Fleiri fréttir

RÚV leið­réttir frétt í kjöl­far gagn­rýni Sam­herja

Fréttastofa RÚV telur rétt að leiðrétta fullyrðingu um Samherja sem birtist í frétt um þróunaraðstoð og spillingu síðasta fimmtudag. Forsvarsmenn Samherja kröfðust þess fyrr í dag að RÚV myndi biðjast afsökunar og leiðrétta "meiðandi frétt“ sem sýnd var í tíufréttum RÚV síðasta fimmtudagskvöld.

Úr einni sóttkvínni í aðra vegna kórónaveirunnar

Bandaríkjamenn sem voru á skemmtiferðaskipinu Diamond Princess, sem er í sóttkví í Japan vegna nýju kórónaveirunnar, Covid-19, voru fluttir heim í nótt. Fleiri ríki vinna að því að koma sínu fólki frá borði.

Ása Ólafsdóttir talin hæfust í Landsrétt

Dómnefnd um hæfni umsækjanda um embætti dómara hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ása Ólafsdóttir, forseti Lagadeildar Háskóla Íslands, sé hæfust umsækjenda um dómarastöðu við Landsrétt.

Launastefnu lífskjarasamninga „kerfisbundið hafnað“

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir það skjóta skökku við að stéttarfélög sem samþykktu lífskjarasamningana svokölluðu í fyrra reyni nú með verkfallsaðgerðum að brjóta markmið samningsins á bak aftur.

Fimmtíu milljóna króna grín á Gamlárskvöld

Framleiðslufyrirtækið Republik fékk 12,6 milljónir króna endurgreiddar vegna kostnaðar við framleiðslu Áramótaskaupsins. Samkvæmt þessu var kostnaður Republik við Skaupið í ár rúmlega 50 milljónir króna en framleiðslufyrirtæki eiga rétt á 25 prósenta endurgreiðslu úr ríkissjóði.

Lognið fór svo hratt um Laugarás að það reif upp heilu trén

Páll M. Skúlason hefur birt myndir af eftirköstum óveðursins sem gekk yfir landið á föstudaginn í síðustu viku og áhrifum þess á byggingar og gróður í Laugarási í Bláskógabyggð. Þar má sjá að heilu trén hafa rifnað upp með rótum.

Viðbúið að geðheilsunni hraki sé mannúð ekki höfð að leiðarljósi

Senda átti Maní Shahidi, 17 ára íranskan transpilt og foreldra hans úr landi í morgun en hætt var við þau áform því leggja þurfti Maní inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans í gær vegna alvarlegrar andlegrar vanheilsu hans. Óvissa er enn uppi í máli írönsku fjölskyldunnar.

Bandaríkjamenn vöknuðu við vondan draum í München

Öryggisráðstefnan í München varpaði miklu ljósi á sífellt versnandi samband Bandaríkjanna og Evrópu. Sprungur í sambandinu urðu að gjám og forsvarsmenn Evrópu og Bandaríkjanna virðast sjá heiminn í mismunandi ljósi.

„Tom, ertu tilbúinn að semja?“

Tom Hagen, eiginmaður Anne-Elisabeth Hagen sem hvarf frá heimili þeirra hjóna í Noregi haustið 2018, fór á svig við ráðleggingar lögreglu og greiddi meintum mannræningjum konu sinnar 1,3 milljónir evra í fyrra.

Óvissustigi vegna veðurs aflýst

Ríkislögreglustjóri í samráði við alla lögreglustjóra landsins aflýsir hér með óvissustigi almannavarna vegna óveðurs sem spáð var föstudaginn 14. febrúar í síðustu viku.

Björguðu sjómanni vélarvana fiskibáts

Björgunarsveitarmenn af Suðurnesjum og áhöfn togarans Sóley Sigurjóns GK komu sjómanni á litlum fiskibát til bjargar í nótt við „ömurlegar aðstæður“.

Sjá næstu 50 fréttir