Fleiri fréttir

Næst stærsta flugfélag Ástralíu í þrot

Næst stærsta flugfélag Ástralíu, Virgin Australia, hefur lýst yfir gjaldþroti og er því fyrsta ástralska stórfyrirtækið sem verður faraldrinum að bráð.

Ríkisstjórnin heldur spilum þétt að sér varðandi aðgerðarpakka tvö

Annar aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins verður kynntur síðdegis á morgun. Um er að ræða blöndu af úrræðum fyrir atvinnulífið og heimilin. Aðgerðirnar voru ræddar í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi en lítið var um svör frá fjármálaráðherra varðandi útfærslur.

Ferðatakmarkanir gildi til skamms tíma í senn

Sóttvarnalæknir hefur lagt til að allir sem koma hingað til lands, útlendingar sem Íslendingar, sæti tveggja vikna sóttkví. Slík ferðatakmörkun mun standa yfir til 15. maí.

Pożar w Reyðarfjörður

Straż pożarna z okręgu Fjarðabyggð została wezwana do pożaru, który wybuchł niedaleko jednej z dzielnic w Reyðarfjörður.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Takmörkunum á leik- og grunnskólum, þar á meðal tveggja metra reglunni, verður aflétt eftir fyrstu helgina í maí, fari heilbrigðisráðherra eftir tillögu sóttvarnalæknis.

Innsigluðu þjóðstjórn í Ísrael

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og Benny Gantz, leiðtogi sstjórnarandstöðuflokksins Blá og hvíta flokksins, skrifuðu undir stjórnarsáttmála þjóðstjórnar í dag. Með samkomulaginu er bundinn endir á árslanga stjórnarkeppu þar sem þrennar þingkosningar hafa verið haldanar.

Sinubruni á Reyðarfirði

Slökkvilið Fjarðabyggðar var kallað út laust fyrir klukkan hálffjögur í dag vegna sinubruna sem hafði kviknað skammt fyrir ofan íbúðabyggð á Reyðarfirði.

Ekki tilbúin að hefja mótefnamælingar ennþá

Sóttvarnayfirvöld eru ekki tilbúin að hefja mótefnamælingar vegna nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum strax. Beðið er eftir því að besta aðferðin til að mæla mótefni hjá þeim sem hafa smitast verði fundin.

Telja óhætt að hefja skólahald með hefðbundnu sniði

Sóttvarnalæknir telur óhætt að aflétta takmörkunum á skólastarfi í leik- og grunnskólum, þar á meðal tveggja metra reglunni, eftir fyrstu helgina í maí. Börn séu ekki talin þungamiðja í sóttvarnaráðstöfunum í kórónuveirufaraldrinum.

Tvö ný smit á milli daga

Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.773 hér á landi. Staðfestum smitum fjölgaði því um tvö milli daga.

Annað andlát á Bergi

Kona á níræðisaldri sem glímdi við Covid-19 sjúkdóminn af völdum kórónuveirunnar lést í gær. Konan bjó á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík.

Hægriöfgahópar fyrirferðarmiklir í mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum

Fjölmennustu Facebook-hóparnir sem boða mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum í Bandaríkjunum eru runnir undan rifjum þriggja samtaka hægriöfgasinnaðra vopnaeigenda. Donald Trump forseti hefur lýst stuðningi við mótmæli í nokkrum ríkjum þrátt fyrir að kröfur mótmælendanna séu í trássi við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar sem hann stýrir.

Jarðskjálftinn stærri en í fyrstu var talið

Jarðskjálftinn í Bárðarbungu í nótt reyndist vera 4,8 að stærð, en ekki 4,5 eins og í fyrstu var talið. Engin merki um gosóróa eru merkjanleg í grennd við Bárðarbungu.

Sjá næstu 50 fréttir