmið. 

Rifja upp dýr­mætar sam­veru­stundir síðustu vikna á K2

Leit verður haldið áfram að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans á K2 í dag ef veður á svæðinu leyfir. Ekki hefur verið unnt að leita síðan á mánudag vegna veðurs og veðurspá er áfram slæm út vikuna. Félagar þremenninganna hafa rifjað upp dýrmætar minningar af vinum sínum á samfélagsmiðlum síðustu daga.

Enginn greindist innan­lands í gær

Enginn greindist með kórónuveiruna innan­lands í gær. Einn greindist með smit á landamærum í gær og greindist sá í seinni landamæraskimun.

Fjölskylduharmleikur við Lækjartorg

Aðalmeðferð er hafin í meiðyrðamáli Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi sendiherra og ráðherra, gegn Aldísi Schram dóttur hans, Sigmari Guðmundssyni fréttamanni og Ríkisútvarpinu. Reiknað er með því að aðalmeðferðinni ljúki á föstudaginn með málflutningi lögmanna aðila.

Sjá næstu 50 fréttir