Fleiri fréttir

„Þetta er bara eins og í Austurríki"

Þrátt fyrir frábæra færð hafa færri lagt leið sína í Bláfjöll en oft áður. Rekstrarstjóri svæðisins segir aðstæðurnar geta vart orðið betri.

Rússar skutu á tyrkneskan togara

Í yfirlýsingu frá rússneska varnarmálaráðuneytinu segir að eftirlitsskipið Smetliviy hafi ítrekað sent sjónrænar viðvaranir til tyrkneska skipsins áður en skotið var að því.

„Þetta stríðir gegn réttlætiskennd okkar og siðferði“

Á þriðja þúsund hafa skrifað undir áskorun til innanríkisráðherra um að afturkalla ákvörðun útlendingastofnunar að vísa fjölskyldum tveggja langveikra drengja á brott í vikunni. Boðað hefur verið til mótmæla á þriðjudag.

Varar við væntingum um afturvirkni bóta

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að stjórnvöld ætli að verja 100 milljörðum til að hækka lífeyrisbætur á næsta ári. Bætur séu að hækka um 9,7 prósent og lífeyrisþegar muni hafa meiri kaupmátt á næsta ári en nokkru sinni áður.

Tímabili olíu og kola að ljúka

Nýr loftlagssamningur boðar að tímabili olíu og kola er að ljúka og endurnýjanlegir orkugjafar verða að leysa mengandi orkugjafa af hólmi. Þetta segir formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands og að strax á næsta ári verði byrjað að vinna að markmiðum samningsins.

Sér eftir formennsku sinni í mannréttindaráði

Líf Magneudóttir segist sjá eftir formennsku sinni í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar og telur eðlilegast að Sóley Tómasdóttir svari fyrir vendingarnar í borgarstjórnarflokki Vinstri-Grænna.

Ted Cruz kjöldregur Trump

Nú þegar sjö vikur eru til kosninga hefur Ted Cruz tíu prósentustiga forskot á mótframbjóðanda sinn auðkýfinginn Donald Trump í Iowa.

Góð þátttaka í bréfamaraþoni

Hátt í annað hundrað manns lögðu leið sína á skrifstofu Amnesty International í dag, hlýddu á baráttusöngva Bubba og skrifuðu bréf til stjórnvalda um víða veröld sem brjóta gróflega á mannréttindum borgara sinna.

Grunaðir hryðjuverkamenn handteknir í Genf

Svissneska lögreglan handtók í dag tvo Sýrlendinga í Genf vegna gruns um tengsl þeirra við hópa róttækra íslamista. Í bíl mannanna fundust agnir af efni sem grunur leikur á að hafi verið notað til sprengjugerðar.

Loftslagssamningur samþykktur í París

Samningurinn sem felur í sér að hitastig jarðarinnar hækki ekki um meira en tvær gráður fyrir árið 2050 var rétt í þessu samþykktur á Loftslagsráðstefnunni í París.

Önnur umræða hefur staðið í ríflega 40 klukkustundir

Önnur umræða fjárlagnna hefur nú staðið yfir í ríflega fjörutíu klukkustundir á Alþingi og sér ekki fyrir endann á henni. Forseti Alþingis segir hana orðna næst lengstu fjárlagaumræðu í tuttugu og fimm ár.

Heimsókn á Litla-Hraun: Lífið bak við rimlana

Lífið á bak við rimlana er fábrotið, en erfitt. Blaðamenn heimsóttu Litla-Hraun og fylgdust með degi í lífi Margrétar Frímannsdóttur, Indu Hrannar og Jóns Þór ráðgjafa. Ljósmyndarinn Anton Brink slóst með í för.

Ákvæði útlendingalaga alltof þröng og ströng

Unnur Brá Konráðsdóttir segir frumvarp um ný útlendingalög fjölga leiðum til að sækja um dvalarleyfi. Verkalýðshreyfingin hefur staðið í veginum fyrir rýmkun atvinnuleyfa. Ólína Þorvarðardóttir vill umboðsmann flóttamanna.

Sjá næstu 50 fréttir