Fleiri fréttir Bein útsending: Annar dagur réttarhaldanna gegn Trump Annar dagur réttarhaldanna gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fer nú fram í öldungadeild Bandaríkjaþings. Réttarhöldin byrjuðu klukkan fimm að íslenskum tíma og munu bæði sækjendur og verjendur flytja opnunarræður sínar fram á kvöld. 10.2.2021 17:26 Andrés Ingi genginn til liðs við Pírata Andrés Ingi Jónsson, alþingismaður utan þingflokka sem áður sat á þingi fyrir Vinstri græn, hefur gengið til liðs við þingflokk Pírata. Frá þessu greinir Andrés sjálfur frá nú síðdegis. 10.2.2021 17:00 Banna ferðir á K2 út veturinn Stjórnvöld í Pakistan hafa bannað allar frekari ferðir á fjallið K2 út veturinn. Þriggja fjallgöngumanna, Johns Snorra Sigurjónssonar og félaga hans, er saknað á fjallinu og gripið er til bannsins vegna þess. Það tekur þegar gildi. 10.2.2021 16:20 Ungur ekkill og fjögur börn fá 35 milljónir í bætur vegna læknamistaka Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær kvensjúkdómalækni og tryggingafélagið VÍS til að greiða manni og fjórum börnum hans rúmar 35 milljónir króna í bætur vegna læknamistaka. Eiginkona mannsins og móðir barnanna lést úr leghálskrabbameini árið 2017 en dómurinn taldi lækninn hafa sýnt af sér „stórfellt gáleysi“ við eftirfylgni á konunni, sem kom til skoðunar hjá lækninum í mars 2015 en greindist ekki með krabbamein fyrr en níu mánuðum síðar. 10.2.2021 15:00 Bresk stjórnvöld verja tíu ára fangelsisrefsingu fyrir að ljúga um nýleg ferðalög Bresk stjórnvöld hafa varið þá ákvörðun sína að láta lygar um nýleg ferðalög varða allt að tíu ára fangelsi. Samgönguráðherrann Grant Shapps segir viðurlögin endurspegla alvarleika glæpsins. 10.2.2021 14:56 Júlía Navalnía sögð hafa flúið land Júlía Navalnía, eiginkona rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní, er sögð hafa flúið land og haldið til Þýskalands. 10.2.2021 14:54 Klár í framlínuna eftir seinni sprautuna Lögreglumenn í framlínu, sjúkraflutningamenn og slökkviliðsmenn á höfuðborgarsvæðinu byrjuðu að streyma í Laugardalshöll klukkan 13 í dag þar sem þeir fengu seinni Moderna sprautuna sína. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir að planið hafi verið að bólusetja 400 manns fyrsta klukkutímann og stefndi í að það gengi eftir. 10.2.2021 14:02 Trzęsienie ziemi na północnym – wschodzie i na Reykjanes Trzęsienia ziemi na północnym wschodzie i Reykjanes. 10.2.2021 13:52 Bóluefnakapphlaup hefði gert út um Evrópusambandið Yfirvöld í Evrópu voru sein til þess að samþykkja bóluefnin gegn Covid-19 og Evrópusambandið of bjartsýnt hvað varðaði getu lyfjafyrirtækjanna til að mæta framleiðslu- og afhendingarmarkmiðum. 10.2.2021 13:48 Dönsk vindorkueyja mætir orkuþörf tíu milljóna heimila Danir fyrirhuga að safna vindorku með fjölmörgum vindorkubúum og miðla til annarra ríkja. 10.2.2021 13:42 Allir búnir að gleyma ofbeldismáli í Eyjum Karlmaður í Vestmannaeyjum hefur verið sýknaður af ákæru um að hafa veist að tveimur konum á heimili þeirra í Heimaey árið 2018. Konurnar lýstu báðar líkamsárás af hálfu karlmannsins á vettvangi og hjá lögreglu umrædda nótt. Sömuleiðis ýtti framburður karlmanns sem mætti á vettvang undir að karlmaðurinn hefði ráðist á konurnar. 10.2.2021 13:01 Einar vill aftur á þing Einar A. Brynjólfsson kennari hyggst gefa kost á sér í prófkjöri Pírata í Norðausturkjördæmi vegna Alþingiskosninganna í haust. Hann sækist eftir að leiða lista flokksins. 10.2.2021 12:14 Trump sagður mjög ósáttur við frammistöðu verjenda sinna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er sagður hafa verið allt annað en sáttur við frammistöðu verjenda sinna á fyrsta degi réttarhaldanna yfir honum í gær í öldungadeild Bandaríkjaþings. 10.2.2021 12:10 „Ég myndi nú ekki kalla þetta vonbrigði“ Heilbrigðisráðherra segist hafa haft hóflegar væntingar um að Íslendingum yrði boðið að taka þátt í bóluefnarannsókn á vegum lyfjafyrirtækisins Pfizer. Ráðherrann er vongóður um að búið verði að bólusetja meirihluta þjóðarinnar í sumar. 10.2.2021 11:59 Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum okkar heyrum við í Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um stöðuna í bólusetningum hér á landi og þá ákvörðun Pfizer að framkvæma ekki hjarðónæmisrannsókn hér á landi sem kom í ljós í gær. 10.2.2021 11:35 Háskólanemi situr uppi með einkunnina 0,0 eftir ritstuld Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema hefur hafnað kröfu nemenda við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands um að ógilda ákvörðun deildarforseta um að gefa nemendanum einkunnina 0,0 í námskeiði vegna ritstuldar við ritgerðarsmið. 10.2.2021 11:29 Söguleg dagbókarfærsla ekki tilkynningarskyldur öryggisbrestur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur áréttað þær reglur sem eru í gildi í samskiptum við fjölmiðla við þá sem starfsmenn embættisins sem sjá um gerð dagbókarfærslna sem sendar eru út á degi hverjum. 10.2.2021 11:17 Rifja upp dýrmætar samverustundir síðustu vikna á K2 Leit verður haldið áfram að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans á K2 í dag ef veður á svæðinu leyfir. Ekki hefur verið unnt að leita síðan á mánudag vegna veðurs og veðurspá er áfram slæm út vikuna. Félagar þremenninganna hafa rifjað upp dýrmætar minningar af vinum sínum á samfélagsmiðlum síðustu daga. 10.2.2021 11:10 Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Einn greindist með smit á landamærum í gær og greindist sá í seinni landamæraskimun. 10.2.2021 10:45 Greta Ósk sækist eftir sæti á lista Pírata í Kraganum Greta Ósk Óskarsdóttir bókmenntafræðingur og bætiefnaráðgjafi sækist eftir sæti á lista Pírata í Suðvesturkjördæmi. Framundan er prófkjör hjá flokknum. 10.2.2021 10:43 Fjölskylduharmleikur við Lækjartorg Aðalmeðferð er hafin í meiðyrðamáli Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi sendiherra og ráðherra, gegn Aldísi Schram dóttur hans, Sigmari Guðmundssyni fréttamanni og Ríkisútvarpinu. Reiknað er með því að aðalmeðferðinni ljúki á föstudaginn með málflutningi lögmanna aðila. 10.2.2021 09:44 „Gerði mér ekki neinar vonir um að við værum að ná samningum“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, kveðst ekki hafa gert sér neinar vonir fyrir fundinn með Pfizer í gær um að verið væri að ná samningum. Það var því ekkert sem kom honum á óvart þannig á fundinum. 10.2.2021 08:55 Vísindamenn vilja grisja flóðhestahjörð Pablo Escobar Vísindamenn segja nauðsynlegt að ráðast í grisjun flóðhestahjarðar sem varð til í kjölfar þess að eiturlyfjabaróninn Pablo Escobar var drepinn af lögreglu árið 1993, áður en hún fer að ógna plöntu og dýraríkinu þar sem hún hefur fjölgað sér. 10.2.2021 08:53 Jörð skelfur norðaustur af Grímsey og á Reykjanesi Jarðskjálftahrina er nú í gangi norðaustur af Grímsey. Á vef Veðurstofunnar kemur fram að klukkan 20:20 í gærkvöldi hafi orðið jarðskjálfti af stærðinni 2,8 sem hafi fundist í eynni. 10.2.2021 08:21 Þórunn mögulega aftur í framboð í Kraganum Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM og fyrrverandi ráðherra og þingmaður, er nú orðuð við þingframboð fyrir Samfylkinguna í Suðvesturkjördæmi. 10.2.2021 07:40 Göngumaður ökklabrotnaði í Esjunni Talið er að maður sem var á göngu Esjunni hafi ökklabrotnað síðdegis í gær. Í pósti frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að tilkynning um slysið hafi borist um stundarfjórðungi yfir fimm í gær. 10.2.2021 07:13 Tesla hjarðuppfærsla náðist á myndband Tesla bílar eru þeim eiginleika gæddir að hægt er að uppfæra hugbúnað þeirra í gegnum internet tengingu bílanna. Á meðan þetta gerist blikka stefnuljós bílanna. Myndband náðist af Tesla bifreiðum sem allar fara í uppfærslu í einu. 10.2.2021 07:00 Krefjandi að setja eigin hagsmuni til hliðar á ögurstund „Það má eiginlega segja að ég hafi verið í útkalli frá 15. desember fram til 9. janúar. Það er lengsta útkall sem ég hef farið í. Þegar ég lít til baka til þessara daga finnst mér að það hafi verið auðvelt að vera í björgunarstörfunum borið saman við það að horfa á eftir heimilinu mínu eyðileggjast í vatnselg. En björgunarmaðurinn í mér gengur sáttur frá borði“. 10.2.2021 07:00 Snjór yfir öllu á höfuðborgarsvæðinu Íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa í vetur lítið fengið af snjó enda er veturinn sá snjóléttasti í hundrað ár í Reykjavík. Í morgun vakna höfuðborgarbúar hins vegar við alhvíta jörð eftir snjókomu í nótt. 10.2.2021 06:21 „Ég er ekki búin að gefast upp og veit að það er enn svigrúm fyrir kraftaverk“ Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona fjallamannsins Johns Snorra Sigurjónssonar, hefur ekki gefist upp og heldur enn í vonina um að hann eigi eftir að snúa aftur heim. 9.2.2021 23:51 Enn mistekst Erik Jensen að bola Kim Kielsen burt Harðvítug valdabarátta um leiðtogahlutverkið á Grænlandi tók á sig nýja mynd í dag þegar Erik Jensen, formaður Siumut-flokksins, neyddist til að lýsa því yfir að honum hefði ekki tekist að fá neinn annan flokk í lið með sér til að mynda nýja landsstjórn. Þetta þýðir að Kim Kielsen heldur áfram stöðu sinni sem forsætisráðherra Grænlands, þrátt fyrir að Erik Jensen hafi fellt hann úr formannssæti Siumut í nóvember. 9.2.2021 23:27 Réttarhöldin gegn Trump: Sex Repúblikanar greiddu atkvæði með Demókrötum Réttarhöldin gegn Donald Trump í öldungadeild Bandaríkjaþings fara ekki gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Það er niðurstaða meirihluta þingmanna deildarinnar eftir atkvæðagreiðslu sem fór að mestu eftir flokkslínum. 9.2.2021 23:01 „Fáránlegast af öllu að heilt fótboltalið af heimspekingum“ hafi tjáð sig um kjaftasögu Fjölmargar sögusagnir hafa verið uppi um samningaviðræður Íslendinga við Pfizer. Voru flestar þeirra á þá leið að búið væri að ganga frá samkomulagi við lyfjaframleiðandann og tryggja Íslendingum fleiri hundruð þúsund skammta af bóluefni við Covid-19 sem væri væntanlegt á allra næstu vikum. Síðdegis í dag kom svo í ljós að litlar líkur væru á því að Pfizer myndi ráðast í rannsóknarverkefni hér á landi. 9.2.2021 22:15 Segja flugmanninn hafa farið gegn þjálfun sinni og reglum Flugmaður þyrlunnar er sagður bera ábyrgð á banaslysinu sem Kobe Bryant, þrettán ára dóttir hans og sjö aðrir dóu í Kaliforníu í fyrra. Flugmaðurinn Ara Zobayan, var meðal þeirra sem dóu, en rannsakendur samgönguslysa segja hann hafa farið gegn þjálfun sinni og reglum þegar hann flaug inn í þykkan þokubakka þann 26. janúar í fyrra. 9.2.2021 21:50 Segja Kínaferðina ekki hafa skilað miklum árangri Vísindamenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segja Kínaheimsókn þeirra ekki hafa skilað miklum árangri varðandi skilning vísindamanna á nýju kórónuveirunni. Hins vegar hafi teymi stofnunarinnar tekist að auka þekkingu varðandi upphaf faraldursins. 9.2.2021 21:21 Współpraca z firmą Pfizer pod znakiem zapytania Jest bardzo mała szansa na to, że Islandia nawiąże współpracę z firmą farmaceutyczną Pfizer. 9.2.2021 18:44 „Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið“ „Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið en það lá alveg fyrir að það gæti farið allavega.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um viðbrögð sín við þeim fregnum að litlar líkur séu á því að lyfjaframleiðandinn Pfizer muni efna til fjórðu fasa rannsóknar á virkni bóluefnis fyrirtækisins hér á landi. 9.2.2021 18:37 Bein útsending: Réttarhöldin yfir Trump hafinn Réttarhöldin yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hófust í öldungadeild Bandaríkjaþings í kvöld. Þetta er í annað sinn sem réttað er yfir Trump fyrir meint embættisbrot. 9.2.2021 18:27 Margir eiga erfitt með að ná endum saman Um fjórðungur launafólks innan ASÍ og BSRB á erfitt með að ná endum saman samkvæmt nýrri könnun Vörðu – rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins. 9.2.2021 18:15 Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Hverfandi líkur eru á að bóluefnarannsókn Pfizer verði að veruleika. Fundur með vísindamönnum frá lyfjafyrirtækinu lauk á sjötta tímanum og þar var Birgir Olgeirsson fréttamaður okkar og fékk fyrstu viðbrögð frá Kára Stefánssyni. 9.2.2021 18:03 Erum „fórnarlömb eigin árangurs“ Vísindamenn Pfizer töldu ekki nægilega mörg tilfelli Covid-19 til að hægt væri að kanna bæði bein og óbein áhrif bólusetninga hér á landi. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir erfitt að deila við þá skoðun og að Íslendingar séu í raun fórnarlömb eigin velgengni. 9.2.2021 18:01 Mótmæltu brottvísun Uhunoma Á annað hundrað stuðningsmanna og vina Uhunoma Osayomore frá Nígeríu kom saman á Arnarhóli klukkan 16:15 í dag til að mótmæla brottvísun hans frá Íslandi. Honum hefur verið synjað um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi hér á landi. 9.2.2021 17:10 Hverfandi líkur á því að af samstarfi við Pfizer verði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir hverfandi líkur á því að af rannsóknarverkefni í samstarfi við Pfizer verði. Þetta sagði Þórólfur við fréttastofu að loknum fundi Þórólfs, Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans með fulltrúum Pfizer. Fundurinn hófst klukkan 16 og er nýlokið. 9.2.2021 17:07 Álögð veiðigjöld 1,8 milljörðum lægri í fyrra en árið á undan Útgerðir landsins greiddu 1,8 milljörðum minna í veiðigjöld á síðasta ári en árið þar á undan. Álagning veiðigjalda á útgerðir hefur lækkað töluvert á undanförnum þremur árum. En á kjörtímabilinu voru gerðar breytingar á lögum um veiðigjöld þannig að þau taka nú meira mið af nýliðinni veiðireynslu og stöðu útgerða en áður. 9.2.2021 16:50 Bauð sér sjálfur inn í bílinn og áreitti tónlistarnema Rúmenskur karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða konu sem hann áreitti kynferðislega í maí 2019 400 þúsund krónur í miskabætur. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. 9.2.2021 16:38 Sjá næstu 50 fréttir
