Fleiri fréttir

Norð­læg átt og frost á bilinu tvö til tíu stig

Von er á norðlægri eða breytilegri átt í dag og strekkingi austast fram eftir degi en gola eða kalda annars staðar. Léttskýjað verður á Suður- og Vesturlandi, en dálítil él norðaustanlands. Frost yfirleitt á bilinu tvö til tíu stig.

Að­eins Ís­lendingar undan­þegnir skimun í Eist­landi

Frá og með deginum í dag taka nýjar sóttvarnareglur gildi á landamærum Eistlands. Samkvæmt þeim eru farþegar sem koma frá Íslandi þeir einu sem undanþegnir verða skimun fyrir kórónuveirunni við komuna til landsins.

Sjö efstu bílarnir í vali á bíl ársins í Evrópu

Tilnefningar til verðlaunanna Bíll ársins í Evrópu árið 2021 eru komnar í hús. Alls voru 29 bílar sem komu til greina en dómnefnd hefur skilað endanlegum tilnefningum og eru sjö bílar sem koma til greina.

Vilja minnka um­ferðar­hraða á Bú­staða­vegi

Meirihluti íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis vill að umferðarhraði á Bústaðavegi verði minnkaður úr 50 km/klst niður í 30 km/klst. Þetta kemur fram í nýlegri bókun ráðsins en greint er frá málinu í Morgunblaðinu í dag.

Liggur við að Kári spyrji hvað Svíinn í Sviss sé að reykja

„Ég hafði svo sannarlega rangt fyrir mér og það gleður mig,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um þann spádóm að Íslendingar þyrftu að glíma við nýja bylgju kórónuveirufaraldursins í tengslum við hátíðirnar. Þess í stað hafi gengið prýðilega að halda faraldrinum hér niðri, sérstaklega ef litið er til Bandaríkjanna eða ríkja Evrópu.

Fólk sem velur ekki skimun gert að dvelja í sótt­varnar­húsi

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að skylda farþega sem neita að fara í landamæraskimun til að fara í 14 daga sóttkví í farsóttarhúsi. Með þessu féllst hún ekki á þá tillögu sóttvarnalæknis að öllum komufarþegum verði skylt að fara í landamæraskimun.

Óttast „glatað sumar“ vegna tvöfaldrar skimunar

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það skipta sköpum fyrir ferðaþjónustuna að fólk sé ekki skyldað til þess að vera í sóttkví milli skimana og er hún ekki hrifin af þeirri hugmynd að einhverjir gætu verið skyldaðir í farsóttahúsið ef þeir greinist með tiltekið afbrigði veirunnar. Hún efist um að það sé lagaheimild fyrir slíkum aðgerðum.

Tilhlökkun fyrir nýju fjölnota íþróttahúsi á Selfossi

Mikil tilhlökkun er hjá íbúum á Selfossi fyrir opnun fjölnota íþróttahúss, sem tekið verður í notkun í sumar. Húsið, sem er sex þúsund og fimm hundruð fermetrar mun gjörbreyta allri íþróttaaðstöðu í bænum.

Daginn hefur lengt um klukkustund í Reykjavík

Þegar landsmenn hefja nýja vinnuviku í fyrramálið verða eflaust flestir farnir að skynja birtulengingu dagsins og undanhald skammdegisins. Á þeim þremur vikum sem liðnar eru frá vetrarsólstöðum 21. desember hefur daginn þannig lengt um tæpa klukkustund í höfuðborginni Reykjavík.

Festi undurfalleg eftirköst óveðursins fyrir austan á filmu

Mikið aftakaveður var á Austurlandi í gær og voru appelsínugular veðurviðvaranir í gildi á öllum austurhelmingi landsins. Í gærmorgun mældist vindur þar á bilinu 28 til 32 metrar á sekúndu auk þess sem íbúar fundu fyrir 10 til 12 stiga frosti og snjókomu. 

