Fleiri fréttir

Vann með þjóðernishyggju að vopni

Þegar Sebastian Kurz var kjörinn formaður ungliðahreyfingar Þjóðarflokksins í Austurríki árið 2009, þá 23 ára gamall, grunaði hann eflaust ekki að innan áratugar myndi hann leiða flokk sinn til kosningasigurs og verða þannig afar líklegur til að setjast á kanslarastól.

Hik Sjálfstæðismanna kom Þorsteini mikið á óvart

Þorsteinn Pálsson formaður nefndar um gjaldtöku af fiskveiðiauðlindinni segir að fulltrúar allra flokka, nema Sjálfstæðisflokks, hafi lýst stuðningi við að gjaldtaka skyldi miðast við tímabundinn veiðirétt. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks furðar sig á lýsingu Þorsteins á starfi nefndarinnar og segir hana gerða í pólitískum tilgangi.

Á veiðum vegna vampíruógnar

Yfirvöld í Malaví hafa handtekið 140 manns sem sögð eru hafa tekið þátt í að myrða minnst átta manns sem grunaðir voru um að vera vampírur.

Svona fylla menn flugskýli af froðu á þrem mínútum

Prófun slökkvibúnaðar nýs flugskýlis Icelandair á Keflavíkurflugvelli í gær þótti mögnuð. Þar liðu aðeins tvær til þrjár mínútur frá því slökkvikerfið var ræst þar til tíu þúsund fermetra gólfflötur var orðinn þakinn þriggja til fjögurra metra þykkri slökkvifroðu.

Ökumaður alvarlega slasaður

Ökumaður bíls, sem hafnaði utan vegar í Álftafirði við Ísafjarðardjup í gærkvöldi, slasaðist alvarlega, en er þó ekki talinn í lífshættu.

Öryrkjar eiga að vera sýnilegri og sterkari

Einar Þór Jónsson vill verða formaður Öryrkjabandalags Íslands en kosið verður um formann um helgina. Tveir verða í framboði en Þuríður Harpa Sigurðardóttir gefur einnig kost á sér. Einar hefur mikla reynslu af starfi ÖBÍ.

Borgin greiddi 4,8 milljónir fyrir hið meinta áróðursrit

Borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna segir vafa leika á því hvort borgarstjóri hafi mátt ráðstafa 4,8 milljónum í kynningarrit um húsnæðismál og uppbyggingu. Tímasetningin var ákveðin í vor þegar ekki var útlit fyrir kosningar á árinu.

Yngsta konan í ráðherrasætinu

Jacinda Ardern, formaður Verkamannaflokksins á Nýja-Sjálandi, verður yngsti kvenkyns forsætisráðherrann í sögu ríkisins. Þetta varð ljóst eftir að Winston Peters, formaður flokksins Nýja-Sjáland fyrst, tilkynnti að flokkur hans hefði ákveðið að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Verkamannaflokknum.

Katalónar missa stjórn á sér

Katalónía mun að öllu óbreyttu missa öll sjálfsstjórnarréttindi sín eða hluta þeirra. Til stendur að ferlið hefjist formlega á morgun. Ekki er ljóst hvað mun breytast í stjórnarfari Katalóníu.

Formaður Sjálfsbjargar hvetur Freyju áfram í baráttunni

Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir mál Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu gríðarlega mikil­vægt fyrir réttindi fatlaðs fólks. Hann hefur rætt málið við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra og telur enn nokkurra fordóma gæta í íslenskri stjórnsýslu gagnvart fötluðu fólki.

Methagnaður í fyrra hjá Kúkú Campers

Húsbílaleigan Kúkú Campers skilaði 154 milljóna króna hagnaði í fyrra og stækkaði mikið milli ár. Eigandi segir íslenska ferðaþjónustu í fjötrum vegna krónunnar í ár og fyrirtækið ætli að setja aukinn fókus á Ameríkuútrás þar sem tækifærin eru mikil.

Áfengisgjaldið þungur baggi fyrir lítil frumkvöðlabrugghús

Brugghúsið Lady Brew­ery segir álagningu áfengisgjalds afar erfiða fyrir frumkvöðla sem bruggi gæðabjór í litlu magni. Þar sem bruggunin sé smá í sniðum og áfengisstyrkur bjórsins um 6,1 prósent, þurfi fyrirtækið að greiða 452 krónur á hvern lítra til hins opinbera í formi áfengisgjalds.

Raforkutruflanir hér á landi kosta um 1,5 milljarða á ári

Samráðshópur um truflanir í raforkukerfinu metur kostnað fyrirtækja á landinu öllu vera um einn og hálfan milljarð króna á ári vegna bilana. Afhendingaröryggi orku á Vestfjörðum er ekki nægjanlega gott og tíðar bilanir eru í kerfinu.

Ætla að funda aftur um kjörgengi Kristínar

Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar færði lögheimili sitt til Danmerkur fyrir töku fæðingarorlofs. Tók þátt í stjórnarfundum Strætó bs. í gegnum síma. Forseti borgarstjórnar segir upplýsingarnar nýjar og ætlar að boða fund vegna þeirra.

Vildu sér verðskrá fyrir aðkomufólk á Akureyri

Bæjarlögmaður Akureyrar segir brot á lögum að bjóða heimamönnum sérkjör sem aðrir fá ekki. Vestmannaeyjar og Árborg bjóða íbúum þó slík kjör. Íbúar í Vestmannaeyjum greiða þessi mannvirki með skattpeningum segir bæjarstjóri.

Sjá næstu 50 fréttir