Hrunið bætti neysluvenjurnar Ingvar Haraldsson skrifar 8. júlí 2016 08:00 Neytendur hugsa meira um hvernig þeir nýta peningana sína nú en fyrir hrun. vísir/vilhelm Bankhrunið árið 2008 virðist hafa gert Íslendinga að hagsýnni og meðvitaðri neytendum. Þetta er niðurstaða meistararitgerðar Hrundar Einarsdóttur í markaðsfræði við Háskólann í Reykjavík. „Þeir eru hagsýnni og hugsa meira áður en þeir eyða peningum,“ segir Hrund en ritgerðin byggir á neyslukönnunum Gallup frá árunum 2005, 2007, 2009 og 2015.Hrund EinarsdóttirHrund segir að breytingar á neysluvenjum hafi orðið strax eftir hrun sem hafi haldið sér að einhverju leyti. „Neytendur fóru að leita meira að lágu verði, versluðu minna í lúxusmatvöruverslunum og nýttu sér afsláttarmiða í meira mæli,“ segir Hrund um þróunina í kjölfar hrunsins. Þá hafi tryggð neytenda gagnvart vörumerkjum einnig minnkað. „Fjármálahrunið hefur haft einhver langtímaáhrif á neytendur þar sem sjö árum eftir hrunið eru sum viðhorf eins, þrátt fyrir batnandi efnahagsástand,“ segir Hrund og vísar þar til neyslukönnunar Gallup árið 2015. „Neytendum er enn umhugað um lágt verð en samt virðast þeir vera að leyfa sér ákveðinn lúxus, þar sem viðhorf gagnvart lúxusvörum og lúxusmatvöruverslunum er mun betra núna en það var árið 2009. Þeir eru enn þá jákvæðir gagnvart því að nýta sér afsláttartilboð.“ Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, tekur undir að neytendur séu orðnir meðvitaðri um neyslu sína. „Fólk heldur fastar utan um sitt og hugsar meira um í hvað það eyðir. Við verðum alveg vör við það, sem er mjög góð breyting,“ segir hann. „Ég held að fólk sé bara mjög brennt af hruninu, og það móti dálítið hvernig fólk hagar sér í dag,“ bætir Jóhannes við. Hann segir neytendur duglega að setja sig í samband við Neytendasamtökin þegar þeir taki eftir verðhækkunum. Hrund segir breytinguna sem varð milli áranna 2007 og 2009 sýna að viðhorf neytenda breytist með efnahagsástandinu. „Það er klárlega samband milli viðhorfa neytenda og efnahagsástands,“ segir hún. Hins vegar veki athygli að Íslendingar hafi fremur leitast eftir magni en gæðum í miðju hruninu, árið 2009. „Annars staðar í heiminum hugsuðu neytendur meira um gæði en magn í efnahagskreppum. En viðhorfið var akkúrat öfugt í fjármálakreppunni hérna á Íslandi.“ Þetta samband hafi nú snúist við á Íslandi.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Bankhrunið árið 2008 virðist hafa gert Íslendinga að hagsýnni og meðvitaðri neytendum. Þetta er niðurstaða meistararitgerðar Hrundar Einarsdóttur í markaðsfræði við Háskólann í Reykjavík. „Þeir eru hagsýnni og hugsa meira áður en þeir eyða peningum,“ segir Hrund en ritgerðin byggir á neyslukönnunum Gallup frá árunum 2005, 2007, 2009 og 2015.Hrund EinarsdóttirHrund segir að breytingar á neysluvenjum hafi orðið strax eftir hrun sem hafi haldið sér að einhverju leyti. „Neytendur fóru að leita meira að lágu verði, versluðu minna í lúxusmatvöruverslunum og nýttu sér afsláttarmiða í meira mæli,“ segir Hrund um þróunina í kjölfar hrunsins. Þá hafi tryggð neytenda gagnvart vörumerkjum einnig minnkað. „Fjármálahrunið hefur haft einhver langtímaáhrif á neytendur þar sem sjö árum eftir hrunið eru sum viðhorf eins, þrátt fyrir batnandi efnahagsástand,“ segir Hrund og vísar þar til neyslukönnunar Gallup árið 2015. „Neytendum er enn umhugað um lágt verð en samt virðast þeir vera að leyfa sér ákveðinn lúxus, þar sem viðhorf gagnvart lúxusvörum og lúxusmatvöruverslunum er mun betra núna en það var árið 2009. Þeir eru enn þá jákvæðir gagnvart því að nýta sér afsláttartilboð.“ Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, tekur undir að neytendur séu orðnir meðvitaðri um neyslu sína. „Fólk heldur fastar utan um sitt og hugsar meira um í hvað það eyðir. Við verðum alveg vör við það, sem er mjög góð breyting,“ segir hann. „Ég held að fólk sé bara mjög brennt af hruninu, og það móti dálítið hvernig fólk hagar sér í dag,“ bætir Jóhannes við. Hann segir neytendur duglega að setja sig í samband við Neytendasamtökin þegar þeir taki eftir verðhækkunum. Hrund segir breytinguna sem varð milli áranna 2007 og 2009 sýna að viðhorf neytenda breytist með efnahagsástandinu. „Það er klárlega samband milli viðhorfa neytenda og efnahagsástands,“ segir hún. Hins vegar veki athygli að Íslendingar hafi fremur leitast eftir magni en gæðum í miðju hruninu, árið 2009. „Annars staðar í heiminum hugsuðu neytendur meira um gæði en magn í efnahagskreppum. En viðhorfið var akkúrat öfugt í fjármálakreppunni hérna á Íslandi.“ Þetta samband hafi nú snúist við á Íslandi.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent