Fleiri fréttir

Sam McBratney látinn

Sam McBratney, höfundur barnabókarinnar Veistu hvað ég elska þig mikið? er látinn.

Brutu sóttvarnareglur og nú hafa yfir 100 smitast

Af þeim þrjátíu sem greindust með veiruna í gær voru fimmtán ekki í sóttkví. Þá má rekja um helming smitanna til skemmistaða. Alls eru 242 í einangrun og tveir á sjúkrahúsi. 2102 eru í sóttkví. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis í dag.

Handtóku konu sem sendi eitur til Hvíta hússins

Kona sem er grunuð um að hafa sent eitur í pósti til Hvíta hússins og löggæslustofnana í Texas var handtekin á landamærum Bandaríkjanna og Kanada. Bréfin virðist konan hafa póstlagt í Kanada og stendur rannsókn yfir í Quebec.

Navalní krefst þess að fá fötin sín til baka

Taugaeitur fannst bæði í og á líkama Alexei Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, og krefst hann þess að rússnesk yfirvöld skili honum fötum sem hann var í þegar hann féll skyndilega í dá í síðasta mánuði.

Ekki grímuskylda í skólum

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir áréttaði á upplýsingafundi almannavarna í dag að ekki væri grímuskylda í framhalds- og háskólum landsins. Það væri skólanna sjálfra að gera kröfur um slíkt.

Krafa um flýtimeðferð á borði Símonar dómstjóra

Lögmaður egypsku Khedr-fjölskyldunnar lagði í dag fram stefnu og beiðni um flýtimeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hönd egypsku fjölskyldunnar. Þetta staðfestir lögmaðurinn Magnús Davíð Norðdahl í samtali við Vísi.

Hafa leyst ráð­gátuna um dauðu fílana

Yfirvöld í Afríkuríkinu Botsvana segja að örþörungar – svokallaðir bláþörungar – hafi valdið umfangsmiklum og áður óútskýrðum fíladauða í landinu.

Von á stuðningsaðgerðum fyrir menningu og listir á næstu dögum

Ríkistjórnin kynnir stuðningsaðgerðir fyrir menningu og listir á landinu á allra næstu dögum. Samstarf hefur verið við forsvarsfólk úr geiranum um aðgerðirnar. Samtök iðnaðarins og ferðaþjónustunnar kalla einnig eftir aðgerðum af hálfu stjórnvalda.

Þrjá­tíu greindust innan­lands

Þrjátíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Helmingur þeirra, það er fimmtán, var ekki í sóttkví við greiningu.

Snjór í hlíðum Esjunnar

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu tóku margir eftir því í morgun að sjá snjó í efri hluta Esjunnar.

„Annar okkar mun ekki lifa af“

Lögreglan í Finnmörk var hvorki talin hafa gert alvarleg mistök né hafa brotið gegn skyldu sinni til þess að afstýra refsiverðu broti í aðdraganda þess að Gunnar Jóhann Gunnarsson skaut hálfbróður sinn til bana í smábænum Mehamn í Noregi í apríl í fyrra.

Sjá næstu 50 fréttir