Fleiri fréttir

Mót­mælendur í Kirgistan ruddust inn í þing­hús landsins

Mótmælendur í höfuðborg Kirgistans, Bishkek, réðust í morgun inn í þinghús landsins. Fólkið var að mótmæla nýyfirstöðnum þingkosningum í landinu og krefjast þess að þær yrðu lýstar ógildar en margir hafa sakað ráðandi öfl í landinu um kosningasvindl.

Víða rigning í dag og á morgun

Landsmenn mega eiga von á að það rigni víða fyrripartinn í dag en þegar líður á daginn mun stytta upp fyrir norðan og austan.

Umferð um Hringveg dróst saman um 16,3%

Umferðin á Hringveginum dróst saman um 16,3% í september miðað við september í fyrra. Það er sjöfalt meiri samdráttur en áður hefur mælst.

Óvíst hvort dómsmálum vegna Teigsskógar sé lokið

Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla.

Krakkar að leik fundu stolið málverk í Mosfellsbæ

Málverk til minningar látinnar konu, sem stolið var úr íbúðakjarna í Þverholti í Mosfellsbæ fyrir um tíu dögum síðan, er komið í leitirnar. Það voru krakkar sem fundu málverkið sem nú er komið aftur á sinn stað.

Trump útskrifast af sjúkrahúsi í kvöld

Frá þessu greinir forsetinn í færslu á Twitter nú í kvöld þar sem hann segist vera góður til heilsunnar. Hann hvetur fólk einnig til þess að vera ekki hrætt við covid-19 og það skuli ekki leyfa veirunni að stjórna lífi sínu.

Skólastjóri segir sóttvarnaráðstafanir verða að taka mið af aðstæðum

Skipulag í skólum landsins getur ekki verið einsleitt og þarf að vera í takti við þær aðstæður sem eru á hverjum stað. Þetta segir formaður Skólastjórafélagsins um gagnrýni grunnskólakennara þess efnis að unnið sé gegn því að halda skólum opnum. Á annað þúsund börn eru nú í sóttkví.

Credit Card Transactions Used To Trace COVID-19

As reported by Vísir this morning, credit card transactions have been used, on more than one occasion, to find people... The post Credit Card Transactions Used To Trace COVID-19 appeared first on The Reykjavik Grapevine.

Misstu af þúsundum smita vegna klúðurs í Excel

Bresk yfirvöld vantöldu um 16.000 manns sem greindust smitaðir af kórónuveirunni vegna mistaka í Excel-skjali þar sem haldið var utan um tölurnar. Þeir smituðu voru upplýstir um greiningu sína en mistökin eru talin þýða að fólk sem var útsett fyrir smiti hafi ekki verið látið vita.

Americans In Iceland Concerned Over Delayed Postal Votes

Delays in the Icelandic and U.S. Postal Service due to COVID alongside President Trump’s campaign against the USPS is making... The post Americans In Iceland Concerned Over Delayed Postal Votes appeared first on The Reykjavik Grapevine.

Hvatti Íslendinga til dáða gegn hinni ósanngjörnu veiru

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hvatti Íslendinga til að sýna samstöðu gegn sameiginlegum andstæðingi, hinni ófyrirsjáanlegu og ósanngjörnu kórónuveiru, í lokaorðum sínum á upplýsingafundi almannavarna í dag.

Leyni­þjónustan ó­sátt við að Trump stefndi heilsu líf­varða í hættu

Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að láta tvo lífverði frá leyniþjónustunni aka með sig fyrir utan sjúkrahúsið þar sem hann dvelur til að hann gæti heilsað stuðningsmönnum sínum þrátt fyrir að hann sé smitaður af kórónuveirunni hefur vakið furðu og fordæmingu leyniþjónustunnar og lækna.

Þurfum meiri fyrirsjáanleika en bara nokkrar vikur í senn

Forsætisráðherra segir rauð flögg alls staðar vegna faraldursins. Staðan sé alvarleg og nauðsynlegt að grípa inn í með afgerandi hætti. Formaður Viðreisnar óskar eftir aðgerðum sem veita fólki meiri fyrirsjáanleika en í einungis nokkrar vikur í senn.

Sjá næstu 50 fréttir