Forystuskipti framundan hjá Öryrkjabandalaginu Heimir Már Pétursson skrifar 20. október 2017 14:32 Tvennt er í framboði til formanns í Öryrkjabandalagi Íslands en þing sambandsins hefst í dag. Báðir frambjóðendur leggja mikla áherslu á að lög um notendastýrða persónulega þjónustu verði samþykkt sem fyrst og að kjör öryrkja verði bætt þannig að þeir geti lifað með reisn. Ellen Calmon núverandi formaður Öryrkjabandalagsins býður sig ekki aftur fram til embættis formanns á þinginu sem hefst nú síðdegis. En fulltrúar þeirra fjörutíu og eins aðildarfélaga að bandalaginu kjósa nýjan formann á þinginu í fyrramálið. Þuríður Harpa Sigurðardóttir varaformaður Sjálfsbjargar og Einar Þór Jónsson framkvæmdastjóri HIV Íslands til margra ára bjóða sig fram í formannsembættið til næstu tveggja ára. „Mig langar að miðla reynslu minni og þekkingu af baráttumálum og baráttu fyrir jöfnuði. Stolti og reisn einstaklinga sem hafa á einhvern hátt haft vindinn í fangið ef ég má orða það svo,“ segir Einar Þór. Þuríður Harpa hefur líka reynslu af baráttu fyrir málum fatlaðra hjá Sjálfsbjörg. „Ég hef undanfarin áratug unnið að málefnum sem tengjast fötluðu fólki, öryrkjum og langveikum. Mér finnst að nógu að starfa þegar kemur að því að reyna að bæta lífskjör og líf okkar hóps,“ segir Þuríður Harpa. Einar Þór segir mikilvægt að fjölbreytileikinn sé í fyrirrúmi innan Öryrkjabandalagsins sem telji ríflega tugi þúsunda félagsmanna í 41 félagi. „Það sé ekki einhver einsleit mynd af því hverjir öryrkjar eru, hvernig þeir eru eða hvernig þeir líta út. Þess vegna er svo mikilvægt að minni aðildarfélögin til dæmis hafi vægi líka innan bandalagsins,“ segir Einar Þór. Þuríður Harpa og Einar Þór leggja bæði mikla áherslu á að lokið verði við að lögfesta notendastýrða persónulega þjónustu, eða NPA ásamt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þá þurfi að bæta kjör öryrkja verulega. „Við sem erum öryrkjar þurfum að borga miklu meira fyrir að vera á lífi. Í lyfjakostnað, fyrir hjálpartæki, í læknisþjónustu. Þetta eru hlutir sem menn þurfa ekki endilega að borga stórar upphæðir í þegar maður er heilbrigður. Það er bara dýrara að vera fatlaður eða öryrki,“ segir Þuríður Harpa. Einar Þór tekur undir með henni að bæta þurfi kjör öryrkja. „Þau þarf svo sannarlega að bæta og það er forsenda þess að fólk geti lifað með reisn. Að það þurfi ekki að hafa stöðugar áhyggjur af því hvort það eigi fyrir mat á morgun. En ég lít björtum augum á framtíðina hvað varðar kjör og réttindi fatlaðs fólks og öryrkja vegna þess að viðhrofsbreytingin hefur verið í svo jákvæða át undanfarin ár. Og það er svo mikilvægt þegar þessi mikilvægu verkefni sem ég nefndi áðan verða komin á koppinn,“ segir Einar Þór. Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Tvennt er í framboði til formanns í Öryrkjabandalagi Íslands en þing sambandsins hefst í dag. Báðir frambjóðendur leggja mikla áherslu á að lög um notendastýrða persónulega þjónustu verði samþykkt sem fyrst og að kjör öryrkja verði bætt þannig að þeir geti lifað með reisn. Ellen Calmon núverandi formaður Öryrkjabandalagsins býður sig ekki aftur fram til embættis formanns á þinginu sem hefst nú síðdegis. En fulltrúar þeirra fjörutíu og eins aðildarfélaga að bandalaginu kjósa nýjan formann á þinginu í fyrramálið. Þuríður Harpa Sigurðardóttir varaformaður Sjálfsbjargar og Einar Þór Jónsson framkvæmdastjóri HIV Íslands til margra ára bjóða sig fram í formannsembættið til næstu tveggja ára. „Mig langar að miðla reynslu minni og þekkingu af baráttumálum og baráttu fyrir jöfnuði. Stolti og reisn einstaklinga sem hafa á einhvern hátt haft vindinn í fangið ef ég má orða það svo,“ segir Einar Þór. Þuríður Harpa hefur líka reynslu af baráttu fyrir málum fatlaðra hjá Sjálfsbjörg. „Ég hef undanfarin áratug unnið að málefnum sem tengjast fötluðu fólki, öryrkjum og langveikum. Mér finnst að nógu að starfa þegar kemur að því að reyna að bæta lífskjör og líf okkar hóps,“ segir Þuríður Harpa. Einar Þór segir mikilvægt að fjölbreytileikinn sé í fyrirrúmi innan Öryrkjabandalagsins sem telji ríflega tugi þúsunda félagsmanna í 41 félagi. „Það sé ekki einhver einsleit mynd af því hverjir öryrkjar eru, hvernig þeir eru eða hvernig þeir líta út. Þess vegna er svo mikilvægt að minni aðildarfélögin til dæmis hafi vægi líka innan bandalagsins,“ segir Einar Þór. Þuríður Harpa og Einar Þór leggja bæði mikla áherslu á að lokið verði við að lögfesta notendastýrða persónulega þjónustu, eða NPA ásamt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þá þurfi að bæta kjör öryrkja verulega. „Við sem erum öryrkjar þurfum að borga miklu meira fyrir að vera á lífi. Í lyfjakostnað, fyrir hjálpartæki, í læknisþjónustu. Þetta eru hlutir sem menn þurfa ekki endilega að borga stórar upphæðir í þegar maður er heilbrigður. Það er bara dýrara að vera fatlaður eða öryrki,“ segir Þuríður Harpa. Einar Þór tekur undir með henni að bæta þurfi kjör öryrkja. „Þau þarf svo sannarlega að bæta og það er forsenda þess að fólk geti lifað með reisn. Að það þurfi ekki að hafa stöðugar áhyggjur af því hvort það eigi fyrir mat á morgun. En ég lít björtum augum á framtíðina hvað varðar kjör og réttindi fatlaðs fólks og öryrkja vegna þess að viðhrofsbreytingin hefur verið í svo jákvæða át undanfarin ár. Og það er svo mikilvægt þegar þessi mikilvægu verkefni sem ég nefndi áðan verða komin á koppinn,“ segir Einar Þór.
Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira