Fleiri fréttir

Ók niður hús

Var á 130 km hraða er hún ók á húsið á stolnum bíl.

Leitin engan árangur borið

Víðtæk leit að Arkadiusz Pawel Maciag, liðlega fertugum pólskum karlmanni, sem hófst á Reykjanesi upp úr miðnætti, hefur enn engan árangur borið.

Kokkalandsliðið vann til gullverðlauna á HM

Kokkalandsliðið vann gullverðlaun í Heimsmeistarakeppninni í Lúxemborg eftir frammistöðu sína í keppninni í gærkvöldi. Kokkalandsliðið hafði 6 klukkustundir til að matreiða þriggja rétta máltíð fyrir dómara og 110 gesti.

Nýbökuð móðir setti barnið ofan í göturæsi

Nýbökuð móðir í Ástralíu hefur verið ákærð fyrir morðtilraun en hún er sökuð um að hafa borið nýfætt barn sitt út. Konan skildi barnið eftir í göturæsi í stórborginni Sidney og svo virðist sem þar hafi það verið í heila fimm daga áður en það fannst. Ótrúlegt þykir að barnið skuli hafa haldið lífi.

Reynt til þrautar að ná samkomulagi um kjarnorkuáætlun Írana

Háttsettir diplómatar fjölmargra þjóða eru nú samankomnir í Vín í Austurríki þar sem þeir freista þess að ná samkomulagi um kjarnorkuáætlun Írana, en frestur til að ná slíkum samningum rennur út klukkan ellefu í kvöld að íslenskum tíma.

Máttu ekki miða við núll prósent verðbólgu

Þegar lánssamningur er bundinn við vísitölu neysluverðs, samrýmist það ekki tilskipun 87/102/EBE að miðað sé við 0% verðbólgu við útreikning á heildarlántökukostnaði og árlegri hlutfallstölu kostnaðar ef þekkt verðbólgustig á lántökudegi er ekki 0%. Þetta segir í ráðgefandi áliti EFTA-

Kærðu útboð í mokstur gatna

Tvö verktakafyrirtæki, GV gröfur ehf. og G Hjálmarsson ehf., hafa kært útboð Akureyrarbæjar á snjómokstri og hálkuvörnum sveitarfélagsins 2015-2016 til úrskurðarnefndar útboðsmála. Telja fyrirtækin ekki hafa verið rétt staðið að útboðinu.

Sagt er að frekar gjósi í hlýju veðri

Veðurblíða hefur ríkt á landinu í haust og er nóvembermánuður einn sá hlýjasti í manna minnum. Til að mynda hefur hitastig í nóvember verið fjórum gráðum hærra en í meðalári.

Víðtæk leit að ferðamanni á Reykjanesi

Víðtæk leit hefur staðið í alla nótt á Reykjanesi að Arkadiusz Pawel Maciag, liðlega fertugum pólskum karlmanni, sem er í heimsókn hjá vinafólki hér á landi.

Í lífshættu eftir hnífstungu á Hverfisgötu

Karlmaður liggur nú þungt haldinn og í lífshættu, að sögn lækna, á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að hafa orðið fyrir hnífstungu á Hverfisgötu í gærkvöldi. Lögreglan handtók fjóra karlmenn á vettvangi, grunaða um að hafa veitt manninum lífshættulega áverka.

Lög um Ísrael sem ríki gyðinga fara til þingsins

Ákvörðun ríkisstjórnar Ísraels í gær um að samþykkja lagafrumvarp þar sem Ísraelsríki er skilgreint sem ríki gyðinga er sagt líkleg til að verða sem olía á eld í samskipum við arabíska íbúa landsins.

Lögreglustjórar furða sig á verklagi Sigríðar

Lögreglustjórar víða um land sem Fréttablaðið ræddi við í gær kannast ekki við það verklag sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, viðhafði í samskiptum sínum við Gísla Frey Valdórsson í lekamálinu.

Útgerðin gerði rangt upp við sjómennina

Úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna gerir Skinney-Þinganesi að greiða hærra verð fyrir síld frá eigin skipum. Við þetta hækka laun sjómanna en þau ákvarðast af virði aflans. Útgerðin segir að farið verði eftir úrskurðinum.

Ísland hlýtur verðlaun ytra

Ólafur Ragnar Grímsson tók við heiðursverðlaunum fyrir hönd þjóðarinnar, fyrir forystu á sviði endurnýjanlegrar orku og sjálfbærni.

Óvíst að samkomulagi verði náð í kjarnorkuviðræðunum í Vínarborg

Lokafrestur í viðræðum Írans og fimm þjóða um kjarnorkumál Írana rennur út í Vínarborg í dag. Óvíst er hvort samkomulag náist og líklegt þykir að viðræður verði látnar halda áfram síðar. Bandaríkjamenn óttast sem fyrr að Íranar ætli að smíða kjarnorkuvopn.

Einstakar myndir af jörðinni

Fjöldi mynda sem geimfarinn Butch Wilmore tók úr Alþjóða geimstöðinni voru nýlega birtar á Facebook síðu stöðvarinnar.

Tvöfalt siðgæði í málum flóttamanna

Tvískinnungur og hræsni einkennir meðferð í flóttamannamálum á Íslandi og Dyflinarreglugerðin til að senda flóttamenn úr landi er misnotuð, sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mannréttindalögfræðingur í harðorðri ræðu á málþingi í dag.

Árekstur í Hörgárdal

Tveir bílar skullu saman á þjóðveginum í Hörgárdal á fimmta tímanum í dag. Tveir voru fluttir til aðhlynningar.

Sjá næstu 50 fréttir