Bein útsending: Annar dagur réttarhaldanna gegn Trump Annar dagur réttarhaldanna gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fer nú fram í öldungadeild Bandaríkjaþings. Réttarhöldin byrjuðu klukkan fimm að íslenskum tíma og munu bæði sækjendur og verjendur flytja opnunarræður sínar fram á kvöld. 10.2.2021 17:26
Andrés Ingi genginn til liðs við Pírata Andrés Ingi Jónsson, alþingismaður utan þingflokka sem áður sat á þingi fyrir Vinstri græn, hefur gengið til liðs við þingflokk Pírata. Frá þessu greinir Andrés sjálfur frá nú síðdegis. 10.2.2021 17:00
Banna ferðir á K2 út veturinn Stjórnvöld í Pakistan hafa bannað allar frekari ferðir á fjallið K2 út veturinn. Þriggja fjallgöngumanna, Johns Snorra Sigurjónssonar og félaga hans, er saknað á fjallinu og gripið er til bannsins vegna þess. Það tekur þegar gildi. 10.2.2021 16:20
Ungur ekkill og fjögur börn fá 35 milljónir í bætur vegna læknamistaka Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær kvensjúkdómalækni og tryggingafélagið VÍS til að greiða manni og fjórum börnum hans rúmar 35 milljónir króna í bætur vegna læknamistaka. Eiginkona mannsins og móðir barnanna lést úr leghálskrabbameini árið 2017 en dómurinn taldi lækninn hafa sýnt af sér „stórfellt gáleysi“ við eftirfylgni á konunni, sem kom til skoðunar hjá lækninum í mars 2015 en greindist ekki með krabbamein fyrr en níu mánuðum síðar. 10.2.2021 15:00
Bresk stjórnvöld verja tíu ára fangelsisrefsingu fyrir að ljúga um nýleg ferðalög Bresk stjórnvöld hafa varið þá ákvörðun sína að láta lygar um nýleg ferðalög varða allt að tíu ára fangelsi. Samgönguráðherrann Grant Shapps segir viðurlögin endurspegla alvarleika glæpsins. 10.2.2021 14:56
Júlía Navalnía sögð hafa flúið land Júlía Navalnía, eiginkona rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní, er sögð hafa flúið land og haldið til Þýskalands. 10.2.2021 14:54
Klár í framlínuna eftir seinni sprautuna Lögreglumenn í framlínu, sjúkraflutningamenn og slökkviliðsmenn á höfuðborgarsvæðinu byrjuðu að streyma í Laugardalshöll klukkan 13 í dag þar sem þeir fengu seinni Moderna sprautuna sína. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir að planið hafi verið að bólusetja 400 manns fyrsta klukkutímann og stefndi í að það gengi eftir. 10.2.2021 14:02
Trzęsienie ziemi na północnym – wschodzie i na Reykjanes Trzęsienia ziemi na północnym wschodzie i Reykjanes. 10.2.2021 13:52
Bóluefnakapphlaup hefði gert út um Evrópusambandið Yfirvöld í Evrópu voru sein til þess að samþykkja bóluefnin gegn Covid-19 og Evrópusambandið of bjartsýnt hvað varðaði getu lyfjafyrirtækjanna til að mæta framleiðslu- og afhendingarmarkmiðum. 10.2.2021 13:48
Dönsk vindorkueyja mætir orkuþörf tíu milljóna heimila Danir fyrirhuga að safna vindorku með fjölmörgum vindorkubúum og miðla til annarra ríkja. 10.2.2021 13:42
Allir búnir að gleyma ofbeldismáli í Eyjum Karlmaður í Vestmannaeyjum hefur verið sýknaður af ákæru um að hafa veist að tveimur konum á heimili þeirra í Heimaey árið 2018. Konurnar lýstu báðar líkamsárás af hálfu karlmannsins á vettvangi og hjá lögreglu umrædda nótt. Sömuleiðis ýtti framburður karlmanns sem mætti á vettvang undir að karlmaðurinn hefði ráðist á konurnar. 10.2.2021 13:01
Einar vill aftur á þing Einar A. Brynjólfsson kennari hyggst gefa kost á sér í prófkjöri Pírata í Norðausturkjördæmi vegna Alþingiskosninganna í haust. Hann sækist eftir að leiða lista flokksins. 10.2.2021 12:14
Trump sagður mjög ósáttur við frammistöðu verjenda sinna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er sagður hafa verið allt annað en sáttur við frammistöðu verjenda sinna á fyrsta degi réttarhaldanna yfir honum í gær í öldungadeild Bandaríkjaþings. 10.2.2021 12:10
„Ég myndi nú ekki kalla þetta vonbrigði“ Heilbrigðisráðherra segist hafa haft hóflegar væntingar um að Íslendingum yrði boðið að taka þátt í bóluefnarannsókn á vegum lyfjafyrirtækisins Pfizer. Ráðherrann er vongóður um að búið verði að bólusetja meirihluta þjóðarinnar í sumar. 10.2.2021 11:59
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum okkar heyrum við í Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um stöðuna í bólusetningum hér á landi og þá ákvörðun Pfizer að framkvæma ekki hjarðónæmisrannsókn hér á landi sem kom í ljós í gær. 10.2.2021 11:35
Háskólanemi situr uppi með einkunnina 0,0 eftir ritstuld Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema hefur hafnað kröfu nemenda við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands um að ógilda ákvörðun deildarforseta um að gefa nemendanum einkunnina 0,0 í námskeiði vegna ritstuldar við ritgerðarsmið. 10.2.2021 11:29
Söguleg dagbókarfærsla ekki tilkynningarskyldur öryggisbrestur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur áréttað þær reglur sem eru í gildi í samskiptum við fjölmiðla við þá sem starfsmenn embættisins sem sjá um gerð dagbókarfærslna sem sendar eru út á degi hverjum. 10.2.2021 11:17
Rifja upp dýrmætar samverustundir síðustu vikna á K2 Leit verður haldið áfram að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans á K2 í dag ef veður á svæðinu leyfir. Ekki hefur verið unnt að leita síðan á mánudag vegna veðurs og veðurspá er áfram slæm út vikuna. Félagar þremenninganna hafa rifjað upp dýrmætar minningar af vinum sínum á samfélagsmiðlum síðustu daga. 10.2.2021 11:10
Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Einn greindist með smit á landamærum í gær og greindist sá í seinni landamæraskimun. 10.2.2021 10:45
Greta Ósk sækist eftir sæti á lista Pírata í Kraganum Greta Ósk Óskarsdóttir bókmenntafræðingur og bætiefnaráðgjafi sækist eftir sæti á lista Pírata í Suðvesturkjördæmi. Framundan er prófkjör hjá flokknum. 10.2.2021 10:43
Fjölskylduharmleikur við Lækjartorg Aðalmeðferð er hafin í meiðyrðamáli Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi sendiherra og ráðherra, gegn Aldísi Schram dóttur hans, Sigmari Guðmundssyni fréttamanni og Ríkisútvarpinu. Reiknað er með því að aðalmeðferðinni ljúki á föstudaginn með málflutningi lögmanna aðila. 10.2.2021 09:44
„Gerði mér ekki neinar vonir um að við værum að ná samningum“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, kveðst ekki hafa gert sér neinar vonir fyrir fundinn með Pfizer í gær um að verið væri að ná samningum. Það var því ekkert sem kom honum á óvart þannig á fundinum. 10.2.2021 08:55
Vísindamenn vilja grisja flóðhestahjörð Pablo Escobar Vísindamenn segja nauðsynlegt að ráðast í grisjun flóðhestahjarðar sem varð til í kjölfar þess að eiturlyfjabaróninn Pablo Escobar var drepinn af lögreglu árið 1993, áður en hún fer að ógna plöntu og dýraríkinu þar sem hún hefur fjölgað sér. 10.2.2021 08:53
Jörð skelfur norðaustur af Grímsey og á Reykjanesi Jarðskjálftahrina er nú í gangi norðaustur af Grímsey. Á vef Veðurstofunnar kemur fram að klukkan 20:20 í gærkvöldi hafi orðið jarðskjálfti af stærðinni 2,8 sem hafi fundist í eynni. 10.2.2021 08:21
Þórunn mögulega aftur í framboð í Kraganum Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM og fyrrverandi ráðherra og þingmaður, er nú orðuð við þingframboð fyrir Samfylkinguna í Suðvesturkjördæmi. 10.2.2021 07:40
Göngumaður ökklabrotnaði í Esjunni Talið er að maður sem var á göngu Esjunni hafi ökklabrotnað síðdegis í gær. Í pósti frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að tilkynning um slysið hafi borist um stundarfjórðungi yfir fimm í gær. 10.2.2021 07:13
Tesla hjarðuppfærsla náðist á myndband Tesla bílar eru þeim eiginleika gæddir að hægt er að uppfæra hugbúnað þeirra í gegnum internet tengingu bílanna. Á meðan þetta gerist blikka stefnuljós bílanna. Myndband náðist af Tesla bifreiðum sem allar fara í uppfærslu í einu. 10.2.2021 07:00
Krefjandi að setja eigin hagsmuni til hliðar á ögurstund „Það má eiginlega segja að ég hafi verið í útkalli frá 15. desember fram til 9. janúar. Það er lengsta útkall sem ég hef farið í. Þegar ég lít til baka til þessara daga finnst mér að það hafi verið auðvelt að vera í björgunarstörfunum borið saman við það að horfa á eftir heimilinu mínu eyðileggjast í vatnselg. En björgunarmaðurinn í mér gengur sáttur frá borði“. 10.2.2021 07:00
Snjór yfir öllu á höfuðborgarsvæðinu Íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa í vetur lítið fengið af snjó enda er veturinn sá snjóléttasti í hundrað ár í Reykjavík. Í morgun vakna höfuðborgarbúar hins vegar við alhvíta jörð eftir snjókomu í nótt. 10.2.2021 06:21
„Ég er ekki búin að gefast upp og veit að það er enn svigrúm fyrir kraftaverk“ Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona fjallamannsins Johns Snorra Sigurjónssonar, hefur ekki gefist upp og heldur enn í vonina um að hann eigi eftir að snúa aftur heim. 9.2.2021 23:51
Enn mistekst Erik Jensen að bola Kim Kielsen burt Harðvítug valdabarátta um leiðtogahlutverkið á Grænlandi tók á sig nýja mynd í dag þegar Erik Jensen, formaður Siumut-flokksins, neyddist til að lýsa því yfir að honum hefði ekki tekist að fá neinn annan flokk í lið með sér til að mynda nýja landsstjórn. Þetta þýðir að Kim Kielsen heldur áfram stöðu sinni sem forsætisráðherra Grænlands, þrátt fyrir að Erik Jensen hafi fellt hann úr formannssæti Siumut í nóvember. 9.2.2021 23:27
Réttarhöldin gegn Trump: Sex Repúblikanar greiddu atkvæði með Demókrötum Réttarhöldin gegn Donald Trump í öldungadeild Bandaríkjaþings fara ekki gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Það er niðurstaða meirihluta þingmanna deildarinnar eftir atkvæðagreiðslu sem fór að mestu eftir flokkslínum. 9.2.2021 23:01
„Fáránlegast af öllu að heilt fótboltalið af heimspekingum“ hafi tjáð sig um kjaftasögu Fjölmargar sögusagnir hafa verið uppi um samningaviðræður Íslendinga við Pfizer. Voru flestar þeirra á þá leið að búið væri að ganga frá samkomulagi við lyfjaframleiðandann og tryggja Íslendingum fleiri hundruð þúsund skammta af bóluefni við Covid-19 sem væri væntanlegt á allra næstu vikum. Síðdegis í dag kom svo í ljós að litlar líkur væru á því að Pfizer myndi ráðast í rannsóknarverkefni hér á landi. 9.2.2021 22:15
Segja flugmanninn hafa farið gegn þjálfun sinni og reglum Flugmaður þyrlunnar er sagður bera ábyrgð á banaslysinu sem Kobe Bryant, þrettán ára dóttir hans og sjö aðrir dóu í Kaliforníu í fyrra. Flugmaðurinn Ara Zobayan, var meðal þeirra sem dóu, en rannsakendur samgönguslysa segja hann hafa farið gegn þjálfun sinni og reglum þegar hann flaug inn í þykkan þokubakka þann 26. janúar í fyrra. 9.2.2021 21:50
Segja Kínaferðina ekki hafa skilað miklum árangri Vísindamenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segja Kínaheimsókn þeirra ekki hafa skilað miklum árangri varðandi skilning vísindamanna á nýju kórónuveirunni. Hins vegar hafi teymi stofnunarinnar tekist að auka þekkingu varðandi upphaf faraldursins. 9.2.2021 21:21
Współpraca z firmą Pfizer pod znakiem zapytania Jest bardzo mała szansa na to, że Islandia nawiąże współpracę z firmą farmaceutyczną Pfizer. 9.2.2021 18:44
„Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið“ „Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið en það lá alveg fyrir að það gæti farið allavega.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um viðbrögð sín við þeim fregnum að litlar líkur séu á því að lyfjaframleiðandinn Pfizer muni efna til fjórðu fasa rannsóknar á virkni bóluefnis fyrirtækisins hér á landi. 9.2.2021 18:37
Bein útsending: Réttarhöldin yfir Trump hafinn Réttarhöldin yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hófust í öldungadeild Bandaríkjaþings í kvöld. Þetta er í annað sinn sem réttað er yfir Trump fyrir meint embættisbrot. 9.2.2021 18:27
Margir eiga erfitt með að ná endum saman Um fjórðungur launafólks innan ASÍ og BSRB á erfitt með að ná endum saman samkvæmt nýrri könnun Vörðu – rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins. 9.2.2021 18:15
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Hverfandi líkur eru á að bóluefnarannsókn Pfizer verði að veruleika. Fundur með vísindamönnum frá lyfjafyrirtækinu lauk á sjötta tímanum og þar var Birgir Olgeirsson fréttamaður okkar og fékk fyrstu viðbrögð frá Kára Stefánssyni. 9.2.2021 18:03
Erum „fórnarlömb eigin árangurs“ Vísindamenn Pfizer töldu ekki nægilega mörg tilfelli Covid-19 til að hægt væri að kanna bæði bein og óbein áhrif bólusetninga hér á landi. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir erfitt að deila við þá skoðun og að Íslendingar séu í raun fórnarlömb eigin velgengni. 9.2.2021 18:01
Mótmæltu brottvísun Uhunoma Á annað hundrað stuðningsmanna og vina Uhunoma Osayomore frá Nígeríu kom saman á Arnarhóli klukkan 16:15 í dag til að mótmæla brottvísun hans frá Íslandi. Honum hefur verið synjað um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi hér á landi. 9.2.2021 17:10
Hverfandi líkur á því að af samstarfi við Pfizer verði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir hverfandi líkur á því að af rannsóknarverkefni í samstarfi við Pfizer verði. Þetta sagði Þórólfur við fréttastofu að loknum fundi Þórólfs, Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans með fulltrúum Pfizer. Fundurinn hófst klukkan 16 og er nýlokið. 9.2.2021 17:07
Álögð veiðigjöld 1,8 milljörðum lægri í fyrra en árið á undan Útgerðir landsins greiddu 1,8 milljörðum minna í veiðigjöld á síðasta ári en árið þar á undan. Álagning veiðigjalda á útgerðir hefur lækkað töluvert á undanförnum þremur árum. En á kjörtímabilinu voru gerðar breytingar á lögum um veiðigjöld þannig að þau taka nú meira mið af nýliðinni veiðireynslu og stöðu útgerða en áður. 9.2.2021 16:50
Bauð sér sjálfur inn í bílinn og áreitti tónlistarnema Rúmenskur karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða konu sem hann áreitti kynferðislega í maí 2019 400 þúsund krónur í miskabætur. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. 9.2.2021 16:38
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent