Fleiri fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Egill Sigurðsson stjórnarformaður Mjólkursamsölunnar segir að hækka þurfi vöruverð um tvö prósent til að greiða 480 milljón króna sekt sem Samkeppniseftirlitið lagði á fyrirtækið í gær.

Vildi drepa hvíta lögregluþjóna

Árásarmaður sem var felldur af lögreglu í Dallas sagðist vera reiður yfir því að lögregluþjónar skutu unga svarta menn til bana.

Skotinn við hlið kærustunnar

Enn á ný hafa bandarískir lögreglumenn komist í kastljós fjölmiðla fyrir að drepa þeldökka menn að ástæðulausu. Í fyrrakvöld var Philando Castile skotinn í Minnesota, daginn áður Alton Sterling í Louisiana.

Hrunið bætti neysluvenjurnar

Íslendingar hafa orðið hagsýnni og meðvitaðri neytendur í kjölfar hrunsins. Breyttar neysluvenjur hafa haldist í batnandi efnahagsástandi. Formaður Neytendasamtakanna segir fólk enn brennt af hruninu.

Þingið samþykkir að nei þýði nei

Framvegis verður hægt að dæma einstaklinga fyrir kynferðislegt ofbeldi í Þýskalandi ef ljóst þykir að fórnarlamb glæpsins hafi mótmælt, jafnvel þótt hvorki hafi verið beitt líkamlegu ofbeldi né augljósum hótunum.

Lýðræði er stundum svolítil tík

Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata vill sjá breytt vinnubrögð á Alþingi. Hún segir samskiptavanda flokksins hafa stafað af röngum ályktunum sem flokksmenn drógu, en málið hafi verið leyst á farsælan hátt.

Breytingafrumvörp gætu dagað uppi

Engin samstaða náðist um framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu í vinnu stjórnarskrárnefndar. Framsal valdheimilda er álitið nauðsynlegt til að Ísland geti orðið aðili að Evrópusambandinu.

Hætta fylgir ferðamönnum á brúm

Vegagerðin verður að bregðast við því að ferðamenn troði sér meðfram brúm landsins sem einungis eru ætlaðar farartækjum, til dæmis með því að setja upp skilti. Þetta segir Kári Jónasson leiðsögumaður.

Segir forsendur lokunar neyðarbrautar marklausar

Sigurður Ingi Jónsson, varamaður Framsóknar og flugvallarvina í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar, segir gögn sem notuð voru við ákvarðanatöku um að loka NA/SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar ýmist úrelt, röng eða marklaus.

Mikil mildi að ekki hafi orðið slys á fólk

Smellugaskútur á sólpalli sprakk með miklu afli. Slökkviliðsstjóri Akureyrar segir heppni að aðeins urðu skemmdir á íbúð en ekki alvarleg slys á fólki, en í námunda á pallinum lék heimilisfaðirinn sér við ársgamlan son sinn.

Stýrihópur vill gönguvænni miðborg og bæta hjólaaðgengi

Miðborgarsjóður, bætt hjóla- og gönguaðgengi, og aðgerðir sem stuðla að því að miðborgin sé áhugaverður og spennandi áfangastaður fyrir íbúa borgarinnar og landsmenn alla, ekki síður en erlenda gesti, eru meðal þess sem stýrihópur um málefni miðborgar leggur til í nýrri skýrslu.

Múslimar fagna Eid al-Fitr

Ramadan er lokið, föstumánuði múslima. Á ramadan sýna múslimar Allah undirgefni sína með því að fasta í einn mánuð. Þá tíðkast einnig að huga að þeim sem standa höllum fæti í samfélaginu.

Kosið verður milli May og Leadson

Bretland Annaðhvort Theresa May eða Andrea Leadson verður leiðtogi breska Íhaldsflokksins eftir að David Cameron hættir í haust.

Föngum líður vel í klaustri

Fangar í Svíþjóð, sem hafa verið dæmdir til að minnsta kosti fimm ára fangelsisvistar, geta fengið að taka þátt í eins konar klaustur­starfsemi á vegum tveggja fangelsa eftir að hafa áður fengið andlega leiðsögn á kyrrðardögum. Verkefnið hófst 2008 og er sagt einstakt á heimsvísu.

Segir sumarhúsaeigendur hunsaða

Landssamband sumarhúsaeigenda vill niðurfellingu tekjuskatts af söluhagnaði frístundahúsa. Ósanngjarnt sé að ólíkar reglur gildi um hús í þéttbýli og sumarhús.

Mjólkursamsalan sektuð og skaðabótamál er yfirvofandi

Mjólkursamsalan var í gær sektuð um 480 milljónir króna vegna alvarlegrar misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. MS seldi hrámjólk til samkeppnisaðilanna Mjólku og síðar Kú á mun hærra verði en til MS og tengdir aðilar, þá sérstaklega Kaupfélag Skagfirðinga, greiddu fyrir vöruna samkvæmt niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins.

Majorkabúar þreyttir á ferðamönnum

Íbúar Majorka í Miðjarðarhafi eru orðnir pirraðir á sívaxandi fjölda ferðamanna á eyjunni. Samkvæmt frétt norska ríkisútvarpsins má sjá letrað á húsveggi í gamla bænum í Palma að ferðamenn séu hryðjuverkamenn og að þeir eigi að fara heim.

Spá lækkandi stýrivöxtum

Fjármálamarkaðir búa sig undir það að Englandsbanki muni lækka stýrivexti á vaxtaákvörðunarfundi í næstu viku, til að örva hagkerfið eftir að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið fyrir tveimur vikum.

Obama tjáir sig um dauða Sterling og Castile

"Við höfum séð harmleiki sem þessa alltof oft og hjörtu okkar slá fyrir fjölskyldurnar og samfélögin sem þjást yfir missi sínum,“ skrifaði Obama í yfirlýsingu á Facebook-síðu sína í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir