1.500 hestafla Audi R8 Finnur Thorlacius skrifar 17. október 2016 10:56 Sportbíllinn Audi R8 hefur hingað til ekki þótt neinn letingi með sinni 610 hestafla 5,2 lítra V10 vél en það þykir sumum engan veginn nægt afl. Breytingafyrirtækið Speedriven í Chicago er einmitt á þeirri skoðun og tekur að sér að eiga við vél bílsins uns hún skilar 1.500 hestöflum til allra hjóla bílsins. Til þess að sjálfskiptingin í bílnum þoli allt þetta afl þarf einnig að eiga við hana og Speedriven breytir einnig fjöðrun bílsins svo hún henti betur þessu brjálaða afli. Speedriven setur tvær stórar forþjöppur ofan á vélina, eykur loftflæði hennar til muna, breytir innsprautun eldsneytis og liðkar fyrir loftflæði pústkerfisins. Eftir breytinguna er Audi R8 sléttar 2 sekúndur í 100 km hraða og fer kvartmíluna á undir 10 sekúndum og með 241 km endahraða. Það sést ekki mikið á ytra útliti þeirra R8 bíla sem Speedriven hefur breytt, en þó eru sérlega breiða 18 tommu afturdekk undir bílunum og 20 tommu dekk að framan. Speedriven ætlar að breyta 25 Audi R8 bílum og áhugasamir eigendur R8 þurfa bara að setja sig á samband við Speedriven og panta tíma fyrir breytingarnar. Ekki kemur fram hvað breytingar Speedriven kosta, en eitthvað þarf líklega að greiða fyrir auka 900 hestöfl. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent
Sportbíllinn Audi R8 hefur hingað til ekki þótt neinn letingi með sinni 610 hestafla 5,2 lítra V10 vél en það þykir sumum engan veginn nægt afl. Breytingafyrirtækið Speedriven í Chicago er einmitt á þeirri skoðun og tekur að sér að eiga við vél bílsins uns hún skilar 1.500 hestöflum til allra hjóla bílsins. Til þess að sjálfskiptingin í bílnum þoli allt þetta afl þarf einnig að eiga við hana og Speedriven breytir einnig fjöðrun bílsins svo hún henti betur þessu brjálaða afli. Speedriven setur tvær stórar forþjöppur ofan á vélina, eykur loftflæði hennar til muna, breytir innsprautun eldsneytis og liðkar fyrir loftflæði pústkerfisins. Eftir breytinguna er Audi R8 sléttar 2 sekúndur í 100 km hraða og fer kvartmíluna á undir 10 sekúndum og með 241 km endahraða. Það sést ekki mikið á ytra útliti þeirra R8 bíla sem Speedriven hefur breytt, en þó eru sérlega breiða 18 tommu afturdekk undir bílunum og 20 tommu dekk að framan. Speedriven ætlar að breyta 25 Audi R8 bílum og áhugasamir eigendur R8 þurfa bara að setja sig á samband við Speedriven og panta tíma fyrir breytingarnar. Ekki kemur fram hvað breytingar Speedriven kosta, en eitthvað þarf líklega að greiða fyrir auka 900 hestöfl.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent