Fleiri fréttir

Kúrdar tala fyrir daufum eyrum

Stjórnvöld í Tyrklandi hafa verið treg til að veita Kúrdum stuðning við að verjast vígasveitum í Kobane. Tregðan skýrist ekki síst af átökum tyrkneska hersins við Kúrda, sem áratugum saman hafa barist fyrir réttindum sínum innan Tyrklands.

Mikil völd en engin ábyrgð

Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur, segir aðstoðarmenn ráðherra hafa gríðarleg völd í skjóli ráðherrans en þau séu einungis óformleg. Þeir beri enga pólitíska ábyrgð.

Barninu líkt við fórnarlömb Auschwitz

Fjögurra mánaða gömul stúlka sem fannst látin á heimili sínu í London var svo vannærð að hún minnti sjúkraflutningamenn á fórnarlömb úr Auschwitz-fangabúðum nasista.

Þörfin fyrir byssurnar var óljós

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna spyr hver hafi metið þörfina fyrir vopn hér á landi þegar í ljós kemur að hægt sé svo að skila þeim aftur. Þingmaður Pírata segir málið tækifæri til að uppræta leyndarhyggju í stjórnsýslunni. Landhelgisgæslan hefur ákveðið að skila hríðskotabyssunum 250 sem bárust hingað til lands frá Norðmönnum. Þessi ákvörðun var tekin eftir viðræður við norska herinn sem vill fá greiðslur fyrir vopnin.

Útgönguskatt má líta á sem eignaupptöku

Vala Valtýsdóttir sérfræðingur í skattalöggjöf segir að útgönguskatturinn svonefndi sem leið til að afnema gjaldeyrishöft eða til þess að auka tekjur ríkissjóðs sé væntanlega of seint á ferðinni. Nú þegar sé búið að skattleggja þrotabú bankanna mikið að nær væri þá að tala um eignaupptöku verði slík leið farin.

Hann Toffi stendur í miklu ati

Þorfinnur Guðnason stendur í ströngu. Hann er að frumsýna nýja mynd en samhliða gengst hann undir erfiða krabbameinsmeðferð.

Sextán sendir til Amsterdam

Þriggja daga fræðsluferð fulltrúa í menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkur ásamt sviðsstjóra og forstöðumönnum menningarstofnana til Amsterdam og Rotterdam lauk í gær.

Vill að Reykjanesbær selji Víkingaheima

Bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ vill að bæjaryfirvöld selji Víkingaheima eða leigi reksturinn út. Safnið hefur verið rekið með tapi frá opnun. Formaður bæjarráðs segir meirihlutann tilbúinn að skoða allt sem geti auðveldað rekstur Reykjanesbæjar.

Aðstoðarmaður leyndi illa fengnu skjali í ráðuneytinu

Ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytisins segir aðstoðarmann ráðherra ekki hafa mátt fá greinargerð sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum afhenti. Aðstoðarmaðurinn leyndi skjalinu sem ekki er skráð hjá ráðuneytinu.

Bjarni: Ekki úrslitaatriði að eftirmaður Hönnu Birnu sé kona

Bjarni Bendiktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist leggja á það áherslu að finna sem allra fyrst eftirmann Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem innanríkisráðherra. Einar K. Guðfinnsson hefur verið sterklega orðaður við embættið.

Sjá næstu 50 fréttir