Fleiri fréttir

Gular viðvaranir í gildi víða í dag

Gul viðvörun vegna veðurs er í gildi í dag á Suðurlandi, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendi. Má sums staðar reikna með allt að 25 metrum á sekúndu og geta akstursskilyrði víða verið erfið.

Villi skammaði áhorfendur í Gettu betur

Vilhelm Anton Jónsson, Villi Naglbítur, spurningahöfundur og dómari í spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur hvatti stuðningsmenn í sal til að vera til fyrirmyndar í keppni kvöldsins viðureignar Menntaskólans í Reykjavík og Verzlunarskóla Íslands.

Verkfallsundanþágur á Landspítala og Heilsugæslu

Félagsmenn stéttarfélagsins Sameykis og Sjúkraliðafélags Íslands sem starfa á Landspítalanum og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins munu ekki taka þátt í fyrirhuguð verkfalli nú eftir helgi. Ástæðan er útbreiðsla COVID-19 kórónuveirunnar.

Stöðva heim­sóknir til íbúa Hrafnistu­heimilanna

Í Hrafnistuheimilunum átta, sem staðsett eru í fimm sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ hefur verið tekin sú ákvörðun að stöðva allar heimsóknir til íbúa frá og með morgundeginum, 7. mars.

„Stundum líður mér hreinlega eins og ég sé holdsveik“

Kona sem hefur verið í sóttkví ásamt eiginmanni sínum eftir ferð frá Norður-Ítalíu segist meta lífsgæði sín betur en áður. Hún segir viðbrögð fólks mismunandi, sumir hlæi af einangrunni en stundum líði henni eins og hún sé holdsveik. Mannauðsstjórar segja brýnt að fyrirtæki undirbúi að starfsfólk geti unnið heima.

Assad kveðst hissa á afstöðu Tyrkja

Vopnahlé tók gildi í norðvesturhluta Sýrlands í nótt. Átökin á svæðinu höfðu verið afar hörð en sýrlenski stjórnarherinn hefur sótt að Idlib, síðasta stóra vígi uppreisnarmanna.

Landspítalinn lokaður fyrir gestum

Tekið hefur verið fyrir heimsóknir á Landspítalann til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Aðstoðarmaður forstjóra spítalans segir lokað verði fyrir heimsóknir á meðan neyðarstig almannavarna er í gildi, og jafnvel lengur.

Heilsársvegur yfir Öxi efstur á óskalistanum

Betri veg yfir Öxi var svarið þegar Djúpavogsbúar voru spurðir í þættinum Um land allt á Stöð 2 um hvað helst þyrfti að bæta til að styrkja samfélagið á Djúpavogi.

Ráðherra talinn hafa afbakað niðurstöður Mueller

Trúverðugleiki dómsmálaráðherra Bandaríkjanna vegna Rússarannsóknarinnar svonefndu var dreginn verulega í efa í dómsmáli í gær. Alríkisdómari vill meta sjálfur hvort ráðuneytið hafi ritskoðað skýrslu Roberts Mueller af heilindum.

Tæplega ein milljón flúið í Sýrlandi á síðustu þremur mánuðum

Tæplega ein milljón manna hefur neyðst til að flýja heimili sín í Sýrlandi frá byrjun desember á síðasta ári, á síðustu þremur mánuðum. Ástandið í norðvesturhluta landsins hefur aldrei verið verra en einmitt nú samkvæmt skýrslu Save the Children. Börn eru 60 prósent flóttafólks, þau eru helstu fórnarlömb átakanna og á fyrstu tveimur mánuðum ársins féllu 77 börn á átakasvæðum.

Kominn heim til sín eftir fjórar hnífsstungur í hálsinn

Meintur gerandi í alvarlegri líkamsárás á Kópaskeri föstudagskvöldið 28. febrúar hefur komið við sögu lögreglu. Hann liggur enn meðvitundarlaus á sjúkrahúsinu á Akureyri og er útlitið ekki gott samkvæmt heimildum Vísis.

Romney gæti farið aftur gegn Trump

Öldungadeildarþingmaðurinn Mitt Romney virðist lítið hrifinn af tilraunum samflokksmanna sinna við að endurvekja ásakanir um spillingu gegn Joe Biden og syni hans Hunter í tengslum við úkraínska orkufyrirtækið Burisma Holdings.

Nýr Marsjeppi fær nafnið „Þrautseigja“

Þrettán ára gamall skólapiltur á heiðurinn á nafninu á nýjasta Marsjeppa bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Jeppinn hlaut nafnið „Þrautseigja“ [e. Perseverance].

Sjá næstu 50 fréttir