Fleiri fréttir

Segir réttast að gefa Landvernd trukkinn

Flutningabíl sem valt með fiskfarm á Hjallahálsi á Vestfjörðum á föstudag var náð upp í dag. Eigandi flutningafyrirtækisins er óhress með margra ára drátt á endurbótum Vestfjarðavegar og segist skrifa tafirnar á reikning Landverndar.

Félag fanga lýsir vantrausti á dómsmálaráðherra

Afstaða, félag fanga, hefur lýst vantrausti á fangelsismálayfirvöld og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, vegna viðbragða þeirra við kórónuveirufaraldrinum í fangelsum landsins.

Þriðji grunnskólinn byggður á Selfossi

Fyrsti áfangi nýs grunnskóla á Selfossi verður tekin í notkun næsta haust. Skólinn hefur fengið nafnið Stekkjaskóli. Í skólanum verður einnig leikskóli og tónlistarskóli.

Snörp og ó­venju­leg skjálfta­hrina í Eyja­firði

Lítil jarðskjálftahrina hófst 31. október síðastliðinn um einn kílómetra norðan af Hrísey í Eyjafirði. Í hrinunni mældust um 30 jarðskjálftar sem allir voru frekar litlir, en henni lauk 4. nóvember.

Um 900 starfsmenn Árborgar fá 8.500 króna gjafakort

Hver og einn starfsmaður hjá Sveitarfélaginu Árborg mun á næstu dögum fá að gjöf gjafakort að upphæð 8.500 krónur. Um 900 starfsmenn er að ræða. Hvatt er til þess að inneignin á gjafakortinu verði notaðu á heimaslóðum.

Sprengisandur í beinni útsendingu

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til tólf í dag. Hægt verður að hlusta á þáttinn í útvarpi, en einnig hér á Vísi.

Skaut prestinn vegna gruns um fram­hjá­hald

Maðurinn sem grunaður var um að hafa skotið prest grísku rétttrúnaðarkirkjunnar í borginni Lyon í Frakklandi fyrir rúmlega viku síðan hefur játað verknaðinn.

„Ég verð ekki sú síðasta“

Kamala Harris, verðandi varaforseti Bandaríkjanna, hélt í nótt ræðu þar sem hún heiðraði konur sem hún segir hafa rutt brautina fyrir sig. Hún verður fyrsta konan til þess að gegna embætti varaforseta Bandaríkjanna.

Bein útsending: Sigurræða Bidens

Joe Biden, sem lýstur var sigurvegari í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í dag, mun halda sigurræðu sína í Wilmington í Delaware. Viðburðurinn hefst klukkan eitt að íslenskum tíma og horfa má á hann í beinni útsendingu hér að neðan.

Undarleg staðsetning blaðamannafundar Giuliani vekur athygli

Undarlegur blaðamannafundur Rudy Giuliani, lögmanns Donalds Trump, í dag hefur vakið mikla athygli, ekki síst fyrir þær sakir að staðsetning hans þótti afar undarleg, auk þess sem að á sama tíma og fundurinn stóð yfir var tilkynnt að Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, hefði unnið sigur í forsetakosningunum.

Hér sést hvernig briminu tókst að girða stöðuvatnið frá hafinu

Innan við ellefu mánuðir liðu frá því brimaldan við Þistilfjörð rauf skarð í sjávarkambinn Mölina þar til hún var sjálf búin að fylla í það. Ljósmyndir, sem teknar voru í dag, sýna vel hvernig malarkamburinn er búinn að girða Kollavíkurvatn að nýju frá hafinu.

Vann 51 milljón

Stálheppinn miðahafi var einn með allar tölur réttar í lottóútdrætti kvöldsins og hlýtur hann tæpar 51 milljón króna í sinn hlut.

Biden sigraði, hvað svo?

Joe Biden mun verða 46. forseti Bandaríkjanna eftir að hafa borið sigur úr býtum í forsetakosningum þar í landi samkvæmt mati helstu fjölmiða á úrslitum kosninganna. Biden hefur unnið sigur í ríkjum sem tryggja honum fleiri en þá 270 kjörmenn sem þarf til þess að sigra í kosningunum. En hvað gerist næst?

Trump viðurkennir ekki ósigur

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hyggst ekki viðurkenna ósigur í forsetakosningum ytra þrátt fyrir að fjöldi fjölmiðla hafi lýst Biden sem sigurvegara eftir að sá síðarnefndi rauf 270 kjörmanna múrinn síðdegis í dag.

Pennsylvanía færir Biden sigurinn

Demókratinn Joe Biden hefur nú tryggt sér þá 270 kjörmenn sem þarf til að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum eftir hann sigldi fram úr Donald Trump í talningu í Pennsylvaníu. CNN lýsti Biden sigurvegara í ríkinu.

400 grömm af kókaíni fundust í Heiðmörk

Fjögur hundruð grömm af kókaíni fundust í Heiðmörk í gær. Útivistarmaður sem var í heilsubótargöngu með hundinn sinn tilkynnti lögreglu um sérkennilegan hlut sem varð á vegi hans á göngunni.

Súdan lokar landa­mærunum að Eþíópíu

Súdan hefur ákveðið að loka landamærum sínum að Eþíópíu að hluta vegna átaka þar í landi. Margir óttast að landið sé á barmi borgarastyrjaldar.

Herdís Magna er nýr formaður kúabænda

Herdís Magna Gunnarsdóttir frá Egilsstöðum á Héraði er nýr formaður Landssambands kúabænda. Hún er  33 ára og býr á Egilsstaðabúinu með manni sínum, Sigbirni Þór Birgissyni og drengjum þeirra. Herdís er fyrsta konan til að gegna stöðu formanns hjá kúabændum.

Telja 150 látna vegna ó­veðurs í Gvate­mala

Talið er að minnst hundrað hafi látist í Quejá héraði í Gvatemala vegna aurskriða sem féllu í kjölfar mikilla rigninga vegna stormsins Etu sem riðið hefur yfir landið undanfarna daga.

Sjá næstu 50 fréttir