Fleiri fréttir

Innanlandsflug liggur niðri vegna veðurs

Innanlandsflug hefur legið niðri í allan morgun vegna óveðurs og bæði Vegagerðin og Veðurstofan hafa varað vegfarendur við mjög snörpum vindhviðum á nokkrum stöðum.

Uppbrot fjórflokksins blasir við

Grundvallarbreyting gæti orðið á íslenska flokkakerfinu, gangi nýjasta skoðanakönnun Fréttablaðsins eftir. Samkvæmt henni næðu sjö flokkar á Alþingi, sem hefur aldrei gerst áður en það gæti fært íslenska flokkakerfið nær því norræna, að mati Eiríks Bergmanns stjórnmálafræðings.

Þúsundir milljarða í skattaskjólum

Ríkir Indónesar hafa árum saman falið fé sitt bæði heima og erlendis. Skráðir skattgreiðendur eru 27 milljónir en 2014 greiddu færri en milljón það sem þeir skulduðu.

Árni Páll íhugar að kvarta til ÖSE

Til greina kemur að kvarta til Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, ef ríkisstjórnarflokkarnir halda áfram kosningabaráttu á meðan minnihlutinn sinnir þingstörfum.

Skráning fornminja í frosti

Stofnanir í minjavörslu hafa aldrei fengið nægt fjármagn frá ríkinu til að uppfylla lögbundið hlutverk sitt. Fornleifaskráningu er verulega ábótavant. Skráningin gæti nýst fjölmörgum, ekki síst sveitarfélögum.

Breyta reglum fyrir litla framleiðendur

Litlir matvælaframleiðendur fá nokkrar undanþágur frá reglum um hollustuhætti. Litlir framleiðendur mega framleiða 300 kíló á viku en Beint frá býli vildi að talan yrði 1.200 til 1.500 kíló á viku.

Vaxtabætur fyrirfram til íbúðakaupa

Tillagan gerir ráð fyrir að sambúðarfólk geti fengið 3 milljónir, einstætt foreldri 2,5 milljónir og einstaklingar 2 milljónir. Einungis þeir sem eiga ekki íbúð eiga rétt á vaxtabótum, en vaxtabótakerfið tekur bæði mið af tekjum og eignum.

Arion sveik loforð við Fjallabyggð

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur óskað eftir því að fulltrúar Arion banka mæti á næsta fund bæjarráðs og fari yfir núverandi stöðu mála. Bæjarráðið er ósátt við uppsagnir á 6,4 stöðugildum í útibúum bankans í Fjallabyggð.

Mikilvægt að klára lífeyrissjóðsmálið á þessu þingi

Þingmaður VG telur það einsýnt að gera þurfi breytingar á lífeyrissjóðafrumvarpinu og koma til móts við óánægjuraddir. Meirihluti fjárlaganefndar telur mikilvægt að frumvarpið klárist fyrir þinglok svo hægt sé að veita fé í verk

20 prósent auglýsinga fara til Facebook og Google

Skipuð verður þverpóli­tísk nefnd sem á að gera úttekt á stöðu einkarekinna fjölmiðla á Íslandi í ljósi aðstæðna á auglýsingamarkaði, tæknibreytinga á undanförnum árum og aukinnar sóknar erlendra aðila inn á íslenskan fjölmiðlamarkað.

Björt framtíð fengi kjörinn þingmann

Björt framtíð hefur ekki mælst með meira fylgi í könnun Fréttablaðsins síðan í mars í fyrra. Þingmaður flokksins segist finna jákvæð viðbrögð við þeim málum sem flokkurinn hefur unnið í.

Tvöfalt fleiri kröfur um sviptingu forsjár

Barnavernd krafðist þess að foreldrar yrðu sviptir forsjá barna sinna í ríflega tvöfalt meiri mæli á síðasta ári en árin þar á undan. Flest málin tengjast vanrækslu barna. Forstjóri Barnaverndarstofu segir enga einfalda skýringu á fjöldanum.

Auðugustu ríkin veita minnsta hjálp

Mannréttindasamtökin Amnesty International saka Vesturlönd um að láta fátækari lönd heims sitja uppi með flóttamannavandann. Evrópusambandið er harðlega gagnrýnt fyrir að reyna að koma sér hjá því að takast á við vandamál flóttamanna.

15 ár frá falli talíbanastjórnarinnar

Lífskjör Afgana, ekki síst kvenna, hafa að mörgu leyti batnað síðan en þó hefur enn ekki tekist að tryggja frið í landinu og alþjóðasamfélagið vinnur að því að safna milljörðum dala til frekari uppbyggingar.

Gistiskýlið ekki mannsæmandi í lengri tíma

Útlendingastofnun vinnur nú að því að opna gistiskýli fyrir hælisleitendur á Krókhálsi en metfjöldi hælisumsókna á haustmánuðum hefur haft í för með sér að húsnæðisúrræði á vegum stofnunarinnar hafa verið fullnýtt undanfarnar vikur. Öryggisgæsla verður í húsnæðinu allan sólarhringinn.

Sjá næstu 50 fréttir