Innlent

Nafn bifhjólamannsins sem lést

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ökumaðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi.
Ökumaðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi. Vísir
Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Reykjanesbraut í gær hét Jóhannes Hilmar Jóhannesson, til heimilis að Sóltúni 2 í Garði. Mbl.is greinir frá.

Jóhannes var 34 ára gamall og lætur eftir sig sambýliskonu og þrjú börn.

Laust eftir klukkan sjö í gærmorgun barst lögreglu Suðurnesja tilkynning um alvarlegt umferðarslys. Bifhjól, sem ekið var suður Reykjanesbrautina, og vörubifreið sem var á leið af Hafnavegi norður Reykjanesbraut skullu saman.

Jóhannes var ökumaður bifhjólsins og var hann úrskurðaður látinn á slysstað.


Tengdar fréttir

Banaslys á Reykjanesbraut

Karlmaður á fertugsaldri lést eftir árekstur vörubifreiðar með tengivagn og bifhjóls á mótum Reykjanesbrautar og Hafnarvegar í Reykjanesbæ í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×