Fleiri fréttir

Ítrekar að tilmæli um landshlutaflakk gildir um rjúpnaskyttur

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn minnir á að tilmæli til landsmanna um að vera ekki á flakki á milli landshluta gildi enn og eigi auðvitað við um rjúpnaskyttur líka. Rjúpnaveiðitímabilið hefst 1. nóvember og stendur út mánuðinn.

„Tiltölulega sprækur“ þegar smalar fundu manninn

Karlmaður sem leitað var að í Stafafellsfjöllum frá því í gærkvöldi fannst um ellefuleytið í morgun heill á húfi. Maðurinn hafðist við í neyðarskýli í nótt en smalar fundu hann eftir að birta tók og komu honum í hendur björgunarsveitarmanna. Maðurinn og björgunarsveitin eru rétt ókomin til Hafnar í Hornafirði.

Kjötlaust tvo daga vikunnar í Danmörku

Ekkert kjöt verður á boðstólunum í mötuneytum danskra ríkisstofnanna tvo daga í viku ef ný innkaupastefnastefna danskra stjórnvalda er samþykkt.

Búa sig undir La niña-aðstæður fram á næsta ár

Veðurfyrirbrigðið La niña hefur myndast í Kyrrahafi og er búist við því að það hafi sterk áhrif á hita, úrkomu og vindafar víða á jörðina fram á næsta ár. Reiknað er með að fyrirbrigðið hafi mest áhrif í Afríku, Mið- og Suðaustur-Asíu, í Kyrrahafi og í norðanverðri Suður-Ameríku en aðeins óbein áhrif á veðurfar á Íslandi.

Maðurinn fundinn heill á húfi

Maðurinn sem leitað hefur verið að í Stafafellsfjöllum frá því í gærkvöldi er fundinn heill á húfi.

Ekki talin þörf á útgöngubanni

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að ekki sé talin þörf á útgöngubanni hér á landi þrátt fyrir þá alvarlegu stöðu sem uppi er vegna kórónuveirufaraldursins.

Vannæring barna í Jemen aldrei verið alvarlegri

Hlutfall barna í Jemen sem þjást af vannæringu er það hæsta sem mælst hefur í ákveðnum landshlutum frá upptökum stríðsins árið 2015. Þar sem staðan er verst þjást eitt af hverjum fimm börnum af bráðavannæringu

Þrír látnir eftir árás við kirkju í Nice

Að minnsta kosti þrír eru látnir og nokkrir eru særðir eftir hnífstunguárás við Notre Dame í miðborg frönsku borgarinnar Nice í morgun. Borgarstjóri segir að um mögulega hryðjuverkaárás sé að ræða.

Fyrstu skráðu smitin á eyjunum

Fyrstu skráðu kórónuveirusmitin hafa komið upp á Marshall-eyjum í Kyrrahafi, en eyjarnar hafa verið einn af síðustu stöðum heims þar sem ekkert hefur spurst til Covid-19.

Gular við­varanir enn í gildi fram eftir morgni

Veðurstofan spáir allhvassri eða hvassri austanátt og sums staðar stormi syðst og víða dálítilli rigningu eða slyddu. Þó er gert ráð fyrir heldur hægari suðaustanvindi og eftir hádegi.

Trump gerði grín að grímunotkun

Keppinautarnir í forsetakosningunum í Bandaríkjunum reyna hvað þeir geta til að ná hylli kjósenda nú þegar þeir eru á síðustu metrunum aðeins nokkrum dögum fyrir kjördag sem er næstkomandi þriðjudag.

Vængbrotinn svanur handsamaður af lögreglu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handsamaði í dag svan, líkt og það er orðað í dagbókarfærslu lögreglunnar. Svanurinn reyndist vængbrotinn eftir að ekið hafði verið á hann.

Tekjur af Thule-herstöðinni færast á ný til Grænlendinga

Grænlendingar endurheimta margra milljarða verk- og þjónustusamninga við Thule-herstöðina á norðvestur Grænlandi, samkvæmt samningi sem Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, og Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, undirrituðu í dag.

Hrekkjavaka verði haldin heima í ár

Víða verður haldið upp á hrekkjavöku á laugardaginn, 31. október, en vinsældir hrekkjavöku hér á landi hafa farið ört vaxandi hér á landi undanfarin ár.

Telja hættu á félagslegum aðskilnaði vegna hlutdeildarlána

Verulegar athugasemdir hafa verið gerðar við reglur um hlutdeildarlán í umsagnarferli þeirra. Félag arkitekta telur hættu á félagslegum aðskilnaði og Reykjavíkurborg telur að fáir geti nýtt úrræðið í höfuðborginni á næstu misserum.

Frakkar skella í lás í annað sinn

Hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í Frakklandi munu gilda út nóvember. Þá hafa þýsk stjórnvöld jafnframt ákveðið að grípa til frekari aðgerða.

Nældi sér í 125 milljónir í arf og kom þeim undan

Kona á sjötugsaldri hefur verið dæmd í átján mánaða fangelsi, þar af eru fimmtán skilorðsbundnir, fyrir skilasvik og peningaþvætti er hún nældi sér í 125 milljóna króna arf frá móður sinni í reiðufé.

Ofurkýrin Staka með 14 þúsund lítra af mjólk

Kýrin Staka í fjósinu í Gunnbjarnarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi er einstakur gripur, sem mjólkar mest allra kúa á Suðurlandi eða um 14 þúsund lítra á síðustu tólf mánuðum.

Til greina kemur að færri en tuttugu megi koma saman

Aldrei hafa fleiri legið inni á spítala vegna kórónuveirunnar hér á landi og nú eða sextíu og einn. Sóttvarnalæknir vill herða sóttvarnaaðgerðir og segir til greina koma að fækka þeim sem geta komið saman en í dag mega tuttugu gera það.

„Kerfið er ekki að virka“

Gert er ráð fyrir að tekjur af veiðigjaldi á næsta ári verði um 7,5 milljarðar á næsta ári, samanborið við 4,8 milljarða áætlaðar tekjur á þessu ári.

Sjá næstu 50 fréttir