Innlent

Arion sveik loforð við Fjallabyggð

Benedikt Bóas Hinriksson skrifar
Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka.
Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka.
Bæjarráð Fjallabyggðar hefur óskað eftir því að fulltrúar Arion banka mæti á næsta fund bæjarráðs og fari yfir núverandi stöðu mála. Bæjarráðið er ósátt við uppsagnir á 6,4 stöðugildum í útibúum bankans í Fjallabyggð. „Þessar uppsagnir eru þvert á þær yfirlýsingar sem forsvarsmenn gáfu bæjarráðsfulltrúum og bæjarstjóra við yfirtöku Arion banka á Afli-Sparisjóði á Siglufirði,“ segir í fundargerð bæjarins.

Þann 28. september tilkynnti Ari­on banki að 46 starfsmönnum hefði verið sagt upp. Þar af störfuðu 27 í höfuðstöðvum bankans og 19 á öðrum starfsstöðvum. „Niðurskurður stöðugilda í Fjallabyggð er þriðjungur í stöðugildafjölda bankans í uppsögnum á landsbyggðinni og er mikil blóðtaka fyrir samfélag eins og Fjallabyggð,“ segir ennfremur í fundargerðinni.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×