Minni vélar ekki svarið við lægri eyðslu Finnur Thorlacius skrifar 17. október 2016 10:02 Volkswagen er einn þeirra bílaframleiðenda sem ætla að stækka sprengirými í bílum sínum og fyrir vikið eyða þeir minna eldsneyti. Á síðustu árum hafa bílaframleiðendur sett sífellt minni vélar í bíla sína í því augnamiði að minnka eyðslu þeirra og mengun. Svo virðist þó vera að ákveðnum punkti sé náð í þeim fræðum því nú heyrast fréttir af því að sumir þeirra hyggist snúa við þessari þróun og útbúa bíla sína með stærri vélum. Ástæða þess er sú að þessar smáu vélar virðast margar hverjar menga meira en en stærri vélar í sömu bílum. Renault-Nissan ætlar sem dæmi að stækka 1,6 lítra R9M dísilvél sína um 10% og hætta framleiðslu hinnar smáu 0,9 lítra H4Bt bensínvélar, en hún hefur bæði þótt eyða of miklu eldsneyti og menga óhóflega. Í stað þessarar vélar kemur vél með stærra sprengirými sem mengar minna og eyðir minna eldsneyti. Það er því ekki allt fengið með því að minnka bílvélar og svarið við eldsneytissparnaði og minni mengun er ekki endilega fólgin í því að minnka sprengirými vélanna. Renault, General Motors og Volkswagen munu öll hætta framleiðslu á minnstu vélargerðum sínum á næstu 3 árum. GM ætlar að hætta framleiðslu á 1,2 lítra dísilvél sinni og Volkswagen mun skipta út 1,4 lítra og þriggja strokka vélinni í Volkswagen Polo og í hennar stað kemur fjögurra strokka 1,6 lítra vél. Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent
Á síðustu árum hafa bílaframleiðendur sett sífellt minni vélar í bíla sína í því augnamiði að minnka eyðslu þeirra og mengun. Svo virðist þó vera að ákveðnum punkti sé náð í þeim fræðum því nú heyrast fréttir af því að sumir þeirra hyggist snúa við þessari þróun og útbúa bíla sína með stærri vélum. Ástæða þess er sú að þessar smáu vélar virðast margar hverjar menga meira en en stærri vélar í sömu bílum. Renault-Nissan ætlar sem dæmi að stækka 1,6 lítra R9M dísilvél sína um 10% og hætta framleiðslu hinnar smáu 0,9 lítra H4Bt bensínvélar, en hún hefur bæði þótt eyða of miklu eldsneyti og menga óhóflega. Í stað þessarar vélar kemur vél með stærra sprengirými sem mengar minna og eyðir minna eldsneyti. Það er því ekki allt fengið með því að minnka bílvélar og svarið við eldsneytissparnaði og minni mengun er ekki endilega fólgin í því að minnka sprengirými vélanna. Renault, General Motors og Volkswagen munu öll hætta framleiðslu á minnstu vélargerðum sínum á næstu 3 árum. GM ætlar að hætta framleiðslu á 1,2 lítra dísilvél sinni og Volkswagen mun skipta út 1,4 lítra og þriggja strokka vélinni í Volkswagen Polo og í hennar stað kemur fjögurra strokka 1,6 lítra vél.
Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent