Fleiri fréttir

Í öruggum höndum Tékka

Loftrýmisgæslu NATO við Ísland er sinnt af tékkneska hernum. Fimm orrustuþotur eru tilbúnar allan sólahringinn að takast á við það sem flugumferðarstjórn getur ekki borið kennsl á.

Sigurður Ingi og Sigmundur hafa talað saman

Sigurður Ingi Jóhannsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafa átt í samskiptum undanfarna daga en andað hefur köldu á milli þeirra eftir flokksþing Framsóknarflokksins í byrjun mánaðar.

Létu lífið þegar svalir hrundu

Fjórir gestir í innflutningsveislu í borginni Angers í Vestur-Frakklandi létu lífið á laugardagskvöld þegar svalir á þriðju hæð sem þeir stóðu á hrundu.

Nyrsta borgin fær nýtt nafn

Íbúar nyrstu borgar Bandaríkjanna, Barrow í Alaska, hafa samþykkt að breyta nafni borgarinnar í Utqiagvik.

Segir Pírata opinbera sig sem vinstriflokk

Tillaga Pírata um stjórnarsamstarf á vinstrivængnum leggst misjafnlega í stjórnmálaleiðtoga flokkanna. Viðreisn er ekki spennt fyrir þátttöku og segist vilja leggja sín baráttumál á borð kjósenda ómenguð.

Óttast atgervisflótta ef kjörin batna ekki

Grunnskólakennarar hafa tvisvar fellt kjarasamninga og staðan virðist graf­alvarleg. Kennarar sem Fréttablaðið ræddi við telja þó ekki líkur á verkfalli. Miklu frekar verði atgervisflótti úr stéttinni ef launakjörin batna ekki veulega.

Tveggja ára gæsaskytta fékk fjórar í fyrstu ferð

Ylfa Mjöll Marvinsdóttir fór á gæsaveiðar með foreldrum sínum um helgina. Lék sér róleg með bolta þegar foreldrarnir skutu fjórar gæsir enda með góðar heyrnarhlífar. Veiðar eru fjölskyldusport, segir faðirinn stoltur.

Útspil Pírata óþörf klækjastjórnmál

Píratar hafa boðað formenn fjögurra flokka til fundar við sig um mögulegt stjórnarsamstarf og drög að stjórnarsáttmála sem kynna á tveimur dögum fyrir kosningar.

Fjósamenn skrifuðu upp handrit í pásum

Árnasafni hefur áskotnast handritsbrot af Njálu frá bókasafnara af íslenskum ættum sem búsettur er í Seattle. Í hirslum safnarans var einnig að finna skinnblöð án leturs.

Íhuga refsiaðgerðir vegna Aleppo

Hjálparsamtök telja 72 klukkustunda vopnahlé nauðsynlegt til að koma byrgjum til Aleppo og ferja óbreytta borgara úr eyðilögðum hlutum borgarinnar.

IKEA jólageitin komin upp

Eflaust frægasta geit landsins hefur gert sig heimakomna í Kauptúninu. Jólageitur seinustu ára hafa þurft að þola margt.

Fara aftur til ofbeldismannsins vegna húsnæðisskorts

Algengt er að konur dvelji mánuðum saman í Kvennaathvarfinu vegna skorts á leiguhúsnæði. Framkvæmdastýra athvarfsins segir nær ómögulegt fyrir konurnar að verða sér úti um húsnæði, og að margar þeirra hafi því engan annan kost en að snúa aftur til ofbeldismannsins.

Ólafur stefnir íslenska ríkinu

Ólafur Ólafsson fjárfestir hefur stefnt embætti ríkissaksóknara og íslenska ríkinu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur.

Sjá næstu 50 fréttir