Fleiri fréttir

Geðrof er ekki lögbrot

Það ætti að samþætta þjálfun lögreglumanna í valdbeitingu og fræðslu um mismunandi handtökuaðferðir í ólíkum aðstæðum. Þetta segir forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar. Formaður velferðarnefndar segir ástæðu til að nefndin skoði verkferla við erfið útköll.

Kalla eftir hugrekki meðal öldungadeildarþingmanna

Demókratar vörðu fyrstu lotunni í opnunarræðum sínum til að fara með nánum hætti yfir meint embættisbrot Donald Trump, forseta, og af hverju öldungadeildarþingmenn ættu að sakfella hann og víkja honum úr embætti.

Gunn­laugur höfðar mál á hendur Borgar­byggð

Fyrrverandi sveitarstjóri Borgarbyggðar hefur höfðað mál á hendur sveitarfélaginu vegna uppgjörs á óteknu orlofi og launum samkvæmt ráðningarsamningi. Þar að auki verður krafist bóta vegna uppsagnar sem hann vill meina að hafi varið ólögleg.

Án atvinnuréttinda með 25 ferðamenn

Lögreglan á Suðurnesjum handtók um síðustu helgi tvo erlenda karlmenn sem voru að störfum sem leiðsögumenn en höfðu ekki atvinnuréttindi hér á landi.

Segir of mikið gert úr gulri viðvörun

Haukur Herbertsson, rekstrarstjóri Mountaineers of Iceland, segir að of mikið hafi verið gert úr því að Veðurstofan hafi gefið út gula viðvörun daginn sem farið var með hóp ferðamanna á vélsleðum við Langjökul.

Segir Bretland komið yfir „Brexit-marklínuna“

Lávarðadeild breska þingsins samþykkti í kvöld frumvarp sem ætlað er að lögleiða útgöngusamning Bretlands við Evrópusambandið. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir Brexit svo gott sem í höfn.

Hefur fleiri spurningar um framkvæmd hagsmunamats

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kveðst ekki óttast að frumkvæðisathugun þingnefndar á hæfi hans leiði til þess að hann þurfi að segja af sér.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Framúrkeyrsla hjá Sorpu, athugun á hæfi sjávarútvegsráðherra og útbreiðsla Wuhan-veirunnar er á meðal efnis kvöldfrétta Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.

Sendur í leyfi á meðan 1,4 milljarða framúrkeyrsla er til skoðunar

Stjórn Sorpu bs. ákvað á fundi sínum í dag að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi eru til skoðunar.

John Snorri kominn í grunnbúðir K2

Eftir níu daga á Baltoro-jöklinum er hópur Johns Snorra kominn í grunnbúðirnar. Næst þarf hópurinn að undirbúa leiðina upp í efri grunnbúðir fjallsins.

Hættir sem formaður kúabænda

Arnar Árnason hefur ákveðið að hætta sem formaður Landssambands kúabænda og verður því nýr formaður kjörinn á aðalfundi samtakanna í mars næstkomandi.

Aukinn ójöfnuður víðast hvar í heiminum

Ójöfnuður fer vaxandi í samfélögum rúmlega 70% jarðarbúa. Sameinuðu þjóðirnar segja í nýrri skýrslu að ójöfnuður geti kynt undir ósætti og hann hamli efnahagslegri og félagslegri þróun.

Sjá næstu 50 fréttir