Kafarar sendir að flakinu í fyrramálið til að koma í veg fyrir olíuleka

Viðbragðsaðilar vakta nú fóðurpramma Laxa fiskeldisstöðvar sem sökk í Reyðarfirði í nótt með tíu þúsund lítra af díeselolíu. Kafarar verða sendir að flakinu til að reyna að loka fyrir olíuleka í fyrramálið. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir þetta mikið tjón og í framhaldinu verði farið yfir alla verkferla.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segjum við frá því að búið er að tryggja bóluefni fyrir alla þjóðina og rúmlega það, eða fyrir 660 þúsund manns. Þá verður rætt við prófessor í ónæmisfræði sem furðar sig á því að stjórnvöld skuli hafa hengt sig á Evrópusambandið við kaup á bóluefni. Hann telur að annars hefði verið hægt að bólusetja alla þjóðina og mynda hjarðónæmi á skömmum tíma.

Gagnrýni á bóluefnakaup Íslendinga í Víglínunni

Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans, telur að íslensk stjórnvöld eigi að leita til fleiri lyfjafyrirtækja en Pfizer og skoða möguleikann á samstarfi til að hægt verði að ljúka bólusetningum fyrr hér á landi.

Trump bað kosninga­eftir­lits­mann í Georgíu að „finna svindlið“

Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hvatti kosningaeftirlitsmann í Georgíu til þess að „finna svindlið“ og sagði að hann yrði þjóðhetja ef það tækist. Þetta er þriðja skiptið sem því er lýst að Trump hafi hringt í háttsetta embættismenn í Georgíu í von um að þeir myndu snúa niðurstöðum kosninganna.

Tveir fluttir með þyrlu á Land­spítalann

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur flutt tvo göngumenn, sem slösuðust á Móskarðshnúkum á þriðja tímanum í dag, á Landspítalann í Fossvoginn og lenti þar fyrir skömmu. Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar í samtali við fréttastofu.

Féll niður vök á Hafravatni

Upp úr hádegi í dag var manneskju bjargað sem hafði fallið niður vök á Hafravatni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Banda­ríkin af­létta sam­skipta­banni við Taí­van

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að áratugalöngu samskiptabanni við Taívan verði aflétt. Bannið var kynnt í Bandaríkjunum fyrir mörgum áratugum síðan, til þess að friðþægja yfirvöld á meginlandi Kína.

Formaðurinn vill sjá frekari sameiningu sveitarfélaga

Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir nauðsynlegt að sveitarfélög á Íslandi sameinist enn frekar og mögulega verði kosið um sameiningu einhverja sveitarfélaga á árinu. Aldís vill líka sjá öll sveitarfélög í Árnessýslu sameinast í eitt sveitarfélag.

Yfir átta­tíu þúsund hafa látist í Bret­landi

Frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst í Bretlandi hafa rúmlega áttatíu þúsund látist af völdum veirunnar. Undanfarnar vikur hafa um þúsund manns látist á hverjum sólarhring, en faraldurinn hefur verið í miklum vexti í landinu.

Sækja svarta kassann úr flug­vélinni sem hrapaði

Búið er að staðsetja svarta kassann úr flugvélinni sem hrapaði stuttu eftir flugtak á Jakarta í Indónesíu í gær. Björgunarskip hafa haldið út aðgerðum frá því í gær og kafarar sjóhersins ættu fljótlega að geta sótt kassann, sem er í hafinu.

„Langstærsti fíkniefnabaróninn á Íslandi“ einnig upplýsingagjafi um árabil

Rúmlega fertugur karlmaður sem rannsóknarlögreglumenn grunar að hafi verið stórtækur í fíkniefnaheiminum í vel á annan áratug, var einn helsti upplýsingagjafi lögreglu um árabil. Þetta kemur fram í rannsóknargögnum lögreglu sem lekið var á netið og til fjölmiðla á föstudag. Einn lögreglumaður segir upplýsingagjafann „langstærsta fíkniefnabaróninn á Íslandi“.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Búist er við að í næstu viku komi fram tímasetningar um hvenær bóluefni Astra Zeneca fær markaðsleyfi í Evrópu að sögn forstjóra Lyfjastofnunar. Þá er von á þúsund skömmtum af fyrsta skammti bóluefnis Moderna til landsins á næstu dögum.

Pence verður við­staddur em­bættis­töku Biden

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, ætlar að vera viðstaddur þegar Joe Biden og Kamala Harris verða sett í embætti síðar í þessum mánuði. Fjölmiðlar vestanhafs hafa þetta eftir heimildarmanni í Washington, en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sjálfur lýst því yfir að hann muni ekki vera viðstaddur innsetningarathöfnina.

Þrír greindust innanlands í gær

Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is.

Hafa fundið út hvar flug­vélin hrapaði

Yfirvöld í Indonesíu segjast hafa fundið hvar vél Sriwijaya Air hrapaði. Vélin, flug SJ182, var á leið frá höfuðborginni Jakarta til borgarinnar Pontianak í gær þegar hún hvarf af ratsjám um það bil fjórum mínútum eftir flugtak.

Ógnaði manni með skærum í Kópavogi

Alls voru níutíu mál skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 17 síðdegis í gær til klukkan fimm í nótt. Sex voru jafnframt vistaðir í fangaklefum samkvæmt dagbók lögreglu.

Varð­skipið Þór kallað út þegar fóðurprammi sökk í vonsku­veðri

Áhöfnin á varðskipinu Þór var kölluð út á níunda tímanum í kvöld þegar mikill leki kom að stórum fóðurpramma sem þjónar fiskeldiskvíum í Reyðarfirði. Þegar skipið var komið á staðinn var pramminn orðinn fullur af sjó og marar hann nú í kafi, að sögn Landhelgisgæslunnar.

Búið að bólusetja Elísabetu og Filippus

Elísabet II Bretadrottning og Filippus prins, hertogi af Edinborg voru í dag bólusett við Covid-19. Bættast hjónin þar með í hóp um 1,5 milljón Breta sem hafa allavega fengið fyrri skammtinn af bóluefni.

Gætu þurft að opna fleiri far­sóttar­hús vegna mikillar fjölgunar

Mikil fjölgun hefur verið í farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg síðustu daga. Forstöðumaður segir ekki ólíklegt að það þurfi að opna fleiri slík hús ef fram heldur sem horfir. Ríflega þúsund manns hafa þurft að dvelja í sóttvarnahúsum frá því kórónuveirufaraldurinn hófst.

Bjart­sýnn á að bólu­setningu verði lokið hér á landi í sumar

Vonir glæðast um að það styttist í hjarðónæmi á Íslandi og reikna má með því að bólusetningu við Covid-19 verði lokið um mitt sumar. Þetta segir Richard Bergström, sem hefur yfirumsjón með bóluefnamálum í Svíþjóð og á sæti í samninganefnd framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) um bóluefni.

Búið að hand­taka á­berandi þátt­tak­endur í ó­eirðunum

Alríkissaksóknarar hafa ákært tvo einstaklinga til viðbótar í tengslum við óeirðirnar í bandaríska þinghúsinu sem fram fóru á miðvikudag. Um er að ræða tvo karlmenn sem vakið hafa mikla athygli fyrir þátt sinn í atburðunum en ljósmyndir af þeim á göngum þinghússins komust fljótt í mikla dreifingu um allan heim.

„Á þessum tímapunkti hélt ég að ég yrði drepin“

Fjöldi blaðamanna og ljósmyndara var í og við bandaríska þinghúsið á miðvikudag og upplifði þá ótrúlegu atburðarás þegar æstur múgur, stuðningsmenn Donalds Trump fráfarandi Bandaríkjaforseta, réðst inn í húsið.

Sjá næstu 50 fréttir